Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 25
AÐSENDAR GREINAR
Flokkun forskólabarna 1 ahættu-
hópa með tilliti til tannskemmda
TÍÐNI tann-
skemmda hefur farið
ört minnkandi meðal
þróaðra þjóða á undan-
förnum árum. Að þessu
leyti hafa íslendingar
ekki fylgst með fram
að þessu, þar sem rann-
sókn (Dunbar og Möller
1987) sýndi mun hærra
hlutfall tannskemmda
hjá íslenskum skóla-
bömum miðað við það
sem gerist annars stað-
ar á vesturlöndum.
Á síðustu árum hefur
orðið töluverð breyting
til batnaðar eins og
meðfylgjandi línurit (mynd 1) ber
vott um. Þannig hefur tíðni tann-
skemmda hjá skólabörnum í Reykja-
vík lækkað verulega og nálgast nú
óðfluga það stig sem finna má í ná-
grannalöndunum. Öðru máli gegnir
um böm á ýmsum stöðum á lands-
byggðinni. Alþjóðaheilbrigðisstofn-
unin (AHS) hefur sett sér það mark-
mið að helmingur fimm ára bama
Halla Siguijóns
verði án tannskemmda
um næstu aldamót.
Nýlegar rannsóknir á
ijögura ára börnum hér
á landi sýna að einungis
41 % þeirra eru án tann-
skemmda og bendir það
til þess að við eigum enn
langt í land að ná þessu
takmarki þeirrar merku
stofnunar. Á hinn bóg-
inn gefa rannsóknir á
12 ára börnum til kynna
að við séum að ná þessu
marki (AHS) í þeim ald-
ursflokki (mynd 2).
Tildrög tannskemmda
eru af ýmsum toga
spunnin. Forvamir byggjast á því að
fmna þessa þætti. Mikilvægt er að
greina þá í tíma og hefja aðgerðir
sem hefta framgang þeirra. Við at-
huganir hefur sýnt sig að engin ein
rannsóknaraðferð er einhlít til að
greina þá.
Sykumeysla er almennt mikil hjá
íslenskum bömum í formi sykur-
bættra gosdrykkja, sem þar á ofan
hafa sýmstig langt utan þeirra marka
sem heppileg eru fyrir tannvef. Sæl-
gætisneysla, tíðar máltíðir og lyfja-
neysla í sykruðum upplausnum eiga
hér einnig ríkan þátt. íslensk börn
og unglingar borða að meðaltali 96
grömm af hreinum strásykri á dag
og þá er ekki talinn með sá sykur
sem er í fæðunni svo sem ávaxtasyk-
ur og mjólkursykur, samkvæmt ný-
gerðri könnun Manneldisráðs.
Eins og fram kemur við nýlegt
uppgjör er neysla kóladrykkja hér
langmest í heimi á hvern íbúa:
Ársneysla kóladrykkja á mann
talið í 227 ml flöskum
ísland........................402
Bandaríki N. Ameríku..........296
Noregur.......................218
Kanada........................155
Japan.........................122
Bretland.......................87
Sýklagróður í munni hefur mikil
áhrif, þar sem sýklar flýta fyrir geij-
un sykurefna og mynda sýru, sem
leysir upp glerung.
Sykumeysla er almennt
mikil hjá íslenskum
börnum, segir Halla
Signijóns, í formi
sykurbættra gos-
drykkja.
Slæm tannhirða stuðlar að tann-
átu; þegar samspil sýkla, gerjunar
og sýrumyndunar er látin óáreitt
greiðir það götu tannskemmda. Góð
tannburstun með flúorbættu tannkr-
emi, minnst tvisvar á dag svo og flú-
orskolanir hefta framvindu tannátu.
Rannsóknir hér á landi benda til
að börn með heilar tennur við fjög-
urra ára aldur séu að öðru jöfnu lík-
legri til að vera án skemmda við sex
ára aldur.
Ójöfn dreifing tannskemmda innan
aldurshópa ber vott um biýna þörf á
að greina þau böm strax í byijun,
sem líkleg em til að líða af þeim.
Þannig mætti við íjögurra ára aldur
greina áhættuhópa, sem með tann-
hreinsun, flúorskolunum og leiðbein-
ingum varðandi mataræði, skomfýll-
um og nánu eftirliti myndi stómm
draga úr tannskemmdum þessa hóps.
Peter Holbrook, prófessor við
tannlæknadeild Háskóla íslands hef-
ur á síðustu ámm þróað aðferð til
að greina þau böm sem þarfnast
sérstaks eftirlits. Tekin eru munn-
vatnssýni hjá fjögurra ára bömum,
þegar þau koma í almenna læknis-
skoðun sem fylgja þeim aldri. Rann-
sókn á munnvatni þeirra og sýkla-
talning gerir kleift að flokka þau
niður í áhættuhópa og á grundvelli
þess er unnt að veita bömum með
áhættuþætti sérstaka athygli.
Með góðri samvinnu Trygginga-
stofnunar ríkisins, foreldra og tann-
lækna ætti að vera hægt að stór-
bæta án teljandi útgjalda tann-
læknaþjónustu skólabama hérlendis.
Yrði þá slakað á eftirliti á börnum
sem ekki em talin til áhættuhóps,
en að sama skapi aukið hjá þeim
bömum sem sannanlega heyra
áhættuhópum til.
Höfundur er tannlæknir,
sérfræðingur í efnisfræðum og
UmnfyHingu, lektor við
tannlæknadeild Háskóla íslands,
og meðlimur íDelta Kappa
Gamma (félagi kvenna í
fræðslustörfum).
íslenskt lýðveldi — fyrir alla
Lesbíur og hommar krefjast aðildar
ÍSLENSKA þjóðin hefur nú hrist
fram úr erminni afmælisveislu fyrir
fimmtíu ára afmælisbam - sjálft
lýðveldið - og minnst þeirrar bar-
áttu sem þjóðin háði fyrír frelsi og
sjálfstæði - og lífi á sínum eigin
forsendum. Tíu dögum eftir afmæl-
isveislu þjóðhátíðardagsins minnist
íslenskur minnihlutahópur upphafs
annarrar frelsisbaráttu sem einnig
snýst um frelsi og sjálfstæði - og
líf á eigin forsendum. í 25 ár hafa
lesbíur og hommar háð opiabera
baráttu fyrir tilvist sinni; fyrir til-
fínningum sínum og sjálfsvitund,
fyrir sjálfsögðum lýðréttindum fólki
til handa óháð kynhneigð. Lesbíur
og hommar munu ekki hvika í bar-
áttu sinni - því hér stöndum við og
getum ekki annað - við viljum ekki
annað og ætlum ekki annað.
Barátta í aldarfjórðung
Dagurinn 27. júní 1969 byijaði
líkt og flestir dagar á Christopher
Street í New York en áður en hann
var allur höfðu hommarnir á
Stonewall-barnum hrundið af stað
skriðu sem ekki varð stöðvuð. í
fyrsta sinn í sögunni risu samkyn-
hneigðir upp til varnar gegn fólsku-
legum árásum umhverfisins - svör-
uðu fyrir sig og neituðu að skríða í
felur. Átökin stóðu linnulítið næstu
mánuði og breiddust fljótt út, ekki
aðeins í Bandaríkjunum heldur einn-
ig víða um Evrópu. Fordæmið frá
Stonewall varð öðrum samkyn-
hneigðum hvatning til að rísa á
fætur og krefjast réttar síns og þá
ekki síst lesbíum víða um heim sem
höfðu þurft að sætta sig við að vera
þagaðar í hel, meira að segja verið
ósýnilegar innan kvennahreyfing-
anna, hvað þá á öðrum vettvangi.
Vitundarvakning lesbía og homma
er nú um allan heim tengd 27. júní
og í dag, á frelsisdegi lesbía og
homma, flykkjast samkynhneigðir
hvarvetna út á stræti til að fagna
25 ára afmæli réttindabaráttu okkar
og til að gleðjast hvert með öðru,
stolt af því að vera það sem við erum.
Opinber réttindabarátta hófst
seint á íslandi. Samtökin ’78, félag
lesbía og homma á íslandi, voru
stofnuð 1978 af örfáum hommum
sem höfðu kjark til að bijóta blað
í íslandssögunni á sama hátt og
frumkvöðlarnir brutu blað í Stonew-
all forðum. Lesbía fannst engin á
landinu til að taka þátt í stofnfund-
inum. Nú 16 árum síðar eru félagar
í Samtökunum ’78 orðnir vel yfir
hundrað talsins og um 250 konur
og menn koma reglulega á vettvang
samtakanna. Það samsvarar 0,1%
þjóðarinnar, sem er athugunarvert
miðað við að erlendar rannsóknir
telja samkynhneigða a.m.k. 10%
heildarinnar!
Einkamál lesbía og homma?
íslendingar eru þéttir a velli og
þéttir í lund og þykir ástæðulaust
að fjölyrða um hlutina. „Hvað kemur
mér við hver gerir hvað með hveij-
um?“ er því vinsæl afstaða til sam-
kynhneigðra og þar með er málið
afgreitt. Nú er því til að svara að
fólki kemur vitaskuld lítið við hvað
hver gerir með hveijum - en mis-
rétti kemur ekki aðeins þolendum
við, heldur samfélaginu öllu. Það er
dapurleg staðreynd að lesbíur og
hommar eiga undir högg að sækja
á íslandi í dag vegna fáfræði og
fordóm umhverfisins.
Enn þann dag í dag eiga samkyn-
hneigðir það á hættu að vera útskúf-
aðir úr fjölskyldum -
ef þeir voga sér úr fel-
um. Fordómar um-
hverfis svipta lesbíur
og homma atvinnu og
húsnæði - ef þau halda
einkalífi sínu ekki
leyndu. Aðkast á opin-
berum vettvangi er
hlutskipti fjölmargra.
Hommar verða fyrir
óhugnanlegum lík-
amsárásum í sjálfri
Reykjavík þegar
skyggja tekur. Er þá
enn ónefnt það algjöra
réttleysi sem samkyn-
hneigðir búa við lögum
samkvæmt. Sambúð
tveggja einstaklinga af sama kyni
er einskis metin; skráð sambúð er
ekki til, erfðaréttur enginn, réttur
til ættleiðinga og bameigna enginn,
ekki er einu sinni heimilt að nýta
skattkort hins aðiljans ef svo ber
undir.
Þetta eru dæmi um það misrétti
sem samkynhneigðir búa við og þessi
dæmi segja minnst til um lesbíur
Margrét Pála
Ólafsdóttir
og homma. Þetta segir
hins vegar sína sögu
um stöðu þess sam-
félags sem ekki tekst
að tryggja öllum þegn-
um sínum réttmæt lýð-
réttindi - og það er á
ábyrgð allrar þjóðar-
innar.
íslenska lýðveldið
aftast á merinni?
Þarna hafa Danir,
Norðmenn og nú síðast
Svíar staðið íslending-
um framar og lögfest
sambúðarrétt fyrir
samkynhneigða. Van-
kantar em vissulega
fyrir hendi á þessari löggjöf ná-
grannaþjóða okkar því kjarkinn
vantaði til að fullkomna verkið hvað
varðar t.d. ættleiðingar bama. En
betur er af stað farið en heima setið
og er hlálegt til þess að hugsa að
samkynhneigðir Islendingar væm
betur settir sem þegnar í nýlendu
Dana en í fullvalda íslensku ríki.
Barátta þjóðarinnar var barátta
Misrétti kemur ekki
aðeins þolendum við,
segir Margrét Pála
Ólafsdóttir, heldur
samfélaginu öllu.
fyrir frelsi og réttindum fyrir þjóðina
alla. Þar gilti ekki útsöluhugsunin
meira fyrir suma og minna fyrir
aðra. Minnug þess frelsisanda sem
bar íslendinga áfram til sigurs á
sínum tíma ætti íslensk þjóð því öll-
um fremur að skilja lífsnauðsyn þess
að tryggja öllum þegnum sínum
sambærileg réttindi - og vera þar
aldrei eftirbátar. Krafa lesbía og
homma er því skýlaus. í þeirri endur-
skoðun mannréttindakafla stjómar-
skrárinnar sem alþingi „gaf’ þjóð-
inni á Þingvöllum þann 17. júní skulu
hagsmunir lesbía og homma - og
annarra minnihlutahópa - ekki
verða bornir fyrir borð. Frelsi, sjálf-
stæði og líf á eigin forsendum eru
gmndvallarþættir íslensks lýðveldis
- og við skulum veita öllum aðild
að þeirri þjóðareign.
Höfundur er formaður
Samtakanna '78.
Skotveiðar í nútíð og framtíð
NÚ ÞEGAR ný lög
um veiðar villtra dýra
hafa litið dagsins ljós
fínnst mér rétt að veiði-
menn velti fyrir sér hver
staða skotveiða er á ís-
landi og hvernig menn
vilja sjá skotveiðar þró-
ast í framtíðinni.
Á íslandi er að mín-
um dómi ekki stundað
það sem aðrar Evrópu-
þjóðir kalla nútíma
skotveiðar. Okkar veið-
ar og það sem þeim til-
heyrir eru byggðar á'
aldagömlum sjónarmið-
um þar sem þörfin fyrir
Ferdinand Hansen
mat var algjör. Veiðitími og veiðiað-
ferðir fugla er miðaður við að sem
mest magn náist með sem minnstri
fyrirhöfn og tilkostnaði. T.d. er veiði-
tími á ijúpu ekki fyrr hún hefur
skipt um ham og er eins áberandi
og endurskinsmerki í ljósgeisla og
hún er skotin sitjandi og helst marg-
ar ijúpur í hnapp til að ná sem flest-
um fuglum í einu skoti, sjófuglar
eru skotnir frá hraðskreiðum bátum
og endur eru skotnar sitjandi á tjörn-
um ef þess er kostur.
íslenskir skotveiði-
menn hafa lítið gert til
að viðhalda fuglastofn-
um landsins, hvorki
með ræktun fugla né
þátttöku í opinberum
rannsóknum og veiði-
skýrslum. Skotveiði-
menn hafa ekki verið í
fararbroddi við vemdun
votlendis, ræktun
skóga og skjólbelta, eða
skapa öndum betri að-
stæður með fóðrun á
vetrum eða með því að
byggja upp tjarnir með
hólmum, sefi og fl. sem
aukið getur viðkomu
fuglanna.
Skotveiðimenn fordæma ekki
veiðar á sitjandi fuglum og skotveiði-
félög leiðbeina jafnvel byijendum í
að skjóta á sitjandi fugl.
Til að skotveiðimenn geti ætlast
til að almenningur og yfirvöld virði
sjónarmið þeirra þurfa þeir að sýna
í verki að þeim sé alvara með að
viðhalda og efla fuglastofna sem
veiddir eru á íslandi. Það er meiri
hagur veiðimanna en nokkura ann-
arra að fuglastofnar séu sterkir og
Menn eiga að taka
höndum saman um upp-
byggingu á náttúrunni,
segir Ferdinaud Han-
sen, og skipulagi veiða.
hlúð sé að náttúrunni á sem mestan
og bestan hátt.
Skotveiðimenn þurfa að hafa
frumkvæði til samvinnu við landeig-
endur um að rækta skjólbelti, gera
tjarnir, og endurheimta votlendi þar
sem þess er kostur, veiðimenn eiga
að rækta fugla og sleppa út í náttúr-
una og hugsanlega flytja inn nýjar
tegundir ef hægt er.
Menn eiga að taka höndum saman
að uppbyggingu á náttúrunni og
skipulagi veiða í stað þess að þeyt-
ast um veiðilendur í kapphaupi við
aðra veiðimenn um bráðina.
Veiðimenn eiga að auka við veiði-
hundamenningu sem fyrir er í land-
inu með standandi hænsnahundum
þar sem eingöngu er lögð áhersla
velútfært samspil manns og hunds
en ekki magn veiddra fugla.
Ef íslenskir skotveiðimenn geta
skapað sér virðingu og trausts sem
náttúruelskendur geta þeir líka vænst
þess að fá að leggja orð í belg þegar
kemur að ákvörðun á veiðitegundum
og veiðitíma og geta þá fagnað því
að ekki þurfi lengur ákvörðun Alþing-
is til breytinga á þessu.
Skotveiðimenn! Lítum til ná-
grannaþjóðanna og skoðum hvernig
þeir hafa svarað auknu veiðiálagi
og ákveðnari kröfum um náttúru-
vernd með því að vera í fararbroddi
fyrir bættri náttúru og eflingu dýra-
lífs.
Ef feður okkar og afar hefðu
hugsað á þennan hátt og tekið fyrstu
skrefin, hvemig væri þá umhverfi
okkar og veiðihefðir í dag?
Látum ekki tímann renna frá okk-
ur og hefjumst handa, því það tekur
mörg ár að ná árangri, höfum að
markmiði!
„Bætt veiði og betri náttúra fyrir
okkur í ellinni og börnin okkar í
framtíðinni."
Höfundur er skotvciðimaður með
áhyggjur af þróun skotveiða á
íslandi.