Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT Gífurlegxir lög- fræðikostnaöur vegna málaferla Clintonhjónanna Skothríð í Frankfurt BYSSUMAÐUR hóf skothríð í miðborg Frankfurt í gær, varð einum að bana og særði þrjá alvarlega. Maðurinn var vopnaður vélbyssu og skaut mann til bana í helsta verslun- arhverfí borgarinnar og hóf síðan að skjóta í kringum sig þegar nærstaddir vegfarend- ur reyndu að yfírbuga hann. Lögregla umkringdi síðan verslun sem byssumaðurinn hafði flúið inn í, og gafst hann þá upp án mótspyrnu. Sam- kvæmt upplýsingum iögreglu er maðurinn Albani frá Kosovo, og eftirlýstur í tengsl- um við morð og morðtilraun í Frankfurt fyrir mánuði. Flokkur Kohls nær forystu hann skall í jörðina. Spenna í Nígeríu TALSVERÐ spenna var í La- gos, höfuðborg Nígeríu, í gær vegna handtöku Moshoods Abiola leiðtoga stjómarand- stöðunnar í fyrradag. Von var á Sani Abacha leiðtoa herfor- ingjastjómarinnar til borgar- innar í gær. Abiola hafði farið huldu höfði frá því hann lýsti sig rétt kjörinn forseta 11. júní. Er ekki vitað hvar hann er nið- ur kominn og óttast er um af- drif hans í vörslu hers og lög- reglu. Skilnaður í sjónvarpssal UPPTÖKUR hefjast í dag í Manchester á Englandi á sjón- varpsþáttum þar sem hjónum gefst tækifæri á að að ganga frá skilnaði og skiptingu eigna í sjónvarpssal í stað þess að fara fyrir rétt. Mun frammi- staða í yfirheyrslum ráða hvemig skilmálar verða. Skipt um sex líffæri BRESKUR 32 ára maður, Stephen Hyett, fékk að fara heim af Addenbrooke-sjúkra- húsinu í Cambridge í gær en fyrir 13 vikum var skipt um sex líffæri í honum í aðgerð sem haldið hefur verið leyndri þar til í gær. Skipt var um lifur, maga, bris, nýru, skeifugöm og þarma. Hann þjáðist af Gardners-veiki sem veldur krabbameini í meltingarfærum. Hlaðmaður fær 21 árs dóm HLAÐMAÐUR hjá SAS-flug- félaginu á Fomebu-flugvellin- um í Ósló sem notaði aðstöðu sína til þess að smygla 5,5 kíló- úm af heróíni og 80 kílóum af marijúana frá Tælandi til Nor- egs var dæmdur í 21 árs fang- elsi í gær. Ihuga stofnun sjóðs BILL Clinton Bandaríkjaforseti íhugar að stofna sérstakan sjóð til að standa straum af lögfræðikostn- aði vegna málaferla sem hann og eiginkona hans Hillary standa í. Annars vegar vegna Whitewater- málsins og hins vegar vegna kæru á hendur forsetanum um kynferðis- lega áreitni. Samkvæmt áformum forsetahjón- anna yrði einungis einstaklingum leyft að leggja fé í sjóðinn og enginn einn meira ein 500 Bandaríkjadoll- ara. Þetta væri í fyrsta skipti sem sitjandi forseti stofnaði slíkan sjóð. Allt að tveim milljónum dollara Að mati sérfræðinga gæti lög- fræðikostnaður vegna málaferlanna numið allt að tveimur milljónum dollara þegar upp er staðið. Til skamms tíma töldu nánustu aðstoð- armenn forsetans að forsetahjónin gætu sjálf séð um allan lögfræði- kostnað til dæmis með því að fresta greiðslum þar til Clinton lætur af embætti og getur gert ábatasama samninga um bókaútgáfu. Þær vonir urðu hins vegar að engu er Paula Corbin Jones kærði Clinton fyrir kynferðislega áreitni í síðasta mánuði. Lögfræðingurinn Robert N. Benn- et hefur verið ráðinn til að veija Clinton og nema greiðslur til hans 475 dollurum á hveija klukkustund. David E. Kendall sem sér um Whitewatermálið rukkar hins vegar 400 dollara á klukkustund. starfsmenn hans lýsa honum sem „rudda“. Jafnvel andstæðingar hans í stjómmálum viðurkenna þó hæfni hans sem stjómmálamanns. Hann er meistari í stjórnmálaflækjum og var áratuginn áður en hann tók við forsætisráðherraembættinu valda- mesti maðurinn á bak við tjöldin í belgískum stjórnmálum. Hann er oft kallaður „reddarinn" eða þá „pípar- inn“ með tilvísun til samnefnds hóps manna, sem Richard Nixon, fyrrum Bandaríkjaforseti, hafði til að sjá um ýmis óþægileg mál. ítalir kvarta Auk Þjóðveija og Frakka eru sex önnur ríki sögð styðja Dehaene. Það eru þó alls ekki allir sáttir við hann. ítalir hafa kvartað yfír því að Þjóð- veijar og Frakkar hafi ákveðið fyrir- fram hver „eigi“ að fá embættið og samþykki annarra ESB-ríkja sé nán- ast formsatriði. Þá hafa Bretar verið lítt hrifnir af Belganum, sem þeim þykir of hallur undir sambandsríkja- hugmyndina og „Bandaríki Evrópu". Benda þeir á að það sé verulegt hættumerki að sitjandi forsætisráð- herra, sem enginn virðist ógna, sé reiðubúin að fóma æðstu stöðu eigin ríkis fyrir embætti forseta fram- kvæmdastjórnarinnar. Slíkur maður sé ekki líidegur til að standa vörð um þjóðríkið og beijast fyrir sem FLOKKUR Kristilegra demó- krata (CDU) og bræðraflokkur hans í Bæjara- landi (CSU) hafa náð for- ystu á þýska jafnaðarmenn samkvæmt nýrri skoðana- könnun. Er það í fyrsta sinn frá í febr- úar að stjóm- arflokkamir komast fram úr. Njóta þeir 40% fylgis en jafn- aðarmenn 36%. Frjálsir demó- kratar, samstarfsflokkur CDU, njóta 5% fylgis. Þingkosningar fara fram 16. október. Kraftaverk aldarinnar? NÍTJÁN ára þýskur ferðalang- ur, Eduard Pattera, lifði af fall ofan af 15 hæð íbúðarhúss í Kaupmannahöfn í gær. Sat hann á svalarhandriði er vind- hviða feykti honum fram af svölunum. Það varð til happs að rafmagnsvír og tijákróna dró úr fallhraðanum áður en FJÓRIR menn hafa verið nefndir sem hugsanlegir arftakar Jacques Delors, forseta framkvæmdastjómar Evrópusambandsins. Sá sem líkleg- astur er talinn til að verða fyrir valinu er Jean Luc Dehaene, forsæt- isráðherra Belgíu. Ruud Lubbers, fráfarandi forsætisráðherra Hol- lands, er talinn eiga minni líkur og þeir Leon Brittan, sem situr í fram- kvæmdastjóminni fyrir hönd Bret- lands, og Irinn Peter Sutherland, fyrrum framkvæmdastjóri GATT, eiga að mati flestra litla sem enga möguleika. Deilan um eftirmann Delors hefur verið hörð og óvægin og um margt talin minna á harðvít- uga fjölskyldudeilu. Þeir Deheane og Lubbers, sem mest hafa verið í umræðunni, eru síður en svo óumdeildir. Lengi vel var Lubbers, forsætisráðherra Hol- lands undanfarin tólf ár, talinn lang líklegastur og að það yrði nánast formsatriði að skipa hann í emb- ætti. Hann dró það hins vegar lengi að gefa opinberlega kost á sér og á meðan þróuðust mál gegn honum. Tvö þýsk dagblöð, Die Welt og Frankfuher Allgemeine Zeitung, höfðu það eftir heimildum „nátengd- um kanslaranum" að Lubbers héldi framboði sínu til streitu, þó að hann vissi að hann ætti enga möguleika, til að reyna að koma í veg fyrir að Dehaene næði kjöri, þar sem Kohl Reuter THOMAS Klestil, forseti Austurríkis, Francois Mitterand, forseti Frakklands og Borís Jeltsín, forseti Rússlands, á Korfú í gær. styddi hann. Þjóðveijar eru enn reið- ir út í Lubbers fyrir að hafa lýst yfir efasemdum með sameiningu Þýskalands á leiðtogafundi í Strass- borg í desember 1989. Telja Lubbers ósmekklegan Þá er það sagt hafa farið í taug- arnar á Þjóðveijum að Lubbers hef- ur gefíð í skyn að nái hann ekki kjöri í framkvæmdastjómina sé hann laus í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta telja Þjóðveijar vera einstaklega ósmekk- legt í ljósi þess að núverandi fram- kvæmdastjóri, Manfred Wörner, er talinn vera að ná sér af krabbameini. Það er því kannski engin tilviljun að Frakkar og Þjóðveijar skuli hafa ákveðið að sameinast um einn fram- bjóðanda, nefnilega Dehaene, sem hefur verið forsætisráðherra Belgíu frá 1992. Hann þótti lengi vel hafa mjög subbulega ímynd í belgískum stjórnmálum og var þá frekar vísað til útlits hans en innrætis. Þótti hann of feitur og ekki nógu þrifalegur, að minnsta kosti þar til að Celia, hinn bandaríska eiginkona hans, ákvað að hressa upp á ímynd bónd- ans. Stíll hans þykir einkennast af óhefluðu orðavali og fyrrum sam- Reuter Blaðakóngar hefja verðstríð London. Reuter. BLAÐAKÓNGARNIR Conrad Black og Rupert Murdoch eiga í harðvítugu verðstríði sem hvorugur getur unnið en kostar þá tugi milljóna punda, að sögn sérfræðinga um fjölmiðlamarkað. „Þetta er viðskiptalegt sjálfsmorð, sjálfselska Blacks og Murdochs hef- ur orðið skynseminni yfírsterkari," sagði einn sérfræðinganna um verð- stríðið. Það hófst er Black lækkaði lausasöluverð Daily Telegraph í fyrradag úr 48 pensum í 30 eða jafn- virði 32 króna. Var það gert af ótta við að blaðið væri að missa kaupend- ur til helsta keppinautarins, Times. í gær svaraði Murdoch svo með því að lækka Times í 20 pens eða 21 krónu blaðið. Sérfræðingar telja að verðstríð betri blaðanna kunni að valda því að alvörugefnari léttmetisblöð leiðist einnig út í frekara verðstríð. I þeim flokki hefur hægriblaðið Daily Ex- press verið hart keyrt vegna verð- lækkana helstu keppinautanna í fyrra. Express og helsti keppinaut- urinn Daily Mail kosta 32 pens og lækkaði það fyrnefnda í 20 pens myndi blaðið í besta falli koma út á sléttu, reksturinn myndi ekki lengur skila eigendunum hagnaði. Harðvítug fjölskyldudeila ESB-leiðtoganna á Korfú

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 141. tölublað (25.06.1994)
https://timarit.is/issue/126467

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

141. tölublað (25.06.1994)

Aðgerðir: