Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 31
SKÁKMÓT í NEW YORK NM í BRIDS AÐ HEFJAST
Rússamir
féllu út
SKÁK
Ncw York
ATSKÁKMÓT PCA
Fjórðungsúrslit PCA áskorenda-
keppninnar í júni.
FJÓRIR skákmenn eru nú eftir í
baráttunni um það hver teflir ein-
vígi við Gary Kasparov um heims-
meistaratitil atvinnumannasam-
bandsins PCA. Fjórðungsúrslitin
fóru fram í New York fyrri hluta
júnímánaðar og það sem kom mest
á óvart var að heimamaðurinn
Gata Kamsky gersigraði „krón-
prinsinn" Vladímír Kramnik, sem
Kasparov hefur talið líklegasta
arftaka sinn. Tveir Englendingar
komust naumlega áfram eftir
framlengda viðureign. Nigel Short,
áskorandi Kasparovs í fyrra, vann
Boris Gulko ekki nærri eins sann-
færandi og búast mátti við og
Michael Adams vann Rússann Tivj-
akov eftir gífurlega harða baráttu.
Það kom ekki á óvart að Indverj-
inn Anand gersigraði stigalægsta
keppandann, Oleg Romanishin frá
Úkraínu. Það er því ljóst að Kasp-
arov mun ekki mæta skákmanni
frá Sovétríkjunum fyrrverandi.
Teflt var í „Trump tower“ í
hjarta Manhattan, en engu að síð-
ur kvörtuðu keppendur sáran und-
an aðstæðum, sem voru mun lak-
ari en í keppnum alþjóðaskáksam-
bandsins FIDE. Verðlaunin hjá
PCA eru hins vegar mun hærri. •
í undanúrslitunum í Barcelona
í september mætast Short og
Kamsky annars vegar og Adams
og Anand hins vegar. Kamsky og
Anand hefur vegnað vel upp á síð-
kastið og virðast líklegir til að tefla
til úrslita.
Klofningurinn í skákheiminum
þýðir að dagskráin hjá sterkustu
skákmönnunum er orðin þéttsetin.
Næsta umferð FIDE-einvígjanna
fer fram í Indlandi í júlí og þar
mætast m.a. þeir Anand og
Kamsky.
Einstökum skákum í fjórðungs-
úrslitum PCA lauk þannig:
Kamsky 11 Vi Vi Vi 1.....4 Vi
Kramnik 0 0 Vi Vi Vi 0...1 Vi
Romanishin Vi 0 0 Vi Vt Vi 0.2
Anand Vi 11 Vi V2 Vi 1.......5
Short V2OI V2V2V2V2V2.......4
Gulko V21 0 V2 >/2 Vi Vi Vi.4
Tivjakov 0 011 V2 01 V2.....4
Adams 110 0 '/2 10 V2.......4
Það gekk illa að fá úrslit í fram-
lengingunum. Umhugsunartíminn
var fyrst styttur niður í 30 mínút-
ur. Fyrstu tveimur skákum þeirra
Short og Gulko lauk með jafntefli,
en þá vann Short og hann hélt
síðan j afntefli í þeirri síðustu.
í hinni framlengingunni á milli
Tiyjakovs og Adams lauk fjórum
hálftíma skákum með jafntefli og
var þá umhugsunartíminn styttur
í fimmtán mínútur. Enn gerðu
þeir jafntefli, en síðan lék Tivjakov
illa af sér manni, tapaði og féll út.
Við skulum Iíta á aðra einvígis-
skák þessara tveggja ungu stór-
meistara. Eftir illa teflda byijun
fær Rússinn ómjúka meðhöndlun:
Hvítt: Michael Adams
Svart: Sergej Tivjakov
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5, 2. Rf3 - d6, 3. Bb5+
- Rc6, 4. 0-0 - Bg4, 5. h3 -
Bh5, 6. c3 - Db6?!
Það er ekki nóg með að Tivjakov
hafi valið tvíeggjað afbrigði í fjórða
leik, heldur vanrækir hann líka að
þróa kóngsvænginn. Refsingin
lætur ekki á sér standa. 7. Ra3 —
a6, 8. Ba4 — Dc7, 9. d4 — b5
abcda f gh
10. Rxb5 — axb5, 11. Bxb5 —
0-0-0
Það er eins og að stinga höfðinu
í gin ljónsins að geyma kónginn á
drottningarvængnum, en svartur
varð að svara hótuninni 12. d5.
Nú hefur Adams stórsókn og þótt
Tivjakov sé manni yfir nær hann
engu mótspili:
12. b4 - Bxf3, 13. gxf3 - Rb8,
14. Da4 - c4, 15. d5 - Rf6, 16.
Be3 - Rfd7, 17. Bc6 - e6, 18.
b5 — exd5, 19. exd5 — Rb6, 20.
Db4 - Be7, 21. a4 - Bf6, 22.
a5 — Rxc6, 23. bxc6 — Rxd5, 24.
Db5 — Hde8, 25. Bb6 og Tivjakov
gafst upp. Þrátt fyrir þetta hrika-
lega afhroð tókst honum samt að
vinna tvær næstu skákir og jafna.
Atskákmót PCA
í New York
Um mánaðamótin hefst önnur
sextán manna útsláttarkeppni at-
vinnumannasambandsins í atskák.
Sú fyrsta fór fram í Kreml í
Moskvu í vor. Dagana 20. og 21.
júní voru tefldar undanrásir í New
York og af rúmlega 80 þátttakend-
um voru meira en 70 stórmeistar-
ar. Þrír íslendingar tefldu í undan-
rásunum, Jóhann Hjartarson, Mar-
geir Pétursson og Helgi Ólafsson.
Við komum beint til New York frá
útifjölteflinu í Kaupmannahöfn og
þreyta og tímamismunur gerði það
að verkum að enginn okkar náði
góðum árangri. Jóhann byrjaði að
vísu vel en hóf seinni keppnisdag-
inn með þremur töpum í röð.
Sergej Tivjakov var fljótur að
ná sér eftir tapið fyrir Adams og
sigraði með 8 vinninga af 11 mögu-
legum. Níu keppendur hlutu sjö
og hálfan vinning og þurftu þeir
að tefla aukakeppni um fimm sæti.
Henni lauk þannig: 1.-2. Smirin,
ísrael, og Vaiser, Frakklandi, 5‘/2
v. af 8, 3. Nikolie, Bosníu, 5 v.,
4.-5. Kamsky og Adams 4'/2 v.
Hinir fjórir féllu út: 6. Khalifman,
Rússlandi, 3'/2 v. 7. Oll, Eistlandi,
3 v. 8. Ehlvest, Eistlandi, 2‘/2 v.
9. Speelman, Englandi, 2 v.
í 11.-18. sæti í undanrásunum
urðu þeir Azmaiparashvili, Georg-
íu, Dreev, Rússlandi, Júdasín, ísra-
el, Yermolinsky og Wolff, Banda-
ríkjunum, Hodgson, Englandi,
Zapata, Kólumbíu, og Van Wely,
Hollandi, allir með 7 v. Jóhann
Hjartarson hlaut 5 [/i v., Margeir
Pétursson 4 Vi v. og Helgi Ólafsson
4 v.
í úrslitunum tefla því átta efstu
i Moskvu: Kasparov, Kramnik,
Anand, Malanjuk, Vyzmanavin,
ívantsjúk, Short og Kotsnoj. Þeim
Júdit Polgar og Joel Benjamin er
sérstaklega boðið til leiks, auk
þess sem Tivjakov, Smirin, Vaiser,
Kamsky og Adams koma úr undan-
úrslitunum eins og áður segir.
Margeir Pétursson
Morgunblaðið/Golli
ÍSLENSKA karlalandsliðið hefir titil að verja. Talið frá vinstri:
Karl Sigurhjartarson fyrirliði, Sævar Þorbjörnsson, Jón Bald-
ursson, Jakob Kristinsson og Matthías Þorvaldsson.
ÍSLENSKA kvennalandsliðið sem fer á Norðurlandamótið.
Fremst sitja Erla Sigurjónsdóttir og Kristjana Steingrímsdótt-
ir en fyrir aftan standa Guðlaug Jónsdóttir, Stefanía Skarphéð-
insdóttir og Dröfn Guðmundsdóttir.
Karlaliðið
hefur titil-
inn að verja
______Brids_______
Vaasa í Finnlandi
NORÐURLANDAMÓTIÐ
Hefst 26. júní og lýkur 1. júlí.
ísland sendir lið bæði í opinn flokk
og kvennaflokk.
ÍSLENSKA karlaliðið í brids á
Norðurlandatitil að verja á
Norðurlandamótinu sem hefst í
Vaasa í Finnlandi á sunnudag.
Sex lið keppa í opna flokknum.
íslenska liðið er skipað þeim Jóni
Baldurssyni, Sævari Þorbjöms-
syni, Jakobi Kristinssyni, Matthí-
asi Þorvaldssyni og Karli Sigur-
hjartarsyni sem er fyrirliði. Jakob
er nýliði í landsliðinu en hinir eru
margreyndir og þeir Karl, Sævar
og Matthías voru í liðinu sem
vann Norðurlandatitilinn með
yfirburðum fyrir tveimur árum.
Þeir fá harða keppni í Vaasa.
Norðmenn senda liðið sem keppti
hér á Bridshátíð í vetur: Aa,
Grötheim, Helgemo og Stabell,
en þessir spilarar voru kjarninn
í norska liðinu sem vann silfur-
verðlaunin á heimsmeistaramót-
inu í Chile á síðasta ári. Danir
senda meðal annars Auken og
Kock, sem hafa verið besta par
Dana í mörg ár, og í sænska lið-
inu spila meðal annars Fallenius,
Nilsland og Flodqvist sem ætti
ekki að þurfa að kynna fyrir ís-
lenskum bridsáhugamönnum.
Finnska liðið er einnig leikreynt.
Þá eru Færeyingar einnig með í
opna flokknum.
Viðureign við Evópumeistara
í kvennaflokki er íslenska liðið
skipað þeim Kristjönu Stein-
grímsdóttur, Erlu Siguijónsdótt-
ur, Dröfn Guðmundsdóttur, Guð-
laugu Jónsdóttur og Stefaníu
Skarphéðinsdóttur sem er fýrir-
liði. Guðlaug og Stefanía eru að
taka þátt í sínu fyrsta móti en
hinar eru margreyndar og
Kristjana spilaði raunar á sínu
fyrsta Norðurlandamóti fyrir um
fjórum áratugum.
Svíar senda þijá af Evrópu-
meisturum sínum, þær Flodqvist,
Áström og Ryman. Tengda-
mæðgurnar Judy Norris og Lotte
Skanning-Norris eru akkerispar-
ið í danska liðinu en nöfn norsku
kvennanna eru nokkuð framand-
leg. Hins vegar gætu Finnar
komið á óvart á þessu móti. Þeir
senda sama liðið og keppti á síð-
astá Evrópumóti og hafði næst-
um tryggt sér sæti á heimsmeist-
aramótinu í Chile.
Á Norðurlandamótinu verður
tvöföld umferð og hefst keppnin
á mánudag. Þá verða spilaðir
tveir leikir. Á þriðjudag eru spil-
aðir þrír leikir, á miðvikudag er
frí, á fimmtudag eru spilaðar
þrír leikur og síðustu tveir leik-
irnir verða spilaðir á föstudag.
Heimsmeistaramót
í haust
Heimsmeistaramótið í tví-
menningi og útsláttarkeppni
sveita í opnum flokki, kvenna-
flokki og blönduðum flokki verð-
ur í Albuquerque í Nýju-Mexíkó
í septemberlok og þangað stefna
flestir sterkustu spilarar heims.
Eins og áður er þetta hálfopið
mót: þarna keppa ekki opinber
landslið þjóðanna en viðkomandi
bridssambönd bera þó ábyrgð á
sínum spilurum. Því geta í raun
allir tekið þátt í mótinu sem vilja.
Frestur til að tilkynna þátttöku
rennur út nú um mánaðamótin
en Bridgesamband íslands sér
um að koma þátttökutilkynning-
um áleiðis. Útlit er fyrir nokkuð
góða þátttöku frá íslandi.
Guðm. Sv. Hermannsson
augiysmgar
FERÐAFEIAG
ÍSIANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682S33
Laugardagsferðir 26. júnf:
Lýðveldisgangan
- lokaáfangi
A) Kl. 13.00 Skálabrekka - Lög-
berg. Skemmtileg ganga með-
fram Þingvallavatni.
B) Kl. 13.00 Þjölskylduganga.
Hestagjá - Lögberg. Styttri
ganga. Allir, sem tekið hafa þátt
í lýðveldisgöngunni fram til
þessa, eru hvattir til að mæta
auk allra hinna. Brottför íferðirn-
ar frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin, og Mörkinni 6.
Verð 900 kr., frítt f. börn m. full-
Þórsmörk kr. 2.700. Allir þátt-
takendur í Þórsmerkurferðum fá
frítt Þórsmerkurkort F(.
Brottför f ferðirnar frá BSl,
austanmegln, og Mörkinni 6.
Ferðafélag (slands.
UTIVIST
Hallvoigarstig l • sinu 614330
orðnum. Dregið verður ( happ-
drætti lýðveldisgöngunnar.
Mætið síðan öll á fjölskylduhelgi
í Þórsmörk (Langadal) 1 .-3. júli
næstkomandi.
Heimsækið Þórsmörk með
Ferðafélaginu f sumar
Dagsferðir með brottför kl.
08.00 alla sunnudags- og mið-
vikudagsmorgna. Næstu ferðir
Dagsferð
sunnudaginn 26. júní:
Kl. 10.30 Innstidalur.
Gengið með Hengladalsá í
Innstadal. Létt 4-5 tíma ganga
fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir
börn 15 ára og yngri í fylgd með
fullorðnum.
Brottför frá BSl bensínsölu.
Verð kr. 1.100/1.200.
26. og 29. jum. Helgarferðir allar
helgar. Ódýr fjölskylduhelgi
1 .-3. júl(. Einnig tilvalið að dvelja
milli ferða. Það er stöðugt verið
að bæta aðstöðu til dvalar, bæði
í skála og tjöldum. Við tjaldhús
(dagdvalarhús) eru komin tvö ný
útigrill og nýverið voru smiðaðir
svefnbálkar á vesturloft Skag-
fjörðsskála. Verð í dagsferðir í
Sumarleyfisferð:
Landmannalaugar - Básar
6.-8. júlí. Vegna forfalla eru
nokkur sæti laus í ferðina. Geng-
ið frá Landmannalaugum til
Bása á 4 dögum. Gist ískálum.
Fararstjóri Árni Jóhannsson.
Upplýsingar og miðasala á
skrifstofu Útivistar. ýtivist.
FERÐAFÉLAG
# ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 • SÍMI 682S33
Laugardagsferðir 25. júnf:
1) Kl. 10.30: Lýðveldisganga 7.
áfangi endurtekinn: Botna-
dalur-Skálabrekka. Gengið með
Þingvallavatni, aðeins 12 km
leið. Ferð fyrir ykkur sem kom-
ust ekki í gönguna 12. júnf.
Verð 900 kr.
2) Kl. 20.00 Næturganga yfir
Esju. Gengiö upp á Þverfells-
hornið og haldið fyrir Esju eftir
aðstæðum. Verið með og gerist
þar með þátttakendur f Esju-
gönguári Ferðafélagsins. Alllr
fá barmmerki Esjugöngunnar.
Verð kr. 1.000.
Brottför frá BSÍ, austanmegin,
og Mörkinni 6.
Ferðafólag (slands.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Bænasamkoma kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Dagskrá vikunnar framundan:
Sunnudagur:
Almenn samkoma kl. 20.00.
Ræöumenn Carolyn og Indriði
Kristjánsson frá isafirði.
Miðvikudagur:
Skrefið kl. 18.00
Biblíulestur kl. 20.30.
Föstudagur;
Unglingasamkoma ki. 20.30.
Laugardagur:
Bænasamkoma kl. 20.30.