Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Fáðu
Moggann
til þín í fríinn
Morgunblaðið þitt sérpakkað
á sumarleyfisstaðinn
Viltu fylgjast með í allt sumar?
Morgunblaðið býður áskrifendum sínum þá þjónustu
að fá blaðið sitt sérpakkað og merkt á sölustað nálægt
sumarleyfisstaðnum innanlands.
Idringdu í áskriftardeildina í síma 691122 eða'sendu
okkur útfylltan seðilinn og þú fylgist með
í allt sumar.
- kjarni málsins!
Já takk, ég vil nýta þjónustu Morgunblaðsins og fá
blaðið sent á eftirfarandi solustað á tímabilinu
frá
til
□ Esso-skálinn Hvalfirði
□ Ferstikla, Hvalfirði
□ Sölustaðir í Borgarnesi
□ Baula, Stafholtst., Borgarf.
□ Munaöarnes, Borgarfirði
□ Bitinn, Reykholtsd., Borgarf.
□ Hvítárskáli v/Hvítárbrú
□ Sumarhótelið Bifröst
□ Hreðavatnsskáli
□ Brú í Hrútafirði
□ Staöarskáli, Hrútafirði
□ lllugastaðir
□ Hrísey
□ Grímsey
□ Grenivík
□ Reykjahlíð, Mývatn
□ Söluskálar Egilsstöðum
□ Skaftárskáli, Kirkjubæjarklaustri
□ Víkurskáli, Vík í Mýrdal
□ Hlíðarlaug, Úthlíð Biskupst.
□ Bjarnabúð, Brautarhóli
□ Verslun/tjaldmiöstöö, Laugarv.
□ Minniborg, Grímsnesi
□ Verslunin Grund, Flúðum
□ Gósen, Brautarholti
□ Árborg, Gnúpverjahreppi
□ Syöri-Brú, Grímsnesi
□ Þrastarlundur
□ Þjónustumiðstöðin Þingvöllum
□ Ölfusborgir
□ Annað
NAFN
KENNITALA _
HEIMILI___
PÓSTNÚMER_
Utanáskriftin er:
Morgunblaöiö, áskriftardeild, Kringlunni 1,103 Reykjavík.
ÍDAG
VELVAKANDI
svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16
frá mánudegi til föstudags
Tapað/Fundið
Veiðistöng
VEIÐISTÖNG með hjóli
hvarf við afleggjarann
inn í Heiðmörk við
Suðurlandsveg 17 júní
sl. um kl. 22.30 um
kvöldið. Ef einhver veit
um stöngina þá er hann
vinsamlega beðinn um
að hringja í síma 37690
eða 624362.
Hálsklútur
tapaðist
HÁLSKLÚTUR hvitur í
grunninn með svörtu
mynstri og svörtum
kanti, tapaðist í ná-
grenni Hrafnistu eða við
kirkjugarðinn í Foss-
vogi. Skilvís finnandi
hringi í síma 54754 eftir
kl. 19 á kvöldin.
Kvenúr fannst við
Fossvogskirkju
KVENGULLÚR fannst
við Fossvogskirkju 6.
apríl sl. Uppl. í síma
28607.
Barnagleraugu
töpuðust
RAUÐ bamagleraugu
töpuðust í byijun júní.
Ef einhver er með gler-
augun þá vinsamlegast
hafið samband í síma
28607.
Veski tapaðist
SVART seðlaveski
tapaðist fyrir framan
Reynimel 90.
Gæludýr
Grænn
páfagaukur
GRÆNN páfagaukur
tapaðist frá heimili sínu
að Eikjuvogi sl. miðviku-
dag. Páfagauksins er
sárt saknað, ef einhver
hefur séð til hans, þá
vinsamlegast hringið í
síma 34971.
Læða fannst í
Hlíðunum
UNG læða fannst í
Hlíðunum fyrir ca tveim-
ur vikum. Hún er rauð
með gráum bröndum og
með gráan blett á enn-
inu.
Kisa er með bleika ól
og gult spjald, en það
stendur ekkert á spjald-
inu. Hún er greinilega
heimilisköttur og vel
vanin. Ef einhver kann-
ast við þessa lýsingu, þá
er uppl. að fá í síma
26730.
Farsi
Afsakra&u, Magruis, en 'eg h&d.
at þú hafitr ehki stítíb þetta. rett."
BRIPS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
ÞEGAR spilafélagar hafa
brennt af slemmu í dauða-
færi, vaknar alltaf spum-
ingin um sekt og sakleysi.
Hér er falleg slemma sem
fór forgörðum á æfinga-
móti landsliðsins um síð-
ustu helgi.
Suður gefur, AV á
hættu.
Norður
♦ ÁK108643
▼ G98
♦ 1085
♦ -
Vestur
4> D5
V 64
♦ ÁDG97642
♦ 10
Austur
♦ 9
V K52
♦ K3
♦ ÁKD986
Suður
♦ G72
▼ ÁD1053
♦ -
+ 75432
Vestur Norður Austur Suður
2 hjörtu*
4 tíglar 1 spaðar 5 lauf 5 tíglar**
Pass 5 spaðar Pass Pass
Pass
*„Ión og Súnon,“ |neni->. 5-10 HP, 5-litur f
hjarta og láglitur til hliðar.
**Slemniuborð í spaða með tígulfyrirstöðu.
Hvort á sökina, norður eða
suður? Era báðir sekir eða
hvoragur? Hvað finnst les-
andanum?
„Ég tek þetta á mig,“
sagði norður, þegar hann sá
fyiusvipinn á makker eftir
að hann hafði sópað saman
13 slögum. Suður var greini-
lega á sama máli og reyndar
allir við borðið. Hafði suður
ekki sýnt slemmuvilja sinn
með 5 tíglum, eða hvað?
Vissulega, en suður mátti
vita að norður átti ekki auð-
velt með að segja slemmuna
án hjartafyrirstöðu. Frá bæj-
ardyram norðurs gat hæg-
lega vantað ÁK í hjarta. Og
jafnvel þótt suður ætti há-
spil í hjarta, var stórhætta á
tveimur tapslögum þar á
móti gosanum þriðja. Svo
kannski var norðri vorkunn.
Og kannski er suður ekki
eins saklaus og allir héldu.
Hann „sér“ stuttlit í laufi hjá
makker eftir fimm laufa
sögn austurs. Hann sér líka
hver vandræði makkers era
ef hann á ekkert að segja
frá í hjartanu. Þess vegna
kemur sterklega til greina
að lyfta 5 spöðum í sex.
Víkveiji skrifar...
Heldur kaufalegir hafa skipveij-
ar norsku strandgæzluskip-
anna á Svalbarðasvæðinu verið í
aðgerðum gegn íslenzkum togur-
um. Nú í fyrstu tilraunum, tekst.
ekki að klippa á nema einn vír, og
í tilraunum sínum missir
strandgæzluskipið klippurnar í
hendur þeirra, sem aðgerðirnar
beinast gegn.
Heldur hefði það þótt slakt hér
fyrir nærri 20 árum, ef slíkt hefði
komið fyrir. Landhelgisgæzlan, sem
fann upp þetta áhald, togvíraklipp-
ur, hélt mikilli leynd yfir því hvern-
ig þær litu út og blaðamenn fengu
aldrei ög ekki fyrr en langt var um
liðið og fullur sigur hafði unnizt í
200 mílunum, að taka myndir af
klippunum. Kom þá í ljós að klipp-
urnar eru í laginu eins og fjögurra
arma akkeri, þar sem hvöss horn
armanna eru lögð hertu stáli og
þegar stríkkar á vírunum, fara
togvírarnir í sundur.
Nú kemur í ljós, að norsku tog-
víraklippurnar eru svo til nákvæm
eftirlíking af þeim íslenzku, nema
þær eru æði klunnalegri og líkleg-
ast þar af leiðandi þyngri. Togvíra-
klipping fer 5 raun þannig fram, að
skipið með klippurnar siglir þvert í
kjölfar skipsins, sem klippa á tog-
víra hjá og lætur vírinn, sem klipp-
urnar hanga í falla yfir togvírana.
Síðan er siglt áfram á fullri ferð
og armar kiippanna grípa um tog-
vírana, festast í þeim og þegar
stríkkar á vírunum, meijast togvír-
arnir í sundur.
Bretar héldu því fram á sínum
tíma, að togvíraklipping gæti verið
lífshættuleg sjómönnum í togurun-
um, þar sem slinkur mikill gæti
komið á spottana, þegar varpan
slitnaði aftur úr og stubbarnir kubb-
uðust frá. Eitt er þó víst að aldrei
varð slys af slíku hér við land, þótt
eflaust megi segja um slíka aðgerð,
að séu menn ákveðnir í að beita
henni, beri að hafa fulla aðgæzlu í
huga.
xxx
Pilstilshöfundur dagsins var á
sínum tíma vitni að togvíra-
klippingu á Selvogsbanka, er varð-
skipið Þór klippti báða togvíra
brezka togarns Lord Jellicoe. I raun
varð maður ekki mikils var, er at-
burðurinn gerðist. Varðskipið
renndi sér aftur fyrir skut togarans
með klippurnar úti. Hið næsta sem
gerðist var, að maður sá karlana í
togaranum fyllast ægilegri bræði
og kalla ókvæðisorð að varðskipinu.
Atburðurinn í sjálfu sér varð allur
í djúpinu, þar sem enginn hvorki
heyrði né sá hvernig þetta gerðist.
Bræði brezku togaraskipstjór-
anna varð mikil, þegar þessi víra-
klipping átti sér stað á vordögum
árið 1973 í 50 mílna þorskasríðinu.
Allur togaraskarinn á Selvogs-
banka hífði trollin um leið og Lord
Jellicoe hafði misst vörpuna og
gerðu tilraunir til þess að sigla á
varðskipið, sem átti vélarafli að
þakka, að það komst inn fyrir 12
mílumar, þegar allur flotinn réðst
að því. Lengra fóru þeir ekki, en
sá brezki skipstjóri, sem var einna
herskáastur var Harry Eddom, sem
stýrði togaranum Benella. Fannst
mönnum það æði undarlegt, þar
sem aðeins voru liðin sex ár frá því
er hann hafði notið gestrisni íslend-
inga, er hann var eini skipbrotsmað-
urinn af tveimur togurum, sem fór-
ust í ísafjarðardjúpi og komst af
eigin rammleik í land í Seyðisfirði
vestra og var bjarað þar í hús á
síðustu stundu.
xxx
Myndirnar, sem birzt hafa fjöl-
miðlum af aðgerðum norsku
strandgæzluskipanna og þá sér-
staklega skipsins Senja sýna svo
að ekki verður um villzt, hver það
er sem brýtur siglingalög á hafinu
við Svalbarða. Norðmennirnir
sigldu fyrir stefni togarans Drang-
geyjar og komu að honum bak-
borðsmegin. Það þýðir einfaldlega
að það er strandgæzluskipið sem á
að víkja. Samkvæmt myndunum og
frásögn skipveija siglir það hins
vegar í veg fyrir togarann á 18
mílna hraða og það er aðeins fyrir
snarræði togarasjómannanna að
þeim tekst að forðast árekstur. Það
er á hafinu rétt eins og í umferð-
inni á götum Reykjavíkur að hætta
er til hægri, en þeir eiga réttinn,
sem fá umferð á vinstri hönd, bak-
borða. Þessa reglu virðist skipherra
strandgæzluskipsins virða að vett-
ugi og er það miður.