Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
4
Lýðveldishlaup 1994
Ekkert gefið eftir
við líkamsræktina
Dalvík - Lýðveldishlaupið ’94 er
rétt hálfnað þessa dagana. Tilgang-
ur hlaupsins er að minnast lýðveld-
isstofnunarinnar 1944 og stuðla að
hollri hreyfingu fyrir alla fjölskyld-
una. Þátttakendur ganga, skokka
eða hlaupa 3 km á dag og eiga
kost á bronsmerki eftir 30 skipti,
silfurmerki eftir 40 skipti og gull-
merki eftir 60 skipti. Gullhafar
lenda í sérstökum gullpotti og í lok-
in verður dreginn út þátttakandi
sem fær utanlandsferð í verðlaun.
Á Dalvík og í Svarfaðardal er
mikill áhugi á hlaupinu og fjölmarg-
ir hafa notað tækifærið til að hefja
líkamsrækt. í Svarfaðardal er góð
þátttaka og eru aðeins 11 bæir af
um 50 ekki eru á skrá, en íbúar
eru 268 og eru 106 skráðir í Lýð-
veldishlaupið. Meðal þeirra eru þau
Sólveig Jóhannsdóttir frá Ytra-
Hvarfi og Atli Friðbjörnsson frá
Hóli, en þau hafa gengið 3 km á
dag frá upphafí hlaupsins 15. maí.
Fengu far með gestunum
Sólveig sem er 11 ára fer á hveiju
kvöldi eftir fjósverkin og gengur
með einhveijum úr fjölskyldunni.
Hún fer ýmist fram dalinn, upp
brekkuna eða úteftir, sem er léttari
leið. Það er ekkert gefíð eftir þó
ýmislegt komi upp á, t.d. komu
gestir eitt kvöldið sem fóru ekki
fyrr en seinnipartinn í tólf og þær
mæðgur Sólveig og Unnur María
áttu eftir að ganga. Þær fengu því
far með gestunum, gengu til baka
og náðu heim fyrir miðnætti.
Atli Friðbjömsson, bóndi á Hóli,
er liðtækur hlaupari en þess dagana
lætur hann sér nægja að ganga. I
mars sl. fór hann í bakaðgerð og
sem þáttur í endurhæfingunni er
ganga, 3 til 6 km dag hvem, sem
hófst reyndar löngu áður en Lýð-
veldishlaupið hófst. Þrátt fyrir bak-
meiðslin fer hann hratt yfir og
gengur 3 km á réttum hálftíma.
Atli á von á því að vera e.t.v. farinn
að skokka þegar líður að lokum
Lýðveldishlaupsins en því lýkur 21.
ágúst.
Á Dalvík hlaupa um 100 manns
Lýðveldishlaupið en stór hluti þess
hóps hittist einnig þrisvar í viku á
íþróttasvæði UMFS undir stjórn
Olafs Óskarssonar. Hjördís Jóns-
dóttir tekur þátt í Lýðveldishlaupinu
3 til 4 sinnum í viku. Hún hóf lík-
amsrækt í haust þegar hún sá aug-
lýsingu frá Bjargi á Akureyri um
hóp sem vildi losna við aukakíló og
þær tóku sig til tvær og óku til
Akureyrar í vetur tvisvar í viku.
SVÆÐISSKRIFSTOFA
MÁLEFNA FATLAÐRA
Á NOÐURLANDI EYSTRA
Þroskaþjálfar
og/eða annað
sérmenntað fólk á
meðferðarsviði
Svæðisskrifstofan óskar að ráða fólk með fagréttindi til
starfa að málefnum fatlaðra. Boðin er góð starfsaðstaða
og áhugaverð viðfangsefni ífjölbreyttu umhverfi. Við leitum
að fólki, sem vill takast á við ný verkefni og stuðla að
þróun innan málaflokksins.
NÚ VANTAR OKKUR FORSTÖÐUMANN FYRIR
SAMBÝLI þar sem búa þroskaheftir, en þó mjög
sjálfbjarga og sjálfstæðir einstaklingar. Það sem
ekki er síður áhugavert við þetta starf er, að því
fylgir skipulagning og stjórnun liðveislu og stuðn-
ings við fólk sem áður hefur búið á sambýlum. Skipu-
lag á hverfisbundinni búsetuþjónustu gæti einnig
orðið hluti af verkefni forstöðumannsins.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af að starfa með
fötluðum, geti tamið sér skipulögð vinnubrögð og eigi
auðvelt með að vinna með öðrum. Þeir þurfa einnig að
geta tekist á við breytilegt viðfangsefni er krefjast sveigjan-
leika í starfi.
Skriflegar umsóknir sendist Svæðisskrifstofu mál-
efna fatlaðra, Stórholti 1,603 Akureyri, fyrir 1. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri
í síma 96-26960.
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Nýr rafskautsketill Mjólkursamlags KEA tekinn í notkun
Hálft ann-
að mega
watt til
Hitaveitu
Akureyrar
NÝR rafskautsketill Mjólkur-
samlags KEA býr til gufu til
framleiðslu fyrirtækisins og
upphitunar á vatni fyrir Hita-
veitu Akureyrar. Þórarinn
Sveinsson, mjólkursamlags-
stjóri, segir að ketillinn geti
afkastað 8 MW. Hitaveitan fái
1,5 MW ogþörf Mjólkursam-
lagsins sé nú um 6 MW. Af-
gangurinn sé varaforði fyrir
fyrirtækið og verið geti að
hitaveitan þurfi meira.
Breytingu á orkugjafa má
rekja til samnings Rafveitu
Akureyrar við Landsvirkun
um kaup á umframorku. Eftir
að hann varð að veruleika
gerðu Mjólkursamlag KEA og
Rafveita Akureyarar annan
samning um notkun orkunnar
til aldamóta að minnsta kosti.
Ketillinn er að öllu leyti ís-
lensk hönnun og íslensk fram-
leiðsla. Raftákn hf. á Akur-
eyri vann útboðsgögn og sá
um eftirlit með framkvæmd-
inni. Vélsmiðja Orms og Víg-
lundar í Hafnarfirði smíðaði
ketilinn og Verkfræðistofa
Norðurlands sér um hönnun
á framkvæmdum Hitaveit-
unnar.
Þegar rætt var við Þórarin
tók hann fram að fjárfesting-
in, um 20 milljónir með vsk,
skilaði ekki aðeins sparnaði
heldur væri líka innlendri og
umhverfisvænni orku. Hann
kvaðst afar ánægður með
framkvæmdina.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Rafskautsketill
RAFSKAUTSKETILLINN (t.h.) var formlega tekin í notkun á
föstudag. Hann er gerður til að tengjast 11 kv spennu og getur
afkastað 8MW á 10 bar þrýstingi. Gömlu olíukatlarnir verða
seldir.
Minjasafnið
Leikjadagskrá og
gömlu dansarnir
MINJASAFNIÐ stendur fyrir
leikjadegi á morgun og hefst dag-
skráin kl. 13. Boðið verður upp á
leikjadagskrá með eldri og yngri
leikjum, auk þess sem svokallaðar
„Eyjafjarðarskottur" stíga gömlu
dansana við harmóníkuleik og sýnt
verður brúðuleikhús fyrir yngstu
börnin.
Laxdalshúsið á vegum Minja-
safnsins verður opnað á morgun og
mun það verða opið í sumar á
sunnudögum frá kl. 13-17. Ljós-
myndasýning með svipmyndum úr
sögu Akureyrar hangir þar uppi og
myndbandið „Gamla Akureyri"
verður sýnt. í sumar verður einnig
boðið upp á göngoferðir undir leið-
sögn um Innbæinn á sunnudögum
og er lagt upp frá frá Laxdalshúsi
en förin endar hjá Minjasafninu.
Söngvaka
Söngvökur verða í Minjasafns-
kirkjunni tvisvar í viku í sumar frá
28. júní til 13. ágúst, þriðjudags-
og fímmtudagskvöld kl. 20.30. Flutt
verður íslensk tónlist, forn og ný,
þar á meðal rímur, tvíundarsöngur,
sálmar og yngri og eldri sönglög í
flutningi Rósu Kristínar Baldurs-
dóttur og Þórarins Hjartarsonar.
Messur og
helgistundir
HELGISTUND verður á
Fjórðungssjúkrahúsinu á
morgun, sunnudaginn 26. júní
kl. 10 fyrir hádegi. Guðþjón-
usta verður í Akureyrarkirkju
á morgun kl. 11. Guðsþjónusta
verður á hjúkrunardeildinni
Seli 1 á morgun kl. 14. Guðs-
þjónusta verður á dvalarheim-
ilinu Hlíð á morgun kl. 16.
Hvítasunnukirkjan
Samkoma í umsjá ungs
fólks verður í Hvítasunnu-
kirkjunni kl. 20.30 í kvöld,
laugardag. Á morgun kl. 11
verður safnaðarsamkoma og
vakningarsamkoma kl. 20, þar
sem fram fer niðurdýfíngar-
skírn og samskotum safnað.
Næstkomandi miðvikudag kl.
20 verður síðan Biblíulestur
með Jóhanni Pálssyni og
bænasamkoma, þar sem m.a.
verður beðið fyrir sjúkum og
sungið.
Glerárkirkja
Kvöldguðsþjónusta verður í
Glerárkirkju á morgun kl. 21.
Séra Hannes Örn Blandon
þjónar fyrir altari og næstu
vikur, í stað Gunnlaugs Garð-
arssonar sem er í leyfí til 19.
júlí.
DALVÍKURSKOLI
Myndmenntakennari
Laus er staða myndmenntakennara við Dalvíkur-
skóla, Árskógsskóla og Húsabakkaskóla.
Upplýsingar gefa skólastjóri, s. 96-61380,
96-61162, aðstoðarskólastjóri, s. 96-61380,
96-61712 við Dalvíkurskóla.
í:
i
v.
i
€
i
t
i
*v.
I
<
í
íc ' ‘5
€
i
f
i
i
-|