Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994 5
FRÉTTIR
Landssamband smábátaeig-
enda í mál við ríkið
LANDSSAMBAND smábátaeigenda
hyggst leita réttar síns fyrir dómstól-
um vegna meintra brota hins opin-
bera á „stjómarskrárbundnum rétt-
indum á borð við eignarrétt, rétt til
atvinnu og jafnræðisreglu," að sögn
Arthurs Bogasonar fonnanns lands-
sambandsins. Daginn sem breytingar
á lögum um fiskveiðistjórnun komu
á prent, 31. maí sl, var Tryggva
Gunnarssyni hrl. falið að fara með
málið fyrir hönd smábátaeigenda.
„Þeir smábátar sem lentu í afla-
markskerfinu samkvæmt lögunum
sem tóku gildi 1. janúar 1991 hafa
misst tæplega 70% aflaheimilda
sinna á þeim skamma tíma sem lið-
inn er síðan,“ segir Arthur. Hann
segir að engir aðrir_ hafi þurft að
líða slíka skerðingu. Ástæðan er hve
þungt þorskafli vó í aflaheimildum
smábáta. Mikill niðurskurður á þors-
'kveiðiheimildum hefur því komið
verst niður á þeim. Að sögn Arthurs
hefur Hagræðingarsjóður ekki bætt
þennan skaða.
Aðalfundur landssambandsins
1991 samþykkti að fara í mál við
ríkið ef smábátaeigendur fengju ekki
leiðréttingu sinna mála eftir pólitísk-
um leiðum. Þetta var ítrekað á
stjórnarfundi í ágúst í fyrra. „Við
endurskoðun fiskveiðilaganna á
þingi í vor var ekkert gert til að
leiðrétta aflamark smábáta og því
ekkert annað að gera en framfylgja
samþykktum Landssambandsins,"
sagði Arthur.
Það er skoðun Arthurs að með
setningu laga um stjórnun fiskveiða
hafi stjórnarskrárbundin réttindi
smábátaeigenda verið brotin.
Skoðanakönnun DV
Fylgi stjórn-
arinnar
fer vaxandi
RÍKISSTJÓRNIN nýtur fylgis
42,7% kjósenda, ef aðeins er litið
til þeirra sem afstöðu tóku í skoð-
anakönnun DV, sem blaðið birti í
gær. Fylgi ríkisstjórnarinnar hefur
ekki verið meira í könnunum
blaðsins frá því á síðari hluta árs-
ins 1991.
Niðurstöður skoðanakönnunar-
innar eru að 36,8% eru fylgjandi
ríkisstjórninni, 49,5% andvíg,
óákveðnir eru 11,7% og 2% neita
að gefa upp afstöðu sína. Miðað
við könnun blaðsins í mars hefur
fylgi ríkisstjórnarinnar aukist um
6% og um 7,1% miðað við könnun
blaðsins í desember.
Aukið fylgi stjórnarflokkanna
Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis-
flokkur bæta við fýlgi sitt í könn-
un blaðsins, miðað við síðustu
kannanir þess. Niðurstöðurnar
benda til þess að ef gengið yrði
til kosninga nú fengi Alþýðuflokk-
ur 13,3% atkvæða (15,5% í síðustu
kosningum), Framsóknarflokkur
20,7% (fékk 18,9%), Sjálfstæðis-
flokkur 39,4% (fékk 38,6%), Al-
þýðubandalag 12,7% (fékk 14,4%)
og Kvennalisti 13,6% (fékk 8,3%).
Mest fylgisaukning er því hjá
Kvennalista, miðað við síðustu
kosningar, eða um 5,3%.
Úrtak í könnuninni var 600
manns og var jöfn skipting milli
kynja og milli höfuðborgarsvæðis
og landsbyggðar.
------» ♦ ».:--
Umferðarmál á
þjóðhátíð
Nefnd
skipuð
RÍKISSTJÓRNIN skipaði í gær
nefnd til þess að endurskoða.
skipulag og stjórnun umferðar við
Þingvelli þjóðhátíðardaginn 17.
júní sl. Rannsókn nefndarinnar á
m.a. að beinast að því hvað fór
aflaga og hvers vegna og hvað
gera þarf til úrbóta með tilliti tii
stórhátíða.
Þeir sem skipaðir voru í nefnd-
ina eru: Guðmundur Árnason,
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu,
formaður, Jón Birgir Jónsson,
ráðuneytisstjóri í samgönguráðu-
neytinu, Stefán P. Eggertsson,
verkfræðingur, tilnefndur af
dóms- og kirkjumálaráðherra, og
Stefán Hermannsson, borgarverk-
fræðingur.
Forsætisráðherra hefur beint
þeim tilmælum til nefndarinnar
að hún hraði störfum sínum eins
og auðið er.
\yikomin
■ Gróðurvinin ■
1 er í Mörkinni 1
■ ■ Tréogrannar m m
Lauftré • Skrautrannar • Barrtré
• Ráðleggjum um plöntuval.
• Sendum plöntur hvert á Iand sem er.
• Gerum ræktunarsamninga til lengri tíma.
• Auðvelt að semja um hagstæð kjör
ef um stærri kaup er að ræða.
Góð lausn fyrir fyrirtæki, félagasamtök,
húsfélög og bæjarfélög.
• Viðerum
austast í
Fossvoginum.
• Harðgerðar, stórar og fallegar plöntur eru
aðalsmerki okkar. Þið fáið vel ræktuð lauftré,
skrautrunna og barrtré í miklu úrvali.
• Nú er komið þriðja veggspjaldið með myndum
og upplýsingum um tré og runna.
Tréognmnar Tréognmnará Tréognmnaráíslandi
tauftró Skrautninnar Barrtií
ÍLMBJÖRK EÐA BIRKI
(Betula pubescens)
— 25 sm
SITKAGRENI
(Picea sitchensis)
— 15 sm
— 10 sm
• Nú er rétti tíminn til að huga
að vali og kaupum á skógarplöntum.
SÍBERÍULERKI
(Larlx sibinca)
STAFAFURA
200.000
skógarplöntur
• Biðjið um vandaðan
garðræktarbækling
með plöntulista.
SÆKIÐ SUMARIÐ TIL OKKAR
GROÐRARSTOÐIN
STJÖRNUGRÓF18, SÍMl 814288
Gróðrarstöð án opinberra styrkja
• Sumarblómog
Qölærar plöntur
• Opið um helgina
frákl.9-18
Gísli B.