Morgunblaðið - 25.06.1994, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 25. JÚNÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+ Magriús Guð-
jónsson var
fæddur 8. júní 1908
á Laugarbökkum í
Ölfusi. Hann lést á
heimili sínu í Kefla-
vík 16. júni síðastlið-
inn. Foreldrar hans
voru Guðjón Magn-
ússon og Guðríður
Sigurðardóttir.
Magnús missti föður
sinn fimm ára gam-
all og sex ára fór
hann í fóstur. Eftir-
lifandi systkini
Magnúsar eru Sig-
rún Guðjónsdóttir,
sem nú dvelur á sjúkrahúsinu
á Selfossi og Ingibjörg Guðjóns-
dóttir, sem búsett er í Kalifor-
níu. AIls voru systkinin fimm.
Magnús var ókvæntur og barn-
laus. Hann vann ýmisleg störf.
Síðustu árin vannn hann á
Keflavíkurflugvelli. Útför
Magnúsar verður gerð frá
Keflavíkurkirkju í dag.
LÁTINN er í Keflavík Magnús
Guðjónsson. Hann kom til Keflavík-
ur um 1940 og hóf þá vinnu við
ýmiss konar þjónustu við báta.
Magnús kynntist foreldrum mínum
við komu sína til Keflavíkur, en
hann leigði hjá þeim um það leyti
sem þau hófu búskap. Frá þeim
tíma tókust náin kynni þeirra í
milli, en Magnús starfaði síðar hjá
föður mínum eftir að hann hóf verk-
takarekstur á Keflavíkurflugvelli
um 1950. Starfaði
hann þar til ársins
1984 er faðir minn
hætti rekstri fyrirtæk-
isins. A milli þeirra
myndaðist gagn-
kvæmt traust og virð-
ing þó að um mjög
ólíkar persónur- væri
að ræða.
Á skólaárum mín-
um vann ég oft á
sumrin með Magnúsi
og gafst mér þá tæki-
færi á að kynnast hon-
um. Magnús var einf-
ari, en þó margbrotinn
persóna. Innst inni var
hann tryggur og greiðvikinn, en
framkvæmdi sín greiðaverk þannig
að enginn mátti af þeim vita. Á
yfirborðinu lét hann koma fram,
að slíkt væri honum ekki að skapi,
en áður en af var vitað var hann
búinn að framkvæma greiðann,
þannig að minnst bar á.
Verklaginn var hann og þótt
hægt færi voru afköstin mikil. Hann
var einn af þeim fyrstu hér á landi,
sem tileinkuðu sér sjónvarpsmenn-
inguna, ólíkt því, sem við mátti
búast af hans persónu. Tilhlökkun
var að fara í heimsókn til Magnús-
ar á þeim tíma, sem sjónvarp var
ekki algengt á íslenskum heimilum.
Karlinn tók vel á móti gestunum
og þótti honum vænt um heimsókn-
ina og ánægja hans var mikil að
geta leyft okkur bömunum að horfa
á sjónvarpið.
Það var mér mikil ánægja þegar
Magnús sótti mig heim til Isafjarð-
MINNINGAR
NÚ ER ég minnist Magnúsar Guð-
jónssonar eða Manga eins og við
kölluðum hann, þess góða manns,
er mér söknuður og þakklæti efst
í huga. Söknuður um mann sem
alltaf sýndi mér góðvild og var mér
sem einn af fjölskyldunni. Alltaf
fannst mér gaman að koma til
Manga og þiggja jólaköku og kók
innan um öll fallegu blómin hans
og þess á ég eftir að sakna. Með
þessum orðum kveð ég Manga
minn.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stn'ð.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning Magnúsar
Guðjónssonar.
Brynja Steinarsdóttir.
Enn leysa dagar vors lífs
hver annan af hólmi, þótt lögð sé á þau sú kvöð
að bera oss, fávísa menn,
þrotlaust um allar vegleysur vöku og svefns,
og hvorki þeir né vér séum látnir vita
hvert erindið sé (sem ýmsum finnst bagalegt)
og því síður hvar eða hvenær ferðinni lýkur.
(Tómas Guðmundsson)
í dag kveðjum við kæran vin og
góðan félaga. Söknuður ríkir hjá
okkur öllum er höfðum kynni af
þessum góða manni. Þó að heilsu
hans hafi verið ábótavant um skeið
kom andlát hans mjög óvænt.
Magnús Guðjónsson var heimilis-
fastur á Efri-Brú í Grímsnesi þar
til hann flutti til Keflavíkur í at-
vinnuleit. Þar kynntist hann foreldr-
um okkar og hefur æ síðan verið
einn af fjölskyldunni.
Við leiðarlok koma margar minn-
ingar upp í hugann og efst í huga
er þakklæti fyrir allan þann hlýhug
og manngæsku sem hann lét ijöl-
skyldu okkar í té.
Magnús var dulur um sína hagi,
en gleði fylgdi honum og birta hvert
sem hann fór sem hann sýndi með
sinni hæglátu framkomu.
Þegar við systkinin á Mánagötu
í Keflavík rifjum upp bernsku okkar
og árin sem eftir komu fram til
þess dags er Magnús hluti af lífi
okkar. Hann fylgdist með uppvexti
okkar systkinanna, síðan tengdist
hann heimilum okkar allra og var
sannur þátttakandi í lífi okkar.
Börnum okkar var hann sannur vin-
ur og mikið uppáhald.
Magnús hafði stórkostlegan og
sérstakan persónuleika að geyma.
I huga okkar var hann hetja. Það
eru ékki margir sem gera sér þá
mynd af hetjunni að hún lifi hljóð-
látu hversdagslífi, en þannig var
með Magnús. Hann vildi öllum gott
gera, gestrisinn var hann með af-
brigðum. Hlýjar hugsanir streymdu
til okkar samferðamanna. Á erfið-
leikastundum var hann sannur vin-
ur jafnt sem á gleðistundum.
Guð blessi Magnús og varðveiti
og blessuð sé ávallt minning hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýi’ðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Einar, Guðrún, Sigurbjörg
og fjölskyldur.
Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér,
þú lopr enn,
í gegnum bárur, brim og voðasker.
Nú birtir senn.
MAGNÚS
GUÐJÓNSSON
0g ég finn aftur andans fögru dyr
og engla þá, sem bam ég þekkti fýr.
(M. Joch.)
Með þessum orðum skáldsins
viljum við kveðja okkar besta fjöl-
skylduvin, Magnús Guðjónsson.
Hann tók þátt í gleði og sorg hjá
okkur öllum og var alltaf tilbúinn
að hjálpa og taka þátt í lífi okkar.
Hann var traustur sem klettur og
brást aldrei. Þó að Magnús okkar
hafi ekki verið tengdur okkur blóð-
böndum voru ekki síður tengsl
okkar á milli. Þegar við systkinin
fæddumst var hann einn af fjöl-
skyldunni og hafði verið það í
móðurfjölskyldu okkar til margra
ára.
Við systkinin litum ávallt á
Magnús sem afa okkar, enda
reyndist hann okkur sem slíkur.
Hann var einstaklega góðviljaður,
hjartkær, réttsýnn, gestrisinn og
afar fróður. Umhyggja hans fyrir
lífinu sást best á því hversu vel
blóm döfnuðu hjá honum, enda var
íbúð hans uppfull af vel hirtum
blómum.
Við eigum eftir að sakna sárt
allra heimsóknanna til Magnúsar
í Keflavík, þar sem hann tók á
móti okkur með hlýhug og vin-
semd.
Magnús tók alltaf þátt í öllum
hátíðarhöldum í fjölskyldunni, hélt
hver einustu jól með okkur. Þessar
hátíðir verða ekki eins án hans.
Magnús hefur verið okkur krökkun-
um meira en nokkur orð fá lýst og
minningarnar munum við varðveita
í hjörtum okkar.
Við þökkum Magnúsi fyrir sam-
fylgdina og biðjum Guð að blessa
hann og styrkja í nýjum heimkynn-
um.
Magnea Lilja,
Ebba Björg og
Einar Gauti.
HERMANN
JÓNSSON
-I- Hermann Jóns-
• son var fæddur
í Neðra-Dal í Mýr-
dal 10. júní 1909.
Hann lést á Sjúkra-
húsi Suðurlands
19. júní síðastlið-
inn. Foreldrar
hans voru hjónin
Þórunn Gísladótt-
ir, f. 10. október
1865 á Mið-Fossi í
Mýrdal, d. 1949, og
Jón Árnason, f. 10.
ágúst 1877 á
Skammadalshóli í
Mýrdal, d. 1964.
Systkini Hermanns voru
fimm, talin eftir aldursröð: 1)
Gísli, f. 7. maí 1902, sjómaður
í Reykjavík, drukknaði 27.
febrúar 1941 af bv. Gullfossi,
ókvæntur; 2) Árni, f. 22. júlí
1903, sjó- og síðar verkamað-
ur á Hjalteyri og Akureyri,
d. 1993. Kona hans var Ingi-
björg Ágústsdóttir. 3) Sigríð-
ur, f. 4. september 1904, hús-
móðir í Vestmannaeyjum og
síðar lengst í Reykjavík, d.
1980. Maður hennar var Þór-
hallur Á. Benediktsson tré-
smiður. 4) Tómas, tvíburi við
Sigríði, sjómaður í Reykjavík,
sá eini á lífi af þeim systkin-
um. Kona hans var Karen J.
Júlíusdóttir. 5) Sveinn, f. 21.
júní 1906, bóndi í Langholts-
parti í Hraungerðishreppi, d.
1989. Kona hans var Eyrún
Guðjónsdóttir. Hinn
21. maí 1943 kvænt-
ist Hermann
Guðnýju Bergrós
Jónasdóttur, f. 21.
nóvember 1912. Hún
lifir mann sinn. Þau
eiga saman fimm
börn, talin eftir ald-
ursröð: 1) Gísli, f. 10.
júlí 1941, í mörg ár
flokksstjóri hjá RA-
RIK, síðar sjálfstæð-
ur verktaki. Kona
hans er Hólmfríður
Sigurðardóttir. Bú-
sett á Selfossi. 2)
Sjöfn, f. 29. ágúst 1944, hjúkr-
unarfræðingur. Maður hennar
er Egil Andenes hagfræðing-
ur. Búsett í Noregi. 3) Jónas
Smári, f. 16. desember 1946,
bóndi í Norðurhvammi. Kona
hans er Droplaug Erlingsdótt-
ir. 4) Hreiðar, f. 2. júní 1948,
húsasmíðameistari. Kona
hans er Ágústa Jónsdóttir.
Búsett á Selfossi. 5) Svanhvít,
f. 11. október 1955, útibús-
stjóri Landsbanka Islands á
Selfossi. Maður hennar er
Almar Sigurðsson prentari.
Dóttir Guðnýjar Bergrósar og
fósturdóttir Hermanns er Gís-
lína Erla Eyþórsdóttir, f. 6.
mars 1938, húsmóðir í Reykja-
vík. Maður hennar er Brynj-
ólfur Ámundason múrari. Út-
för Hermanns fer fram frá
Selfosskirkju í dag.
Fallegt og varan-
legtaleiði
Smíðum krossa og ramma
úr ryðfríu stáli, hvíthúðaða.
Einnig blómakrossa á leiði.
Sendum um land allt. Ryð-
frítt stál endist um ókomna
tíð. Sendum myndalista.
Blikkverksff.,
sími 93-11075.
MEÐ Hermanni Jónssyni er geng-
inn ljúfur og látlaus maður. Hann
bjó lengst í Norðurhvammi í Mýr-
dal. Fæddur var hann í Neðra-Dal
í sömu sveit og fluttist tveggja ára
að aldri með foreldrum og systkin-
um að Norðurhvammi. Foreldrar
hans höfðu búið í Neðra-Dal frá
1903 og þar voru þau systkinin
fædd. Hann ólst upp hjá foreldrum
sínum í Norðurhvammi og þar var
hans starfsvettvangur lengstan
hluta ævinnar, í Mýrdalnum, sem
er ein af fegurstu sveitum þessa
lands.
Hann tók að nokkrum hluta við
búskap í Norðurhvammi árið 1935
í sambýli við foreldra sína.
Árið 1939 réðst til hans sem
bústýra Guðný Bergrós Jónas-
dóttir frá Efri-Kvíhólma undir
Eyjafjöllum, dóttir Jónasar
Sveinssonar og Guðfinnu Árna-
dóttur búandi hjóna þar. Þau
Hermann og Bergrós felldu hugi
saman og giftust 1943. Það var
þeirra beggja gæfuspor. í Norður-
hvammi bjuggu þau saman í far-
sælu hjónabandi í rúm þijátíu ár,
en þá fluttust þau að Selfossi og
keyptu sér þar íbúð í Smáratúni
20. Þar héldu þau heimili til 1993
er þau fluttust á Dvalarheimili
aldraðra, Hjallatúni í Vík í Mýr-
dal, þar sem þau nutu frábærrar
umönnunar alls starfsfólks þar.
Síðustu mánuðina var hann rúm-
liggjandi á Sjúkrahúsi Suðurlands
á Selfossi, þá var heilsan búin.
Svo sem að framan greinir eign-
uðust þau hjón saman fimm börn
sem öll voru fædd í Norður-
hvammi. Eru þau hið mesta dugn-
aðar- og sómafólk, börn þeirra eru
orðin sextán og bamabarnabömin
Qogur. Með Guðnýju Bergrós
fluttist að Norðurhvammi dóttir
hennar af fyrra hjónabandi, Gís-
lína Erla Eyþórsdóttir, eiginkona
undirritaðs. Olst hún upp í Norður-
hvammi við fágætt ástríki móður
og fósturföður síns. Vill hún koma
hér á framfæri þakklæti fyrir alla
hans ástúð fyrr og síðar.
Hermann Jónsson var hár og
karlmannlega vaxinn, óragur við
að takast á við verkefni sín hvort
sem það var við búskapinn, sjó-
sókn eða að síga í fuglabjörgin í
Mýrdalnum. Hann var svo vel
skapi farinn að öllum leið vel í
návist hans. Hans hlýja viðmóti
til manna og málleysingja var við-
bmgðið. Hann var hamingjusamur
í lífinu, átti góða konu og mat
hana mikils og hafði mikið barna-
lán.
Eftirlifandi eiginkonu, börnum
og öðrum aðstandendum er vottuð
samúð. Það eitt er víst að heim-
koma Hermanns Jónssonar til
æðri heima er ekkert vandamál
því ef biðja þyrfti lengi fyrir þeim
manni þyrftu sálir margra að fara
í skjóðunni innfyrir það „Gullna
hlið“. Hafi hann þökk fyrir alla
alúð og elskusemi. Það er mann-
bætandi að fá að hafa nokkra sam-
fylgd í lífinu með slíkum mönnum
sem honum.
Brynjólfur Ámundason.
Hermann Jónsson bóndi er lát-
inn, 85 ára að aldri. Með honum
er til moldar hniginn maður sem
lifði tímana tvenna, tíma fátæktar
og erfiðrar lífsafkomu, tíma torf-
bæja, tíma er hestar sáu um fólks-
og heyflutninga, tíma þegar drátt-
arvélar, sími, útvarp, bifreiðar og
tölvur ryðjast með ljóshraða inn í
tilveru landsbúa.
Hermann stjúpafi minn var
glæsimenni, hann var bóndi af
guðs náð, búskapur var hans eftir-
læti, en oft þurfti hann að takast
á við náttúruöflin og leysti hann
þær þrautir vel af hendi. Hann
flíkaði ekki tilfinningum sínum,
var ætíð rólegur og yfirvegaður,
en þó mátti lesa úr andliti hans
t.d. þegar veðurfregnir voru lesnar
í útvarpi hvort spáin væri góð eða
vond. Kankvís var afi og meira
en það, hann sá broslegu hliðina
á mörgum málum sem aðrir sáu
ekki og ekki síður jákvæðu hlið-
ina. Barngóður var afí og þess
naut ég þau tólf sumur sem ég
dvaldi í sveit hjá honum.
Minningarnar frá N-Hvammi
þessi ár eru margar og góðar.
Veiðiferðir í Hvammsá, beijaferð-
ir, fýlatíminn og heyskapurinn
ásamt samvistum við afa ber þar
hæst. Sumarið 1966 er mér minn-
isstætt, en í ágúst það ár gerði
aftakaveður eitt kvöldið og þá
mátti afi horfa á fjóshlöðuna tak-
ast á loft, fjúka niður fyrir bæinn
og brotna í spón. Ekki vannst tíma
til að byggja nýja hlöðu fyrir vet-
urinn og varð að tjasla saman
grindum og plasti yfir heyið og
gefa undan því um veturinn. Sum-
arið ’67 var byggð ný hlaða, sú
sem stendur enn í dag. Sumarið
1969 rigndi alla daga og var hey-
skapur erfíður, nánast ekkert var
hægt að þurrka og þurfti að grafa
geilar í hlöður til að heyið brynni
ekki til ösku. Þetta voru erfið sum-
ur en afi leysti þrautirnar eins og
áður sagði, þótt aldurhniginn væri.
Afa féll aldrei verk úr hendi á
þessum árum og naut þó jafnframt
aðstoðar sona sinna.
Afi og amma voru hagsýn,
nægjusöm og samhent og bera
afkomendur þeirra því vitni. Þegar
ég hugsa um heilsufar og æðru-
leysi afa míns á efri árum koma
mér í hug ljóðlínur úr Helgaerfi
Stephans G. Stephanssonar, svo-
hljóðandi:
Hljóður fram á hinstu stund
hann um mein sitt þagði,
faldi sína opnu und
undir glöðu bragði.
Aðstandendum sendi ég hlýjar
kveðjur. Starfsfólki Dvalarheimilis
aldraðra f Vík í Mýrdal ásamt
Sjúkrahúsi Suðurlands sendi ég
þakkir. Sérstakar kveðjur og
þakkir sendi ég Sveini Sigur-
sveinssyni á Selfossi, sem reyndist
afa og ömmu drengur góður.
Elsku amma mín, megi að lok-
um sólin verma þig. Að endingu
minnist ég hins fomkveðna:
Dey fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Hávamál)
Eyþór.