Morgunblaðið - 30.06.1994, Síða 22

Morgunblaðið - 30.06.1994, Síða 22
22 FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Bjart flæði Islenskir jazzdiskar í deiglunni JAZZÍS, útgáfusamlag jazzdeildar Félags íslenskra hljómlistarmanna og Jazzvakningar, mun á næstu ámm gefa út þijá til íjóra geisla- diska á ári með nýrri íslenskri jazz- tónlist, áður óútkomnu eldra efni og annarri tónlist sem verið hefur ófáan- leg. í fréttatilkynningu segir að áhugamönnum bjóðist að gerast bak- hjarlar; áskrifendum að diskunum er sem sagt safnað. Þegar hafa komið út diskamir Gengið á lagið með tónlist Sigurðar Flosasonar og Landsýn Tómasar Ein- arssonar. Næst er væntanlegur tvö- faldur minningardiskur um Guð- mund Ingólfsson (ágúst 1994) og síðan um jólin diskur með nýrri tón- list Hilmars Jenssonar. Næsta vor er ráðgert að gefa út aftur plötu með Gunnari Ormslev sem lengi hefur verið ófáanleg. Haustið 1995 á svo að gefa út disk Bjöms Thoroddsens með yfirliti ís- lenskra jazzgítarleikara og um jólin sama ár er fyrirhugaður diskur sem nefndur er Útlendingahersveitin - nýtt vín á gömlum belgjum. MYNPLIST Lis t h ú sið Borg MÁLVERK Margrét Björnsdóttir Opið alla virka daga frá 12-18 og um helgar 14-18 til 5. júlí. LISTHÚSIÐ Borg virðist nú aftur byijað á reglubundnum sýningum sem er ánægjulegt, en sem fyrr hafa þær stutta viðdvöl á veggjunum eða einungis 10 daga. Á iistamarkaði hefur þó nokkuð borið á verkum eftir Margréti Soffíu Björnsdóttir, sem hefur tekið sér listamannsnafnið „Sossa“ og myndir hennar hafa m.a. verið sýndar í kynn- ingarhorni Foldu í Austurstræti ef ég man rétt. En þetta er þó fýrsta opinbera einkasýning hennar á mál- verkum á íslandi, en hún sýndi þar grafík fyrir 10 ámm. Sossa nam við MHÍ í tvö ár 1977-79, en seinna í Skólanum fýrir brúkslist í Kaup- mannahöfn í 6 ár og loks lauk hún meistaragráðu í myndlist frá listahá- skóla í Boston 1992. Þetta telst dijúgt nám og samfara því hefur hún víða tekið þátt í samsýningum og haldið ýmsar einkasýningar, m.a. í Fagur- listasafninu í Boston 1990. Það eru 24 olíumálverk á salar- kynnunum, flest af millistærðinni, en þó eitt stórt sem setur mikinn svip á sýninguna. Einkenni sýningarinnar er annars tvímælalaust óvenju bjart litaflæði svo og lausformaðar fígúrur inni í flæðinu, oftast einungis ein auk þess að það mótar stundum í kött sem virðist gegna dijúgu hlutverk í um- hverfí og hugarheimi listakonunnar. Að sjálfsögðu má segja að bjartir litir séu tákn lífsgleðinnar, en á því er nokkur fyrirvari því í myndlist komast menn ósjaldan í þá aðstöðu að meta liti eftir sértækum eiginleik- um þeirra frekar en að setja þá í samhengi við almennt mat. Menn hætta þá t.d. að setja blátt í sam- hengi við himin og haf og eins og ég hefí ótal sinnum bent á þá er svart sums staðar í heiminum tákn gleðinn- ar en hvítt litur sorgarinnar. Þannig geta mikil lífsmögn opinberast í dökk- um litaheildum ekki síður en ljósum, — slíkt er afstæði litanna. Auðvitað er hinn guli litur ljóssins persónugervingur sólarinnar og lífs- ins eins og hinn rauði getur verið persónugervingnr ástarinnar en sólin veldur líka bruna og eyðingu ekki síður en að halda lífí í gróðri og ást- in getur verið banvæn, eða í öllu falli valdið mikilli hryggð svo sem margur veit. Þetta er einungis útúrdúr til glöggvunar og listrýnirinn lítur öðru fremur til myndbyggingarinnar og litameðferðarinnar, sem í þessu tilviki eru meginásar sköpunarferlisins. Hér er litrænn styrkur ótvírætt mestur í rauðu myndinni „Sagt með blómi“ (5) og þá ekki einungis fyrir hinn sterka lit heldur kraftmikla tjáningu og að litnum er haldið í skefjum á myndflet- inum með brögðum listar. A sama hátt telst stóra myndin „Kötturinn borðar ekki kristna menn“ (6) veiga- mesta verkið og ekki fyrir stærð sína heldur markvissa myndbyggingu. Myndbyggingin er að mínu mati ekki nægilega sannfærandi í mörgum myndanna og sú sposka kímni sem einkennir fígúrurnar hálf ankanna- leg. Á stundum eru myndirnar að leysast upp í algjört litaflæði sbr. „Eitthvað býr á bak við“ (17), og þar er tónræn litahrynjandin eftirtektar- verð, en grámóskulegu andlitinu al- gjörlega ofaukið. Aðrar myndir sem ég staðnæmdist helst við fyrir mark- aða heild voru „Ég sá þau á göngu (15) og „Ofurkonur" (24). Bragi Ásgeirsson NÚMERUM l.júlí verður sú breyting á innhringinúmerumJyrir Gagnahólf og Gagnanet Pósts ogSíma, að úr gildijalla eftirtalin þtjú númer. 0168 JSg’SftL PÓSTUR OG SÍMI GAGNANET PÓSTS OG SlMA Sumartónleikar í Skálholti Sónötur fyrir fiðlu og sembal Helga Ingólfsdótt- Jaap Schröder ir semballeikari fiðluleikari SUMARTÓNLEIKAR í Skálholtskirkju hefj- ast um næstu helgi. Er það tuttugasta sumarið sem þessi tón- listarhátíð er haldin. Á efnisskránni eru alls sex sónötur J.S. Bachs fyrir fiðlu og sembal. Flytjendur að þessu sinni eru hollenski fiðluleikarinn Jaap Schröder og Helga Ingólfdóttir sembal- leikari. Sónötumar urðu til í Köthen um 1720-1723 og eru í hópi mestu snilldar- verka Bachs á þessu sviði. Þær eru yfirleitt í fúgustíl, nokkur þróttmikil kveðju- lög koma þó einnig fyrir. Þekktur barokkfiðluleikari Jaap Schröder er mjög þekktur túlkandi á barokkfiðlu og einn af brautryðjendum upprunatúlkunar á tónlist 17.-19. aldar. Hann hefur lát- ið að sér kveða á ýmsum sviðum tónlistar, m.a. í kvartettum, sem ein- leikari, konsertmeistari, stjómandi og kennari. Meðal fyrrum starfs- manna Schröders eru Frans Eriiggen, Annes Bylsma og Gustav Leonardt. Hann stjómaði um tíma hljómsveitinni Concerto Amsterdam og stofnaði Quartetto Esterhásy, sem var fyrsti strengjakvartett upprana- hljóðfæra. Ásamt þremur Banda- ríkjamönnum stofnaði hann Smit- hson Quartet sem leikið hefur víða og verk eftir Haydn, Mozart og Beet- hoven inn á hljómþlötur. Jaap Schröder hefur kánnað fiðlu- bókmenntir 17. og 18. aldar og hljóð- ritað þekkt og óþekkt verk þess tíma, m.a. einleikssónötur Backs, verk Leclaris og Bibers og sónötur Moz- arts og Beethovens. Af rómantískum yerkum hefur hann m.a. leikið sónöt- ur eftir Schubert og Mendelsohn inn á hljómplötur ásamt Cristophet Hogwood. Með Hogwoos stjórnaði Schröder fyrstu upptökum á öllum sinfóníum Mozarts sem leiknar voru á klassísk hljóðfæri og fengu þeir Gramy tilnefningu fyrir. Brautryðjendastarf Helga Ingólfsdótir semballeikari hefur lagt mikið af mörkum til tón- listarlífs hér á landi m.a. með ein- leik, flutningi kammertónlistar, sem kennari og með stofnun Sumartón- leika í Skálholtskirkju. Hún hefur leikið inn á þijár hljómplötur og í fyrra var hljóðritaður geisladiskur með Bachs-veitinni í Skálholti. Helga hlaut Menningarverðlaun Dagblaðs- ins í vetur og er auk þess nýkomin frá Kaupmannahöfn þar sem hún veitti viðtöku bjartsýnisverðlaunum Bröstes fyrir starf sitt að Skálholts- tónleikunum. Sónöturnar sex verða fluttar á tvennum tónleikum kl. 15. og kl. 17 á laugardaginn, en kl. 15 á sunnudag verða fluttar fjórar af sónötunum. Kl. 17 verður messa með þáttum úr tónverkum helgarinnar og einleik Jaaps Schröders. Aðgangur er ókeypis og boðin verður barnapössun á meðan á tón- leikunum stendur. Veitingar eru á boðstólum í Skálholtsskóla. Allir vel- komnir. LADA SAMARA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.