Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 1
72 SÍÐUR /B/C 237. TBL. 82. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR18. OKTÓBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Bretland Hriktir í stoðum konung- dæmisins Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. ÁSAKANIR Karls Bretaprins í nýútkominni ævisögu um að ráðrík- ur faðir hans hafi neytt hann í ást- laust hjónaband hafa valdið erfið- leikum hjá konungsfjölskyldunni og talið er að nú hrikti meir í stoðum hennar en nokkru sinni frá valda- afsali Játvarðs áttunda árið 1936. Filippus prins snupraði son sinn í viðtali í gær með því að segja það eitt um bókina að aliir aðrir í fjöl- skyldunni væru þeirrar skoðunar að menn ættu ekki að bera einka- mál sín á torg. Elísabet drottning reyndi að bera í bætifláka og vísa fregnum um sundrungu í fjölskyid- unni á bug með því að neita sögu- sögnum um að hún væri syni sínum bálreið. Major til varnar John Major forsætisráðherra kom konungsfjölskyldunni til varn- ar í gær. „Rætur konungdæmisins rista það djúpt í kærleiksþeli þjóðar- innar að framtíð þess er örugg og traust,“ sagði hann. Talsmenn Majors vísuðu á bug fregnum um að forsætisráðherrann hefði sagt við Karl prins að eina leiðin til að bjarga konungdæminu væri að hann og Díana fengju lög- skilnað. Ljóst er að þingmenn úr öllum flokkum telja að kominn sé tími til að Major skerist í leikinn. Þeir telja óraunhæft af forsætisráðherranum að halda því til streitu að prinsessan geti orðið drottning. Þeir vilja að þau fái lögskilnað eftir áramót, þegar tvö ár verða liðin frá því þau fengu skilnað að borði og sæng. ■ Elskaði aldrei Díönu/18 Samkomu- lag næst við Norð- ur-Kóreu Washington. Reuter. BANDARÍSKIR og norður-kór- eskir embættismenn hafa náð samkomulagi í deilunni um kjamavopnaáætlun Norður- Kóreumanna í samningavið- ræðum í Genf, að sögn CNN sjónvarpsins bandaríska í gær- kvöldi. CNN sagði að í samkomulag- inu fælist alþjóðlegt eftirlit með kjarnorkustöðvum í Norður- Kóreu. Samkomulagið yrði enn- fremur til þess að viðræður milli ráðamanna í kóresku ríkj- unum hæfust að nýju. Sjónvarpið sagði að leiðtogar Bandaríkjanna og Norður- Kóreu þyrftu að staðfesta sam- komulagið. Reuter Kohl kveðst geta myndað sterka samsteypustj órn Bonn. Reuter, The Daily Telegraph. HELMIJT Kohl, kanslari Þýskalands, vísaði í gær á bug vangaveltum um að ný stjórn hans gæti ekki starfað í heilt kjörtímabil og spáði því að minni þingmeirihluti yrði aðeins til þess að skapa meiri aga meðal stjórnarflokkanna. Þingmeirihluti samsteypustjórnar Kohls minnkaði úr 134 þingsætum í tíu í kosningum til sambandsþingsins á sunnudag. „Meirihluti er meirihluti," sagði Kohl eftir fund með öðrum leiðtogum Kristilegra demókrata (CDU). „Við getum unnið vel eftir þessa niður- stöðu.“ Hann benti á að Willy Brandt og Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslarar, hefðu stjórnað með 10-12 sæta meirihluta á árunum 1969- 1976. Scharping spáir veikri stjórn Rudolf Scharping, leiðtogi Jafnað- armannaflokksins, sagði að nýja stjórnin myndi „komast í hann krapp- an“ á kjörtímabilinu vegna hins litla meirihluta en vildi þó ekki spá henni falli. Gunther Verheugen, fram- kvæmdastjóri flokksins, spáði því að Fijálsir demókratar (FDP) gengju til samstarfs við jafnaðarmenn á miðju kjörtímabilinu vegna fylgistapsins í síðustu kosningum. FDP gekk til liðs við flokk Kohls árið 1982 eftir að hafa- stutt jafnaðarmenn. Kohl kvaðst ætla að hefja viðræð- ur við leiðtoga Fijálsra demókrata og mynda nýja stjórn sem fyrst. Fijálsir demókratar fengu aðeins 6,9% atkvæða í kosningunum, en voru með 11% árið 1990. Erwin Huber, framkvæmdastjóri Kristilega sósíalsambandsins (CSU), systur- flokks Kristilegra demókrata í Bæj- aralandi, sagði að CSU hefði tekið við af FDP sem næststærsti flokkur- inn í stjórninni og gagnrýndi nokkrar af grundvallarhugmyndum Fijálsra demókrata. FDP ákvað í gær að efna til sérstaks flokksþings í desember vegna fylgistapsins í kosningunum til að ræða hvernig bregðast ætti við því. ■ Meirihluti getur dugað/28 Breta- drottning í Moskvu ELÍSABET Bretadrottning kom í gær til Moskvu í sögulega heim- sókn til Rússlands. Litið er á ferðina sem tákn um að breska konungsfjölskyldan telji að leið- togar Rússlands hafi bætt fyrir morð bolsévíka á Nikulási II Rússlandskeisara, sem var skyld- ur fjölskyldunni, fyrir 76 árum. Borís Jeltsín Rússlandsforseti tók á móti drottningunni í Kreml. Finnar samþykkja aðild að ESB í þjóðaratkvæði Norskir og sænsk- ir ráðamenn fagna Helsinki. Morgunblaðið. 57% KJÓSENDA greiddu atkvæði með aðild Finna að Evrópusambandinu (ESB) í þjóðaratkvæðinu í Finnlandi á sunnudag og athyglin beinist nú að Svíum og Norðmönnum, sem efna til þjóðaratkvæðis um inngöngu í ESB innan sex vikna. Ráðamenn í Svíþjóð og Noregi fögnuðu úrslitunum, enda er talið að þau geti haft áhrif á kjósendur í nágrannalöndunum. ísraelar og Jórdanir semja Reuter YITZHAK Rabin, forsætisráðherra ísracls, og starfsbróðir hans í Jórdaníu, Abdul-Salem al-Majali, undirrita til bráðabirgða friðarsamning ríkjanna eftir 46 ára formlegt stríðsástandi í gær. Að baki eru f.v.: Hassan krónprins og Hussein konungur auk Shimons Peres, utanríkisráðherra Israels. Endanleg undirritun verður í næstu viku og er hugsanlegt að Bill Clinton Bandaríkjaforseti verði viðstaddur. „Það væri mjög einkennilegt ef Svíþjóð stæði fyrir utan Evrópusam- bandið nú þegar Finnar hafa sagt svo skýrt já,“ sagði Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svía. Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, var einnig ánægð með úrslitin í Finnlandi. Hún sagði að ákvörðun Finna væri mjög mikil- væg fyrir finnsk öryggismál og Finn- land hefði nú tengst Vestur-Evrópu sterkum böndum. Nægur stuðningur á þingi Finnska þingið verður nú að stað- festa ákvörðunina. Samkvæmt finnska dagblaðinu Ilta-Sanomat ætla 150 þingmenn af 200 að virða niðurstöðu þjóðaratkvæðisins og samþykkja aðildina. Aðeins hörðustu málsvarar bænda, lítill kristilegur flokkur og fyrrverandi kommúnistar segjast ætla að greiða atkvæði á móti aðildinni á þingi. Nokkrir finnskit' stjórnmálamenn létu í Ijós áhyggjur af því að í þjóð- aratkvæðinu kom fram skýr klofn- ingur milli borgarbúa og lands- byggðarfólks. Aðildin að ESB naut langmests stuðnings í borgunum á suður- ströndinni, til að mynda voru 75% Helsinki-búa hlynnt henni. Bændur voru óánægðir með úrslitin, enda hafa samtök þeirra sagt að finnskir bændur missi um 10-45% af tekjum sínum vegna inngöngunnar í ESB. ■ Öryggi Finnlands/29

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.