Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Jú, jú ég er með alla pappíra í lagi; Siðferðisvottorð og VSOP gæðastimpil frá ríkisendur- skoðun, syndakvittun fyrír boðorð nr. 5 og 10, ættartölu rakta til Guðmundar Árna, launaseðla fyrir þrjú störf og sérverkefni ásamt kvittunum fyrir dagpeningaglás . . . Grein í Vísbendingu um kostnað ríkisins o g ríkisbanka Kostnaður ríkisins vegna ferðalaga ríkisstarfsmanna og risnu (upphæðir í m.kr. á áætluðu meðalverðlagi 1994)' Ferðakostn. innanl. Ferðakostn. erlend. Risna 1985 1992 Breyt. 1985 1992 Breyt. 1985 1992 Breyt. Æðsta stjóm ríkisins 34 42 21% 33 48 47% 16 20 25% Forsætisráðuneyti 1 1 -j-9% 10 14 38% 6 5 -s-18% Menntamálaráðuneyti 36 73 103% 70 113 62% 17 21 22% Utanríkisráðuneyti 9 5 -f-45% 61 92 50% 31 36 15% Landbúnaðarráðuneyti 41 37 -i-11% 19 17 +13% 4 5 38% Sjávarútvegsráðuneyti 40 41 1% 19 41 113% 6 7 4% Dóms- og kirkjumm. 76 74 •=-3% 28 30 9% 5 9 107% Félagsmálaráðuneyti 13 24 83% 17 15 -5-14% 3 3 ■5-14% Heilbr.- ogtryggingamm. 12 48 295% 93 157 69% 8 12 53% Fjármálaráðuneyti 15 17 9% 12 19 58% 5 7 46% Samgönguráðuneyti 154 63 -5-59% 44 54 22% 6 10 88% Iðnaðarráðuneyti 33 21 -5-36% 55 48 -5-13% 16 9 -5-47% Viðskiptaráðuneyti 2 6 190% 17 14 •5-20 9 4 -5-57% Hagstofa íslands 0 0 1 6 335% 0 1 Umhverfísráðuneyti 0 14 0 26 0 2 A-hluti alls 467 464 -5-1% 479 692 44% 132 151 15% - Hlutur aðalskrifstofa 2% 4% 2% 27% 25% -5-2% 44% 40% •5-4% B-hluti 249 326 31% 117 103 -5-12% 32 25 -5-21% Ríkissjóður alls 716 790 10% 596 795 33% 164 176 8% 1 Leiðrétt hefur verið fyrir flutningi Ríkisendurskoðunar undir æðstu stjóm ríkisins frá 1985. Kostnaður vegna Fjárlaga- og hagsýslustofnunar er færður undir fjármálaráðuneyti. Heimild: Ríkisreikningar fyrir árin 1985 og 1992. Um 2 milljarðar 5^;7 í risnu og ferðir í ÚTTEKT á risnu- og ferðakostn- aði ríkisins í nýjasta hefti Vísbend- ingar, vikuriti um viðskipti og efna- hagsmál, kemur fram að ef kostnaði Seðlabankans og ríkisviðskiptabank- anna vegna ferðalaga og risnu er bætt við kostnað ríkissjóðs (A- og B- hluta) vegna þessa, megi gera ráð fyrir að heildarkostnaðurinn nemi um tveimur milljörðum árlega. Í tímaritinu eru bomar saman tölur um risnu- og ferðakostnað á árunum 1985 og 1992. Árlegur kostnaður A- og B-hluta ríkissjóðs vegna ferða ríkisstarfsmanna inn- anlands og til útlanda á árinu 1992 nam tæpum 1.600 milljónum kr. miðað við núgildandi verðlag og skiptist kostnaðurinn nokkuð jafnt á milli ferðakostnaðar innanlands og í útlöndum. Með ferðakostnaði er átt við fargjöld, dagpeninga og dvalarkostnað starfsmanna. Risna nam tæpum 180 millj. kr. á sama ári. „Ofangreindar tölur segja þó ekki alla söguna. Ríkisbankamir, Seðla- bankinn og fleiri ríkisaðilar standa fyrir utan A- og B-hluta ríkissjóðs og eru því ekki ínn í tölunum. Sam- kvæmt ársreikninghum Landsbank- ans og Seðlabankans fyrir árið 1993 og Búnaðarbankans fyrir 1992 nem- ur risna þeirra samtals um 45 millj- ónum króna á núgildandi verðlagi og ferðakostnaður 75 milljónum. Að minnsta kosti 120 milljónir króna bætast því við. Á heildina litið má því gera ráð fyrir að útgjöld ríkisins vegna risnu og ferðalaga nemi um 2 milljörðum króna á ári,“ segir í Vísbendingu. Aukinn kostnaður vegna utanlandsferða Einnig kemur fram í greininni að kostnaður ríkisins vegna ferða er- lendis hefur aukist mjög mikið frá árinu 1985 eða úr 596 millj. á árinu 1985 í 795 millj. á árinu 1992 og eru þá báðar upphæðirnar reiknaðar til meðalverðlags á yfirstandandi ári. Þetta er 33% hækkun. JÓHANNA Sigurðardóttir fengi 16,5% fylgi og 10 þingmenn ef kosið væri nú til Alþingis, samkvæmt skoð- anakönnun sem Morgunpósturinn birti í gær. Aðeins Sjálfstæðisflokkur fengi meira fylgi samkvæmt könnuninni eða 34,7% og 23 þingmenn en flokk- urinn fékk 27 þingmenn í síðustu kosningum. Alþýðuflokkur tapar mestu frá síð- ustu kosningum og fær 8,4% og 5 þingmenn í könnuninni en fékk 10 þingmenn í kosningum. Framsóknar- flokkurinn fær 15,6% og 10 þing- menn en hefur nú 13 þingmenn. Alþýðubandalagið fær 14,2% í könn- unni og 9 þingmenn eins og í síðustu kosningum og Kvennalistinn fær 10,4% í könnuninni og 6 þingmenn en hefur 5 þingmenn. Úrtakið var 600 manns og var hringt í slembiúrtak úr símaskrá og svarendum skipt jafnt milli kynja og jafn milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar. Iðja í Reykjavík 60 ára Frá baráttu í skrifstofu- og þjónustustarf Guðmundur Þ. Jónsson Iðja, félag verksmiðjufólks í Reykjavík, eða á höfuð- borgarsvæðinu, er sextíu ára í dag. Að sögn Guðmund- ar Þ. Jónssonar formanns félagsins em helstu breyting- amar I áranna rás þær að þungamiðja starfseminnar, sem helst einkenndist af póli- tískum átökum á stríðsámn- um allt til 1957, hefur færst { átt til þjónustu- og skrif- stofustarfa. Félagsmenn eru í dag um 2.000 á höfuðborg- arsvæðinu og þar af era um 1.800 virkir félagar. Til stendur að gefa út sögu Iðju vegna afmælisins og er hún væntanleg upp úr mánaða- mótum. - Hvenær var félagið stofnað? „Það var stofnað 18. októ- ber 1934 og stofnfélagar voru 36. Félagið var stofnað í fundarherbergi Hótels Heklu, sem stóð við Lækjartorg þar sem Hafnarstræti 20 er nú til húsa.“ - Hvað er það sem ber hæst í sögu Iðju að þínum dómi? „Það er náttúrlega kjarabarátt- an, sem var mjög hörð á fyrra helmingi lífskeiðs félagsins, og reyndar allt undir það síðasta. Og einnig hafa pólitísk átök verið mikil í félaginu alla tíð. En það sem kannski stendur einna hæst í sambandi við samninga er það að Iðja samdi við smjörlíkisgerð- irnar, í fyrstu samningunum árið 1935, um átta stunda vinnudag fyrst félaga ófaglærðra. En samn- ingurinn gilti aðeins fyrir þá sem unnu hjá smjörlíkisgerðunum að því er ég best veit. I öðm lagi vomm við fyrstir til að semja um sjúkratryggingar fyrir okkar félagsmenn árið 1959. Síðan vorum við með þeim fyrstu til að semja um lífeyrissjóði það ár. Nú svo má nefna að Iðja var rekin úr Alþýðusambandinu árið 1952, vegna pólitískra átaka, og stóð utan þess í tvö ár, sem reynd- ar kom ekki að sök því þá sömdu félögin fyrir sig sjálf. Einnig má nefna það. að til er hjá okkur bréf þar sem boðað er verkfall hjá fyrirtæki nema það gangi í Félag íslenskra iðnrek- enda. Þarna má segja að Iðja hafi verið að efla andstæðinginn en ástæðan var sú að félagið vildi gjarnan að væri við einn að eiga í samningaviðræðum í stað þess að semja við hvert fyrirtæki um sig. En á móti kom að Iðjufélagar höfðu forgang með vinnu hjá fyr- irtækjum sem gengu í Félag ís- lenskra iðnrekenda. En iðnrek- endur og Iðja hafa auðvitað alltaf átt samleið því það er keppikefli beggja að styrkja íslenskan iðnað og það er eitt af því sem sett var í lög fé- lagsins." - Hvað einkennir starfsemi þess helst í dag? „Aðalstarfið má segja að fari fram á skrifstofu félagsins frá degi til dags, það er að túlka samninga, þjónusta félagsmenn, aðstoða þá við að ná rétti sínum og það sem leiðrétta þarf í samskiptum við atvinnurek- endur.“ - Er þetta þá orðið mest skrif- stofuvinna í seinni tíð? „Já, ég get nú kannski sagt það. Það er mikil þjónusta í kring- um þetta, sem kannski er ekki síð- ur mikilvægt en hvað annað. Svo ►GUÐMUNDUR Þ. Jónsson, formaður Iðju, félags verk- smiðjufólks í Reykjavík, fædd- ist 25.12.1939 á Gjögri í Árnes- hreppi í Strandasýslu. Hann tók fullnaðarpróf frá Finnboga- staðaskóla árið 1953 og stund- aði nám í verkalýðsmálaskóla í Moskvu frá 1963-1965. Hann var starfsmaður sápugerðar- innar Friggjar frá 1960-1963 og Sælgætisgerðarinnar Ópals frá 1966-1973. Einnig starfs- maður Landssambands iðn- verkafólks frá 1973 og formað- ur frá 1978. Loks starfsmaður Iðju frá 1974 og formaður frá 1986. Einnig hefur Guðmundur verið fulltrúi á öllum þingum ASÍ frá 1968 og verið í mið- stjórn frá 1976 auk fjölmargra annarra starfa. hefur orðið mikil uppbygging sem átt hefur sér stað til þess að auð- velda félagsmönnum lífíð og gera þeim ýmislegt mögulegt sem ekki var hægt áður, til dæmis í sam- bandi við orlofsaðstöðu og starfs- menntun. Breytingar á þjóðfélag- inu hafa leitt til breyttra vinnuað- ferða. Við leggjum áherslu á nýja þætti sem ekki vora til áður og það sem eitt sinn þótti gott og gilt í samningum úreldist við breyttar aðstæður. Þetta þarf alltaf að vera í stöðugri endurskoðun." - Er eitthvað sérstakt sem aðgreinir Iðju frá öðrum stéttar- félögum, annað en starfssvið fé- lagsmanna? „Ja, það má nefna að í Iðju hafa alltaf verið félagsmenn af báðum kynjum. En þegar félagið var stofnað var algengt að kynjum væri skipt í félögum." - Hvenær voru félagsmenn „Þeir voru um 4.000 í kringum 1983 en hefur fækkað um helming. Sem að ein- hveiju leyti má skýra með atvinnuleysi en einnig með tækni- breytingum. Til dæmis voru gos- drykkjaverksmiðjur miklu fjöl- mennari vinnustaðir áður en einn- ig hafa orðið breytingar í fataiðn- aði. Þegar flest var í félaginu voru saumakonur 800 en em varla fleiri en 300 í dag.“ - Er eitthvað sérstakt á döf- inni hjá féiaginu í augnabiikinu? „Ja, saga Iðju er auðvitað að koma út. Síðan erum við að und- irbúa okkur fyrir næstu samn- ingalolu." fiestir? Sömdu fyrstir um sjúkra- tryggingar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.