Morgunblaðið - 18.10.1994, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 9
FRETTIR
Héraðsdómur Vestfjarða dæmir 76 ára mann i fangelsi
Gaf drengjum sælgæti
og misnotaði einn þeirra
HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hefur
dæmt 76 ára mann til 10 mánaða
fangelsisvistar, þar af 7 mánuði
skilorðsbundið, fyrir kynferðisbrot
gegn 8 ára dreng. Brotin voru fram-
in á heimili mannsins á Patreksfirði
í nokkur skipti á síðasta ári að við-
stöddum drengjum sem nú eru 4
og 5 ára.
Maðurinn hafði á árinu 1990
verið kærður fyrri að hafa lokkað
inn á heimili sitt 4 ára telpu, gefið
henni sælgæti og fengið hana til
að snerta kynfæri sín. Maðurinn
þvertók fyrir sakargiftir en játaði
að gefa börnum sem heimsæktu sig
sælgæti og taldi ríkissaksóknari
ekki tilefni til ákæru á grundvelli
rannsóknarinnar.
Sumarið 1993 vöknuðu á ný
grunsemdir um kynferðislega mis-
notkun mannsins á börnum. Fyrir
dómi bar kona um að sonur manns-
ins hefði komið á hennar fund mið-
ur sín eftir að hafa komið að föður
sínum halfnöktum með litlum
dreng.
Eftir að konan sagði samstarfs-
konu sinni af frásögn sonar manns-
ins hófst rannsókn málsins á ætl-
aðri misnotkun hans á þremur
drengjum sem þá voru 3, 4, og 7
ára gamlir.
Samhljóða framburður
Framburður drengjanna var
fenginn í viðtali hjá sálfræðing, sem
komst að þeirri niðurstöðu að ljóst
væri að maðurinn hefði dregið
drengina heim til sín með því að
bjóða þeim sælgæti og síðan fengið
þá inn í svefnherbergi til sín 'og
stundum læst að sér, afklæðst, sýnt
drengjunum kynfæri sín og stund-
um fengið þá tii að snerta þau eða
gæla við þau.
Maðurinn neitaði öllum sakar-
giftum en í dómi Jónasar Jóhanns-
sonar héraðsdómara segir að fram-
burður drengjanna sé samhljóða í
veigamiklum atriðum. Ekkert í
málinu hnekki sönnunargildi frá-
sagna þeirra eða veiki þær verulega
og verði trauðla séð hvernig svo
ungir drengir gætu borið með jafn-
líkum hætti um slík atvik sem mál-
ið snúist um ef þeir ekki byggðu
frásögn sína á eigin reynsluheimi.
Fram kemur að ekki hafi verið
boðaður fulltrúi til að gæta hags-
muna mannsins er grunnur var
lagður að ákæru í málinu með við-
tölum sálfræðings við drengina og
sé það metið honum í hag að viðtöl-
in hafi hvorki verið hljóðrituð né
tekin upp á myndband. Þeir gallar
breyti þó engu um þá niðurstöðu
málsins að maðurinn teljist sannur
að sök. Hæfileg refsing var talin
fangelsi í 10 mánuði en eftir atvik-
um taldi dómarinn mega skilorðs-
binda 7 mánuði til 3 ára.
Skólaslit hjá Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna
Nemendur
147 frá
upphafi
SEXTÁNDA starfsári Jarðhita-
skóla Sameinuðu þjóðanna er
lokið. Nemendurnir voru 15, frá
11 löndum, og hafa aldrei verið
fleiri að sögn Ingvars B. Frið-
leifssonar forstöðumanns skól-
ans.
Nemendur fengu hálfs árs
þjálfun í forðafræði jarðhita,
jarðefnafræði, borholumæling-
um og borholujarðfræði.
Jarðhitaskólinn er rekinn inn-
an Orkustofnunar og eru flestir
kennarar sérfræðingar hjá jarð-
FRÁ skólaslitum Jarðhitaskóla SÞ.
Morgunblaðið/Kristinn
hitadeild stofnunarinnar en
kennarar koma einnig frá Há-
skóla Isiands og verkfræðistof-
um. Á sextán ára starfsferli skól-
ans hafa 147 sérfræðingar frá
29 löndum lokið námi.
Útbob ríkisvíxla
til 3 mánaba
fer fram mibvikudaginn 19. október.
Nýtt útbob á ríkisvíxlum fer fram
á morgun. Um er að ræða 20. fl. 1994
í eftirfarandi verðgildum:
Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000
Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000
Ríkisvíxlarnir eru til 3 mánaba meb
gjalddaga 20. janúar 1995.
Þessi flokkur verður skráður á
Verðbréfaþingi íslands og er Seðlabanki
íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna.
Ríkisvíxlarnir verða seldir með
tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboö
samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu
er 5 milljónir kr. og lágmarkstilboð í
meöalverð samþykktra tilboða er
1 milljón kr.
Löggiltum verðbréfafyrirtækjum,
verðbréfamiðlurum, bönkum og
sparisjóðum gefst einum kostur á að
gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt
tiltekinni ávöxtunarkröfu.
Abrir sem óska eftir að gera tilboð í
ríkisvíxla eru hvattir til að hafa
samband við framangreinda aðila, sem
munu annast tilbobsgerb fyrir þá og
veita nánari upplýsingar. Jafnframt er
þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið
meðalverð samþykktra tilboða
(meðalávöxtun vegin með fjárhæð).
Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa
ab hafa borist Lánasýslu ríkisins
fyrir kl. 14, miövikudaginn 19. október.
Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar
eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins,
Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70.
Athygli er vakin á því að
21. október er gjalddagi á 14. fl.
ríkisvíxla sem gefinn
var út 22. júlí 1994.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgötu 6, 2. hæb, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70.
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 28. og 29. október
KATRÍN FJELDSTED
hefur opnað
kosningaskrifstofu í
Ingólfsstræti 5.
Símar 22360, 22366 og 22144.
Allir stuðningsmenn
velkomnir.
= Opið virka dagafrá kl. 16-21
| og um helgar frá kl. 13-18.
Katrínii í fremstu röö!
SABRINA
Nýkomið glæsilegl úrval af hinum
vinsælu Sabrina rúmfötum.
iVý mynstur og litir
W
Verið velkomin.
Póstsendum
Njálsgötu 86, sími 20978.
Úrval af frönskum reiðbuxum
í haustlitum
TESSvbí 1 X sínii «22230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 10-14
Silkislœður
Frönsku t\f\a l I r o v silkislœðumar komnar aftur í öllum litum.
Frábært verð.
(SNYRTIVÖRUVÉRSLUNIN
GLÆSÍÆ
íA/z/ sencCinfj
af samkyœ-miskjótum titSÖL'U og LfElQU.
Á sama stað tií íeigu IgóCföt og smókingar
^Bhiðarkjó/fí/rígf fyém
Suðurlandsbraut 46 v/Faxafen, 2. hæð, sími 682560.
LOGSUÐUTÆKI
MARGAR GERÐIR
I ; -»«/ ■ í'
v ___
argon- og propangas-
mælar
súr- og gasmælar,
tvöfaldar slöngur,
kveikjur,
logsuðugleraugu,
einstreymislokar,
logsuðutæki í settum,
súr- og gaskútar.
Varahlutaþjónusta.
ÁRVÍK
HF.
ÁRMÚL11 - PÓSTHÓLF 8000 -128 REYKJAVlK • SlMI 687222 - TELEX 3012 - TELEFAX 687295