Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 17 VIÐSKIPTI Impact-dagur haldinn á íslandi Auðvelt aðgengi að upplýsingum R.F. de Bruine ÁHERSLA á auðveldari aðgang hagmunaaðila að upplýsingum hef- ur aukist gífurlega í Evrópu undan- farin ár. Framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins hefur sett á stofn sérstaka áætlun, Impact, til stuðla að aukinni notkun_ á tölvuvæddri upplýsingamiðlun. Áætlunin beinist að því að kynna notkunarmöguleika tækninnar og þá þjónustu sem er í boði í Evrópu og sem liður í því verður haldinn hér á landi sérstakur Impact-dagur nk. fimmtudag. Impact er stytting á ensku orðun- um Information, Marketing, Policy og Action og mætti á íslensku ' útleggjast; upplýs- ingar, markaðs- setning upplýs- inga, stefnumótun varðandi upplýs- ingar og átak í að koma upplýsing- um á framfæri. Impact er ein af áætlunum Evr- ópusambandsins þar sem áhersla er lögð á viðskipti með upplýsingar frekar en tækni. Aðgerðir Impact að því er varðar kynningu á notk- unarmöguleikum upplýsingatækn- innar beinast að atvinnulífinu með aðaláherslu á lítil og meðalstór fyrir- tæki. Þá er kastljósinu beint að menntastofnunum, aðallega á há- skólastigi og bókasöfnum. Upplýsingaþjóðfélagið í Evrópu Á Impact-deginum mun R.F. de Bruine, forstjóri Impact, flytja fram- söguerindi um upplýsingaþjóðfélag- ið í Evrópu, framtíðarhorfur þess, vandamál og aðgerðir. R.F. de Bru- ine sagði í samtali við Morgunblaðið að áhugi stjórnmálamanna í Evrópu á upplýsingatækni hefði aukist til muna sl. ár. „Á ráðherrafundi ESB í júlí sl. voru kynntar leiðir til að- gerða varðandi sókn Evrópu til upp- lýsingaþjóðfélags og í lok september sl. fengu þessar leiðir fullan stuðn- ing á öðrum ráðherrafundi,“ sagði R.F. de Bruine. Net samstarfsaðila í öllum löndum innan EES hefur Impact komið sér upp samstarfsaðil- um sem reka upplýsingastofur um kosti tölvuvæddrar upplýsingamiðl- unar á EES og vinna að því að vekja áhuga hagsmunaaðila á þeim tæki- Kaffi færum sem eru í boði. Samstarfsað- ili Impact á íslandi er Samstarfs- vettvangur íslenskra tölvu- og fjar- skiptanotenda, SÍTF. SÍTF hefur fengið nokkra frammámenn í ís- lenskum upplýsingaiðnaði, verka- lýðshreyfingunni, samtökum iðnað- arins og fjarskiptageiranum til þess að taka þátt í umræðum á eftir framsöguerindi R.F. de Bruine. For- maður SÍTF er Jón Þór Þórhallsson, forstjóri Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Avöxtunar- krafa hækkar VERÐBRÉFAFYRIRTÆKIN hækkuðu í gær ávöxtunarkröfu sína í húsbréf úr 5,55% í 5,65% og hefur þá krafan hækkað um 0,3 prósentustig á einni viku. Þetta þýðir að afföll af bréfunum við sölu hafa á skömmum tíma aukist úr um 6,71% í 9,33% að teknu til- liti til sölulauna. Eins og kom fram í Morgunblað- inu á laugardag hafa fjárfestar haldið að sér höndum í kaupum á húsbréfum undanfarið eða jafnvel selt bréf til að ávaxta fé sitt í skammtímabréfum. Á sama tíma hefur eftirspurn eftir bréfum verið dræm. Ekki er hins vegar reiknað með frekari hækkunum ávöxtun- arkröfunnar á næstunni. Kosningaskrifstofa taln erað Hafnarstrœti 7 Opið alla daga frá 10 til 10 St'mar: 24025-24079.240 65 S/yðfttw uitgcm mami með núkla reytislu Verðlækkun íLondon London. Reuter. VERÐ á kaffí hélt áfram að lækka í heiminum um helgina vegna frétta um rigningu í kjölfar þurrka í Bras- ilíu. Verðið fjórfaldaðist fyrri hluta árs í rúmlega 4,000 dollara tonnið, en hefur lækkað síðan rigningar hófust fyrir nokkrum vikum. Rigning er nauðsynleg uppskerunni 1995/96, sem dregið hefur úr vegna frosta. Spáð er rigningu nokkra daga í viðbót. Rigningin um helgina varð til þess að verðið í London lækkaði um rúmlega 100 doilara í 3,390 dollara tonnið, sem er 18% lægra verð en það hæsta, sem fengizt hefur á þessu ári, en það voru 4,140 dollarar tonnið 22. september. Kunnugir telja að verði geti lækk- að um'50 dollara í viðbót á næstu dögum, ef rigningin heldur áfram. I Brasiliu er því spáð að fram- leiðslan verði 15.7 milljónir 60 kílóa poka 1995/96 miðað við 26-30 millj- ónir ári áður. DCHjpHIN Heilsuverndarinn Aö bakl góðu fyrlrtœki er gott og hellbrlgt starfsfólk sem líður vel. í því fólkl liggur styrkur fyrirtœkisins. Það er því nauðsynlegt að starfsfólkið sltji rétt í góðum stól vlð vinnu sína. Til að tryggja vellíðan starfsfólkslns vlljum við benda ó Dauphin 2347 stólinn sem heilsuverndara. Dauphin 2347 skrifstofustólllnn er með samhœfðum stillingum fyrlr setu og bak og er búlnn öllum kostum sem góðan skrlfstofustól mó prýða. Auk þess hefur hönnuðunum teklst að samrœma fallegt útlit fróbœru notaglldl. Dauphin2347 býðst nú á aðeins kr. 39.873,-— Verö áöur kr.^Ö^Tíl I vJjN 1 60 % Varahluta-og viögerðaþjónusta. * FUA 1932 cnm H Ú SG ÖG N HALLARMÚLA 2, 108 REYKJAVÍK Tt 813509 og 813211 FAX. 689315.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.