Morgunblaðið - 18.10.1994, Page 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Grískir
sósíalistar
tapa
THEODOROS Pangalos, fyrr-
verandi Evrópumálaráðherra
grísku stjórnarinnar, beið
herfilegan ósigur í fyrri um-
ferð borgarstjórnarkosning-
anna í Aþenu á sunnudag og
þykir það mikið áfall fyrir
Andreas Papandreou for-
sætisráðherra og sósíalista-
flokkinn. Fékk Pangalos
32,5% atkvæða en frambjóð-
andi Nýja lýðræðisflokksins
44% og er honum spáð sigri
í seinni umferðinni.
Sósíalistum gekk vel í sveit-
arstjórnarkosningunum sums
staðar á landsbyggðinni þar
sem þeir voru í bandalagi við
aðra vinstriflokka en mjög illa
í Aþenu og Saloniki þar sem
næstum helmingur lands-
manna býr.
*
Arásarmenn
Mahfouz
handteknir
EGYPSKA lögreglan drap á
sunnudag heittrúaðan músl-
ima, sem sakaður var um að
hafa lagt á ráðin um árásina
á rithöfundinn Naguib Mahfo-
uz. Lögreglan handtók sjö
aðra, þar á meðal manninn
sem stakk Mahfouz með hnífi
á föstudag. Líðan rithöfundar-
ins er eftir atvikum góð. Hafa
heittrúaðir múslimar sett Ma-
hfouz á dauðalista sinn vegna
skrifa hans. Hann hlaut bók-
menntaverðlaun Nóbels árið
1988.
160 fórust
í ferjuslysi
ÓTTAST er, að meira en 160
manns hafi farist þegar feija
sökk fyrir utan strönd Bangla-
desh á sunnudag. Höfðu
björgunarmenn í gær fundið
lík 75 manna en af 216 um
borð tókst aðeins um 50 að
komast upp á ströndina. Var
fólkið að fylgja brúðguma til
brúðar sinnar, sem beið í landi^
og komst hann lífs af. I
Bangladesh láta árlega um
2.500 manns lífið í slysum af
þessu tagi, ýmist á sjó eða á
fljótunum.
Leiðtog-ar
ræði frið
ALAIN Juppé, utanríkisráð-
herra Frakklands, lagði til í
gær, að leiðtogar Serbíu, Kró-
atíu og Bosníu kæmu saman
til fundar til að ræða um frið.
Bosníu-Serbar yrðu híns veg-
ar sniðgengnir. Sagði Juppé,
að gagnkvæm viðurkenning
Króatíu og Serbíu væri lykill-
inn að friði á Balkanskaga.
Göng í notk-
un 14. nóv.
REGLULEGAR lestarferðir
um Ermarsundsgöngin milli
Lundúna, Brussel og Parísar
hefjast 14. nóvember nk.
Verður fargjaldið heldur lægra
en nú er í fluginu. Ferðimar
hef|'ast sex mánuðum eftir að
Elísabet Bretadrottning og
Francois Mitterrand Frakk-
landsforseti vígðu göngin.
Reuter
KIM Jong-il, sonur hins látna leiðtoga N-Kóreu, Kims Il-sungs, var á sunnudag viðstaddur minning-
arathöfn um föður sinn. Er það í fyrsta sinn, frá því 20. júlí, sem arftakinn sést opinberlega.
Sorgartímabilinu lokið í Norður-Kóreu
Staða Kims talin trverff
Seoul. Reuter. ^ ^
BÚIST er við að Kim Jong-il, sonur
„Leiðtogans mikla“ Kims Il-sungs,
verði settur í embætti leiðtoga
kommúnistaflokks Norður-Kóreu í
vikunni, að sögn suður-kóreskra
embættismanna. Einhver tími muni
hins vegar líða þar til Kim Jong-il
verði kosinn forseti landsins. Um
helgina lauk 100 daga sorgartíma-
bili vegna láts Kims Il-Sungs og
kom sonur hans fram opinberlega
á sunnudag, við minningarathöfn
um leiðtogann.
Embættismaður í sameiningar-
ráðuneyti Suður-Kóreu sagði að
stjórn kommúnistaflokksins n-kór-
eska ætti að komg saman í Pyongy-
ang, höfuðborg N-Kóreu, í vikunni,
þar sem hún ætti að velja nýjan
leiðtoga. Hann sagði hins vegar
ekkert benda til þess að þjóðþingið,
sem kýs forseta, kæmi saman á
næstunni.
Kim Il-sung lést 8. júlí sl. úr
hjartaáfalli. Frá því á áttunda ára-
tugnum hafði hann lagt allt kapp
á að sonur hans tæki við að honum
gengnum. Norður-kóreskir fjölmiðl-
ar hafa frá láti „Leiðtogans mikla“
sagt son hans vera arftaka hans.
Kim Jong-il hefur hins vegar ekki
sést opinberlega í nærri þrjá mán-
uði, frá 20. júlí sl., og ýtti það mjög
undir vangaveltur um að hann væri
ekki heill heilsu eða að hörð valda-
barátta færi fram á bak við tjöldin.
Á sunnudag var Kim Jong-il við-
staddur geysifjölmenna minningar-
athöfn um föður sinn. Við hlið hans
stóðu O Jin-u varnarmálaráðherra
og Kang Song-san, forsætisráð-
herra, annar og þriðji valdamesti
maður landsins. Segja suður-kór-
eskir stjórnmálaskýrendur það bera
vott um að staða Kims Jong-ils sé
nú trygg.
Viðskiptabann á írak
Deilt á
Banda-
ríkin
Bagdad, SÞ, Kúveit. Reuter.
ANDREJ Kozyrev, utanríkisráð-
herra Rússlands, ávarpaði öryggis-
ráð Sameinuðu þjóðanna í gær og
sagði að samtökin yrðu að vera
reiðubúin að aflétta olíusölubanni á
írak innan sex mánaða ef stjórn
Saddams Husseins í Bagdad léti
undan öllum kröfum SÞ um að
. hætt verði framleiðslu gereyðingar-
vopna. Bandaríkjastjórn vill á hinn
bóginn ekki aflétta banninu fyrr en
íraka uppfylla öll skilyrði SÞ, þ. á
m. að viðurkennd verði landamæri
Kúveits.
Auk Rússa hafa Frakkar lýst
yfir andstöðu við túlkun Banda-
ríkjamanna á skilmálum sem írakar
þurfi að uppfylla en öryggisráðið
sagði fyrir helgina að írakar ættu
að draga heri sína frá landamærun-
um að Kúveit. Alain Juppé, utanrík-
isráðherra Frakklands, sagði í gær
að með þessu hefði ekki verið sam-
þykkt að Bandaríkjamenn mættu
beita valdi ef írakar fjarlægðu ekki
allan herinn.
Öryggisráðið samþykkti fyrir
helgi að viðurkenningin á Kúveit
yrði að vera í fullu samræmi við
venjulegar stjórnarfarsreglur, þ. e.
að ekki dygði að talsmenn stjórnar-
innar í Bagdad gæfu út yfirlýsingar
um málið. Málgagn stjórnar Sadd-
ams, a 1-Jumhouríya, sagði á forsíðu
að í yfirlýsingu öiyggisráðsins væri
ýmislegt jákvætt að finna.
Útkoma ævisögu Karls prins veldur uppnámi í Bretlandi
Kveðst aldrei hafa verið
ástfanginn af Díönu
London. Daily Telegraph. Reuter.
Reuter
KARL Bretaprins og Díana prinsessa í
veislu I Windsorkastala 1992.
KARL prins var aldrei ástfanginn
af Díönu prinsessu og var neyddur
í ástlaust hjónaband af ráðríkum
föður, að því er fram kemur í ævi-
sögu ríkisarfans sem samin var í
samvinnu við hann sjálfan. Útgáfa
bókarinnar núna þykir óheppileg þar
sem hana ber upp á sama tíma og
Elísabet drottning heldur j sögulega
heimsókn til Rússlands. Ýmsir telja
að bókin og lýsing hennar á erfiðleik-
um innan fjölskyldu drottningar sé
mesta ógnun við krúnuna frá því
Játvarður áttundi sagði af sér kon-
ungdómi 1936.
Filippus prins, hertogi af Edin-
borg og faðir Karls prins, stökk til
varnar konungdæminu í gær í sam-
tali við The Daily Telegraph. Reyndi
hann að gera lítið úr því uppnámi
sem ævisagan hefur valdið og hafn-
aði kenningunni um að drottningar-
fjölskyldan gerði nú örvæntingar-
fulla tilraun til þess að bjarga kon-
ungdæmir.u. Sagði hann að kostir
þess myndu fleyta konungsfjölskyld-
unni yfir þá erfíðleika sem hún gengi
nú í gegnum.
Karl prins þykir óvenju hreinskil-
inn og opinskár í frásögn sinni í
bókinni. Þar jafnar hann dauða-
dæmdu sambandi sínu og ævintýra-
prinsessunnar við grískan harmleik.
„Ég gat aldrei ímyndað mér að svona
færi. Hvernig gat ég farið svo illa
að ráði mínu?“ spyr hann sig.
Ástarsnauðu hjónabandi þeirra er
lýst í bókinni sem látbragðsleik af
hálfu Díönu. Látið er að því liggja
að hún hafi staðið í þeirri trú að
hann hefði ekki rofið samband við
gamla vinkonu,
Camilla Parker-
Bowles, eftir brúð-
kaup þeirra og hafí
afbrýðissemi Díönu
í hennar garð jafn-
ast við þráhyggju.
Þá er sagt að hún
hafi jafnan flett
blöðum á degi hveij-
um í leit að myndum
af sér og að svo
hafi virst sem hún
hefði af því áhyggj-
ur að Falklandseyja-
stríð Breta og Árg-
entínumanna myndi
verða til þess að
draga athygiina frá
henni. Miklar geðsveiflur hafi ein-
kennt alla framgöngu prinsessunnar
og undir það hafi Karl engan veginn
verið búinn.
Fillppus kaldlyndur og
drottnunargjarn
Karl dregur ekkert undan þegar
hann lýsir Filippusi prins sem ráðrík-
um og drottnunargjörnum föður.
Hann hafí sett sér úrslitakosti, að
biðja Díönu ellegar binda enda á
samband þeirra. í bréfum til vina
sinna sagði Karl að á þeirri stundu
hefði sér þótt Díana indæl, hann
hefði þó ekki verið ástfanginn af
henni þó svo hann gæti vel ímyndað
sér að svo gæti orðið síðar. Fram
kemur að áður hafði Filippus neytt
Karl til að slíta sambandi við aðrar
stúlkur.
í ævisögunni kemur fram að að
Karl hafi oftlega fellt tár í æsku
sökum þess að faðir hans hafi niður-
lægt hann að öðrum ásjáandi. Segir
og í bókinni að samband þeirra feðg-
anna hafi versnað eftir því sem
Karl varð eldri, hann hafi ævinlega
fundið til sektarkenndar gagnvart
fjölskyldu sinni fyrir það eitt að vera
frekar hneigður til bóklesturs en
reiðmennsku.
Karl og Díana voru gefin saman
með pomp og prakt 1981 en fljót-
lega komu brestir í ljós. Árið 1986
skrifaði hann til vinar: „Nú orðið
líður mér oft eins og ég sé í búri,
stika fram og aftur um það og þrái
að öðlast frelsi. Við eigum ekki sam-
an og það er skelfilegt og mann-
skemmandi fyrir leikarana í þessum
harmleik.“
Útkoma bókarinnar hefur orðið
til þess að ýta undir kröfur um að
Karl og Díana skilji að lögum. Óljóst
er hvernig bókin á eftir að reynast
Karli og jafnvel er talið að opinská
frásögn hans geti komið honum í
koll. Þannig sagði í ritstjórnargrein
blaðsins People að ævisagan væri
lengsta valdaafsalsbréf sögunnar.
Meirihluta Breta fínnst að Karl
prins hefði ekki átt að leysa frá
skjóðunni með þeim hætti sem hann
gerir í ævisögunni, samkvæmt nið-
urstöðum skoðanakönnunar. For-
ystumenn þingmanna Ihaldsflokks-
ins hvöttu hann til þess að hætta
áróðursstríði sínu við Díönu um það
hvort þeirra bæri ábyrgð á því hvern-
ig hjónabandi þeirra hefði farið í
hundana.
Hurd gagnrýnir fjölmiðla
Douglas Hurd utanríkisráðherra
veittist að léttmetisblöðunum og
sagðist hafa áhyggjur af því hvernig
samkeppni þeirra um að birta sem
stærstar fyrirsagnir græfi undan
stofnunum landsins. Helsti stjórn-
lagafræðingur Breta, St. John Faws-
ley lávarður, varði prinsinn og sagði
hann afar alvörugefínn mann sem
myndi taka væntanlegt konungs-
hlutverk sitt alvarlega.
Skáldsagnahöfundurinn Barbara
Cartland, stjúpamma Díönu, var á
annarri skoðun; sagði að Karli hefðu
orðið á skelfileg mistök með bók-
inni. Sagði hún að hann hefði mátt
hlífa sonum þeirra, prinsunum Vil-
hjálmi og Hinriki. „Imyndið ykkur
hvernig þeim líður við að lesa að
foreldrar þeirra hafi ekki elskað
hvort annað. Þetta er kvikindislegt
af honum,“ sagði Cartland.
i
I
I
>
i
i
i