Morgunblaðið - 18.10.1994, Síða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Harkalegt
einvígi
LEIKLIST
Frjálsi lcikhópurinn
í Tjarnarbíói
SANNUR VESTRI
Höfundur: Sam Shepard. Þýðing
og leikstjórn, leikmynd og búning-
ar: Halldór E. Laxness. Lýsing:
Sveinn Benediktsson. Hljóð: Stein-
grímur Arnason. 15. október.
OG BRÆÐUR munu berjast eru
váleg tíðindi, sem löngum hafa fylgt
bókmenntum norrænna slóða og
eru órjúfanlega tengd hugmyndum
okkar um víkinga. En eðli mannsins
er alls staðar eins, á öllum, tímum.
Hinn sanni bandaríski vestri verður
endurómur af sönnum víkingasög-
um: Hetjurnar snúast upp í and-
hverfu sína þegar grannt er skoð-
að. Hver er sjálfum sér næstur og
þegar hagsmunir bræðra skarast
er stutt í baráttu upp á líf og dauða.
í Sönnum vestra eru það bræð-
umir Lee og Austin sem gera upp
sakimar. Og sakimar snúast um
hlutverkin í fjölskyldunni. Austin
er fjölskylduhetjan og í hverri fjöl-
skyldu er aðeins pláss fyrir eina
hetju. Lee hefur fyrir löngu gefist
upp við að reyna að keppa við hann.
Hann hefur valið sér aðra leið -
leið utangarðsmannsins. Hann hef-
ur tekið það hlutverk eftir að
drykkjuboltinn og fjárhættuspilar-
inn, faðir þeirra, lét sig hverfa út
í eyðimörkina á meðan Austin hefur
fetað sig áfram sem handritshöf-
undur í Hollywood. Mitt á milli
þeirra býr móðirin og það er á heim-
ili hennar sem leikurinn á sér stað.
Sú gamla hefur brugðið sér í frí
til Alaska og Austin dvelur í húsi
hennar til að vökva blómin og passa
heimilið á meðan hann ætlar að
sitja við skriftir. Hann er að Ijúka
uppkasti að kvikmynd og ganga frá
samningi um hana. Lee mætir sam-
stundis á svæðið og ögrar hug-
myndum og gildismati bróður síns.
Leikurinn er frá upphafi ójafn,
því Lee þekkir þann sameiginlega
heim sem þeir bræðumir eiga —
og sinn eigin sem Austin hefur
enga hugmynd um, aðeins yfirlætis-
lega fordóma. Staða Lees í leiknum
er því mun sterkari. Hann hefur
heldur engu að tapa og þegar kvik-
myndaframleiðandinn, Saul, mætir
á svæðið til að ganga frá samningi
við Austin, teflir Lee svo djarft að
hann hrifsar fjölskylduhlutverkið
af Austin þótt ekki sé ljóst hvort
hann veldur því. Um tíma sér Aust-
in enga aðra leið út úr leiknum en
að taka þá við hlutverki Lees. En
þegar móðir þeirra mætir á svæðið
áttar hann sig á því um hvað málið
snýst. Þá fyrst hefst barátta upp á
líf og dauða.
Sannur vestri er óhemju vel skrif-
að verk; í mínum huga besta verk
Sam Shepards og í sýningu Frjálsa
Ieikhópsins er ekkert gefið eftir.
Það eru þeir Valdimar Örn Flygen-
ring og Magnús Ragnarsson sem
fara með hlutverk bræðranna Lees
og Austins og samleikur þeirra er
með ólíkindum góður.
Valdimar Öm leikur hinn ófyrirle-
itna Lee sem þjórar stanslaust á
meðan hann grefur undan gildis-
mati og öryggi bróður síns. I stað
þess að huga að því á hvaða leið
hann er sjálfur er hann haldinn ein-
hverri „ áhyggj u -þráhyggj u, “ vegna
föður þeirra, sem ruddi sjálfseyðing-
arslóðina fyrir Lee. Leikur Valdi-
mars Amar er óhugnanlega góður
og verð ég að segja að aldrei, hvorki
fyrr né síðar, hef ég séð hann sýna
á eins ótvíræðan hátt hvað í honum
býr sem Ieikari. Lee er svo ógeðfelld-
ur í meðforum Valdimars að mann
langar mest að losna við hann af
sviðinu og viðbrögð Austins verða
mjög skiljanleg. Valdimar gengur
alla leið í að gera Lee að hreinni
martröð um leið og hann kemur því
mjög vel til skila að Lee átti ekki
val um annað hlutverk. Aðdáun hans
og hatur á Austin er augljóst um
Ieið og blóðið rennur honum til skyld-
unnar. í rauninni er trúnaður hans
við Austin og fjölskylduna mun
meiri heldur en trúnaður Austins til
hans og þessarar sömu fjölskyldu
þótt annað kunni að virðast.
FO\l\ K'i N\IR \\JL \ILFISK GM-RN KSLGL R\AR
MUNURINN LIGGURI LOFTINU!
Nilfisk hefur hreinna útblástursloft en nokkur önnur
heimilisryksuga. Nýr síunarbúnaður, svonefnd HEPA sía, er
svo fullkomin, að 99,95% rykagna, jafnvel þótt þær séu
smærri en 1/10.000 úr millimetra, verða eftir í ryksugunni.
araábyrgð
GM200 NILFISK GM200E
NILl
28.490,- stgr. 23.740,- stgr. 19.990,- stgr.
3 litir og 3 útfærslur: Sameiginlegt er 1200W mótor, inndregin snúra,
innbyggð sogstykkjageymsla og aflaukandi kónísk slanga. GM200 og
GM210 hafa rykmæli og stillanlega rörlengd. GM210 að auki 2ja hraða
mótor, FIEPA-síu og TURBO-teppasogstykki með snúningsbursta.
HEPA-sía og TURBO-sogstykki fást aukalega með GM200 og GM200E.
NILFISK /rQniX
OMENGUÐ GÆÐI hátúni6a reykjavík SÍMI (91)24420
LISTIR
VALDIMAR Örn Flygenring og Magnús Ragnarsson í listrænu
einvígi í hlutverkum Lees og Austins.
Austin er til í ryðja öllu úr vegi,
sem hindrað getur frama hans, öllu
sem hjálpar honum til að viðhalda
afneitun sinni á að eitthvað sé að
í lífi hans; eitthvað sé að þvf að
vera svo tilfínningalaus gagnvart
sinni eigin fjöiskyldu.
Það lítur allt svo vel út hjá hon-
um. En blekkingarhjúpur hans er
eins þunnur og stökkur og eggja-
skum. Hégómi hans og afneitun
eru of bernsk til að hann standi af
sér þau átök sem hann á í vændum.
Þessu skilar Magnús Ragnarsson
geysilega vel, þótt vissulega sé hlut-
verk Austins ekki nándar nærri eins
spennandi og hlutverk Lees. En
þegar átökin miili bræðranna
magnast verður raunverulegt list-
rænt einvígi milli þeirra Valdimars
og Magnúsar og skilaði það frá-
bærri sýningu.
Harald G. Haralds leikur kvik-
myndaframleiðandan Saul og var
einhvern veginn eins og út úr kú.
Það vantaði alla einlægni í leikinn
og hann náði ekki að gera sam-
skipti sín við bræðurna trúverðug.
Guðrún Þ. Stephensen er svo f
örsmáu hlutverki móður Lees og
Austins en nógu stóru til að sýna
fram á hversu sjúk fjölskyldan er.
Þegar hún kemur heim hefur heim-
ili hennar verið lagt í rúst og það
er ljóst að líf Austins, hetjunnar
hennar, er ekki eins pottþétt og hún
hefur haldið. Það gengur of langt
fram af henni til að hún ráði við
viðbrögðin, svo hún sveiflar sér yfír
í afneitun á því sem er að gerast.
Þegar bræðumir gefa henni það
ekki eftir, getur hún aðeins yfírgef-
ið aðstæður og vonast til að þær
hverfí af sjálfu sér.
Þýðing Halldórs E. Laxness er
mjög góð og hönnun hans á leik-
mynd og búningum prýðileg. Þó er
það leikstjórn hans sem sýningin
veltur á og er óhætt að segja að
hún sé aldeilis frábær. Hann fylgir
hér eftir fyrri sýningu sinni, „Stand-
andi pínu“ sem sýnd var í Tjarnar-
bíói í fyrra og setur aftur upp reglu-
lega bragðmikla og krassandi sýn-
ingu, þar sem hvert smáatriði úr
djúpi textans er dregið upp og
málað skýmm litum. Hann nær
einnig því besta út úr þeim tveimur
leikurum sem bera sýninguna uppi.
Halldór sýnir hér að hann hefur
afar næman skilning á því mann-
lega eðli sem við felum öll kyrfilega
í undirdjúpum sálarlífsins og hann
kann svo sannarlega að segja frá
því með þeim aðferðum sem leik-
húsið hefur yfir að ráða.
Súsanna Svavarsdóttir
Islensk flautu-
verk í Kópavogi
SPIL eftir Karólínu Eiríksdóttur
verður frumflutt hérlendis á tón-
leikum í Listasafni Kópavogs,
Gerðarsafni, í kvöld. Flautuleikar-
amir Martiai Nardeau og Guðrún
Birgisdóttir flytja þar verk fjög-
urra íslenskra tónskálda sem
tengjast Kópavogi með einum eða
öðrum hætti. Að hiuta eru verkin
þau sömu og Martial lék inn á
geisladisk Tónverkamiðstöðvar-
innar í fyrra, en efnisskránni svip-
ar til tónleika Guðrúnar og Mart-
ials í París nýverið. Tónleikamir
hefjast klukkan 20.30.
Ólík blæbrigði
Verk Karólínu er í þremur þátt-
um og eini dúettinn á tónleikunum.
í því heyrast ólík blæbrigði flaut-
unnar og í tónmáli hennar felast
margs konar tilfínningar; ein-
manaleiki, depurð, gáski og hú-
mor.
Mist Þorkelsdóttir samdi Rún
fyrir einleiksflautu 1988 og Guð-
rún frumflutti verkið í Osló sama
ár. Með Rún fagnaði Mist fæðingu
fyrsta barns Guðrúnar. Tveimur
ámm seinna þegar Þorkell litli,
kallaður Hnokki, fæddist samdi
hún Við stokkinn fyrir Martial.
Verkið Berging var lokaverk-
Martial Guðrún
Nardeau Birgisdóttir
efni Atla Ingólfssonar frá Tónlist-
arskólanum í Reykjavík 1981.
Martial fmmflutti það sama ár.
Berging hefur haldið krafti sínum
og frumleika æskumannsins.
Kalais eftir Þorkei Sigurbjörns-
son er eitt af öndvegisverkum ís-
lenskra flaututónverka. Það fjallar
um son Boreasar, norðanvindsins
í grísku goðafræðinni. Eftir að
hafa heyrt Kalais í París nýlega
ákvað aðalkennari tónlistarháskól-
ans í Versölum að gera verkið að
skyulduverkefni á lokaprófi skól-
ans í vor.
Kópávogskaupstaður og Musica
Nova styrkja tónleikana. Þeir
verða um klukkustundar langir og
aðgangur er ókeypis.
Dagskrá
Unglistar
í dag
DAGSKRÁ Unglistar 94, í dag
þriðjudag er eftirfarandi:
Kl. 15-21 myndlistarsýning
í Gallerí Hressó Austurstræti.
Kl. 15-21 myndlistarsýning
í Gallerí Blindflug við Lækjar-
götu.
Kl. 12-17 ljósmyndasýning
Unglistar í Háskólabíó, opin
almenningi. Ath. að fá kl. 17
er sýningin aðeins opin bíó-
gestum.
Kl. 16-19 Rokktextasmiðj-
an í Hinu húsinu.
Kl. 20-23 stelpurokksmiðj-
an í Hinu húsinu.
Kl. 20.30 ljóðskáld og
trúbadorar á Sólon Islandus.
Stefnumót
trúar og listar
framlengd
ÁKVEÐIÐ hefur verið að
framlengja sýninguna
„Stefnumót trúar og listar“ í
Portinu um eina viku.
Sýningin er afrakstur sam-
vinnu kirkju og listamanna, í
tengslum við ársfund Kjalar-
nesprófastsdæmis yndir yfír-
skriftinni „Stefnumót trúar og
listar", „altari/altaristafla“.
Þar sýna 27 listamenn 30 verk
sem unnin hafa verið sérstak-
lega af þessu tilefni og kennir
þar margra grasa. Sýningin
stendur tii 22. október.
Ný tímarit
■ ÞRÍTUGASTI og annar ár-
gangur Sögu, tímarits Sögu-
félags er kominn út. Að þessu
sinni varða flestar ritgerðimar
sögu fyrri alda. Þeir Gunnar
Karlsson og Heigi Skúli Kjart-
ansson rita ítarlega grein um
mannfall í plágum frmmtándu
aldar. Hermann Pálsson ritar í
þennan árgang Sögu grein um
uppruna Grettissögu. Af svip-
uðum toga er ritgerð Sigurjóns
Páls ísakssonar um Möðru-
vallabók. Guðmundur Jónsson
gerir í stuttri grein tilraun til
að endurskoða mannfjöldatölur
átjándu aldar. Ungur sagn-
fræðingur, Kristján Sveinsson,
kveður sér í fyrsta sinni hljóðs
á síðum Sögu. Hann birtir hér
ritgerð um viðhorf íslendinga
til Grænlands og Grænlendinga
frá átjándu öld og fram á þessa.
Á afmæli íslenska lýðveldis-
ins er við hæfí að hirta þýðingu
Bergsteins Jónssonar á ritgerð
eftir bandarískan fræðimann
um munnlega greymd á ís-
lenskri sögu í íslendingabyggð-
um bestan hafs. Ritgerð Ger-
alds Anderssons byggir á við-
tölum við fólk af íslenskum
uppruna. Loks skal getið stuttr-
ar greinar Veturliða Óskarsson-
ar um skírnarfont eftir Bertel
Thorvaldsen, sem varðveittur
er í kirkju í Rómarborg. Fontur
þessi er sömu gerðar og sá er
prýðir Dómkirkjuna í Reykja-
vík.
í ár flytur Saga eins og
endranær fjölda ritdóma um
nýleg sagnfræðiverk. Að þessu '
sinni íjalla 15 höfundar um 16
bækur.
Ritstjórar Sögu er Gísli Ágúst
Gunnlaugsson og Sigurður
Ragnarsson. Ritið fæst í af-
greiðslu Sögufélags, Fischer-
sundi 3, Reykjavík.