Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 18.10.1994, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Eftirminnileg frumraun Morgunblaðið/Kristinn MAUSVERJAR, Páll Ragnar Pálsson gítarleikari, Daniel Þor- steinsson trommuleikari, Róbert Gíslason bassaleikari og Birgir Orn Steinarsson gítarleikari og söngvari. HUÓMPLÖTUR Nýbylgjurokk ALLAR KENNINGAR HEIMSINS ... OG ÖGN MEIRA Fyi-sta breiðskífa hljómsveitarinnar Maus, Aliar kenningar heimsins... og ögn meira, sem Smekkleysa gefur út. Mausverjar eru Birgir Om Stein- arsson gítarleikari og söngvari, Páll Ragnar Pálsson gítarleikari, Róbert Gíslason bassaleikari og Daniel Þor- steinsson trommuleikari. Japís dreif- ir. 48,33 mín. 1.999 kr. ROKKSVEITIN Maus sigraði örugglega í Músíktilraunum Tóna- bæjar snemma á árinu og liðsmenn hennar voru einnig verðlaunaðir fyrir hljóðfæraleik, trommuleikar- inn Daníel valinn besti trommuleik- ari tilraunanna og Birgir Öm besti gítarleikarinn. Meðal sigurlauna í Músíktilraununum eru hljóðvers- tímar, sem hafa væntanlega nýst Mausveijum vel við að taka upp þá breiðskífu sem hér er gerð að umtalsefni. Það er athygli vert að á meðan fjölmargar hljómsveitir taka upp enskan söng í von um heimsfrægð- ina hafa hljómsveitir sem teljast til neðanjarðartónlistar eða ný- bylgju flestar snúið sér að íslensk- um textum; orðið íslenskari, þó tónlistin dragi oft dám af því sem er á seyði erlendis, enda er það að vera þjóðlegur forsenda þess að hafa alþjóðlega skírskotun. Mausveijar lögðu enska texta á hiiluna fyrir margt löngu og tóku upp íslenska og oft bráðvel gerða texta sem falla vel að tónlistinni; gera sveitina enn frumlegri og skemmtilegri. Mausrokk er kraftmikið og byggist mikið á sérstökum hvellum gítarhljóm, mikilli trommukeyrslu og þettum bassagrunni. Lögin sem hljómsveitin lék á Músíktilraunum voru nokkuð áþekk, en á tónleikum síðar mátti heyra að meira var í Maus spunnið og öll fyrirheit ræt- ast frábærlega á fyrstu breiðskífu sveitarinnar. Fyrsta lagið, Ósnort- inn, sem byijar einkennilega, byggist á fjölbreyttum rytma- grunni og brotnum gítarhljómum, en er stefnulaust á köflum, annað lagið, Sár, er öllu markvissara og með sérdeilis skemmtilegum sprettum á gítara og góðum kafla- skiptingum. Þriðja lagið, Ljósrof, er svo hápunktur plötunnar; frá- bært lag sem sýnir á sér nýjar hliðar við hveija hlustun. Næsta lag á eftir, Líkþrá, er svo skemmti- legt pönk og þannig vindur plöt- unni fram með grúa stílbrigða og ferskra hugmynda, sem gera plöt- una að einni eftirminnilegustu frumraun síðustu ára og einni af bestu plötum ársins. Árni Matthíasson Unglist 94 Ljóðakvöld á Sólon UNGLIST 94, listahátíð ungs fólks, hófst á laugardag með setningu í Ráðhúsinu, en hátíðin stendur til næstkomandi sunnudags. Skálda og trúbadorakvöld í kvöld hefst kl. 20.30. Þar munu ungskáld lesa eigin ljóð og sögur og trúbador- ar flytja frumsamin lög. Skæruleikhúsið undir stjórn Rún- ars Guðbrandssonar mun koma fram í fyrsta sinn en Skæruleikhúsið er afsprengi leiksmiðju Unglistar og mun það troða upp vítt og breitt um bæinn á meðan á Unglist stendur. Myndlistarsýningarnar á mynd- verkum ungs fólks eru í sýningarsöl- um sem starfa einungis á meðan á Unglist stendur. í gamla Hressing- arskálanum opnaði Gallerí Hressó og í fyrrum söluskrifstofu Flugleiða við Lækjargötu Gallerí Blindflug. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 15-21 til 23. október. Þá var einnig opnuð ljósmynda- sýning í Háskólabíói. Þar eru m.a. sýndar verðlaunamyndir úr ljós- myndamaraþoni Unglistar. Sýning in verður opin kl. 12-17 fyrir al- menning, en frá kl. 17 fyrir bíógesti eingöngu. Sýningunni lýkur 23. október. Ferskleiki ástarinnar ATRIÐI úr frönsku gamanmyndinni „Fanfan“. KYIKMYNPIR Frönsk kvikmynda- hátíð Iláskólabíó „Fanfan“ Leikstjóri: Alexandre Jardin. Að- alhlutverk: Sophie Marceau og Vincent Perez. Enskur texti. Gaumont. 1993. Frakkar hafa svosem eins og alkunna er skoðað ástina frá öllum mögulegum og ómöguleg- um sjónarhomum ekki síst í bíómyndum. Sjónarhomið sem gamanmyndin „Fanfan“, opn- unarmynd frönsku kvikmynda- hátíðarinnar í Háskólabíói, velur sér er af ungum manni sem telur sig ekki getað elskað af neinni alvöm nema utan hjóna- bands og það sem dularfyllra er, án líkamlegrar snertingar. Hann er á því að um leið og hversdagsleiki hjónabandsins og fjölskyldulífsins tekur við kulni ástin og verði að ástríðu- lausu samlífi slíku sem hann sér alistaðar í kringum sig. Þess vegna sé hinn eini og sanni tími - ástarinnar tilhugalífíð og það ræktar hann af alúð með ungri og fallegri stúlku, sem hann heillar uppúr skónum með ýmsum rómantískum ráðagerðum á meðan verð- andi eiginkona hans, sem hann að öllu jöfnu ætti að njóta alls þess er hann hefur uppá að bjóða, situr ein heima í kyn- svelti. Maðurinn er auðvitað eins ómerkilegur og hægt er að hugsa sér og kallar á litla samúð í raunum sínum en sjónarhornið er forvitnilegt og tilfinningaspilið sem úr verður bæði gráglettið og sorglegt í meðförum leikstjór- ans Alexandre Jardin, sem bygg- ir þessa fyrstu mynd sína á sam- nefndri skáldsögu sinni. Það er ekki nóg með að ungi maðurinn niðurlægi verðandi eiginkonu sína heldur gerir hann það sama við hina stúlkuna því hann stend- ur á því fastar en fótunum að um leið og hann kyssi hana hverfi töfrar ástarinnar. Hennar sé aðeins hægt að njóta í pass- legri fjarlægð. Sjálfsagt þyrfti maður að vera Frakki til að sjá einhveija rökhugsun í þessu en hver svo- sem segir að ástin sé alltaf skynsamleg. Myndin er ágæt- lega leikin af tveimur upprenn- andi leikurum af yngri kynslóð- inni í Frakklandi, sérstaklega er Sophie Marceau skemmtileg í hlutverki „hinnar“ konunnar, sem reynir örvæntingarfull að skilja unga manninn og grípur sjálf til bragða gegn honum. Lítill byijendabragur er á leik- stjórn Jardin, sem fjallar á þennan sérkennilega hátt um hræðslu ungra Frakka við skuldbindingu hjónalífsins og kemst að því að það kostar heil- miklar fórnir og reyndar alltof miklar að viðhalda ferskleika ástarinnar. Arnaldur Indriðason SUZUKI SWIFT GLSi SUZUKI BÍLAfí HF SKEIFUNNI 17 SlMI 68 51 00 Franskt fj ölskyldudrama KVIKMYNPIR Frönsk kvikmynda- hátíð Iláskólabíó „Ma saison preferée Leikstjóri: André Téchiné. Aðalhlut- verk: Catherine Deneuve og Daniel Auteuil. Enskur texti. Almf. 1993. Catherine Deneuve er sú leik- kona frönsk sem þekktust er hér á íslandi og vex með hveiju verki. Eftirminnilegust hin síðari ár er hún úr „Indochine“ og hún er aðalástæðan til að sjá þessa nýjustu mynd André Téchiné með henni, „Ma saison preferée“, sem gæti þýtt eitthvað eins og Uppáhalds árstíðin mín. í henni leikur hún miðaldra konu sem komið hefur sér vel fyrir í lífinu, á fjöl- skyldu, er menntuð sem lögfræðingur og vinnur á stofu með manninum sínum en þrátt fyrir lífsins gæði finnur hún ekki ham- ingju með fyölskyldu hröðum og oft átakamiklum sam- tölum, sem stundum virka eins og spuni. Þung áhersla er lögð á per- sónusköpun með djúpköfun í sálar- líf persónanna og innbyrðis tengsl þeirra þar sem skilningsleysi, ást- leysi, ofdýrkun eða fyrirlitning ræður ríkjum. Myndatakan er yfir það heila svo lokuð að um leið og hún opnast og meira sést af bak- grunni og umhverfi andar maður léttar. Myndin er rúmir tveir tímar að lengd og reynir talsvert á þolin- mæði áhorfandans því þetta er DENEUVE og Auteuil í myndinni „Ma saison preferée". sinni sem hún fjarlægist stöðugt og nær engu sambandi við aldraða móður sína sem flutt er heim til hennar. Átakasamast er þó sam- band hennar við bróður sinn, sem dýrkar eldri systur sína en er ekki fær um að axla ábyrgð á lífínu. Myndin er flokkuð sem gaman- drama í prógramminu en lítið fer fyrir gamninu. Téchiné gerir hana í anda Eric Rohmers að því leyti að. hér er talað út í eitt. Hann vill eins og Rohmer orðaði það „sýna hvað býr í huga persónanna frekar en gerðir þeirra" svo frásagnarst- íll myndarinnar byggist mjög á nærmyndum af talandi hausum í Sjábu hlutina í víbara samhcngi! - kjarni málsins! saga sem má segja á skemmri tíma. Hún er fjölskyldudrama þar sem hvert uppgjörið rekur annað en í miðpunkti er samband systk- inanna. Daniel Auteuil leikur bróð- urinn af miklum krafti en Deneuve er stjarna myndarinnar og lýsir feikivel miðaldra konu á tímamót- um sem finnur sig fjarlægjast fjöl- skylduna og veit í raun ekki hvern- ig hún á að finna fótfestu aftur. Kynþokki hennar er magnaður sem fyrr en er misnotaður á furðu- legan hátt í atriði af skyndikynn- um hennar við ungan mann á garðbekk undir berum himni. Það er innskot sem gengur fullkomlega í berhögg við allt sem á undan er gengið og fylgir á eftir. Sjálfsagt eru gerðar betri mynd- ir í Frakklandi í dag en þessi. Hún er ágæt sem sendiráðsmynd á þjóðlegri hátíð og betri sendiherra en Deneuve er ekki hægt að hugsa sér. Arnaldur Indriðason « 4 4 i i i i ■] i < i (
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.