Morgunblaðið - 18.10.1994, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. OKTÓBER 1994 27
AÐSENDAR GREINAR
Siðbótarherferð fjölmiðla
á hendur Alþýðuflokknum
Vonandi fá aðrir stj órnmálaflokkar sömu meðferð
ÞEIRRI stefnu fjölmiðla á íslandi
að grafa upp vafasamar embættis-
færslur stjórnmálamanna að und-
anfomu ber að fagna. Það var mik-
ið að blaðamenn fóru að upplýsa
almenning um hversu langt sumir
stjórnmálamenn ganga í að sóa fé
almennings og í hvað þeir sóa pen-
ingunum. Rétt er einnig að fylgjast
vel og vandlega með öllu einkalífi
stjómmálamanna og komast að því
hvort þeir veiji óeðlilega miklum
tíma með fjölskyldunni þegar þeir
eiga að vera að gæta hags okkar
kjósenda.
Blaða- og fréttamenn hafa að
undanförnu lagt sig í líma við að
grafa upp hvert eitt og einasta, að
segja má, embættisverk Guðmund-
ar Árna Stefánssonar félagsmála-
ráðherra. Guðmundur er vondur
maður. Það má glöggt lesa út úr
því sem að sumir fjölmiðlamenn
vilja láta okkur trúa. Ekki bara
vondur, heldur vondur krati. Þeir
fjölmiðlar sem hvað harðast hafa
gengið fram í árásum á félagsmála-
ráðherra eru Pressan, Stöð 2 og
Dagblaðið. Ég segi árásir því að
hvað annað er það þegar dregnar
eru upp jafn fáránleg dæmi og ráðn-
ing gangavarðar í Hvaleyrarskóla
í Hafnarfirði og það að hafa dirfst
að fara með litlu drengina sína á
handboltaleik í staðinn fyrir að
mæta á fund með hagsmunaaðilum
í deilunni um leikskóla sjúkrahús-
anna?
Ráðning gangavarðarins var alls
ekki á könnu Guðmundar Áma,
eins og Magnús Baldursson skóla-
fulltrúi segir í yfirlýsingu dagsettri
22. september.
Einhver lítt greindur blaðamaður
hefur sér til mikillar ánægju komist
að því að þessi tiltekni gangavörður
var tengdur Guðmundi og því var
það gefið mál að hann hefði með
pólítískum þrýstingi fengið það
fram að hann fengi starfið. Það var
ekki kannað að þessi maður var
búin að starfa þarna lausráðinn um
nokkurn tíma. Að gagnrýna það að
fara með drengina sína á handbolta-
leik er svo fáránleg umræða að
engu tali tekur. Þessum áðurnefndu
fjölmiðlum fannst ekki taka að
minnast á það að Guðmundur Árni
fór á fjölmarga fundi með þessu
fólki, fyrir og eftir umræddan hand-
boltaleik, og málið fékk farsæla
niðurstöðu. Nei, það er aukaatriði.
Guðmundur Árni hélt svo blaða-
mannafund á dögunum þar sem
hann fór yfir þau mál sem fjöimiðl-
ar hafa verið að grafa upp um hann
og hans störf, bæði sem bæjarstjóri
í Hafnarfirði og síðar sem heilbrigð-
isráðherra.
Sú fjölmiðlaumræða sem hefur
verið í kringum Guðmund Árna að
undanförnu, er örugglega einstök í
íslensku samfélagi. Margir verða
n o í
Friðrik K.
Jónsson
eflaust til að mótmæla
þessari fullyrðingu og
benda sjálfsagt á mál
Hrafns Gunnlaugsson-
ar því til staðfestingar
og það fjölmiðlafár sem
því fylgdi. Þar voru
þeir bornir þungum
sökum, Davíð Oddsson
forsætisráðherra og
Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra.
Það mál var borðleggj-
andi fyrir pólítíska
greiðasemi og mikla
valdníðslu af hálfu ráð-
herra á útvarpsstjóra,
séra Heimi Steinssyni.
Þegar Davíð Odds-
son fór í það að tryggja æskuvini
sínum, Hrafni, áframhaldandi vinnu
með því að Ólafur G. skipaði hann
framkvæmdastjóra sjónvarpsins,
þrátt fyrir að búið væri að reka
manninn. Atgangur blaðamanna og
fjölmiðla varð þó aldrei svo mikill
að það hafi komið til tals að Davíð
eða Ólafur G. Einarsson segði af
sér. Ekkert var spurt um það af
hálfu fjölmiðla hvort þessir menn
ætluðu að segja af sér. Þó tísti eitt-
hvað í Svavari Gestssyni, þing-
manni Alþýðubandalagsins, um
það, en ekkert meira en venjulega.
Margt og raunar flest af því sem
Guðmundur Árni er sakaður um nú
kemst ekki í hálfkvisti við mál
Hrafns Gunnlaugssonar. Eini mun-
urinn á þessum tveimur málum er
sá að í máli Hrafns voru staðreynd-
irnar á borðinu og allir vissu mála-
vexti. í máli Guðmundar Árna er
meira og minna byggt á sögusögn-
um og heimildum jafn áreiðanlegra
fjölmiðla og Pressunnar sálugu.
Annað sem Guðmundur Árni
hefur verið gagnrýndur mikið fyrir
er að hafa farið tæpa tvo milljarða
króna fram úr fjárlögum þá sex
mánuði sem hann sat þar. Ja, öðru-
vísi mér áður brá. Án þess að ég
sé neitt að gera lítið úr því að menn
haldi sig innan fjárlaga, þá er ég
ansi hræddur um að ráðherraskipti
hér áður fyrr hefðu verið mjög ör
ef alltaf hefði átt að skipta um ráð-
herra í hvert skipti sem þeir fóru
fram úr fjárlögum. En það er stað-
reynd að fyrir daga þessarar ríkis-
stjórnar var það frekar regla en
undantekning að menn færu fram
úr fjárlögum. Aldrei var spurt hvort
þessir menn ætluðu að segja af sér.
Annað sem hefur verið rætt um
er að Guðmundur hafi skilið bæjar-
sjóð Hafnaríjarðar eftir í molum
og svo gjörsamlega tóman að bær-
inn sé nánast gjaldþrota. Meirihluti
bæjarstjómar Hafnarfjarðar segir
að skuldir bæjarins séu 3,2 milljarð-
ar ef skuldir húsnæðisnefndar eru
ekki taldar með. Ef við deilum þess-
ari upphæð í íbúatölu Hafnarijarðar
sem er 15.000, þá
fáum við út töluna 213
þúsund króna skuld á
hvern íbúa. Mikið, já
ekki spurning. En þá
langar mig að segja
lesendum frá skulda-
stöðunni í bænum sem
ég bý í, nefnilega
Keflavík, Njarðvík og
Hafnir. Þar eru heild-
arskuldir bæjarfélags-
ins 2,1 milljarður.
Deilum því í íbúafjöld-
an, sem er 10.000, þá
fáum við út töluna 210
þúsund. Hneyksli og
blaðamatur, nei ekki
ennþá að minnsta
kosti. Þetta skuldar bærinn minn,
og þrátt fyrir að þar hafi ekkert
verið framkvæmt, engar byggingar
eða raunhæfar úrlausnir í atvinnu-
málum, en atvinnuleysi er hér með
því mesta á landinu. í Hafnarfirði
er þó mikið búið að gera og ljótur
draugabær er orðinn að einum fal-
legasta og öflugasta bæ á landinu.
Nú talar fólk á landsbyggðinni sem
er að hugsa um að flytjast á höfuð-
borgarsvæðið, ekki lengur um að
flytjast til Reykjavíkur, heldur til
Hafnarfjarðar. Mál Bjöms Önund-
arsonar er einnig talið mjög alvar-
legt. Ef menn kynna sér það mál,
þá komast menn að því að málið
fékk mjög farsælan endi. Sama
hvað menn rífast um þetta mál þá
er það staðreynd að ef Björn hefði
verið rekinn hefði hann getað kraf-
ið ríkisstjóð um fleiri tugi milljóna
í skaðabætur vegna þess að hann
braut ekkert af sér í starfi, þó að
VAKORTALISTI
Dags. 18.10/94.NR. 169
5414 8300 0310 5102
5414 8300 3163 0113
5414 8300 3164 7117
5414 8301 0494 0100
5422 4129 7979 7650
5221 0010 9115 1423
5413 0312 3386 5018
Ofangreind kort eru vákort,
sem taka ber úr umferð.
VERÐLAUN kr. 5000.-
fyrir þann, sem nær korti
og sendir sundurklippt til
Eurocards.
KREDITKORT HF„
Ármúla 28,
108 Reykjavík,
sími 685499
t) I S M V • N N \ í
[( F. V K J \V I K
o (;
0 K
Bjöms Bjamasonar er að Hverfisgötu 6.
Opið viifca daga 14-22 og 11-18 laug. og sunn.'
“ 611378 * 611379 * 611352
Síniar
BlÖRN BlARNASON
ÁFRAMl^SCn
Fjölmiðlar virðast
leggja kapp á að koma
höggum á Guðmund
Árna Stefánsson, segir
Friðrik K. Jónsson, og
hunsa alla skýringar
sem frá honum koma.
hann hefði svikið undan skatti. Sú
leið að reka Bjöm hefði eflaust afl-
að Guðmundi meiri vinsælda, en
hann sparaði ríkissjóði mikla pen-
inga með þessum málalyktum.
Aðalatriði þessarar umfjöllunar
fjölmiðla virðist vera það að koma
höggi á Guðmund Árna og hundsa
allar þær skýringar sem hann kem-
ur fram með, helst afgreiða þær
sem lygi. Allt þetta upphlaup, öll
þessi umræða, er farin að vera í
meira lagi einkennileg.
Að sjálfsögðu á Guðmundur Árni
að gera hreint fyrir sínum dyrum
og upplýsa kjósendur um efnisatriði
þeirra ásakana sem á hann hafa
verið bornar. Málið er, að það hefur
hann gert og oftar en einu sinni. í
viðtali hjá Rás 2, Stöð 2 og ríkis-
sjónvarpinu hefur hann reynt að
gera hreint fyrir sínum dyrum. Og
nú síðast með blaðamannafundin-
um á mánudaginn. Með ítarlegri
greinargerð hefur hann útskýrt
þessi mál. Samt sem áður er haldið
áfram að spyija hann sömu spurn-
inganna um sömu málin aftur og
aftur. Við verðum að gera þá kröfu
að hann útskýri mál sitt, en hversu
oft? Með greinargerðinni á blaða-
mannafundinum útskýrði Guð-
mundur Árni að mínu mati eins vel
og hann gat málavexti í flestum
þeim málum sem hann hefur verið
sakaður um og játaði á sig mistök
í tveimur. Hvað er hægt að fara
fram á meira? Það er einfalt að
beija sér á bijóst og þykjast vita
betur og saka ráðherrann um að
ljúga. En þar með eru blaðamenn
komnir út á hálan ís. Þeirra hlut-
verk er ekki að beija svo á mannin-
um, hamra stöðugt á sömu málun-
um þó að ráðherrann hafi gert sitt
besta til að útskýra þau, að hann
eigi sér ekki viðreisnar von eftir
það. Með öðrum orðum að jarða
ráðherrann. Ef það er ætlan þeirra
blaðamanna sem hvað mest hafa
fjallað um þetta, þá er eitthvað að
og von að menn spyiji sig hvort
þetta sé skipulögð aðför.
Það er alveg ljóst að Guðmundur
Ámi Stefánsson hefur gert ýmis
mistök í starfi sínu sem bæjarstjóri
og ráðherra, en hefur almenningur
efni á þvi að gera þær kröfur á
stjórnmálamenn að þeir séu okkur
hinum það æðri að þeir megi ekki
gera mistök? Svoleiðis fólk kallast
guðir í okkar samfélagi og það er
ég alveg viss um að Guðmundur
Árni er ekki.
Ég ætla bara að vona að fjölmiðl-
ar hætti ekki hér, heldur haldi
áfram að grafa upp vafasamar
embættisfærslur stjórnmálamanna,;
líka annarra stjórmálamanna en
krata. Með siðareglum Alþýðu-
flokksins hefur hann sýnt frum-*
kvæði og nú er að sjá hvort athugul-
ir íjölmiðlamenn, t.d. þeir á Stöð 2
sem virðast þefa það uppi ef maður
sem einhver heldur að sé krati, fær
vinnu einhvers staðar, hafi líka lykt-
arskyn fyrir „vafasömum manna-
ráðningum" eða embættisfærslum
annarra stjórnmálamanna en krata.:
Ég hef þó mínar efasemdir um að
þeir hafi áhuga á eða nenni að grafai
svoleiðis upp.
Höfundur er útvarps- og
blaðamaður.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Morgunverðarfundur föstudaginn 21. október 1994
í Skóla, Hótel Sögu, frá kl. 8.00 til 9.30
Notkun lífsstílsrannsókna
við markaðssetningu
Margrét Guðmundsdóttir
FVH boðar til tundar um notkun
lifsstilsrannsókna við markaðs-
sotningu. Margrót Guðmundsdótttir,
framkvæmdastjóri sölusviðs
Kuwait Petroleum (Q8) i Danmörku,
fjallar um hvernig fyrirtækið
hefur notað þessa aðfarð
við markaðssetningu í Danmörku.
Lifsstílsrannsóknir eru mjög útbreiddar í Evrópu
meöal fyrirtækja, sem hafa sterk vörumerki. í Danmörku
má nefna fyrirtæki eíns og Carlsberg,
Bang & Olufsen, Beriinske Tidende, Shell og Q8, sem beitt
hafa þessari aöferö meö góöum árangri.
Á fundinum mun Margrét meöal annars fjalla um:
• Hvaö eru I !f ss t í I s r a n n s ó kn i r ?
• Skiptingu neytenda f félagslegar einingar
eftir gildismati
O Hvaö eru „trend setters"?
• Áhrif lífsstílsrannsókna á auglýsingar
Fundargjald með morgunverði er kr. 1.200
- skuidlausir féiagsmenn greiða kr. 900
Félagsmenn eru hvnttir til oð mæta og hefja vinnudaginn með
faglegri umræðu um þettn óhugaverða mólefni.
Opinn fundur — gestir velkomnir