Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 15

Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 15 Nýum- ferðarljós í Keflavík Keflavík - Nýlega voru tekin í notkun umferðarljós á gatnamót- um Hafnargötu og Vatnsnesveg- ar. Þetta eru önnur umferðarljósin sem tekin eru í notkun í Keflavík, en hin ljósin, sem eru á gatnamót- um Hringbrautar og Aðalgötu, voru tekin í gagnið fyrir um ári og hafa þau að sögn Jóhanns Bergmanns bæjarverkfræðings reynst vel. Jóhann Bergmann sagði að mik- ið hefði borið á kvörtunum vegna gatnamótanna Hafnargata - Vatnsnesvegur og hefði verið ákveðið eftir umferðartalningu að setja þar upp ljós. Nýju ljósin eru að sögn Jóhanns tíma- og umferð- arstýrð. Þegar enginn umferð er um gatnamótin logar rautt ljós í allar áttir en skynjarar merkja komandi umferð og kveikja þá á grænu ljósi. Kostnaður vegna ljós- anna og uppsetningu þeirra er að sögn Jóhanns um fjórar milljónir. Rúning’s- námskeið og flokkun ullar Borg, Eyja- og Miklaholtshreppi - Búnaðarsamband Snæfellinga gekkst fyrir námskeiði í rúningi sauðfjár og flokkun ullar. Nám- skeið þetta var haldið að Mýrdal í Kolbeinsstaðarhreppi. Þar eru stór fjárhús, margt fé og öll að- staða hin besta. Guðmundur Hallgrímsson, rún- ingsmeistari og bústjóri á Hvann- eyri, leiðbeindi með rúning. Þar voru margir vaskir menn að verki, enda þjálfaðir hjá Guðmundi. Kristinn Arnþórsson, ullarfræð- ingur, skýrði matsreglur ullar og sýndi hvernig ullin er metin. Þar kom margt athyglisvert fram í ljósi þess hvað ullin er góð vara, sé hún rétt meðhöndluð. Húsnæði fjár er einn stærsti þáttur í að fá góða vöru. Haustrún- ingur er sífellt að aukast, en sl. ár kom meira af haustrúinni ull en ull sem klippt er seinnipart vetrar. PRÓFKJÖR SJÁLFSTÆÐISMANNA í REYKJANESKJÖRDÆMI 5. NÓV. Sigurrós Þorgrímsdóttir stjómmálafræðingur Skrlfstofa stuðningsmanna Hamraborg 1 - III hæð Opið virka daga kl. 14-22 um helgar kl. 14-18 S. 91-644620, 644621 og 644622 SiQUR Blab allra landsmanna! -kjarni málsins! LAIMDIÐ Morgunblaðið/Bjöm Blöndal NÝJU umferðarljósin á gatnamótum Hafnargötu og Vatnsnes- vegar í Keflavík. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í REYKJANESKJÖRDÆMI 5. nóvember nk. VELJUM STEFÁN Þ. TÓMASSON í 5.-6. SÆTI LISTANS STUÐNINGSFÓLK Prófkjörsskrifetofiin DALSHRAUN 11, HAFNARFIRÐI, (gengt Gaflinum), simi 654755. FESTI, GRINDAVÍK, sími 92-67490. OPIÐ: 18-22 virka daga og 14-18 laugard. og sunnud. Ávallt heitt á könnunni. Allir velkomnir. Sunny með öllu tilheyrandi á krónur 1.169.000,- Nissan Sunny fjögurra dyra árgerö 1995 Aukahlutir á mynd: Álfélgur Innifalið í verði: • frítt þjónustueftirlit • íslensk ryðvörn og hljóðeinangrun • 6 ára ryðvarnarábyrgð • 3 ára verksmiðjuábyrgð Hlaðinn aukahlutum • útvarp og segulband, 4 hátalarar • hituð sœti • útihitamœlir • og margt margt fleira Opið allar helgar frá kl. 14 -17 að Sœvarhöfða 2 Ingvar Helgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími674000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.