Morgunblaðið - 03.11.1994, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 03.11.1994, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Viltu Nýstárleg gjafavöruverslun með vandaða og fallega listmuni. gefa gler • keramik • öðruvísi myndir • smíðajárn • gjöf? Jymíðar &c£l<art -siuJii'í ■. Suðurlandsbraut 52 (bláu húsin) v. Fákafen, simi 81409(1 £DESAS Þvottavélar Á FRÁBÆRU VERÐI. - 850 snúningar á múi. - Tekur 5 kg. af tivotti. & Aðeins 47.750 kr. Staðgreltt. ___K DB ÍS RflFKEKJflUtRZLUfi ISLflNDS If Skútuvogi 1, 104 Reykjavík, Sími: 688660 - FAX 680776. PRÓFXJDR í REYKJAN ES KJ Ö RDÆMI N.K. LAUGARDAG KL.9-21 . ,fltg bið um stuðning þinn í eitt tifþremur efstu sætunum tprqfkjon Sjálfstæðisflokk- sins í Reykjanes- kjördæmi tuk. laugardag ARNI M. MATHIESEN | f EITT AF ÞREMUR EFSTU | STUÐNINGSMANNASKRIFSTDFA DALSHRAUNI 1 1 • DPIÐ ALLA DAGA KL.l 0-2 2 • SÍMAR: 65 43 B9 /65 43 92 FRÉTTIR: EVRÓPA Kostnaður vegna landamæraeftirlits Oformlegar við- ræður við ESB um einföldun FULLTRÚAR íslenzkra stjórnvalda hafa rætt óformlega við framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins um að landamæraeftirlit sambandsins við innflutn- ing íslenzkra sjávarafurða verði einfaldað eftir inngöngu annarra EFTA-ríkja í ESB. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Kristjáns Skarphéðinssonar, sjáv- arútvegsfulltrúa í Brussel, til sjávarútvegsráðuneytisins. Landamæraeftirlit hefur verið af- lagt eða mjög úr því dregið innan ESB. í hinum EFTA-ríkjunum hafa útflytjendur metið það sem svo að samkeppnisstaða útflutnings þeirra muni batna um 1%, gangi þau í sam- bandið og losni þannig við óhagræði og kostnað af landamæraeftirliti. Yannis Paleokrassas, sem fer með sjávarútvegsmál í framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins, sagði, er hann kom í heimsókn til Noregs í síðasta mánuði, að verið væri að þróa nýtt kerfi gæðakrafna til fisk- afurða í ESB, sem orðið gæti til þess að hamla innflutningi frá EFTA- ríkjum, sem stæðu utan ESB. Sér- fræðingar hafa bent á að þetta stand- ist ekki, því að samkvæmt EES- samningnum muni EFTA-ríkin taka upp nýjar reglur ESB um gæði sjáv- arafurða jafnóðum. í áðurnefndri skýrslu er komið inn á þess imál og fjallað um samkeppn- isstöðu íslendinga gagnvart Norð- mönnum, fari svo að öll hin EFTA- ríkin gangi í Evrópusambandið. Fram kemur í skýrslunni að með EES-samningnum hafi íslendingar yfirtekið allar reglur ESB varðandi eftirlit með framleiðslu og markaðs- setningu sjávarafurða. Ekki verði séð nein tormerki á því að reka erindi á þessu sviði beint við framkvæmda- stjórn sambandsins, verði Islending- ar einir eftir. Undirbúningur sé haf- inn að óformlegum viðræðum um þessi samskipti, jafnframt þeim við- ræðum sem átt hafí sér stað um landamæraeftirlit. Eldismenn vilja aðild • FISKELDISMENN í Noregi telja aðild að Evrópusambandinu nauðsynlega fyrir atvinnugrein- ina. Þetta hefur Aftenposten eftir Leif Inge Karlsen, forstjóra Hy- drotech í Kristiansund. Fiskeldið skilar 30-40% útflutningstekna Norðmanna af fiski. Nærri 80% af útfluttum eldisfiski fer á Evr- ópumarkað. Karlsen segir að EES- samningurinn hafi ekki tryggt þann markaðsaðgang fyrir eldis- lax, sem vonazt var eftir. • UTANRÍKISMÁLANEFND finnska þingsins lýsti því yfir í gær að þingið ætti þegar þar að kemur að hafa síðasta orðið um hvort Finnland taki þátt í þriðja og síð- asta áfanga Efnahags- og mynt- bandalags Evrópu (EMU). Aðild Finna að ESB er nú til umfjöliun- ar i þinginu og er stefnt að því að ljúka umræðum í næstu viku. Úrslit nýjustu skoðana- kannana um stuðning við ESB-aðild í Svíþjóð Kosið verður 13. nóvember Sifo 29. okt. IMU 29. okt. Veit ekki Nei Temo28.okt. Gallup 28.okt. Já Veit ekki Þau eiga að sefa óánægjuna ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli hvaða málaflokka fulltrúar þeirra tveggja þjóða, sem enn eiga eftir að greiða atkvæði um ESB-aðild, fá í væntan- legri framkvæmdastjórn, verði aðild samþykkt. Svíinn Anita Gradin mun fara með jafnréttis-, innflytjenda- og eiturlyfjamál en Norðmaðurinn Thor- vald Stoltenberg með sjávarútvegsmál. Því hefur verið haldið fram að rneð því að úthluta þeim þessum málaflokkum (ekki síst sjáv- arútvegsmálun- um)- sé ESB að reyna að auka lík- urnar á að aðildin verði samþykkt. Jacques Santer, væntanlegur forseti framkvæmdastjórnarinnar, gaf það raunar í skyn eftir fundinn þar sem framkvæmdastjómin skipti með sér verkum, er hann sagði það vera mjög mikilvægt fyrir Noreg að fá sjávarút- vegsmálin. Jafnréttismál og sjávarútvegsmál viðkvæm Anita Gradin hefur m.a. verið við- skipta- og innflytjendaráðherra í rík- isstjóm Svíþjóðar. Hún er jafnaðar- maður. Staða kvenna innan ESB hefur verið mikil- væg röksemd gegn aðild í Sví- þjóð, en jafnréttis- mál hafa löngum „ , verið Svíum hug- Stoltenberg leikjn j yjð Svenska Dagbladet fyrr í vikunni sagðist hún telja að nú væri naumur meirihluti fyrir aðild í landinu. Thorvald Stoltenberg er fyrrum utanríkisráðherra Noregs og hefur einnig gegnt alþjóðlegum trúnaðar- störfum (yfirmaður Flóttamanna- hjálpar SÞ og málamiðlari í Bosníu- deilunni). Sjávarútvegsþáttur aðild- arsamnings Norðmanna er það, sem óánægja margra beinist að. Stolten- berg hefur sagst vonast til að geta mótað sjávarútvegsstefnu ESB í anda hinnar norsku.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.