Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 38

Morgunblaðið - 03.11.1994, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG HALLDÓRSDÓTTIR + Ingibjörg Hall- dórsdóttir var fædd á Þorsteins- stöðum í Grýtu- bakkahreppi í S- Þingeyjarsýslu 15. nóvember 1904. Hún lést í Reykjavík 24. október síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Hall- dór Jóhannesson frá Þorsteinsstöð- um, síðar kenndur við Ystu-Vík, og Jónína Vilborg Pálsdóttir frá Draflastöðum í Sölvadal. Þau eignuðust sex börn saman: Sig- urlaug, f. 1898, Magnús, f. 1900, Ingibjörg, Páll, f. 1909, Jóhannes, f. 1912, og Sigurlaug Guðrún Níelsína, f. 1920. Hálf- systir Ingibjargar var Anna Kristinsdóttir sem lengst af bjó í Fellseli í Köldukinn. Ingibjörg giftist 1925 Ingólfi Guðmundssyni Seyðfjörð, f. 23. júlí 1897, d. 13. febrúar 1962. Heimili þeirrá var á Strandgötu 25b á Akureyri. Þau eignuðust tvær dæt- ur, Margréti, f. 19. september 1926, giftist Krisljáni Ró- bertssyni, þau slitu samvistir, og Sig- urlaugu, f. 2. april 1928, gift Ragnari Steinbergssyni. Þá ólu þau upp frá fjög- urra ára aldri Ástu Sigurðar- dóttur, systurdóttur Ingibjarg- ar, f. 20. febrúar 1943, gift Ingimari Eydal, sem lést 1993. Ingibjörg fluttist til Reykjavík- ur árið 1963 og átti heima í Mjóuhlíð 10 til dauðadags. Út- för hennar fer fram frá Akur- eyrarkirkju í dag. ÞAÐ er komið að kveðjustund. Amma okkar Ingibjörg Halldórs- dóttir er farin yfir móðuna miklu og minningarnar hrannast upp á skilnaðarstund. Lífsbók hennar er orðin löng, eftir tæpa níu áratugi og því einungis hægt að stikla á fáeinum köflum. Amma var ekki há í loftinu þegar hún fluttist með foreldrum sínum til Grímseyjar. Þótt dvöl hennar þar yrði ekki Iöng, leitaði hugurinn oft til eyjarinnar í norðri og íbúanna þar. Þó bar þar skugga á, því systir hennar Sigur- laug lést í eynni úr blóðeitrun, ein- ungis sjö ára gömul. Árið 1912 fluttist fjölskyldan búferlum til Akureyrar og þar átti amma heima í hartnær hálfa öld. Fyrsta vetrar- dag árið 1925 giftist hún Ingólfi Guðmundssyni Seyðíjörð, en hann lést árið 1962. Þau eignuðust tvær dætur, Margréti móður okkar óg Sigurlaugu. Bamauppeldi var stór þáttur í Iífi ömmu. Ung að aldri annaðist + Vinur minn, faðir okkar og afi, GARÐAR ÞORFINNSSON, Stóragerði 14, sem lést í Borgarspítalanum 30. októ- ber, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 4. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Lilý Karlsdóttir, Sigurður K. Garðarsson, Pálfna K. Garðarsdóttir og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSA JÓRUNN FINNBOGADÓTTIR, elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, sem lést föstudaginn 28. október, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 7. nóvember kl. 15.00. Blóm og kransar afþakkaðir. Bjarni B. Ásgeirsson, Elfn Guðmundsdóttir, S. Þórdís Ásgeirsdóttir, Hörður G. Albertsson, Finnbogi Á. Asgeirsson, Edda Valgarðsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkurh auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR, Heiðarvegi 8, Selfossi. Guðbjörn Frímannsson, María Guðbjörnsdóttir, Sigurður Óli Guðbjörnsson, Guðbjörg K. Sigurbjörnsdóttir, Sigurður Einar, Áslaug, Hanna, Ólafur Jens, Sigrún, Ivar Örn, Auður Sif, Steinn Hermann. hún tvo yngri bræður sína þegar foreldrar hennar voru við vinnu. Þá tók við uppeldi eigin- dætra. Á fimmta áratugnum tók hún að sér systurdóttur sína Ástu Sigurðar- dóttur og hálfum öðrum áratug síð- ar okkur bræðurna. Fyrir röskum þijátíu árum, þegar móðir okkar stóð uppi ein með þrjá baldna strák- gemlinga, fluttist amma, þá tæp- lega sextug, til Reykjavíkur, til að annast þá þokkapilta, svo móðir okkar gæti unnið fyrir fjölskyld- unni. Það hefur sennilega verið stór biti að kyngja að flytja burt frá Akureyri, bænum sem henni þótti svo vænt um. En amma tók því með æðruleysi eins og öllu öðru sem fyrir hana bar, enda innblásin kristilegu hugarfari og fómfýsi, sem einkenndi öll hennar störf. Hún stjómaði okkur strákunum af rögg- semi, og það var röð og regla á hlutunum. Hún hóf hvem dag með bænastund og svo var að fara að undirbúa morgunmatinn, sem alltaf var til þegar við komum á fætur. Að kvöldi var rúmið tilbúið þegar við lögðumst til hvílu. Amma var kirkjurækin og reyndi að ala okkur upp í guðstrú og góð- um siðum. Hallgrímskirkja var kirkjan hennar og þangað sótti hún hvem sunnudag sem hún gat á meðan heilsan leyfði. Einnig sótti hún reglulega bænasamkomur að Hörgshlíð 12 og þá var Hjálpræðis- herinn henni hugleikinn. Þolinmæði ömmu var aðdáunarverð, því það gekk á ýmsu í Mjóuhíðinni þar sem við bjuggum. Það var ekki alltaf friður milli okkar bræðra og þá kom sáttasemjarinn fram í ömmu, sem tókst alltaf að miðla málum. Við bræður hneigðumst fljótt að tónlist og um skeið þegar við bjuggum allir heima drandi rokk og ról úr öllum herbergjum og reyndi hver okkar að yfirgnæfa hinn. Ef ömmu, vegna tillitssemi við nágrannana, fannst við hafa of hátt, sussaði hún góðlátlega á okkur, en annars hélt hún sig í eldhúsinu og raulaði með sjálfri sér lög sem hún lærði sem barn. Amma var sístarfandi og það var eins og hún væri alltaf að flýta sér, því hún hljóp gjaman milli her- bergja. Það breyttist ekkert þótt aldurinn færðist yfir og við yxum úr grasi. Þegar við bræður eignuð- umst fyrstu bílana okkar bættust þeir við vérksvið hennar. Þeir vora fæstir nýir af nálinni og stundum reyndist erfitt að koma þeim í gang. Handaflið þurfti til og vílaði sú gamla ekkert fyrir sér að hjálpa til við að ýta stuttán spöl. Hún dró ekki af sér við það frekar en ann- að. Þegar bamabamabörnin komu í heiminn sinnti hún þeim af alúð, sagði þeim sögur og söng fyrir þau. Eitt sinn þegar amma var komin fast að áttræðu, var hún að passa þriggja ára barnabamabarn sitt og skruppu þær stöllur út í búð. Þegar þær komu heim aftur, uppgötvaði ERFIDRYKKJUR sími 620200 Erfidrvlvkjiir Glæsileg kaifi- hlaðborð íailegir Sídir og mjög þjónustiL lipplýsiiigar í súna 2 2322 m FLUGLEIDIR p E R L A IN amma sér til hrellingar að lykillinn var innan dyra. Þær vora læstar úti. Hún var þá ekkert að tvínóna við hlutina, sótti stiga og klifraði upp og inn um lítinn glugga á ann- arri hæð. Þannig var tekið á málun- um ef eitthvað fór úrskeiðis. Síðustu tvö árin voru ömmu erf- ið, að því leyti að hún gat ekki leng- ur sinnt þeim störfum sem hún var vön. fjónustulundin var til staðar en ömmu fannst slæmt að geta ekki hellt upp á könnuna eða út- búið eitthvert góðgæti þegar gest bar að garði, því það var hennar líf og yndi að vera sífellt að. En nú í nýjum heimkynnum er örugglega nóg við að vera og ef þar er hægt að hella upp á könnuna, er eins víst að hún taki á móti gengnum og gömlum félögum af sama mynd- arskap og hér. Við bræður þökkum þær stundir sem við áttum með ömmu okkar því við teljumst ríkari eftir. Blessuð sé minning hennar. Guðmundur Ingi, Kristján Róbert, Ingólfur Björgvin. Hvunndagshetja er fallin. Þannig lít ég til Ingibjargar Halldórsdóttur, sem nú er látin. Henni kynntist ég á æskuárum mínum, er ég vandi komur mínar á heimili hennar, sem þá var í Strandgötunni á Akureyri. Hún og maður hennar Ingólfur Guðmundsson Seyðfjörð _ólu upp systurdóttur Ingibjargar, Ástu Sig- urðardóttur, en áttu sjálf tvær upp- komnar dætur, Margréti og Sigur- laugu, einnig var á heimilinu aldrað- ur faðir Ingólfs. Heldur þótti mér heimilisfólkið fullorðið er ég var barn, en það breyttist við nánari kynni. Ingibjörg var gædd góðri frá- sagnargáfu og mér þótti hún yngj- ast upp er hún lýsti gömlu dögunum á Eyrinni, og öfundaði hana af að hafa lifað svona skemmtilega tíma, þrátt fyrir erfiðleika og baráttu, en hennar kynslóð hefur vissulega lifað tímana tvenna. Ég minnist einnig Ingólfs sem breyttist í snilling er hann renndi sér í sveiflum og krúsidúllum á ísilögðum Pollinum eða Ósnum. Það var ekki ónýtt fyr- ir okkur Ástu þegar hann bauð okkur í smá skautaferð. Stuttu eftir að Ingibjörg missti mann sinn, fluttist hún til Reykja- víkur til aðstoðar Margréti dóttur sinni og sonum hennar, og þrátt fyrir áratuga dvöl þar var hún allt- af Akureyringur í hjarta sínu. Ég minnist hennar sem einlægr- ar, hjartahlýrrar og bjartsýnnar trúkonu, sem tókst á við erfiðleika og lét ekki bugast þó á móti blési. Vinum hennar og ættingjum sendi ég samúðarkveðjur. Guðný Stefánsdóttir. Fljótlega eftir að ég kynntist konu minni var ég kynntur fyrir ömmu Ingu, en Ingibjörg, amma Guðnýjar konu minnar, var fóstur- móðir Ástu tengdamóður minnar. Annars var jafnan vísað til Ingi- bjargar, dóttur hennar og fjölskyldu í einni og sömu andrá og var þá jafnan talað um „Ömmu, Möggu og strákana". Ástæðan fyrir þessu var að Ingibjörg bjó seinni hluta ævi sinnar með dóttur sinni Mar- gréti og sonum hennar í Mjóuhlíð 10 í Reykjavík, en „strákarnir" eru löngu fullvaxta og komnir með eig- in fjölskyldur. Það var engu líkt að koma í Mjóu- hlíð. Móttökur þar voru óviðjafnan- legar, alltaf glatt á hjalla og jafnan fór svo að við dvöldum lengur en ráð hafði verið fyrir gert. Umræðu- efnin þaut aldrei og Ingibjörg miðl- aði okkur af fróðleik sínum og lífs- sýn. Oftsinnis hvarflaði hugur hennar aftur til æskuslóða sinna og fyrri tíma því Ingibjörg var minnug á liðna atburði, sem og ættir fólks og uppruna. Það sem einkum einkenndi Ingi- björgu var hógværð, kærleikur og lítillæti. Aldrei heyrði ég hana hall- mæla nokkrum manni eða brýna raustina. Hún var gjafmild og þó oft væri af litlu að taka var því rausnarlega deilt. En það sem dýr- mætast var í fari hennar var sú ást og umhyggja sem hún veitti sam- ferðafólki sínu. Það var ekki bara fjöskyldan í Mjóuhlíð, það var líka fólkið heima á Akureyri eins og hún sagði jafnan, Sigurlaug dóttir henn- ar og hennar fólk, og fjölskylda tengdamóður minnar sem hún tal- aði alltaf um sem Ástu sína, en hana tók hún að sér unga að aldri og ól upp sem eigin dóttir væri. Auk þess átti fjöldi vanda- sem óvandabundinna hjá henni vist, skjól og umhyggju. Er ég kynntist Ingibjörgu fyrir nokkrum áram var hún orðin roskin og heilsan farin að bila, þó einkum sjón og heyrn, og þótti henni sárt að geta ekki starfað af sama þrótti og áður. Tvö síðustu ár dvaldi hún á dvalarheimili en var jafnan heima í Mjóuhlíð um helgar þar sem hún naut kærleiksríkrar umönnunar Margrétar dóttur sinnar. Þó kraftar Ingibjargar væru farnir að þverra, var það samt sem áður svo að við héldum af hennar fundi sterkari og heilli og það verður tómlegt að koma heim og hitta hana ekki í Mjóuhlíðinni eins og áður. Ingibjörg missti mann sinn, Ing- ólf Guðmundsson, langt fyrir aldur fram, og ég veit að hún hlakkaði til að eiga endurfund með honum og er þess gott að minnast nú á stund sorgar og saknaðar. Guðný, Bjarni Gautur og Sigurð- ur Jökull biðja fyrir hinstu kveðju til elskaðrar ömmu og langömmu. Ég votta öllum aðstandenum Ingi- bjargar mína innilegustu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þern tregatárin stríð. (V. Briem.) Tómas Björn Bjarnason, Svíþjóð. í dag kveðjum við ömmu okkar, Ingibjörgu Halldórsdóttur, alda- mótakonu sem lifði tímana tvenna. Hún var trúrækin og traust kona sem öllum vildi vel. Hennar ævistarf var bamaupp- eldi og húsmóðurstörf. Hún fluttist þriggja ára út í Grímsey og þótti hún fljótt liðtæk við uppeldi bræðra sinna óg hélt því áfram er fjöl- skylda hennar fluttist til Akureyrar fimm áram síðar. Á Akureyri kynntist amma Ingibjörg mannsefni sínu, Ingólfi Guðmundssyni, Seyðis- firði og giftu þau sig fyrsta vetrar- dag 1925. Afí og amma bjuggu allan sinn búskap á Strandgötu 25b, Akur- eyri, og þar fæddust dætur þeirra tvær, Margrét og Sigurlaug. Þá tóku þau að sér fósturdóttur, Ástu Sigurðardóttur. Á sextugsaldri var amma orðin ekkja og flutti hún þá búferlum til Margrétar dóttur sinn- ar, sem þá var ein með þijá unga stráka í Reykjavík. Helgaði hún þeim krafta sína fram á síðustu ár. Amma var mikil fjölskyldukona og átti hún gott samband við tengda- syni sína, Ragnar Steinbergsson og Ingimar Eydal. Var það henni mik- ið áfall er Ingimar lést langt fyrir aldur fram og eins er Ragnar veikt- ist alvarlega fyrr á þessu ári. Hún fylgdist vel með öllum afkomendum sínum, og minntist þeirra í bænum sínum hvern dag. ■ Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú i friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Guð blessi minningu Ingibjargar Halldórsdóttur. Guðbjörg Inga, Soffía Guðrún, Ingibjörg og Ragna Sigurlaug.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.