Morgunblaðið - 03.11.1994, Page 43

Morgunblaðið - 03.11.1994, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Málþing um Skula fógeta og störf hans REYKJAVIKURBORG efnir til mál- þings í Viðeyjarstofu á laugardag í tilefni af 200. ártið Skúla Magnús- sonar landfógeta. Forseti borgar- stjórnar, Guðrún Ágústsdóttir, stjórnar málþinginu og henni til að- stoðar verður sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey. Aðgangur er öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri setur þingið og ávarpar þátt- takendur þess kl. 10.15, en haldið verður úr Sundahöfn með Viðeyjar- ferju kl. 9.30. Fimm erindi verða flutt á þinginu og verða stundar- fjórðungslangar umræður í kjölfar hvers þeirra. Erindi Lýðs Björnssonar sagn- fræðings nefnist Skúli Magnússon, maður mikilla sæva, og erindi Svein- björns Rafnssonar prófessors heitir „Þau íslensku hissugheit." Skúli Magnússon og íslensk föðurlandsást á 18. öld. Að þessum tveimur erindum lokn- um verður snæddur léttur hádegis- verður og síðan flytur tónlistarhóp- urinn Musica Antiqua lög frá 18. öld. Þriðja erindið flytur Hrefna Ró- bertsdóttir sagnfræðingur. Það kall- ar hún Ullarvefsmiðjur Innrétting- anna: Iðnskóli 18. aldar? Eftir kaffi- hlé flytja Gísli Gunnarsson dósent og Þorleifur Óskarsson sagnfræð- ingur tvö síðustu erindin. Erindi Gísla heitir Framfarahugmyndir Skúla Magnússonar og aiþjóðlegar rætur þeirra og erindi Þorleifs „Hvað komst það höfuð langt í Reykjavík?" Myndun höfuðstaðar 1750-1786. Þingslit eru áætluð um kl. 17 og verður þá haldið til lands. Þinggjöld eru engin en fyrir veitingar greiða þátttakendur 1.000 krónur og feiju- tollur er 400 krónur. Fari svo að veður hamli bátsferðum til Viðeyjar þennan dag verður málþingið haldið í Tjarnarsal Ráðhússins. Fundað um bótaábyrgð heilbrigðisstétta MÁLÞING um bótaábyrgð heilbrigð- isstétta og sjúkrastofnana verður haldið laugardaginn 5. nóvember i Háskólabíói. Að málþinginu standa Félag forstöðumanna sjúkrahúsa, Félag um heilbrigðislöggjöf, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Lands- samband sjúkrahúsa, Læknafélag íslands og Lögmannafélag íslands. Tilefni málþingsins er síaukin umræða um bótaábyrgð heilbrigðis- stétta vegna meintra mistaka í starfi og umfjöllun í fjölmiðlun síðustu misseri um dómsmál, sem rekin hafa verið vegna einstakra tjónsatburða. Markmið málþingsins er að ieiða saman ýmsar heilbrigðisstéttir, svo og lögfræðinga, til að skapa faglega umræðu um þessi mál og skiptast á skoðunum og hugmyndum. Arnljótur Björnsson, lagaprófess- or, ijallar um réttarheimildir og meg- inreglur um bótaábyrgð, Logi Guð- brandsson, framkvæmdastjóri Landakots, um tengsl bótaábyrgðar heilbrigðisstétta og sjúkrahúsa og Guðmundur Sigurðsson, læknir, og Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, klínísk- ur sérfræðingur í hjúkrun, gera grein fyrir viðhorfum einstakra stétta til bótaábyrgðar og réttarstöðu þeirra. Þá gera Tómas Zoéga, læknir og Ásta Möller, formaður Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga, grein fyrir þróuninni í heilbrigðisvísindum og áhrifum hennar á siðfræðileg við- horf heilbrigðisstéttanna. Sigurður Björnsson, læknir, Helga Jónsdóttir, lektor í námsbraut í hjúkrunarfræði, og Þórunn Guð- mundsdóttir, hrl., fjalla um upplýs- ingamiðlun til sjúklinga og samþykki þeirra og Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari, Matthías Hall- dórsson, aðstoðarlandlæknir, og Jón Steinar Gunnlaugsson, hrl., um með- ferð bótamála innan stjórnkerfisins og fyrir dómstólum. Loks munu Kristján Guðjónsson, deildarstjóri í Tryggingastofnun og Ingvar Svein- björnsson, hrl., ijalla um trygginga- þáttinn í slíkum málum. Ráðstefna um nám og kennslu í lagadeild Frumkvæði nema að framförum LAGANEMAR við lagadeild Háskól- ans gangast fyrir ráðstefnu í Nor- ræna húsinu á morgun um nám og kennslu (lagadeild. Þar verða kynnt- ar niðurstöður úr ýmsum verkefnum sem iaganemar hafa unnið, fram- söguerindl verða fiutt, pailborðsum* ræður, unnið verður ( hópum o.fl. óttar Pálsson, laganemi á 3. ári, sem sseti á í framfaranefnd Orators, félags laganema, segir að ráðstefnan sé liður í fjölþættri vinnu laganema sem staðið hafi í nokkra mánuði og um fimmtungur allra laganema á 2.-5. ári hafi tekið þátt í. Sem dæmi nefnir Óttar að nokkrir laganemar hafi farið utan í sumar og kynnt sér lagakennslu við nokkra háskóla í Evrópu, tveir sálfræðingar við fé- lagsvísindadeild hafi kannað próf 1., 2. og 3. árs nema í lagadeild síðustu fímm árin og að kennarar við laga- deild hafi fengið senda spurninga- lista. Niðurstöður þessara verkefna verða kynntar á ráðstefnunni. Þá hefur hópur laganema unnið ■ KEPPNI í drengja- og telpna- flokki (fædd 1979 og síðar) í skák verður dagana 4.-6. nóvember nk. Tefldar verða 9 umferðir eftir Monrad-kerfi og er umhugsunartími 40 mín. á skák fyrir keppenda. Teflt verður að Faxafeni 12 í Reykjavík. Þátttökugjald er 800 kr. Innritun fer fram á skákstað föstudaginn 4. nóv- ember kl. 18.30-18.55. (tarlegar verklagsreglur sem Óttar segist vona að fáist samþykktar meðal laganema sem krafa þeirra um að málum verði háttað í sam- ræmi vlð þær (frumtlðinni, Þær taka tll þess m.a. að iaganemar hafi að- gang að upplýslngum á einum stað, regina um próftökur, skilafrestl o.fl. Minnispróf þykja úrelt Annar stór hluti ráðstefnunnar lýtur að kennslufræðilegum þáttum. Kennsla í lagadeild fer að mestu leyti fram í fyrirlestraformi og í prófum eru dæmi þess að spurt sé spurning- ar, sem gildir 100% af prófi, en bygg- ir á aðeins 5% námsefnis og að náms- mat úr heilsárs námskeiði fari fram með einu prófi. Óttar segir að þegar þannig sé staðið að málum sé í raun bara heppni hver fái hæstu einkunn- ina. Þessi aðferð sé hvergi viðhöfð í lagaháskólum í Evrópu. Laganemar vilji að þessir hlutir fari að breytast. Ráðstefnan hefst með erindum laganema. Niðurstöður prófakönn- unar verða kynntar og þvinæst taka vinnuhópar til starfa. Stefán Már Stefánsson, forseti lagadeildar, held- ur framsöguerindi um stöðu deildar- innar og að því ioknu verða pallborðs- umræður, sem Stefán Eiríksson, fyrrverandi formaður Orators, stýrir. Áð síðustu kynna Arnljótur Björns- son, formaður námsnefndar laga- deildar, og Kristín Edwald, formaður Orators, niðurstöður ráðstefnunnar. FIMMTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1994 43 STEINAR WAAGE Rúskinnshanskar fyrir dömur Brúnir, svartir, drappaðir og vínrauðir St: 6| - 8 Verð: 1.495 Leðurhanskar fyrir dömur Brúnir og svartir St: 7-81 Verð: 2.495 Leðurhanskar fyrir herra Brúnir og svartír St: 10-12 Verð: 2.495 Barnalúffur Bláar og bleikar St: 3-6 Verð: 695 Skíðahanskar unglinga Bláir og fjólubláir St: S-M-L Verð: 995 Skíðahanskar dömu Bleikir/bláir St: S-M-L Verð: 1.295 Skíðahanskar herra Fjólubláir/grænir/ bláir St: S-M-L Verð: 1.295 Hermannahanskar í felulitum St: 7-11 Verð: 995 POSTSENDUM SAMDÆGURS • 5% STAÐGREIÐSLU AFSLATTU R STEINAR WAAGE SKOVERSL U N Ioppskó VEITUSUKD! ■ ÚM nnn StMt: 21212 V!Ð IKGÓÍ.FST0R6 STEINAR WAAGE ^ SKÓVERSLUN „Ég óska eftir stuðningi þínum í 1. sœti listans. Tr)’ggjum góða þátttöku og veljum sterkan lista í þrófkjörinu á laugaráag. “ Zj. 2, vissum aðgerðum ríkisstjómarinnar hefur náðst mikill árangur á sviði efnaliagsmála á kjörtímabilinu. Verðbólga er í lágmarki, viðskiptajöfnuður hagstæður þriðja árið í röð og vextir hafa farið lækkandi. Á sama tíma hafa ríkisútgjöld verið lækkuð, kaupmáttur farið vaxandi og erlendar skuldir hafa verið greiddar niður um 23 milljarða. Ekkert af þessu er sjálfsagt. Með setu sinni í ríkisstjóm hefur Ólafur G. Einarsson lagt sitt af mörkum til þess að bæta lífskjör þjóðarinnar til framtfðar. í prófkjörinu 5. nóvember veljum við forystu fyrir sjálfstæðismenn í Reykjanesi. TVyggjum Ólafi G. Einarssyni góða kosningu í fyrsta sæti listans. Stuðningsmenn Kosningaskrifstofa Kirkjulundi 19. Símar 659022, 659023 og 659026. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.