Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.11.1994, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C/D tvttuaMafeife STOFNAÐ 1913 270.TBL/82.ARG. FOSTUDAGUR 25. NOVEMBER1994 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Dregur saman með fylkingunum í Noregi Ætla ekki að virða nauman já-meirihluta Ósló, Morgunblaðið ENN dregur saman með fylkingum stuðningsmanna og andstæðinga aðildar Noregs að Evrópusamband- inu. Þegar tekið er meðaltal niður- staðna þriggja skoðanakannana, sem birtar voru í gær, bæta stuðn- ingsmennirnir enn við sig einu pró- sentustigi og eru nú 47% þeirra, sem afstöðu taka, en andstæðing- arnir eru 53%. Óákvéðnum hefur fækkað jafnt og þétt og eru þeir rúmlega 10%. Eftir því sem líkurnar aukast á að já-menn gætu orðið ofan á í þjóð- aratkvæðagreiðslunni á mánudag, færist harka í umræður um það hvort Stórþingið eigi að virða mjög lítinn meirihluta aðild í vil. í um- ræðuþætti TV2 í gærkvöldi, þar sem málið var á dagskrá, var allt á suðupunkti og stjórnendurnir urðu að biðja menn að halda kyrru fyrir í sætum sínum. Þingmenn Sósíalíska vinstri- flokksins og Miðflokksins segjast munu greiða atkvæði gegn aðildar- samningnum þótt þjóðin segi já með litlum mun. Útilokar ekki stjórnarskrárbreytingu Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra segist ekki útiloka að breyta stjórnarskránni þannig að rjúfa megi þing, efna til kosninga og freista þess að nýtt þing sam- þykki aðild, haldi nei-flokkarnir við afstöðu sína. Slíka breytingu þyrfti aðeins að samþykkja með tveimur þriðju hlutum atkvæða og væru flokkarnir tveir ekki í aðstöðu til að hindra hana. í gærkvöldi lýsti Kjell Magne Bondevik, formaður Kristilega þjóð- arflokksins, því hins vegar yfir að flokkur hans myndi ekki styðja stjórnarskrárbreytingu, en án til- styrks kristilegra hlýtur hún ekki samþykki. ¦ Brundtland útilokar ekki/19 Reuter A-Tímorar til Portúgals TUTTOGU og níu námsnienn frá Austur-Tímor, sem hafa haldið til á lóð bandaríska sendi- ráðsins í Jakarta og mótmælt yfirráðum Indónesa í landi sínu, héldu í gær til Portúgals. Hafa þeir fengið pólitískt hæli þar í landi en A-Tímor var áður port- úgölsk nýlenda. Háskólastúd- entar í Dili, höfuðborg A-Tímor, börðust í gær við öryggisverði en mótmælaaðgerðir hafa verið tíðar að undanförnu. f yfirlýs- ingu, sem Amnesty Internation- al hefur látið frá sér fara, er lýst áhyggjum af afdrifum 200 námsmanna, sem tóku þátt í mótmælunum i Dili og Jakarta, og haft er eftir heimildum á A-Tímor, að ekkert hafi spurst til 35 námsmanna, sem hand- teknir voru vegna mómælanna á lóð bandariska sendiráðsins. Sprengju- tilræði í Amsterdam HOLLENSKIR lögreglumenn kanna aðstæður eftir að sprengja sprakk í bfl lista- mannsins Robs Scholte í mið- borg Amsterdam í gær og særði hann lífshættulega. Lögreglan segist ekki hafa neina skýringu á tilræðinu. Nokkur sprengjutil- ræði hafa verið framin í helstu borgum Hollands á undanförn- um tveimur mánuðum, sem eng- in skýring hefur fundist á. -----------? ? ? Ráðherra afskrifar stjómina Róm, New York. Reuter. SILVIO Berlusconi, forsætisráð- herra ítalíu, heyr nú harða baráttu fyrir því að halda lífi í ríkisstjórn sinni en einn af ráðherrum hans, vinnumálaráðherrann Clemente Mastella, sagði í gær að hún væri því sem næst búin að vera. Mastella, sem er í Kristilega miðdemókrataflokknum, lýsti þessu yfir fyrir fyrsta ríkisstjórnar- fundinn sem haldinn er eftir að Berlusconi var tilkynnt að rann- saka ætti fyrirtæki hans vegna ásakana um spillingu. Sagði Mast- ella stjórnina ekki lengur til, hún gæti ekki stjórnað með þeim litla meirihluta sem hún hefði og að ástandið versnaði með degi hverj- um. Ekkert sameiginlegt Ástæðuna segir hann vera þá að stjórnmálamennirnir úr suðri og norðri eigi ekkert sameiginlegt, algjör klofningur sé á milli flokks- manna Norðursambandsins, sem Umberto Bossi fer fyrir, og ann- arra flokka. Bretland Stjórnin hótar kosningum BRESKA stjórnin ætlar að standa eða falla með frumvarpi um aukin framlög til Evrópusambandsins, ESB, þegar það verður tekið fyrir á þingi á mánudag. ESB-andstæðing- ar í íhaldsflokknum hóta að fella það en þá hyggst John Major forsæt- isráðherra rjúfa þiig °g boða til nýrra kosninga. Major og ríkisstjórnin reiða sig á, að ESB-andstæðingarnir í flokkn- um muni heldur beygja sig og sam- þykkja framvarpið en bera ábyrgð á því „sameiginlega sjálfsmorði", sem Bill Cash, einn helsti Evrópu- andstæðingurinn, kallaði hugsanleg- ar kosningar nú. ¦ Uppgjörámánudag/18 Reynt að afstýra því að Bihac-borg í Bosníu falli í hendur Serbum Major segir hættu á að sveitir SÞ yfirgefi Bosníu Sarajevo, Brussel. Reuter. JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, varaði við því í gær að hætta væri á því að friðargæslulið- ar Sameinuðu þjóðanna yrðu að yfirgefa Bosníu ef allsherjarstyrjöld brytist þar út á ný eða þá ef vopna- sölubannið á Bosníu félli úr gildi. Lét Major þessa skoðun í Ijós í bréfi til leiðtoga Bandaríkjanna, Rússlands, Frakklands og Þýska- lands til að ítreka mikilvægi Bosníudeilunnar áður en utanríkis- ráðherrar ríkjanna hittast í Brussel þann 2. desember nk. Sir Michael Rose, yfirmaður frið- argæsluliðsins í Bosníu, sagði að hermenn Bosníu-Serba hefðu stöðvað 55 kanadíska hermenn á vegum Sameinuðu þjóðanna í grennd við Sarajevo. Auk þess væru um 200 franskir og úkrainsk- ir hermenn, er gæta þungavopna sem tekin hafa verið af Serbum, í herkví serbneskra hermanna. „Þeir óttast að við förum í burtu um miðja nótt og síðan eigi þeir loftárásir yfir höfði sér," sagði Rose. „Þeir vilja að við verðum kyrrir. Það er einskonar líftrygging fyrir þá." Serbar héldu í gær áfram sókn sinni inn á griðasvæðið í kringum borgina Bihac. Hart var barist á svæðinu og er talið hugsanlegt að Serbar nái brátt öllu griðasvæðinu á sitt vald. Vftja stækka griðasvæðið Sendiherrar NATO-ríkjanna náðu ekki samkomulagi á fundi í Brussel í gær um tillögur Banda- ríkjastjórnar um að stækka „griða- svæðið" í Bihac, og krefjast þess að Serbar fari þaðan, ella verði gerðar Íoftárásir á þá. Múslimskum hersveitum yrði einnig gert að fara af svæðinu, samkvæmt tillögunni. Heimildamenn segja helstu ástæðu þess, að ekki hafi náðst samstaða um þessar tillögur, hafa verið ágreining um hvaða ríki ættu að leggja til sveitir á jörðu niðri til að tryggja öryggi á stækkuðu griðasvæði við Bihac. Á meðal annarra tillagna sem rætt er um til að binda enda á átök- in í grennd við Bihac-borg er hug- myndin um að banna flug yfir svæðum í Króatíu sem liggja að Bihac. Rose sagði að bardögunum í grennd við Bihac-borg hefði linnt í gær meðan embættismenn Sam- einuðu þjóðanna reyndu að fá leið- toga Serba til að fallast á vopnahlé svo hægt yrði að koma á vopnlausu svæði umhverfis borgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.