Morgunblaðið - 25.11.1994, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingmenn Sjálfstæðisflokks gagnrýndu utanríkisráðherra harðlega á Alþingi
Þingmenn Sjálfstæðis-
flokks gagnrýndu utanrík-
isráðherra harðlega á Al-
þingi í gær og gáfu í skyn
að hann nýtti stofnanir
Háskóla Islands í pólitísk-
um tilgangi. Utanríkisráð-
herra vísaði þessu á bug.
TÓMAS Ingi Olrich þingmaður Sjálfstæðis-
flokksins sagði á Alþingi í gær að svo
virtist sem utanríkisráðuneytið hefði breytt
áhersluatriðum ríkisstjórnarinnar í erindisbréfí
til nokkurra stofnana Háskóla íslands þar sem
stofnanimar voru beðnar um að taka út áhrif
af mögulegri aðild íslendinga að Evrópusam-
bandinu (ESB). Einar Guðfinnsson flokksbróð-
ir Tómasar Inga tók undir gagnrýni hans en
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra
vísaði henni á bug.
Tómas Ingi Olrich óskaði eftir umræðu utan
dagskrár í gær og sagði að þegar borin væri
saman samþykkt ríkisstjórnarinnar og þau
efnistök sem fram kæmu í tveimur af skýrslum
háskólastofnananna kæmi í ljós að þær fjöll-
uðu ekki um það sem ríkisstjómin bað um.
Ríkisstjórnin ákvað 4. mars að biðja fimm
stofnanir HÍ. um að gera úttekt á því hvaða
þýðingu það hefði fyrir ísland annars vegar
að standa utan við ESB með hliðsjón af aðild
annarra EFTA-ríkja, og hins vegar að ísland
gerðist aðili að ESB. Sjávarútvegsstofnun HÍ
yrði sérstaklega beðin að kortleggja afleiðing-
ar sameiginlegrar fískveiðistefnu ESB og áhrif
á sjávarútveginn.
Tómas Ingi sagði að í skýrslu Sjávarútvegs-
stofnunar væri hins vegar ekki fjallað um þenn-
an þátt málsins, hetdur um þróunarsjóði ESB,
möguleika íslands til að njóta styrkja ESB og
samkeppnisstöðu íslands gagnvart Noregi. Sér-
kennilegt væri að utanríkisráðherra hafí talið
þetta vera forgangsverkefni en vikið til hiiðar
Áhugi á ESB-
styrkjum meiri
en á sjálfstæði
því verkefni sem rík-
isstjórnin hefði falið
honum.
„Það veldur mér
verulegum áhyggjum
að utanríkisráðherra
íslands virðist hafa
meiri áhuga ájöfnun-
arstyrkjum og milli-
færslukerfí ESB, á
félagslegum mark- Davið
miðum Evrópusam- oddsson
bandsins, en á við-
skiptafrelsi, jafnvel meiri áhuga á millifærslu-
kerfi ESB en á sjálfstæði þjóðarinnar og stjórn
á auðlindum okkar," sagði Tómas Ingi.
hún tók fram að hún
treysti sér ekki til
þess, á tilsettum
tíma og með þessum
ijármunum, að
vinna nema hluta
verksins. Niður-
staðan var sú að-
hún tók að sér þrjá
fyrrgreindu þætt-
ina,“ sagði Jón
Baldvin og vísaði
því á bug að Sjávar-
útvegsstofnun hafí í samtölum við utanríkis-
ráðuneytið verið beðin um að gera eitthvað
annað en ríkisstjórnin samþykkti.
Jón Baldvin Tómas Ingi
Hannibalsson Olrich
Takmörkuð umfjöllun
Utanríkisráðuneyti ber ábyrgð
Jón Baldvin Hannibalsson sagði að í sam-
tölum við forsvarsmenn Sjávarútvegstofnunar-
innar hefði komið fram að þeir treystu sér
einungis til þess að gera skýrslu um afmark-
aða þætti málsins miðað við þann tíma og fjár-
muni sem ætlaðir voru til verksins.
í ljósi þess hafí verið óskað eftir verklýsingu
stofnunarinnar og hún hafí hljóðað upp á: 1.
Fiskveiðistefnu ESB, fyrirætlan og fram-
kvæmd. 2. Áhrif inngöngu eða ekki inngöngu.
3. Stuðningssjóði ESB í sjávarútvegi. Að auki
markaðsaðgang miðað við núverandi EES-
samning, sameiginlegan fjármagnsmarkað og
eignarhald í íslenskum sjávarútvegi.
„Þetta er tillaga stofnunarinnar sjálfrar en
Tómas Ingi Olrich sagði skýringu utanríkis-
ráðherra ekki rétta. Sjávarútvegsstofnun hefði
gert tillögu um að fjalla um þijá þætti máls-
ins, sjávarútvegsstefnu ESB, inngöngu eða ekki
inngöngu, og stuðningssjóði ESB, en tekið fram
að ekki yrði fjallað um markaðsaðgang og eign-
arhald og ijárfestingu í íslenskum sjávarútvegi.
Það kæmi svo skýrt fram í formála skýrslu
Sjávarútvegsstofnunar að það hefði orðið að
samkomulagi milli utanríkisráðuneytisins og
stofnunarinnar að afmarka viðfangsefnið og
leggja sérstaka áherslu á styrkjakerfi ESB og
áhrif á samkeppnisstöðu íslands gagnvart
Noregi. Því hefði ákvörðunin verið utanríkis-
ráðuneytisins.
Jón Baldvin sagði það ósatt að utanríkis-
ráðuneytið hefði beðið um eitthvað annað en
fólst í ályktun ríkisstjórnarinnar. Ef menn
væru óánægðir með efnistök stofnunarinnar
væri það séimál. En ríkisstjómin hefði beðið
um að kortleggja afleiðingar sameiginlegrar
fískveiðistefnu og áhrif á sjávarútveginn. Sjáv-
arútvegsstofnun hefði verið beðin um að rann-
saka fiskveiðistefnu ESB, fyrirætlun og fram-
kvæmd og áhrif hennar á inngöngu eða ekki
inngöngu íslands. Það væri það sama og fólst
í ályktun ríkisstjómarinnar.
Forsætisráðherra misboðið
Þingmenn bæði stjórnar og stjórnarandstöðu
gagnrýndu harðlega í umræðunni að nokkrar
af umræddum skýrslum væm enn flokkaðar
sem trúnaðarmál og þær ekki aðgengilegar
þingmönnum þótt fjallað hefði verið um þær
opinberlega, m.a. á fundi á vegum Alþýðu-
flokksins sl. sunnudag.
Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði að
sér hafí verið misboðið á þeim fundi þegar því
hafi verið haldið fram að hann reyndi að koma
í veg fyrir umræður um skýrslurnar. Á fund-
inum hefði skýrsla Sjávarútvegsstofnunar m.a.
verið kynnt. Sú skýrsla hafi verið send utanrík-
isráðuneytinu 27. september undir því fororði
að um bráðabirgðaskýrslu væri að ræða sem
væri trúnaðarmál til umfjöllunar í ríkisstjóm
og opinberar tilvitnanir í skýrsluna væru
óheimilar. Endanleg skýrsla var síðan boðuð
innap tveggja vikna.
„Ég hef ekki séð þessa endanlega skýrslu,
sem var hins vegar rædd á þessum fundi Ál-
þýðuflokksins og fundið að því að forsætisráð-
herra sé á móti umræðu af þessu tagi,“ sagði
Davíð. __
Þá sagði hann að Ragnar Árnason fulltrúi
Hagfræðistofnunar hefði haft samband yið
utanríkismálanefnd Alþingis og skýrt frá því
að skýrsla stofnunarinnar væri ekki endanleg-
„Auðvitað þarf ekki efnislegar umræður um
þessar skýrslur fyrr en þær eru endanlegar
og ég vek athygli á að af fímm skýrslum hafa
aðeins tvær borist endanlegar. Það verður áð
vera einhver vitræn umfjöllun um þessi mál
og það gerist ekki nema verið sé að ljalla um
endanlegar skýrslur. Og ég sit ekki undir því
að ég sé að reyna að koma í veg fyrir að um
þessi mál fari vitrænar umræður fram,“ sagði
Davíð Oddsson.
Eurocard á íslandi
Raðgreiðslur til
36 mánaða
EUROCARD á íslandi mun frá og
með næsta mánudegi bjóða korthöf-
um sínpm raðgreiðslur tii lengri tíma
en áður hafa þekkst, eða til alls 36
mánaða. Tekin verða upp tvö samn-
ingsform, annars vegar skuldabréf
og hins vegar kaupsamningar með
eignarréttarfyrirvara. Úttektarijár-
hæð og iánstími getur verið mismun-
andi eftir aðildarfyrirtækjum, og eins
verður viðskiptatraust korthafa met-
ið í hvert skipti sem gerður er rað-
greiðslusamningur.
Fyrirtæki sem í dag hafa heimild*
til Éurokredit þjónustu munu sjálf-
krafa öðlast rétt til útgáfu á Euroe-
ard raðgreiðslusamningum að há-
marki 12 mánuði. Fyrirtæki sem vilja
bjóða raðgreiðslur til 24 eða 36 mán-
aða þurfa að sækja um það sérstak-
lega og ganga frá sérstökum við-
aukasamningi, og einnig þurfa þau
að semja sérstaklega ef óskað er
eftir greiðsluábyrgð á raðgreiðs-
lusamningum.
Samningsformin gera ráð fyrir
föstum eða breytilegum vöxtum, en
það er viðkomandi fyrirtæki sem
metur vextina. Að sögn Grétars
Haraldssonar hjá Eurocard miðast
breytilegir vextir við meðalvexti á
almennum skuldabréfum viðskipta-,
bankanna eins og þeir eru hveiju
sinni, en að auki bætist lántöku-
kostnaður og færslugjald sem er 100
kr. við fjárhæðina.
Stórkaupmenn gagnrýna ESA fyrir málsmeðferð
Verslunarráð gæti
hafa spillt fyrir
FÉLAG íslenskra stórkaupmanna
(FÍS) gagnrýnir harðlega afgreiðslu
Éftirlitsstofnunar EITA (ESA) á
kæru félagsins végna álagningar
vörugjalda á innfluttar vörur frá síð-
ustu áramótum. Kæran var send Eft-
irlitsstofnuninni 18. janúar sl. eða
daginn eftir að Verslunarráð Islands
bað stofnunina um álit á því hvort
álagning vörugjaldsins væri heimil
samkvæmt EES-samningnum. Niður-
staða ESA í þessu máli verður vænt-
anlega formlega birt um áramótin.
Eins og fram kom í viðskiptablaði
í gær er ekki búist við að ESA legg-
ist gegn álagningu vörugjaldsins en
geri hins vegar ýmsar athugasemdir
varðandi framkvæmd innheimtunn-
ar. Telur ESA að aðferðir við inn-
heimtu feli í sér mismunun innlendra
og erlendra aðila t.d. vegna mismun-
andi gjaldfrests. Er lagafrumvarp í
smíðum í fjármálaráðuneytinu tii að
bæta úr þessum atriðum.
„Við erum mjög óánægð með
málsmeðferð ESA í þessu máli, t.d.
að verið sé að spyrða saman mál
tveggja aðila,“ segir Stefán Guðjóns-
son, framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra stórkaupmanna. „Þess fyrir
utan höfum við áhyggjur af því að
bréf Verslunarráðsins hafi spillt fyrir
úrlausn þessa máls því í bréfinu er
gerð almenn athugasemd við vöru-
gjaldsálagninguna.
í okkar erihdi gerum við hins veg-
ar athugasemdir við tilteknar vöru-
tegundir, þ.e. ljósmyndavörur, þar
sem vörugjöld eru augljóslega sett á
í staðinn fyrir tolla. Við ætluðum að
fá niðurstöðu varðandi þennan eina
vöruflokk sem gæti orðið fordæmi
vegna álagningar vörugjalds í öðrum
flokkum. Ágreiningurinn yrði þannig
skýrt afmarkaður."
Andlát
RÖGNVALDUR
ÓLAFSSON
RÖGNVALDUR
Ólafsson, fram-
kvæmdastjóri á
Hellissandi, er látinn,
77 ára að aldri.
Rögnvaldur fædd-
ist á Brimilsvöllum í
Fróðárhreppi 18. júlí
1917, sonur hjónanna
Kristólínu Kristjáns-
dóttur og Ólafs
Bjamasonar. Hann
útskrifaðist úr Reyk-
holtsskóla 1938 og
starfaði á Brimilsvöll-
um þar til hann réðst
sem skrifstofumaður
að frystihúsinu í Innri-Njarðvík.
Árið 1950 gerðist
hann framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss
Hellisand^ og starfaði
þar til dauðadags.
Rögnvaldur kvænt-
ist Jónu Ágústsdóttur
frá Mávahlíð í Fróðár-
hreppi sem lifir mapn
sinn. Þau áttu einn
son, Ólaf, og fóstur-
dótturina Þuríði.
Rögnvaldur var uin
árabil fréttaritari
Morgunblaðsins og
sendir blaðið eigin-
konu og börnum hans
samúðarkveðjur.