Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 25, NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Deilt um
stjórn
Sorpu
MÁLFLUTNINGUR og afstaða
borgarstjóra um málefni Sorpu virð-
ist grundvallast á því að fulltrúi R-
listans er ekki formaður stjórnar,
segir í bókun fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins í borgarráði. í svari borgar-
stjóra segir, að sjálfstæðismönnum
hafi verið kunnugt um að ráðstöfun
formennsku og varaformennsku hafí
verið án samráðs við borgarstjóra
eða lýðræðislega kjörinn meirihluta.
í bókun sjálfstæðismanna er lýst
undrun yfir ummælum borgarstjóra
um málefni Sorpu. Þar hafi því verið
haldið fram að veigamikil ástæða
fyrir mögulegri sölu á Sorpu til aust-
urrísks fyrirtækis sé sú að Reykvík-
ingar eigi ekki meirihluta í stjórn
fyrirtækisins og hvorki formann né
varaformann. Fram kemur að Reyk-
víkingar eiga fímm stjórnarsæti af
níu og að varaformaður sé Guðrún
Zoega borgarfulltrúi.
Þá segir m.a.: Nú liggur fyrir að
borgarstjóri er tilbúinn til að kanna
möguleika á því að selja erlendu fyr-
irtæki, og einkavæða a.m.k. 70%
eignarhlut borgarinnar í Sorpu, sem
er eitt mikilvægasta þjónustufyrir-
tæki íbúa á höfuðborgarsvæðinu.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins
eru reiðubúnir til að skoða alla mögu-
leika varðandi breytt rekstrarform
Sorpu, en það eru sjálfsögð vinnu-
brögð að slík vinna sé unnin í nánu
samráði við önnur sveitarfélög á
höfuðborgarsvæðinu sem eiga hlut í
Sorpu.“
Sérkennileg bókun
í svari borgarstjóra segir að bókun
Sjálfstæðisflokksins sé sérkennileg í
ljósi þess að hann hafi ráðstafað
embættunum án samráðs við meiri-
hluta sem ber ábyrgð á skuldbinding-
um er fylgja 68% stofnijáraðild. „Öll-
um má ljóst vera að sú aðgerð gerir
það að verkum að borgaryfirvöld
hljóta að taka það til alvarlegrar skoð-
unar hvort byggðasamlag sem
rekstrarform henti Reykjavíkurborg."
Aðgerðadagur vegna
ofbeldis gegn konum
Morgunblaðið/Ásdís
Brunaverðir
á skólabekk
BRUN AMÁLASKÓLINN, sem er
á vegum Brunamálastofnunar
ríkisins, hóf formlega starfsemi
sína í gær, fimmtudag, með fyrsta
námskeið fyrir slökkviliðsmenn.
Námskeiðið nær yfir 113 kennslu-
stundir, eða tæpar þrjár vikur,
og er kennt í Slökkvistöðinni á
Tunguhálsi 13. Námssvið skólans
skiptist í fimm þætti: Slökkviliðs-
maður 1 og Slökkviliðsmaður 2,
sem telst grunnnám, Slökkviliðs-
maður 3 á tæknibraut og Slökkvil-
iðsmaður 3 á stjórnunarbraut,
sem telst fullnaðarnám, og loks
Eldvarnareftirlitsnám. Á mynd-
inni sjást slökkviliðsmenn, sem
hófu nám við Brunamálaskólann
í gær.
SÉRSTAKIR aðgerðardagar
vegna ofbeldis gegn konum verða
26. nóvember til 10. desember
næstkomandi. Að sögn Guðrúnar
Jónsdóttur hjá Stígamótum er hér
um að ræða lið í alþjóðlegu átaki
sem hefur slagorðin: „Vitund, vilji,
virkni: Ofbeldi gegn konum er
brot á mannréttindum." Hér á
landi munu sextán kvennasam-
bönd standa að uppákomunni.
Átakið hefst með viðamikilli sam-
felldri dagsskrá í Ráðhúsi Reykja-
víkur á morgun milli klukkan 14
og 17, en því lýkur með málþingi
um ofbeldi gegn konum í Odda
10. desember.
Að sögn Guðrúnar er forsaga
þessa máls sú, að konur víðs veg-
ar að úr heiminum hafí fjölmennt
til Vínarborgar sumarið 1993, en
þar fór þá fram mannréttindaráð-
stefna á vegum Sameinuðu þjóð-
anna. Konumar efndu til óform-
legrar ráðstefnu samhliða ráð-
Slagorðin eru
„Vitund, vilji,
virkni“
stefnu SÞ í þeim tilgangi að hafa
áhrif á ákvarðanatöku hennar.
Veturinn 1993 höfðu alþjóðleg
samtök kvenna sem ríefnast „The
Global Campaign for Womans
Rights“ gengist fyrir undirskrift-
arherferð í öllum löndum heims.
Þar var skorað á Vínarráðstefnuna
að taka inn í mannréttindasátt-
mála SÞ ákvæði þess efnis að
kynferðislegt ofbeldi gegn konum
sé brot á mannréttindum. Þessir
undirskriftarlistar voru síðan not-
aðir af óformlegu kvennaráðstefn-
unni sem áhrifamikið tæki í þrýsti-
hópabaráttu þeirra. Árangur þessa
frumkvæðis kvenna var að mann-
réttindaráðstefna SÞ samþykkti
kröfuna um að kynferðislegt of-
beldi gegn konum yrði lýst brot á
mannréttindum.
Guðrún sagði ennfremur, að
mikið hefði verið lagt í dagskrána
sem hefst í Ráðhúsinu á morgun.
„Þetta verða menningarleg atriði
sem hafa geyma ívaf af því of-
beldi sem um ræðir,“ sagði Guð-
rún. Fyrst er söngur Kvennakórs
Starfsmannafélags ríkisstofnana
og síðan flytur Guðrún ávarp. Þar
á eftir leika Hallfríður Ólafsdóttir
og Ármann Helgason á flautu og
klarinett og síðan verður flutt
verkið „Stúlka í hvítum kjól“ eftir
Rósu Svavarsdóttur. Þar eftir er
hlé, en síðan heldur dagskráin
áfram með söngatriði Kvennakórs
Reykjavíkur og dansatriði Ólafar
Ingólfsdóttur. Því næst er ávarp
Ágústs Þórs Árnasonar og að lok-
um leikþátturinn „Þá mun enginn
skuggi vera til“ eftir Björgu Gísla-
dóttur og Kolbrúnu Ernu Péturs-
dóttur.
Endurskipulagning fjármála hjá Samtökum um kvennaathvarf
• •
Ollum sagt
upp störfum
„ Morgunblaðið/Sverrir
STJORN samtaka um kvennaathvarf kynnti í gær fyrirhugaða
endurskipulagningu samtakanna. Á myndinni eru, frá vinstri:
Álfheiður Ingadóttir, upplýsingafulltrúi, Sjöfn Ingólfsdóttir,
meðstjórnandi, Ragnheiður Margrét Guðmundsdóttir, ritari,
Hildigunnur Ólafsdóttir, formaður, Ólöf Sigurðardóttir, varafor-
maður, og Margrét Pála Ölafsdóttir, gjaldkeri.
ÖLLUM starfskonum Kvennaat-
hvarfsins hefur verið sagt upp störf-
um, vegna erfiðrar fjárhagsstöðu
og fýrirhugaðrar endurskipulagn-
ingar. Þá hefur stjórn Samtaka um
kvennaathvarf ákveðið að bókhald
skuli gert upp mánaðarlega og sent
til löggiltra endurskoðenda, svo það
hafi þann forgang sem nauðsynleg-
ur er til að það nýtist sem stjórn-
tæki við reksturinn. Fjármunir fara
hér eftir aðeins um hendur rekstrar-
fulltrúa, sem hefur nú einn, ásamt
gjaldkera stjórnar, prókúru fyrir
Samtökin.
Þetta kemur fram í greinargerð
stjórnar Samtaka um kvennaat-
hvarf, sem lögð var fram í gær.
Þar eru raktar þær athugasemdir
endurskoðenda, sem kynntar voru
á aðalfundi Samtakapna þann 1.
nóvember, en í framhaldi af þeim
var samtökunum kosin stjórn í
fyrsta sinn.
Athugasemdir við bókhald,
peningalán og launamál
Athugasemdirnar beindust aðal-
lega að fjórum þáttum. I fyrsta lagi
hefði bókhaldi verið ábótavant; því
verið skilað seint til endurskoðenda,
fylgiskjöl vantað og reikningar í
ákveðnum tilvikum verið greiddir
án tilskilinna beiðna eða heimilda.
í öðru lagi hefði neyðarsjóður, sem
starfskonur gátu gripið til utan
skrifstofutíma, verið misnotaður.
Brögð hefðu verið að því að úr
honum væru veitt peningalán, bæði
til dvalarkvenna og starfskvenna.
Ákveðið var að loka sjóðnum í des-
ember 1993, en starfskona at-
hvarfsins viðurkenndi fyrir skömmu
að hafa í ágúst sl. gefið úr ávísan-
ir til eigin þarfa úr hefti sjóðsins,
samtals 43.700 krónur. Hún hefur
nú endurgreitt féð.
í þriðja lagi voru brögð að því
að laun væru greidd út fyrirfram
og kemur fram í greinargerð stjóm-
ar að smám saman hlóðust upp
launaskuldir af þessu tagi. Við árs-
lokauppgjör 1993 námu þær 1,9
milljónum og 20. október sl. nam
upphæðin rúmlega 1,4 milljónum.
Skuldin skiptist á þrjár starfskonur
og skuldaði ein þeirra 963 þúsund,
önnur 382 þúsund og sú þriðja 112
þúsund. Gengið hefur verið frá upp-
gjöri þessara skulda nú.
Fjórða athugasemd endurskoð-
enda laut að ákvörðun fram-
kvæmdanefndar athvarfsins hinn
19. júlí sl. um að hækka laun starfs-
kvenna um 17%, 11% hækkun á
yfirvinnu og 5 daga lengingu or-
lofs. í greinargerð stjórnar segir
að þessi ákvörðun, sem eykur
launakostnað Samtaka um kvenna-
athvarf um 4,3 milljónir á ári, hafi
verið fjárhagsgetu samtakanna of-
viða og úr takti við almenna launa-
þróun í landinu.
Auk þess sem bókhaldi verður
komið í fastar skorður, prókúra
takmörkuð við rekstrarfulltrúa og
gjaldkera og starfskonum sagt upp
hefur stjórn Samtaka um kvennaat-
hvarf ákveðið að engin yfirvinna
verði heimiluð, en þörf fyrir hana
mætt með vinnu sjálfboðaliða. Þá
hefur verið dregið úr aðkeyptri sér-
fræðiþjónustu og reikningar eru
aðeins greiddir samkvæmt beiðn-
um, sem undirritaðar eru af starfs-
konu og fengið hafa staðfestingu
stjórnar.
Hundruð hafa treyst á
starfsemina
í lok greinargerðar stjórnar Sam-
taka um kennaathvarf segir að frá
því að athvarfíð var opnað, 6. des-
ember 1982, hafi hundruð kvenna
og barna treyst á starfsemi þess.
Meginverkefni Samtaka um
kvennaathvarf sé enn sem fyrr að
reka athvarf fyrir konur og börn
sem ekki er vært á heimili sínu
vegna ofbeldis. Það verði því að
vera tryggt að þeir fjármunir sem
Samtökum um kvennaathvarf sé
trúað fyrir séu notaðir í þágu þess
verkefnis.
Lánað
verði til
viðhalds
TILLAGA um átak að bættu við-
haldi húsa í höfuðborginni var rædd
á síðasta fundi borgarstjórnar og
kom fram mikil samstaða borgar-
fulltrúa um að gripið verði til að-
gerða. Hilmar Guðlaugsson borgar-
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakti
athygli á að Húsnæðisnefnd hefði
samþykkt að beina því til félags-
málaráðherra, að stofnaður yrði
viðhaldssjóður hjá Húsnæðisstofn-
un er veitti hagstæð lán til lengri
tíma vegna viðhalds utanhúss.
I tillögu borgarstjóra sem sam-
þykkt hefur verið í borgarráði kem-
ur fram að átakið sé þríþætt. Til-
gangurinn sé að skapa atvinnu,
fegra ásjónu borgarinnar og hvetja
til aukinnar notkunar innlendra
byggingarefna. Hilmar Guðlausson
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins,
sagði að tillaga Húsnæðisnefdnar
væri almenns eðlis og næði ekki
eingöngu til félagslegara íbúða.
„Þó höfum við einnig í huga þau
fjölmörgu fjölbýlishús, sem byggð
voru á árunum 1967 til 1975 af
Framkvæmdanefnd byggingaáætl-
unar og eru nú á vegum Húsnæðis-
nefndar Reykjavíkurborgar," sagði
hann. „Því miður eru augljós dæmi
um að mörg hús eru að drabbast
niður vegna skorts á viðhaldi utan-
húss. Það er jafnframt Ijóst að
margir íbúðareigendur hafa ekki
bolmagn til að fjármagna eðlilegt
viðhald. Opinberir aðilar þurfa að
koma inn í þetta dæmi til að ekki
skapist neyðarástand."
Ráða ekki við viðgerðir
Hilmar vék síðan að tillögu sem
samþykkt var á ársfundi Sambands
húsnæðisnefnda, en þar segir að
viðhaldi félagslegra íbúða sé ábóta-
vant og íbúar ekki í stakk búnir
til að taka há lán á almennum
markaði. Ljóst sé að veita þurfi fé
til endurbóta úr byggingasjóði
verkamann með viðráðanlegum
kjörum til að forða því að alkalí-
skemmdar byggingar grotni niður.
Ef til vill væri eina lausnin sú að
húsnæðisnefndum verði fengið vald
og ábyrgð til að annast slíkt við-
hald á kostnað íbúanna. Með slíkri
ráðstöfun væri hægt að tryggja
ódýrt viðhald og að fagmennsku
yrði gætt.
-----»••♦ ♦---
Hagræðing í
mjólkuriðnaði
Viðræðum
haldið áfram
SAMÞYKKT var á aukaaðalfundi
Kaupfélags Borgfirðinga á þriðju-
dagskvöld að heimila stjórn að
halda áfram samningaviðræðum við
Mjólkursamsöluna í Reykjavík um
hagræðingu í mjólkuriðnaði sem
m.a. fæli í sér að vinnsla mjólkur
í Mjólkursamlagi Borgfirðinga yrði
lögð niður.
Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar
kaupfélagsstjóra er gert ráð fyrir
því ef samningar takast að Mjólk-
ursamsalan greiði kaupfélaginu
hluta af þeim hagnaði sem af ha-
græðingunni hlytist. Auk þess fást
um 250 milljónir úr úreldingarsjóði
mjólkurbúa verði úreldingin sam-
þykkt fyrir 1. desember en ella
fæst 20% minna úr sjóðnum. Páll
sagði að ef samningar tækjust og
af úreldingu mjólkurbúsins yrði
væri gert ráð fyrir að stofnað yrði
nýtt matvælavinnslufyrirtæki í
Borgarnesi í eigu kaupfélagsins,
Mjólkursamsölunnar og Osta- og
smjörsölunnar.