Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Sunna og Þráinn sýna
Barpar í 70. sinn
Ný upp-
lifun í
hvert sinn
„ÞAÐ er alls ekki hægt að segja
að við séum leið á þessu, þetta er
ný upplifun í hvert skipti," sagði
Þráinn Karlsson leikari sem ásamt
Sunnu Borg stendur við barinn í
leikritinu Barpari í sjötugasta og
síðasta sinn annað kvöld, laugar-
dagskvöld. Leikritið hefur notið fá-
dæma vinsælda og sett sýningar-
met hjá Leikfélagi Akureyrar sem
líkast til verður seint slegið.
Á besta aldri
„Við Sunna erum góðir vinir sem
er mikils virði þegar við erum að
leika svona mikið sarnan," sagði
Þráinn. Leikritið var frumsýnt í upp-
hafí árs, í janúar og sagði Þráinn
að hann hefði strax gert sér grein
fyrir að þetta væri sýning sem myndi
ganga „en ég átti ekki von á að hún
entist svona lengi,“ sagði hann og
bætti við að það væri fátt sem benti
til að þau Sunna ættu að hætta á
bamum vegna þess að aðsókn yrði
ekki meiri. Desember færi í hönd
og fólk margt að sýsla þannig að
sýningar legðust niður, að minnsta
kosti um tíma. „Það eru allar for-
sendur fyrir því að halda áfram, leik-
aramir báðir á besta aldri og við
góða heilsu sagði Þráinn.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Bærinn brátt í jólabúning
NANNA og Ingvar voru eiginlega ekki í jóla-
skapi, búið að spá 10 stiga hita og fátt sem
minnti á jólin en þau vinna samt á fullu við
undirbúning þess að koma miðbæ Akureyrar í
jólabúning. Hafist var handa við það í gær I
gömlu gróðrarstöðinni, bækistöð umhverfis-
deildar bæjarins, að hnýta grenikransa sem
vafðir verða um ljósastaura göngugötunnar.
Alls gera þau um 20 slíka kransa og nota til
verksins töluvert mörg kíló af íslensku rauð-
greni, afklippur af jólatrjám sem þau fá einkum
frá skógræktinni á Vöglum.
Kjarasamningur við hjúkrunarfræðinga kostar FSA 25 milljónir
Launabætur vegna samn-
ingsins 15 milljónir króna
HALLDÓR Jónsson framkvæmdastjóri Fjórðungssjúkrahússins á Akur-
eyri segist vera undrandi ániðurstöðu nefndar fjármála- og heilbrigðis-
ráðherra um launa- og kostnaðarhækkamr vegna kjarasamnings ríkisins
og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga en hvað FSA varðar er gert ráð
fyrir launabætur vegna kjarasamningsins nemi um 15 milljónum króna.
Reiknað hefur verið út að kjara-
samningurinn kosti sjúkrahúsið
tæpar 25 milljónir. Að viðbættum
þeim 10 milljónum króna sem vant-
ar kemur flatur niðurskurður á
launakostnað og þá er stofnuninni
gert að afla sér sértekna sem ekki
er vitað hvar eigi að taka. Saman-
lagt er þarna um að ræða 35 millj-
ónir króna sem framkvæmdastjór-
inn segir vigta afar þungt í kjölfar
þess sem á undan er gengið.
„Mér fínnst þetta mjög sláandi
og þessi niðurstaða nefndarinnar
kemur mér verulega á óvart. Kjara-
samningurinn við hjúkrunarfræð-
inga kostar okkur um 25 milljónir
króna en samkvæmt niðurstöðu
nefndarinnar fáum við um 15 millj.
Rökin eru þau að dregið er frá
þar sem yfírborganir hafa verið til
staðar, það eina sem við getum álit-
ið að höfðað sé til í okkar tilfelli
er svonefndur bónus, sem verið
hefur við lýði hér frá árinu 1985.
Þessi bónus hefur verið greiddur til
þeirra hjúkrunarfræðinga sem eru
í fullu starfi og veldur því að yfír-
vinna hefur tvímælalaust minnkað
mikið. Bónusinn hefur því haft já-
kvæð áhrif, en það hafa aldrei kom-
ið sérstakar greiðslur til okkur
vegna hans. Manni fínnst þetta svo-
lítið öfugsnúið, FSA hefur aldrei
gert kröfu um sérstaka fjárveitingu
vegna bónusgreiðslnanna né ríkið
talið ástæðu til að greiða sérstak-
lega fyrir hann enda rökin fyrir
greiðslu hans þau að ekki sé um
aukin útgjöld að ræða en samt sem
áður virðist það svo að hann sé nú
dregin frá raunverulegri hækkun á
launakostnaði vegna kjarsamning-
anna,“ sagði Halldór.
Ósanngjarnt
Hann sagði að sífellt væri verið
að höfða til þess að stjórnendur
stofnana eigi að hafa ábyrgð og
vald til að stýra og stjórna sínum
stofnunum á þann besta máta sem
þeir telja. Sjúkrahúsið hefði verið
rekið innan þess fjárlagaramma
sem því væri sett. Nú liti út fyrir
að ekki ætti að bæta raunkostnað
kjarasamninganna og þarna væri
því um beina skerðingu að ræða
sem erfítt yrði að mæta. „Ég veit
ekki á þessu stigi hvaða afleiðingar
það hefur í för með sér eða til hvaða
ráðstafana verður gripið. Það er
hins vegar afar ósanngjarnt að
mínu mati að draga frá vegna ein-
hvers sem aldrei hefur verið bætt
til okkar,“ sagði Halldór.
Ekki bjart yfir
Hann nefndi að samhliða öðrum
niðurskurði, þ.e. flötum niðurskurði
á laun upp á 15,9 milljónir, hækkun
á sértekjum upp á 10 milljónir sem
enginn vissi hvar ætti að taka og
að FSA hefði tekið á sig kostnað
við yfírtöku á Kristnesspítala upp
á 15-20 milljónir væri langt í frá
bjart yfir. „Það eru takmörk fyrir
því hvað hægt er að hagræða, fyrr
eða síðar mun það gerast að ekki
verður unnt að mæta þessu nema
með skertri þjónustu. Það fínnst
mörgum hér að verið sé að refsa
okkur fyrir að reka spítalann í sam-
ræmi við fjárveitingar og það er
afar óþægileg staða,“ sagði Halldór.
Hver vildi
eiga heima á
Akureyri?
JÓN Hjaltason sagnfræðingur og
höfundur sögu Akureyrar heldur
opinberan fyrirlestur við Háskól-
ann á Akureyri á morgun, laugar-
daginn 26. nóvember, og hefst
hann kl. 14.00 í stofu 24 í hús-
næði skólans við Þingvallastræti.
Nefnir hann fyrirlesturinn:
Hvernig stóð á því að nokkur
maður vildi eiga heima á Akureyri
19. aldar, því auma syndabæli er
mörgum þótti þá vera? Mun hann
væntanlega leitast við að svara
þeirri spurningu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
JÓN Hlöðver Áskelsson, Guðmundur Magnússon og Friðþjófur
Sigurðsson í Deiglunni, þar sem leikhópurinn sýnir.
Á furðu-
slóðum
„Á FURÐUSLÓÐUM" er leiksýn-
ing sem sett verður upp í Deigl-
unni á morgun, laugardag, kl.
16.00 og 20.00.
Hala-leikhópurinn í Reykjavík
sýnir tvo einþáttunga, „Joðlíf"
eftir Odd Björnsson og „A
rúmsjó" eftir Mrozek. Leikstjóri
er Guðmundur Magnússon og j
yfirumsjón með leikmynd hefuri
Valerie Harris, en hlutverkin er
sjö. Aðgöngumiðasala fer fram í
Bjargi í dag, föstudag, frá 16.00
til 20.00 og einni klukkustund
fyrir sýningar á morgun, en
miðaverð er 1.000 krónur.
Ráðstefnan
„Háskóli,
rannsóknir,
atvinnulíf“
HÁSKÓLI, rannsóknir, at-
vinnulíf er yfirskrift ráð-
stefnu sem Vörður, félag
ungra sjálfstæðismanna, efn-
ir til í Verkmenntaskólanum
á Akureyri á morgun, laugar-
dag, og hefst hún kl. 13.15.
Menntamálaráðherra,
Ólafur G. Einarsson, flytur
inngangserindi, en framsögu-
menn eru Þorsteinn Gunnars-
son, rektor Háskólans á
Akureyri, Vilhjálmur Lúð-
víksson, framvkæmdastjóri
Rannsóknarráðs íslands, Þor-
kell Sigurlaugsson, fram-
kvæmdastjóri þróunarsviðs
Eimskips, Halldór Blöndal,
samgöngu- og landbúnaðar-
ráðhen-a, Halldór Jóhanns-
son, framkvæmdastjóri
ferðaskrifstofunnar Ratvíss á
Akureyri, og Svanhildur
Hólm Valsdóttir, formaður
Varðar. Ráðstefnu stjóri er
Tómas Ingi Olrich alþingis-
maður.
Markmið ráðstefnunnar er
m.a. að ræða samspil, há-
skóla, rannsókna og atvinnu-
lífs í ljósi slæmrar stöðu at-
vinnulífsins og mikils at-
vinnuleysis og verður velt upp
spurningunni um hvort það
sé meginhlutverk mennta- og
rannsóknastofnana að vinna
að uppbyggingu atvinnuveg-
anna og einnig hvort Háskól-
inn á Akureyri geti orðið lyfti-
stöng fyrir atvinnulífið við
Eyjafjörð.
Fánar leika í
Sjallanum
HUÓMSVEITIN Fánar leik-
ur í Sjallanum í kvöld, föstu-
dagskvöld. Sérstakir gestir
Fánanna verða hljómsveitin
Brimkló og Björgvin Hall-
dórsson.
Ætlunin er að vekja upp
gömlu stemmninguna sem
var á Brimklóarböllunum í
Sjallanum.
Aðventu-
tónleikar
FYRSTA sunnudag í að-
ventu, sunnudaginn 27. nóv-
ember, kl. 20.30 heldur Kór
Glerárkirkju aðventutónleika.
Þetta eru fyrstu aðventutón-
leika kórsins en ætlunin að
þeir verði fastur liður í starf-
semi hans.
Flutt verða fjölbreytt að-
ventu- og jólalög frá ýmsum
löndum, bæði vel og lítt
þekkt. Síðar á aðventunni er
ætlunin að fara með hluta af
efnisskránni á sjúkrastofnan-
ir og dvalarheimili aldraðra á
Akureyri og nágrenni og
syngja fyrir þá sem dvelja á
heimilunum.
Bróðkaups-
veislan
KVIKMYNDAKLÚBBUR
Akureyrar sýndir á sunnudag
kl. 18.00 og mánudag kl.
18.30 kvikmyndina Brúð-
kaupsveisluna.