Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 17
URVERIIMU
Vestfir ðingarnir
fá minnst af
rækjuviðbótinni
Rækjukvóti þeirra er svipaður og
aukning til loðnu- og síldarbáta
VESTFIRÐINGAR fá liðlega
1.200 tonn af þeim 13 þúsund
tonnum sem bætt var við úthafs-
rækjukvótann á dögunum. Þeir
börðust manna mest fyrir aukning-
unni en fá minnst af henni sjálfir.
Til samanburðar má geta þess að
loðnu- og síldarbátar fá 4.600
tonna aukningu eða svipað magn
og heildarkvóti Vestfirðinga er nú
ef dreginn er frá kvóti Jöfurs ÍS
sem að mestu leyti er gerður út
frá Hvammstanga. Skip sem skráð
eru sem loðnu- og síldarbátar í
aflamarksskrá hafa nú 22.300
tonna kvóta eða liðlega þriðjung
af úthafsrækjukvótanum. Til sam-
anburðar má einnig geta þess að
sjö skip Samheija hf. eru nú með
tæplega 5.500 tonna kvóta og
fengu litlu minni aukningu en öll
skip sem skráð eru á Vestfjörðum.
Vestfirðingar hafa keypt mikinn
kvóta til að halda verksmiðjum sín-
um gangandi því Halldór Her-
mannsson, stjórnarformaður
rækjuverksmiðjunnar Rits hf. á
ísafirði segir að þau hafi landað
13.500 tonnum. Skip þeirra voru
flest að ljúka við kvóta sína þegar
sjávarútvegsráðherra jók við á
dögunum.
Halldór Hermannsson segir að
vestfirsku rækjuverksmiðjurnar
þyrftu að auka vinnsluna upp í 18
þúsund tonn til að fullnægja óskum
markaðarins. Þær yrðu þó langt í
frá fullnýttar með því magni. „Þó
verðið hafi hækkað er nægur
markaður fyrir rækjuna."
Kvótinn situr fastur
Rækjuverksmiðjurnar kröfðust
þess að kvótinn yrði aukinn um
50%. Halldór Jónsson, útgerðar-
stjóri Rita hf., segir að það hefði
skilað fjórum milljörðum í þjóðar-
búið og einum milljarði til Vest-
fjarða ef þeir hefðu haldið hlut-
deild sinni í vinnslunni. „Verð á
rækju hefur hækkað mikið og það
er sorglegt að þegar aðstæður eru
til sóknar í rækjuiðnaðinum skul-
um við reka okkur á alla þessa
þröskulda," segir hann.
Búið er að veiða um 15 þúsund
tonn af þeim 50 þúsund tonna út-
hafsveiðikvóta sem úthlutað var í
byijun kvótaársins en þrátt fyrir
það hefur verið erfitt að fá keypt-
an kvóta. Halldór Hermannsson
gagnrýnir að kvótinn skuli sitja
fastur hjá mönnum sem vilji hafa
hann sem varasjóð ef aðrar veiðar
gangi ekki og til að hækka verðið
á honum þó bullandi markaður sé
fyrir afurðirnar. Ingimar Halldórs-
son, framkvæmdastjóri rækju-
vinnslu Frosta hf. í Súðavík, segir
að 15% reglan hamli kvótavið-
skiptum. Hann sagðist þó treysta
því að kvótinn færi nú að koma á
markaðinn.
Fer til milliliðanna
Eiríkur Böðvarsson, fram-
kvæmdastjóri rækjuverksmiðjunn-
ar Básafells hf. á ísafirði, segir
að hækkun hráefnisverðsins fari
að mestum hluta til milliliðanna,
sem ættu kvótann en bátarnir sem
svo sannarlega hefðu átt skilið að
fá hækkun nytu þess ekki sem
skyldi.
„Vandamálið okkar Vestfirð-
inga er lítil tengsl milli veiða og
vinnslu í rækjuiðnaðinum. Við sit-
um enn uppi með vandamálin frá
upphaflegri úthlutun kvótans. Þær
aðferðir sem ganga við úthlutun
kvóta í bolfiski þarf ekki að henta
í rækju,“ segir Halldór Jónsson.
Halldór Hermannsson vill afnema
kvóta á skip og greiða eigendum
kvótans gangverð hans á fimm
árum. Síðan gætu rækjuverk-
smiðjurnar greitt þetta fjármagn
til baka til ríkisins með því að
greiða ákveðið gjald fyrir hvert
rækjutonn. Hann viðurkennir hins
vegar nauðsyn þess að takmarka
skipafjölda sem hefði leyfi til
rækjuveiða.
„Rækjan þarf að veiðast þegar
lítið er af þorski. Norðmenn hafa
aldrei sett kvóta á rækju. Niður-
stöður rannsókna þeirra benda til
að það séu eingöngu þorskveiðarn-
ar sem fæli rækjuna í burtu. Allt-
af eru að finnast ný rækjumið hér
við land og við ættum að geta
veitt að minnsta kosti 75 þúsund
tonn á ári,“ segir Halldór Her-
mannsson.
Sjábu
hlutina
í víbara
samhengi!
- kjarni málsins!
Morgunblaðið/RAX
RITUR getur bæði soðið niður rækju og frysti. Mest hefur farið í niðursuðu undanfarna mánuði
vegna þess að verðið hefur verið betra og verður að framleiða upp í gerða samninga áður en
hægt verður að leggja áherslu á frystinguna.
PEUGEOT
osrivfyu
y..i f / /
£//ryycy->a. TTt/xr*
/7'l/MrryVÞCr
/ÍOrryvíUs i/7 A/(/,
/&-/■?■ //-//.
V
Laugardaginn 26. nóvember kynnum við
þér SlS-tölvuhúsgbgnin vinsælu!
Vönduð tölvuborð, prentaraborð, skjáarmar o.fl.
Verið velkomin á einstaka laugardagskynningu. Opið frá kl. 10.00 til 14.00. Nýtiaykkur
Tæknival
■/eno •
Skeifunni 17 - Sími (91) 681665 - Fax (91) 680664
90rO«3YU i NHNNOH HVPNA88