Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 25

Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 25 Sýningumá Dpttur Lúsí- fers að ljúka NÚ ERU aðeins örfáar sýningar eftir af einleiknum Dóttur Lúsífers, sem sýndur hefur verið á Litla sviði Þjóðieikhússins. Dóttir Lúsífers fjallar um ævi og ritverk dönsku skáldkonunnar Kar- enar Blixen og er brugðið upp myndum af sérstæðu og litríku lífs- hlaupi þessarar merku konu. Það er Bríet Héðinsdóttir sem leikur Karen Blixen og hefur hún fengið einróma lof fyrir túlkun sína, segir í kynningu. Leikmynd og búninga hannaði Hlín Gunnardóttir og Ásmundur Karlsson lýsinguna. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson. Dóttir Lúsífers víkur nú af Litla sviðinu fyrir næsta leikverki, Ole- anna eftir David Mamet. Síðustu sýningar eru fyrirhugaðar 25. og 26. nóvember og 1. og 3. desember. „Hafnarfjörður fyrr og nú“ LÝÐVELDISNEFND Hafnarfjarðar og Byggðasafn Hafnaríjarðar standa fyrir ljósmyndasýningunni „Hafnar- fjörður fyrr og nú“. Á sýninguni eru ljósmyndir frá Hafnarfirði, eftir ljós- myndarana Guðbjart Ásgeirsson og Herdísi Guðmundsdóttur frá árunum 1920-40 og ljósmyndir eftir Magnús Hjörleifsson teknar frá sama sjónar- homi árið 1994. Sýningin varpar ljósi á þær breyt- ingar sem hafa orðið á Hafnarfirði á síðustu 50-70 árum. Sýningin er í Sverissal Hafnar- borgar og verður opin frá 26. nóv- ember til 23. desember. -----♦ ♦ ♦----- Kaffi Reykjavík Norsk djass- hljómsveit ÞRIGGJA manna djasshljómsveit frá Noregi er nú stödd hér á landi, en hana skipa þeir Olav Daler saxó- fónleikari, Arild Selm gítarleikari pg Rolf Presto kontrabassaleikari. í kvöld föstudagaskvöld munu þeir svo leika spuna sinn á Kaffi Reykja- vík kl. 21-23, en þegar líða tekur á munu í hóp þeirra bætast íslensk- ir djassleikarar. Hljómsveitin hefur farið á milli grunnskóla í Reykjavík og austur á Hérað. Tónleikaferðin greiðist af peningagjöf sem Haraldur Noregs- konungur gaf i tilefni af 50 ára afmæli lýðveldisins og skyldi renna til menningarstarfs á íslandi. ----------♦ ♦ ♦----- Fornar menntir í TILEFNI af því að út eru komin þrjú bindi í ritsafni Sigurðar Nor- dals, sem hafa að geyma ritsmíðar hans um fornbókmenntir, gengst Stofnun Signrðar Nordals fyrir dag- skrá í Norræna húsinu laugardag- inn 26. nóvember kl. 14. Þar flytja dr. Jónas Kristjánsson, fv. forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, dr. Gunnar Karlsson prófessor og dr. Gunnar Harðarson lektor erindi um Sigurð, verk hans og áhrif, og Þorleifur Hauksson cand. mag. les úr áður óbirtum drögum að 2. bindi Islenskrar menningar en það kallaði Sigurður Fragmenta ultima. Öllum er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. LISTIR Tónlist fyrir alla Skyrgámur á ensku VEISTU hver Skyr-gobbler er? Það er hann Skyrgámur. Jóla- sveinarnir, Grýla og Leppalúði mæla á ensku í Leikbrúðulandi á laugardag, 26. nóvember kl. 15 á Fríkirkjuvegi 11. Aðeins þessi eina sýning verður á ensku. Sunnudaginn 27. nóvember verða jólasveinarnir aftur farnir að tala á íslensku og síðustu sýningarnar að þessu sinni verða 3. og. 4. desember og hefj- ast kl. 15 en miðasala er frá kl. 13. Skyrgámur mun mæla á ensku í Leikbrúðu- landi á laugardag. TÓNLISTARKYNNINGUNNI undir samheitinu Tónlist fyrir alla verður haldið áfram og mun Blás- arakvintett Reykjavíkur heim- sækja Kópavog og leika á tónleik- um í Listasafni Kópavogs - Gerð- arsafni nk. sunnudag, 27. nóvem- ber, kl. 16. Tríó, sem þau Martial Nardeau, Guðrún Birgisdóttir flautuleikarar og Pétur Jónasson gítarleikari skipa, fara til Selfoss og þeirra tón- leikar verða i sal Fjölbrautaskóla Suðurlands fimmtudaginn 24. nóv- ember, í dag, kl. 20.30. Hljómskálakvintettinn, sem skipaður er fimm málmblásturs- hljóðfæraleikurum, leikur í Grinda- víkurkirkju fimmtudaginn 24. nóv- ember kl. 20. Til Keflavíkur og Njarðvíkur kemur Bergþór Pálsson söngvari og með honum Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari. Þeirra tónleikar verða í Keflavíkurkirkju laugardaginn 26. nóvember kl. 17. Á öllum tónleikunum verða mjög fjölþættar efnisskrár og það sem flutt verður kynnt sérstaklega. Það er Jónas Ingimundarson píanóleikari sem hefur í samvinnu við fjölda aðila haft milligöngu um að koma þessu í kring. Opið hús laugardag frá kl. 10-18 og sunnudag frá kl. 13-17. BÚNABARBANKINN HAFNARFIRÐI VÍð opnum nýjan banka í Hafnarfirði! Opið hús laugardag frá kl. 10-18 og sunnudag frákl. 13-17. Sýning á „Kvöld í Hafnar- fjarðarborg eftir hálfa öld' eftir Ásgeir Long. Sýning á myndverkum barna í Hafnarfirði. Verðlaunagetraun. Veitingar. Snæfinnur og Snædís koma i heimsókn. Næstkomandi laugardag mun Búnaöarbankinn opna nýjan banka í Hafnarfirði. Bankinn verður í MiÐBÆ, nýjum verslunar- og þjónustukjarna við Fjarðargötu sem hefur starfsemi sína um helgina með miklum hátíðarhöldum. Afgreiðslutími hins nýja banka er mánudaga til föstudaga frá kl. 9.15 til 16:00. Sími 65 56 00 - Fax 65 56 01 BARN/\D/\NK]liM Börnum er gert hátt undir höfði í hinum nýja banka og fá þau, eins og aðrir, þjónustu sem sniðin er að þörfum þeirra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.