Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 27

Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 27 AÐSEMPAR GREIMAR „Sofa urtubörn á útskerjum“ Svar til borgarstjóra FYRIR nokkru skrifaði ég sutta grein um dagvistarvanda barna eftir viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra og mér finnst ekki birta mjög yfir stöðu smábarna eftir svargrein borgarstjórans. Ég nenni ekki að fara að elta lið fyrir lið úrtölufjas Ingibjargar Sólrúnar - en ég skal gera það ef hún vill, enda tel ég mig þekkja þessi mál mun betur en hún eftir 40 ára starf mitt í greininni. Ingibjörg Sólrún taíar um að þessi hús hafi ekki getað risið á 5 mánuðum til að leysa þennan vanda. Ég krafðist þess aldrei að það væri búið að leysa þennan vanda, heldur var ég að lýsa von- brigðum mínum og áhyggjum, því ég bjóst við meiri stórhug og bjartsýni en kemur fram hjá borgarstjóra eftir að hafa hlustað á ræðurnar fyrir kosn- ingar og milli kosn- inga. Aðallega skýtur borgarstjóri sér á bak við fjárhagsáætlun fyrri meirihluta - þetta fjárhagsáætl- anatal! Hvað hefur það verið lengi afsökun valdhafa? En í síðari grein Ingibjargar Sólrúnar kemur fram að manni skilst, að eitthvað verði að bæta fjárhagsáætlun næsta árs. Af hvetju talaði borgarstjóri og sam- starfsfólk hennar aldrei áður um fjárhagsáætlunarvanda? En nú er sama talið og úrræðaleysið komið og enn einn starfshópurinn! Börnin sem hafa orðið útundan eru þau, segir Elín Torfadóttir, sem hafa verið svo ólánsöm að foreldrarnir hafa gift sig eða viðurkennt sambúð. Dagvistun barna í Reykjavík hefur sett ákveðna hópa foreldra i forgangshóp. það sem ég var að vona, og fjölmargir aðrir, að nú kæmi djörf áætlun fyrir vanda þeirra barna sem útundan hafa verið. Hver eru þau? Börn sem hafa verið svo „ólánsöm" að for- eldrar þeirra hafa gift sig eða viður- kennt sambúð sína. Það er óskráð- ur svartur listi. Hvað er forgangslistinn? Númer eitt háskólafólk án tillits til að- stæðna eða fjárhags. Nr. 2 einstæð- ir foreldrar. Hluti þessara einstæðu mæðra eru ákaflega illa settur og á rétt á forgangi og er sannarlega ekki öfundsverður af stöðu sinni. En ótrúlega eru þar margar sem eru „einstæðar“ og í ónefndri sam- búð með ágætan ijárhag. Þeir for- eldrar hafa margsagt mér að þetta heiti sjálfsbjargarviðleitni! Eftirlit er ekkert og það er mjög erfitt að segja satt á Dagvistun barna - þá ferðu nefnilega á svarta listann eða réttara sagt á engan lista. Nú er það svo að fólk sem kem- ur utan af landi og lætur skrá sig í Reykjavík og hefur skrásetningu í Háskóla íslands kemst strax á skrá og oft inn á leikskóla næstum því næsta dag. Ekki hefur það fólk greitt til samneyslunnar í höfuð- borginni. Slík staða skapast vegna skortsins. Ég hef stjórnað leik- skóla, þar sem Dagvist hefur sent mér barn „einstæðrar" móður í Háskóla íslands. Við lentum í smá- þrasi um vorið, því hún vildi fá plássið að hausti án þess að borga sumarið eins og reglur sögðu til um. Ástæða hennar var sú að hún þurfti að skreppa til Mexíkó í u.þ.b. sex vikur til að hvíla sig eftir próf. Þessi stúlka átti góða verslun úti á landi og hafði fengið aðseturs- skipti örfáum dögum áður en barn- ið kom til okkar og þarna var líka sambýlismaður til staðar. Svona dæmi gæti ég komið með utan endi á sama tíma og börn bláfátækra hjóna eða sambýlis- fólks komust ekki á skrá. Þetta kalla ég myrkviði smábarna- foreldra - og ekki má gleyma rétti barnsins samkvæmt lögum. Ingibjörg Sólrún tal- ar um tæpa 2 milljarða sem þurfi í byggingar - þá er hún komin í það fen sem ég er að vara hana við. Það að byggja hús á því verði sem ég kall- aði arkitektaminnisvarða. Léttar byggingar geta verið allt að því eins hlýlegar og góðar að ég tali nú ekki um heimilislegar. Kaup á húsum eða notað húsnæði í eigu borgarinnar er einn þátturinn. Þetta verður aldrei leyst með þínum 100 milljóna króna bygging- um. Ég styð þó hugmyndir þínar um styrk til einkarekinna leikskóla. Mér sýnist þú vera föst, Ingibjörg Sólrún, í gömlum, stöðnuðum hug- myndum og lausnum og ég er hrædd um að starfshópurinn þinn sé það líka. Nú er ekki lengur hægt að skýla á bak við að þetta sé íhaldinu að kenna, nú verðið þið sjálf að sýna þor og hug til að koma með nýjar hugmyndir og lausnir - það hefur því miður ekki komið fram ennþá, Ingibjörg Sólrún! Það þýðir ekki fyrir þig að tala við mig með þeim hroka sem var í grein þinni. Ég fullyrði að ég þekki miklu betur en þú vanda þeSsara litlu barna. Að endingu. Ég spurði þig hvern- ig þið ætluðuð að leysa vandann með starfsfólk, þar sem nú er um 65-70% starfsfólksins svokallað ófaglært fólk, sem þýðir bara að það hefur ekki lokið námi í Fóstur- skóla íslands í Reykjavík. Fóstur- skóli íslands er ekki heilög stofn- un. Gæti ekki verið fósturskóli á Akureyri? ég veit það að ekki eru slakari kennarar þar en hér. Af hveiju þurfa allir nemendur að koma til Reykjavíkur til að nema í fósturskóla og þannig hefur það verið í 45 ár? En auðvitað veit ég að þau mál eru ekki þín „sök“ eða R-listans. Mikið lifandi ósköp eigum við því fólki mikið að þakka sem hefur unnið í leikskólum með fóstrum og komið á móts við þörfina á starfs- liði. Að lokum, þessi R-listi verður sjálfur að finna lausnir, koma þeim í framkvæmd til þess þarf kannski algjört endurskipulag Dagvistunar barna, það þarf frjóar lausnir og mannúðlegar, minnug þess að það sem börn þurfa helst er öryggi og alúð. Gakktu með stórhug í að leysa þennan vanda, Ingibjörg Sólrún, en gerðu ekki fólk svartsýnt með greinaskrifum þínum og viðtölum. Boðaðu lausnir og betra líf fyrir börn og foreldra þeirra - og stattu þig í því! Elín Torfadóttir NOATUN UNGNAUTAKJOT UN1 Nautagúllash 799.-“ Nautafille 1.599.- Nautasnitzel 899.-B Sun Glory <00% Hreinn ávaxtasafi appels/nu • .9 eplasVfi TILBOÐ VIKUNNAR! Rauðvínslegmr lambahryggir 629.- Hamborgarar 4stk. með brauði 199.- 12 rúllur hvítur WC pappír 239.- Uppþvottalögur Forúla 7 1 Itr. 49.- J*a«Wntoshs konfekt 2 kg. 1-989.. Kókosmjöl 200gr 36: ’ 49,- OÖKUNAR ILB0Ð Jólasmiörið 500gr 122: Lakkrís konfekt 1 kg. 399.- Strá> tykiir Wónu •tertuhíúput 3000* Amerískt hágæðahveiti shop-rite 2,3 kg. 99.' 89.- 7 kg. 55, 4S, 279, 50% 59, NOATUN Nóatún 17 - S. 617000, Rofabæ 39 - S. 671200, Laugavegi 116 - S. 23456, Hamraborg 14, Kóp. - 43888, Furugrund 3, Kóp. - S.42062, Þverholti 6, Mos. - S 666656, JL-húsinu vestur í bæ - S. 28511, Kleifarseli 18 - S. 670900 Höfundur er fóstra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.