Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 33 AÐSENDAR GREINAR Opið bréf til Ólafs Þ. Stephensens KOMDU sæll, Ólafur! í grein þinni „Kreppa Kvennalist- ans“ ferð þú það frjálslega með stað- reyndir að ekki er hjá því komist að svara þér. Skv. greininni eru kvenna- listakonur svo margklofnar að um mann fer: Ungar konur gegn gömlum, Reykjavík gegn landsbyggðinni, ESB- andstæðingar gegn alþjóðasinnum, áhugakonur um sameiginlegt fram- boð flokka gegn þeim sem vilja sér- framboð Kvennalistans, neytendur gegn framleiðendum landbúnað- arvara o.s.frv. Er skrítið að um mann fari? Ólafur, fólk í pólitík ræðir sam- an, vegur og metur rök og nær að endingu saman um niðurstöðu. Þetta hafa kvennalistakonur gert í á 2. ára- tug með allgóðum árangri, án klofn- ings og togstreitu, og svo mun áfram verða. Þar sem hvorki ég né stöllur mínar komu auga á þig, karlmann- inn, meðal landsfundarkvenna spyr ég: Hveijir eru heimildarmenn þínir? Greinina byijar þú á að fullyrða að „engin kona virðist hafa komið ánægð“ af fundinum og því síður hafi þær konur sem þú ræddir við skýra mynd af því hver sé stefna list- ans og hvað hann ætli sér „nákvæm- lega í íslenskum stjómmálum". Mað- ur þarf ekki að hafa setið fundinn til að sjá hve stórorður og fullyr#- ingaglaður þú ert. Landsfundur póli- tískra samtaka er ekki skemmtidag- skrá og því ástæðuiaust og konur komi almennt „ánægðar" heim. Aft- ur á móti er æskilegt að þær fari heim með efni að vinna úr eftir ítar- legar og fróðlegar umræður og það held ég að flestar konur hafi gert. Hlutverk Kvennalistans í ísl. stjórn- málum hefur legið ljóst fyrir frá því hann var stofnaður. Mér er engin launung á að Kvennalistinn á eftir að hnýta saman lausa enda í stefnu- málum sínum en það er allt annað en að hann hafí ekki skýra mynd af stefnu sinni, sem var reyndar áréttuð í stjórnmálaályktun lands- fundar hans árið 1994. Fullyrðingu þinni um að „klofning- ur og tilvistarkreppa virðist hijá Kvennalistann" vísa ég á bug. En mér er ljóst að til að grein þín nái tilætluðum árangri verður þú að Vonandi tekst sjúkra- liðum að semja um mannsæmandi laun, segir Hólmfríður Gunnarsdóttir, sem fjallar um verkfall þeirra í þessari grein. láglaunastörf, hvort sem litið er til eins hóps eða annars. Enn þann dag í dag er þar á ofan um það rætt hvort það sé skynsamlegt að umönn- unarstéttir, aðrir en læknar afli sér frekari menntunar, hvort þær séu ekki betur komnar í fáfræðinni. Maó formaður var á þessu máli. Hann taldi, að sögn Jung Chang, að fólk yrði eftir því heimskara sem það læsi fleiri bækur. Vonandi tekst sjúkraliðum að semja um mannsæmandi laun. Von- andi tekst fleiri starfshópum kvenna að sýna og sanna að störf þeirra eru þörf og þau ber að launa sómasam- lega. Konur ættu ekki að miða kröf- ur sínar við aðra kvennahópa sem hafa búið við léleg laun, heldur ættu þær að miða við að hafa möguleika á góðri afkomu fyrir eigin vinnu. Það er kannski ekki hægt að kaupa ham- ingjuna fyrir peninga, en ég tek heils hugar undir með Francoise Sagan, þegar hún sagði: Það er skárra að gráta í Rolls-Royce en Volkswagen. Með árnaðaróskum til sjúkraliða. grípa til stórra orða þótt þau eigi ekki við og það er þinn höfuðverkur en ekki Kvennalistans. Það er rétt að skv. sumum skoðanakönnunum nýtur Kvennalistinn svipaðs fýlgis nú og hann hlaut í síðustu kosning- um. Ólafur, það þykir mér gott hjá ungu stjórnmálaafli sem alla tíð hef- ur verið í stjórnarandstöðu. Af gefnu tilefni bendi ég þér á að það „tapar“ enginn skoðanakönnun. Fylgi Kvennalistans á landsbyggðinni og Mikill meiríhluti Kvennalistakvenna er hlynntur sérframboði, að sögn Helgu Garðars- dóttur, sem segirþörf- ina fyrir Kvennalistann sízt minni en áður. meðal kvenna á aldrinum 18-24 ára er áhyggjuefni, um það eru lands- fundarfulltrúar sammála, og einnig að Kvennalistinn allur, ekki bara landsbyggðarangarnir, eigi að vinna að því að auka fylgi listans á lands- byggðinni. Frásögn þín af því þegar greiða átti atkvæði ályktun um stöðu ungra, atvinnulausra, lítið menntaðra, ein- stæðra mæðra er öll á skakk og skjön við raunveruleikann. Ályktunin kom til vegna upplýsinga um að staða þeirra væri alvarlegri en annarra atvinnulausra. Þegar ályktunin var borin undir landsfundinn fullyrti kona úr Reykjavík að tölur í henni væru rangar. Það þótti því rétt að • sleppa því frekar að álykta um málið en að fara rangt með. (Ég undir- strika hér að það búa fleiri atvinnu- lausir við kröpp kjör en einstæðar mæður, bæði konur og karlar. Stöðu alls þess fólks þarf að bæta.) Hvað fær þig til að halda því fram að „landsbyggðararmurinn", eins og þú orðar það, hafi staðið gegn ályktun- inni? E.t.v. þyrstir þig í klofning milli kvennalistakvenna í Reykjavík Herraskór m/riflás kr. 3.490 Tennisskór dömu og herra kr. 9.490-9.980 5% staSgrei&sluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. n úmJFsmi GLÆSIBÆ • SÍMi 812922 og á landsbyggðinni en þú verður að hafa þolinmæði. Af greininni má ráða að kjördæma- skipanin hafi verið rædd og um hana deilt. Það hryggir mig að hafa misst af þeim umræðum og ég sem hélt að ég hefði fylgst svo vel með. Hún er sérlega skemmtileg setn- ingin um að togstreita sé „milli þeirra sem vilja viðhalda óbreyttri stefnu varðandi Evrópusambandið og hinna sem vilja alþjóðasinnaðri stefnu“. Ágæti maður, þú verður að gera greinarmun á Evrópusambandinu og alheimi. Við sem erum á móti aðild íslands að ESB og reyndar EES líka gerum okkur grein fyrir því að ESB er ekki heimurinn allur og viljum að ísland eigi samskipti við flestar þjóð- ir heims, andstætt blindum Evrópu- sambandssinnum sem einblína á Evr- ópusambandið. Með því að fjötra Is- land og íslendinga í ESB er m.a. komið í veg fyrir að við getum átt eðlileg viðskipti við lönd utan þess. Þegar ég kom í lestri mínum að 3. dálki greinarinnar sannfærðist ég næstum um að þú ert innsti koppur í búri Kvennalistans. Hvemig stendur á því að þú þykist vita „hveijar ungu“ kvennanna í listanum eru „líklegast- ar“ til að fara í framboð á höfuðborg- arsvæðinu? Ólafur, framboðslisti Kvennalistans liggur ekki fyrir; á þessari stundu veit enginn hvemig hann kemur til með að líta út. Kvennalistakonur viðhafa þau lýð- ræðislegu vinnubrögð að tilnefna kon- ur á lista; allar kvennalistakonur em í raun í framboði. Fyrri umferð upp- stillingarinnar er lokið en það er ekki vitað hvaða konur taka áskorun um að fara í framboð, það verður ekki vitað fyrr en síðari umferðin fer fram. Ég trúi því ekki að það sé bundið við ungar konur í Kvennalistanum að „eiga erfitt með að hugsa sér að fara í kosningabaráttu með stefnu sem höfðar alls ekki til stórs hluta kjós- enda á suðvesturhominu", eins og þú segir. Skilji ég þig rétt ert þú að full- yrða að stór hluti fólks á suðvestur- horninu vilji að ESB-aðild íslands verði sett á dagskrá. Hvað hefur þú fyrir þér í þessu? Stendur þessi full- yrðing þín ekki á brauðfótum eins og svo margt í grein þinni? Það er ósatt að Iandsbyggðarkonur hafi á lands- fundinum sagt að þær bjóði ekki fram ef stefnu Kvennalistans í Evrópumál- um verður breytt. Þær bentu hins vegar á að þær em fáliðaðri en í Reykjavík, sem þýðir að mikið hvílir á herðum hverrar þeirrar í komandi kosningum. Fundarkonur voru sam- mála um að Kvennalistinn eigi að bjóða fram í öllum kjördæmum og að konur ynnu saman að því. En tjó- ir að benda þér á það? Þú virðist leita að sundurlyndi meðal kvennalista- kvenna en ekki samheldni. Ég hafði gaman að því að sjá að þér þykir það eftirtektarvert að þingkonur Kvénna- listans haldi fast í þá stefnu hans að vera á móti ESB-aðild íslands. Ólaf- ur, Kvennalistinn gaf kjósendum sín- um loforð. Ég hef ekki fyrr heyrt að það þyki löstur á þingmönnum, -kon- um og -körlum, að þeir standi við loforð sín. Ég veit svei mér ekki hvað skal segja um þá þráhyggju þína að halda því fram að átök séu milli ungra og gamalla kvenna í Kvennalistanum. Kvennalistakonur, eins og aðrir, hafa ólíka lífssýn vegna þess að þær búa við ólíkar aðstæðun Langskólamennt- uð kona glímir við annars konar vanda en sú sem er lítið menntuð, einhleyp kona stendur frammi fyrir annars konar erfiðleikum en gift kona, við samkynhneigðri konu blasa önnur vandamál en gagnkynhneigðri o.s.frv. Þessum andstæðum - taktu eftir ekki átökum - hef ég veitt athygli en ekki því að ungar konur hafí aðr- ar „áherslur í málflutningi“ en gaml- ar, eins og þú heldur fram. Það má margt segja um þá hug- mynd að Kvennalistinn bjóði fram í samvinnu við aðra flokka. Hugmynd- in hefur verið rædd innan Kvennalist- ans frá því í ágúst sl. og því var eðlilegt að landsfundurjnn fjallaði um málið. Jóna Valgerður hóf umræðuna á landsfundinum og færði rök fyrir skoðunum sínum, sem hún setti fram, m.a. til að heyra hljóðið í öðr- um konum. Umræðan var að mínu viti hreinskilin. Margar konur tóku til máls og ég gat ekki heyrt á máli þeirra að þeim vefðist tunga um tönn. Eftir ítarlegar umræður var ljóst að mikill meirihluti kvenna er þeirrar skoðunar að Kvennalistinn eigi að bjóða fram sér; hlutverki hans í ísl. stjórnmálum er langt í frá lokið; hann hefur afar mikilvægu hlutverki að gegna. Það að ein kona hafi tek- ið saman umræðuna í nokkra punkta er ekki aðfinnsluvert nema maður vilji finna að til að fínná að. Hrædd er ég um að landsfundurinn stæði enn ef hver og ein þeirra 100 kvenna sem sátu fundinn hefði dregið um- ræðuna saman í nokkur helstu atriði og mætti þá líklega tala um málþóf. Um þá fullyrðingu þína að þingkon- ur vilji ekki útiloka stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn segi ég aðeins að sá sem býður sig fram til að stjóma landinu byijar ekki á því að senda öðmm pólitískum samtökum skeyti um að hann ætli ekki að vinna með þeim. Slíkt ber vitni heimsku en ekki hæfni til að stjórna og vinna með öðmm. í þessu sambandi rifya ég upp stjómarmyndunarviðræður fyrir bráðum átta ámm. Kvennalistinn setti það skilyrði að lágmarkslaun yrðu lögbundin; laun sem hægt væri að lifa af. Því miður, vegna stöðu margra heimila í dag, féllust hugsanlegir sam- starfsaðilar ekki á þetta. Höfundur er opinber starfsmaður og kvennalistakona úr Reykjavík. • n* o*B ■ II OPNUM í dac m.a. með eftirtalin vörumerki: iggŒ* 1ENS3Í Sjónvarpstœki Hljómtæki Myndbandstæki Ferdatœki HFISHER Myndbandstœki Hljómtœki Ferðatœki Sjónvarpstœki Myndbandstæki Hljómtæki Ferbatœki GRUnDIG Sjónvarpstæki Myndbandstœki Hljómtæki Sjónvarpstœki Ferðatœki Utvarpsvekjarar Geislaspilarar flD PIONEER Hljómtœki Sjónvarpstœki Geislaspilarar Sjónvarpstæki Myndbandstœki Hljómtœki Ferðatœki ^AudioSonic Ferðatœki Vasadiskó U tvarpsvekjarar Sjónvarpstœki nesco bosch Ferðageislatœki GSM farsímar Myndbandskassettur Hljómkassettur Opið þessa helgi og afsláttartilboð í gangi föstudag, laugardag og sunnudag opnun deildarinnar aðeins þessa helgi: 20% afsláttur af 20% afsláttur af, 20% afsláttur af eldföstu mótunum | kæliskápum raftækjmn og pottum 20% afsiáttur af É)brabantia snávörum fyrir heimilið — nýju vörumii, sem kynnt er í fyrsta skipti Opið laugardag frá kl. 10-17 Opið sunnudag frá kl. 13-17 B R Æ Ð U R NLI R dRMSSONHF Lágmúla 8, Sími 38820 Höfundur er hjúkrunarfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.