Morgunblaðið - 25.11.1994, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994
MORGUNBLAÐIÐ
INGISIGURÐUR
ÁSMUNDSSON
+ Ingi Sigurður
Ásmundsson
fæddist á Vopna-
firði 5. janúar 1944.
Hann varð bráð-
kvaddur í Reykja-
vík 12. nóvember
sl. Foreldrar hans
voru Ásmundur
Jakobsson skip-
stjóri og Pála Mar-
grét Sigurðardóttir
húsmóðir. Systir
hans var Díana Ás-
mundsdóttir hús-
freyja á Ytri-Múla,
Barðaströnd. Hún
lést árið 1990. Ingi kvæntist
Ingibjörgu Jónsdóttur kennara
árið 1973. Þau slitu samvistir.
Ingi lauk sveinsprófi í vélvirkj-
un frá Iðnskólanum í Reykjavík
árið 1965 og síðan fyrrihluta-
prófi frá Tækniskóla íslands.
Hann var brautskráður frá
tækniskólanum í Álaborg árið
1970. Sama ár hóf hann störf
hjá Verkfræðiskrifstofu Sig-
urðar Thoroddsen og vann þar
til dauðadags. Útför hans fer
fram frá Bústaðakirkju i dag.
„PABBI, hún Díana datt í sjóinn.“
Fjögurra ára snáðinn, Ingi Sig-
urður Ásmundsson, hrópaði ekki á
hjálp þegar hann kom inn í stofu
þar sem faðir hans sat yfir kaffí-
bolla ásamt öðru fólki, heldur tók
hann á eintal og hvíslaði þessum
orðum að honum. Þannig var Ingi
í rauninni alla tíð. Það var aldrei
neinn fyrirgangur í honum og hann
var hljóðlátur bæði í gleði í sorg.
Þegar hann eltist brást hann reynd--
ár öðru vísi við þegar eitthvað bját-
aði á en daginn sem systir hans
pompaði ósynd fram af bryggju
Jakobs afa þeirra á Strönd á Norð-
fírði en trúlega hefur hann þó rennt
grun í það þá að hún myndi kom-
ast af sjálfsdáðum á þurrt land
enda varð sú raunin á.
Ingi var tíu ára gamall þegar
fjölskyldan fluttist suður til Reykja-
víkur. Hann hafði þá nýlega orðið
fyrir því þunga áfalli að missa ann-
að augað. En hann beit á jaxlinn
og aldrei var hægt að merkja á
honum neina sjálfsvorkunn. Hann
aðlagaðist nýju heimkynnunum,
eignaðist nýja vini og sótti í sig
veðrið í skólanum. Forfeður hans
'höfðu verið sjómenn mann fram
af manni og Ásmundur faðir hans
var afburðaskipstjóri og aflakló.
Ingi kaus þó ekki að fara að dæmi
hans, heldur settist í Iðnskólann,
lagði stund á vélvirkjun og síðar
lá leiðin til Danmerkur í framhalds-
nám í tækniskóla. Hann var völ-
undarsmiður, ekki síður á tré en
járn, þótt trésmíðin væri aðeins
tómstundavinna.
txothef
SACMAVÉLAM
’’’
• Léttar •
• Sterkar •
• Einfaldar •
• Vinsælar •
Námskeib innifaliá
Ver& frá
19.130- kr. stgr.
VÖLUSTEINNhp
Faxofen 14, Sími 889505
Umboðsmetm um allt land.
Síðustu árin bjó Ingi
með Pálu móður sinni.
Hún og Ásmundur
höfðu nýlega hafið að
reisa hús upgi í Breið-
holti þegar Ásmundur
varð bráðkvaddur árið
1974. Pála hafði ekki
bolmagn til þess að.
ljúka verkinu og þá tók
Ingi við og innréttaði
húsið eins og fagmað-
ur væri. Á fímmtugs-
afmæli hans í janúar
voru þar saman komn-
ir nokkrir nánir ætt-
ingjar og dáðust þá þá
að handbragði hans og smekkvísi,
utan húss og innan. Þarna hugsaði
Ingi af einstakri hlýju og natni um
móður sína sem þá var farin að
heilsu og féll frá nokkrum vikum
síðar. Þá var hann orðinn einn eft-
ir af litlu ijölskyldunni sem kvaddi
Hátún á Vopnafírði ijórum áratug-
um áður. Díana, systir hans, lést
úr hjartasjúkdómi fyrir þremur
árum en þá styrktist mjög samband
hans við Ásu Grétu Einarsdóttur,
eina barn Díönu sem búsett er í
Reykjavík, og dætur hennar tvær,
en Ingi hafði ævinlega látið sér
annt um öll börn systur sinnar.
Auðbjörg Jóhanna og Jakob dvelj-
ast enn í föðurhúsum á Ytri-Múla
á Barðaströnd en Ólafía og Hjálm-
ar eru búsett á Norðfirði.
Þótt Ingi kysi ekki að feta í fót-
spor föður síns, föðurafa og langafa
og verða sjómaður, togaði hafíð i
hann. Hann eignaðist skútu og
stundaði siglingar í frístundum,
bæði hér heima og við framandi
strendur. Á sjónum átti hann dýr-
mætar stundir og með þessu áhuga-
máli eignaðist hann nýja félaga.
Fráfall hans bar brátt að og kom
skyldmennum hans og vinum á
óvart. Hann hafði stundað heilsu-
rækt og útivist og aldrei kvartað
undan lasleika. Hann slapp ekki
undan ættarfylgjunni en hún gerði
ekki boð á undan sér.
Inga verður sárt saknað. Hann
var dulur og flíkaði ekki tilfínning-
um sínum en hann var langt frá
því að vera fáskiptinn. Þvert á
móti var hann glaður og reifur á
góðri stund í hópi vina, bæði
skyldra og óskyldra, og þeir munu
varðveita margar hlýjar minningar
um þennan góða dreng.
Margrét E. Jónsdóttir.
Mig langar svo að minnast Inga
frænda í nokkrum orðum. Við
kynntumst ekki náið fyrr en fyrir
fjórum árum að mér finnst. Áður
var svo langt bil á milli okkar, sex-
tán ár. En svo hvarf kynslóðabilið
allt i einu. Á meðan ég var yngri
fannst mér þessi frændi minn af-
skaplega gáfaður og flinkur en líka
mjög hijúfur oft í viðmóti. Ef mig
vantaði hjálp við það sem mér
fannst hann góður í, t.d. smíðum,
benti hann mér á hvar verkfærin
voru og sagði mér að hjálpa mér
sjálf. Mér sámaði en beit á jaxlinn
stolt og hjálpaði mér sjálf. Skýring-
in á þessu er, sennilega sú að hann
hélt að ég væri svo hörð og sjálf-
stæð í mér að ég þyrfti ekki aðstoð
annarra.
Ég dreg þá ályktun vegna þessj
að fyrir u.þ.b. fjórum árum gerðist
atvik sem mér finnst hafa markað
þáttaskil í samskiptum okkar. Þá
var mamma mín nýdáin og ég í
þörf fyrir samskipti við mína nán-
ustu og brá mér oft í heimsókn til
ömmu Pálu og Inga frænda en
amma var nýlega farin að vera lít-
ið hrifin að sjá mig og vildi hafa
mig sem styst. Þá var ekki búið
að uppgötva að hún væri komin
með Álzheimer en sá sjúkdómur
hefur víst þau áhrif á fólk að það
velur sér einn sem það* vill hafa
náin samskipti við og í þessu til-
felli Ingi. En það var sem sagt
þannig að ég var komin í heimsókn
MINNINGAR
til ömmu og hún var með sínar
yfírlýsingar. Ég bregst þá svo sár
við að ég fer að hágráta og ætla
að fara. Eitthvað brá ömmu því
hún kallar upp á Inga og biður
hann að koma viti fyrir stelpuna.
Ingi kallar á mig upp að tala við
sig og ég fer. Þá var eins og Inga
væri brugðið að sjá mig svona við-
kvæma og ég fann að einhveijar
dyr bráðnuðu og mér var boðið
inn. Þar var svo mikla hlýju og
umhyggju að finna að ég þakka
ömmu í dag fyrir þennan atburð
svo ég fengi að kynnast þessum
góða frænda mínum. Eftir þetta,
ef ég hringdi í Inga frænda eftir
aðstoð var ekkert sjálfsagðara. En
hann hélt nú sínum hijúfa húmor
áfram sem betur fer sem lýsti sér
t.d. í því að hann hringdi aldrei og
spurði um frænku sína heldur
spurði hann „hvort kerlingin væri
heima“ og ég sagði að hjá mér
væri ekki stödd nein kerling svo
ég vissi ekki eftir hverjum hann
gæti verið að spyija. Þannig kýtt-
um við stundum í góðu en þessi
eiginleiki finnst mér einmitt hafa
litað hans persónu svo skemmti-
lega. Ég veit að dætur mínar Berg-
lind og Lilja, Svenni, sambýlismað-
ur minn, og ég eigum öll eftir að
sakna glaðværa og hressa Inga
frænda og hans skarð getur enginn
fýllt. En huggun gegn harmi er þó
að nú er hann í góðum félagsskap
hjá Guði, afa Ásmundi, ömmu Pálu
og mömmu (Díönu systur sinni) en
þau voru öll svo samrýnd og náin
og nú er öll fjölskyldan hans sam-
einuð. Guð gefí ykkur öllum ljós
og styrk.
Ása Gréta Einarsdóttir.
Vinur okkar, Ingi S. Ásmunds-
son, er látinn langt fyrir aldur fram.
Það eru margar minningar sem
koma upp í hugann þegar litið er
til baka. Allar samverustundimar
í leik og starfi, á sjó og landi jafnt
innanlands sem utan. Hann var
glaðlyndur og jafnan hrókur alls
fagnaðar og engin ládeyða þar sem
hann var enda þótti honum betra
að hafa vind í seglum og sigla
mikinn. En Ingi var líka ákveðinn
og þegar hann hafði tekið ákvörðun
varð honum ekki haggað. Hann
vann allt mjög skipulega, sama
hvað það var, og þær eru ófáar
skútuferðirnar þar sem hann var
potturinn og pannan við undirbún-
inginn. Bóngóður var Ingi og aldr-
ei taldi hann eftir sér að gera öðr-
um greiða, það vitum við.
Við viljum þakka Inga fyrir sam-
fylgdina sem varð allt of stutt og
við söknuð góðs félaga og vinar.
Stebbi og Stína.
Drottinn gaf og drottinn tók,
hann gaf okkur einn traustasta vin
okkar og tók hann svo allt of fljótt.
Ingi varð fimmtugur 5. janúar síð-
astliðinn. Þá sögðumst við vera á
tímamótum, fyrsti vinurinn orðinn
fimmtugur, en núna stöndum við
frammi fyrir því að kveðja hann.
Þó nær tveir áratugir séu ekki
fljótir að líða fínnst okkur sem við
höfum kynnst honum Inga í gær,
en hvað fær mann til að trúa að
hann sé allur, hann var einn af stóru,
sterku og traustu mönnunum í okkar
lífi, hann hafði mjög stórt hjarta sem
hann gaf svo mikið af til þeirra sem
■voru honum kærir, en ekki grunaði
okkur hversu veikt það var og
kannski ekki hann heldur.
Minningarnar hrannast upp og
tárin falla, ótal mörg, okkur finnst
Ingi hafa verið með okkur alla
ævi, en hann var góður vinur okk-
ar beggja áður en við hófum bú-
skap og ekki minnkaði vinskapur-
inn eftir það, hann varð einn af
heimilisvinunum og okkur fannst
hann alltaf vera einn af fjölskyld-
unni. Hann gladdist með okkur á
stórum stundum í fjölskylduboðum
og grét með okkur á erfiðum stund-
um, handartak hans og faðmlag
var þétt og sýndi hvaða mann hann
hafði að geyma, traustur og sterk-
ur en umfram allt góður. Það fundu
líka börnin okkar vel sem kölluðu
hann stundum Inga afa, hann hafði
lúmskt gaman af því.
Aðaláhugamál Inga voru sigling-
ar og nutum við þeirra með honum,
fyrstu árin á seglskútunni Hún (eða
Henni eins og Hún gekk alltaf
undir) sem hann og Stebbi vinur
hans áttu saman, og seinna á Svöl-
unni, sem við áttum hlut í með
honum og tveimur öðrum, en með
kaupunum á Svölunni rættist gam-
all draumur okkar allra að eignast
stóra og flotta skútu. Þar naut
hann sín vel.
Hann hafði mjög gaman af allri
útiveru og hafði ferðast mikið um
landið bæði keyrandi og gangandi.
Þess sjást merki í garðinum hans
við Vesturhóla, en þar átti hann
fallegt einbýlishús sem foreldrar
hans höfðu reist, hann tók við því
hálfkláruðu og gerði það að fallegu
og vistlegu heimili, en faðir hans
lést langt fyrir aldur fram. Móðir
hans bjó í kjallaranum hjá honum
og hugsaði hann vel um hana og
ekki síst í veikindum hennar undir
það síðasta, hún lést í janúar síðast-
liðnum.
Ingi missti mikið fyrir tæpum
fjórum árum þegar systir hans
Díana féll frá rúmlega fímmtug,
hún var honum mjög kær og talaði
hann oft um það við okkur hversu
mikið hann saknaði hennar, en
hann átti þó fjölskyldu hennar til
að hugsa um.
Ingi hafði mjög gaman af tónlist
og var hann nánast alæta á hana,
oft varð þó sveitatónlistin ofaná,
þar náðu líka saman áhugamál
okkar og spáðum við oft í plötur
hvert annars og skiptumst á, hvort
heldur sem um var að ræða kvart-
etta, sveitatónlist eða dægurlaga-
tónlist.
Það verður tómlegt að hitta sigl-
ingafólkið án Inga, stórt skarð er
höggvið í góðan hóp og enn tóm-
legra verður að fara niðrá verk-
fræðistbfu og heyra ekki hvellan
hláturinn hans og þiggja góð ráð
með kaffinu.
Við viljum með þessum fátæk-
legu orðum kveðja góðan vin og
vottum ættingjum hans og vinum
dýpstu samúð.
Elsku Ingi, hafðu þökk fyrir allt
og allt.
Þínir vinir,
Erla og Siggi.
Hann Ingi vinur okkar Ásmunds-
son er farinn yfír móðuna miklu.
Hann sat á fremsta borði í bekknum
okkar í Tækniskólanum, var sam-
viskusamur nemandi og hjálpsamur
í hópverkefnum. Hann var kátur
og alltaf tilbúinn að taka þátt í
glensi. Hann hugsaði um þá sem
minna máttu sín í bekknum, var
málsvari þeirra og sá til þess að
þeir yrðu ekki útundan í einu né
neinu. Hann hafði frumkvæði, það
þurfti ekki að biðja hann ef vandi
steðjaði að. Hann byijaði sjálfur að
finna lausnir ef honum sýndist að
það gæti orðið að gagni fyrir hópinn
eða einhvem úr hópnum.
Þegar fyrrihlutanámi lauk í
Tækniskólanum hér heima 1968
fóru nokkrir bekkjarfélagar og
makar í heimikla ferð í Land-
mannalaugar á gömlum herbíl.
Þama var saman kominn hópurinn
sem átti síðan samleið í framhalds-
námi í Danmörku. í þessari ferð
kynntist hópurinn vel og þarna
komu góðir kostir Inga vel í ljós.
Hann var hrókur alls fagnaðar og
vann hug og hjarta allra sem með
voru. Þar nýttist líka vel öll vél-
fræðikunnátta hans því mikill tími
fór í ævintýralegar viðgerðir á her-
bílnum.
Þegar til Danmerkur kom var
Ingi ötull við að útvega húsnæði
fyrir félagana á heimavist skólans
og hjálpaði síðan til að fínna hús-
næði fyrir okkur hina sem ekki
fengum inni þar.
Hann var mikill íslendingur í
Danmörku og tók þátt í fundum
með okkur úti í sveit til að kynna
land og þjóð. Hann var foringinn
á heimavistinni, glettinn en prúður
og ákveðinn.
Það var í Danmörku sem hann
kynntist stúlkunni sem hann svo
kvæntist nokkrum árum seinna.
Stúlkan hafði lofað bróður sínum
og mágkonu að passa strákinn
þeirra á meðan þau hjónin færu á
árshátíð í skólanum. Fyrr um dag-
inn var komið við á heimavistinni
og heilsað upp á strákana. Þar sá
hún Inga og það skipti engum tog-
um, bróðirinn varð að útvega sér
aðra barnapíu því stúlkan ætlaði á
árshátíðina með þeim um kvöldið.
Ingi kvæntist síðan Ingibjörgu
Jónsdóttur í ágúst ’73. Þau voru
barnlaus en slitu samvistir um mitt
ár 1980.
Inga gekk vel í skólanum og var
vel liðinn meðal danskra skólafé-
laga sinna. Hann tók þátt í öllum
ferðum og skemmtunum sem Is-
lendingarnir stóðu fyrir og minnis-
stæðar eru ferðir með Inga, bæði
innan Danmerkur og yfír til Sví-
þjóðar. Hann gaf sér alltaf tíma til
að tala við börnin okkar og þau
vissu að þau áttu vin í honum.
Þegar heim var komið eftir nám-
ið þá var það Ingi sem hélt hópnum
saman. Það var hann sem kallaði
saman Álaborgarhópinn og í mörg
ár hittumst við félagarnir heima
hjá hver öðrum, skeggræddum
hlutina og rifjuðum upp gamlar
minningar frá námsárunum.
Hann var einstaklega tryggur
félagi og þó það liði stundum lang-
ur tími milli heimsókna var ætíð
eins og við hefðum kvaðst í gær.
Það verða líka margir sem sakna
þess að fá ekki jólakveðju frá Inga
Ásmunds í ár.
Við vottum aðstandendum hans
innilega samúð. Með Inga er geng-
inn góður drengur. Blessuð veri
minning hans.
Álaborgarvinir.
„Stjómborði!" Ég vissi varla
hvaðan á mig stóð veðrið þar sem
ég sat dottandi við stýrið á leiðinni
út Hvalfjörðinn nú í sumar. Hlátur-
inn og kallið sem fylgdi, „ég varð
að gera þetta,“ skýrði málið. Þarna
var kominn „Ingi á Svölunni" og
hafði hann ekki staðist freistinguna
til að glettast lítillega á langri sigl-
ingu.
Nú er Ingi Ásmundsson allur og
hefur þar verið höggvið stórt skarð
í raðir okkar siglingamanna. Ingi
hefur um árabil verið félagi í Sigl-
ingafélaginu Ými í Kópavogi þar
sem hann hefur tekið virkan þátt
í félagsstarfinu og hlutur hans ver-
ið dijúgur, sérstaklega þar sem
sérþekkingar hans naut við. Hann
hefur og verið einn af afreksmönn-
um félagsins í kjölbátasiglingum.
Einnig var Ingi um hríð fulltrúi
Ýmis í stjórn Siglingasambands
íslands og auk þess sem hann hef-
ur jafnan verið fulltrúi félagsins á
þingum sambandsins og oft og tíð-
um stýrt þeim.
Nú þegar Ingi er lagður upp í
sína hinstu siglingu viljum við fé-
lagar hans óska þess að hann hljóti
góðan byr og að hann nái góðri
lendingu á ákvörðunarstað. Minn-
ing hans mun lifa meðal okkar.
Siglingafélagið Ýmir,
Páll Hreinsson.
Hinn tólfta dag þessa mánaðar
lést Ingi Sigurður Ásmundsson,
aðeins fimmtugur að aldri, en með
honum hafa siglingamenn á íslandi
líkast til misst þann mann úr röðum
sínum sem þeir síst máttu við. Ingi
var allt í senn, harður keppnismað-
ur, ötull starfsmaður í félagsmálum
siglingamanna, en umfram allt
skemmtilegur og áreiðanlegur fé-
lagi.
Sem keppnismaður vann Ingi til
flestra verðlauna sem veitt eru fyr-
ir árangur í siglingum á kjölbátum
við ísland, bæði sem háseti og sem
skipstjóri á eigin seglbát. Hann
varð meðal annars íslandsmeistari,
sigurvegari í Faxaflóakeppni, Þrí-
keppni Títan og Stöðvar tvö, Sjó-
mannadagsmóti, Landsbankamóti
og Hafnardagsmóti að ótöldum
mörgum smærri mótum. Ingi ferð-
aðist auk þess mikið, bæði á eigin
bátum og annarra, og sigldi meðal