Morgunblaðið - 25.11.1994, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 37
EDDA
FILIPPUSDÓTTIR
+ Edda Filippus-
dóttir fæddist í
vesturbænum í
Reykjavík 22. mars
1934. Hún andaðist
á heimili sínu 18.
nóv. síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Nanna
Hallgrímsdóttir, f.
á Seyðisfirði 24.
mars 1913, d. 31.
jan. 1983, og Filipp-
us Bjarnason, f. á
Sandhólaferju við
Þjórsá 23. nóv.
1890, d. 27. maí
1978. Nanna var yngst átta
barna hjónanna Kristjönú Vig-
fúsdóttur og Hallgríms Metú-
salemssonar frá Hjálmár-
strönd í Loðmundarfirði.
Filippus var sonur Bjarna,
bónda á Sandhólaferju, Filip-
pussonar og Sigríðar Sigurð-
ardóttur frá Ásmúla í Holtum.
Móðir Sigríðar var Guðný Guð-
mundsdóttir frá Efstadal í
Laugardal, en hún rekur ætt
sína beint til Oddverja (Bergs-
ætt). Edda átti einn bróður,
Sturlaug Grétar, f. 21. feb.
1940, kvæntur Svanhildi Gunn-
arsdóttur og eiga þau þrjár
dætur. Edda giftist 24. okt.
1954 Magnúsi Sigurðssyni, f. í
JESÚS sagði: „Ég er ljós heimsins.
Sá sem fylgir mér, mun ekki ganga
í myrkri, heldur hafa ljós lífsins."
Nú er amma mín komin í ljósið.
Ljósið bjarta sem leysir hana frá
þrautinni miklu sem hún hefur þurft
að þola. Ég er glöð í hjarta mínu
af því að ég veit að Eddu ömmu
Reykjavík 14. jan.
1931, d. 16. sept.
1980, hann var son-
ur hjónanna Jófríð-
ar Kristjánsdóttur
og Sigurðar Magn-
ússonar verka-
manns í Reykjavík.
Börn þeirra eru
Guðlaugur Ragnar,
f. 20. des. 1952,
kvæntur Sigríði Ó.
Björnsdóttur og
eiga þau fjóra syni,
Nanna Kristín, f.
12. júní 1956, gift
Smára Emilssyni og
eiga þau tvö börn, Berglind
Jófríður, f. 21. júní 1960, gift
Steinari Davíðssyni og eiga þau
þrjá syni, og Sigurður Grétar,
f. 15. sept. 1964, kvæntur Mar-
gréti H. Brynjólfsdóttur og eiga
þau þrjú börn. Edda gekk í
Landakotsskóla og síðar í
Gagnfræðaskóla Austurbæjar
en þaðan lauk hún gagnfræða-
prófi 1951. Auk þess var hún
nokkur sumur í sveit á bernsku-
árunum á Skriðufelli í Þjórs-
árdal. Hún starfaði allmörg ár
á Hótel Sögu en lengst af í
Hagaskóla og jafnframt 1 aust-
ur-þýska og tékkneska sendi-
ráðinu. Útför Eddu verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag.
minni líður vel núna hjá Guði. Ég
veit að ég á eftir að sakna hennar
mikið og ég vil þakka henni fyrir
allar samverustundirnar, sérstak-
lega í sumarbústaðnum hennar. Þar
var hún ljósið sem lýsti mér.
Guð blessi minningu Eddu ömmu.
Edda Ósk Smáradóttir.
JÓNA GUÐRÚN
FINNBOGADÓTTIR
KJELD
+ Jóna Guðrún
Finnbogadóttir
Kjeld var fædd í
Tjaniarkoti í Innri-
Njarðvík 28. sept-
ember 1911. Hún
lést á Hrafnistu í
Hafnarfirði 14.
nóvember síðastlið-
inn. Foreldrar
hennar voru Finn-
bogi Guðmundsson
útgerðarmaður frá
Keflavík, f. 1. mars
1886, d. 17. mars
1972, og Þorkelína
Jóndóttir frá
Grindavík, f. 7. mars 1888, d.
11. mars 1968. Systkini Jónu
eru: Guðmundur, f. 1912, d.
1987; Ester, f. 1914; Helga, f.
1916; og Guðfinna, f. 1922.
Einnig ólu Finnbogi og Þorkel-
ína upp Þórunni Sveinsdóttur,
f. 1910, og Ragnar Guðmunds-
son, f. 1921. Hinn 28. janúar
1932 giftist Jóna Jens Sófusi
Kjeld smið, f. 13. október 1908
í Funningsbotn í Færeyjum, d.
2. október 1980. Þau eignuðust
sex börn. 1) María skólastjóri,
f. 1932. 2) Hanna kennari, f.
1933. Hún á sex börn. 3) Krist-
björg leikari, f. 1935. Eigin-
maður hennar er
Guðmundur Steins-
son. Hún á tvö börn.
4) Matthías læknir,
f. 1936. Eiginkona
hans er Marcella
Kjeld. Hann á sex
börn. 5) Finnbogi
forstjóri, f. 1938, d.
1993. Eiginkona
hans var Anna Jóna
Þórðardóttir. Hann
eignaðist átta börn
en af þeim eru sjö
á lífi. 6) Kristjana
skrifstofumaður, f.
1944, d. 1984. Eigin-
maður hennar var Jón Bene-
diktsson. Hún átti þijú börn.
Barnabörn Jónu og Jens eru
því 24 og eru barnabarnabörnin
orðin 21. Jóna lauk gagnfræða-
prófi frá Flensborgarskóla í
Hafnarfirði árið 1928. Eftir það
stundaði hún ýmis tilfallandi
störf þar til hún giftist. Jóna
og Jens bjuggu í Njarðvík til
ársins 1964 og fluttu þá til
Reykjavíkur. Þaðan fluttu þau
svo til Hafnarfjarðar árið 1976.
Síðustu sex árin dvaldi Jóna á
Hrafnistu í Hafnarfirði. Útför
Jónu fer fram frá Innri-Njarð-
víkurkirkju í dag.
HÚN elsku Jóna amma er dáin.
Þegar ég hugsa um ömmu koma
margar myndir í hugann enda eitt
af því skemmtilegasta sem ég gerði
sem bafn var að fá að sofa heima
hjá henní. Það var mér því mikið
ánægjuefni að fá ömmu og afa í
húsið til okkar.
Amma hafði þann eiginleika að
eiga samleið með öllum aldurshóp-
um og er ég stolt af því að geta
sagt að hún var ein af mínum bestu
vinkonum. Við gátum talað um allt
enda tók amma af lífi og sál þátt
í öllu sem ég gerði.
Amma var víðlesin kona og haf-
sjór af fróðleik og má segja að
hægt hafi verið að fletta upp í henni
eins og alfræðiorðabók. Það var
eiginleiki sem kom mér oft að góð-
um notum. Einnig var hún söngelsk
kona og notaði hún öll tækifæri sem
gáfust til að iðka söng. Lagavalið
var ekki einskorðað við neitt ákveð-
ið, hún söng ættjarðarlög jafnt sem
rokk. Einn uppáhaldssöngvari
MINNINGAR
Segðu mér söguna aftur,
söguna frá því í gær,
af litlu stúlkunni ljúfu
með ljósu flétturnar tvær. g j
Margra mánaða baráttu er lokið.
Baráttu við þennan sjúkdóm sem
veldur ótímabærum dauðsföllum
hjá alltof mörgum.
Edda Filippusdóttir lést á heimili
sínu 18. nóv. sl. Kjarkurinn var
mikill, heima vildi hún vera og það
gat hún með hjálp barna sinna sem
af einstakri umhyggjusemi og
skipulagningu gátu veitt henni það.
Það var unun að fylgjast með hve
samtaka börn hennar voru og öll
stefndu þau að einu marki, því að
létta veikindastríð móður sinnar og
láta henni líða sem best.
Foreldrar Eddu bjuggu nær allan
sinn búskap á Reynimel og þar ólst
hún upp. Edda giftist Magnúsi Sig-
urðssyni, brunaverði, og reistu þau
bú sitt á Lynghaga 7, þar uxu börn-
in úr grasi og barnabörnin komu
til sögunnar. Húsrýmið var ekki
mikið, en hún hafði einstakt lag á
að koma öllu haganlega fyrir þótt
oft væri þröngt á þingi þegar börn-
in voru heima. Magnús dó langt
um aldur fram, aðeins 49 ára gam-
all, og var harmdauði allra sem
hann þekktu. Það var ekki í hennar
anda að flana að neinu og hélt hún
áfram að búa á Lynghaganum. Hún
lagaði og fegraði heimili sitt, þar
réð hún ríkjum og stjórnaði af festu.
Það kemur í hugann minninga-
brot, borð svignuðu undan dýrindis
mat, spilað var á harmoníku, systk-
inin af Reynimelnum dönsuðu, börn
og tengdabörn voru að halda upp
á 60 ára afmæli hennar í mars sl.
Ég minnist líka dagsferðar okkar
inn í Þórsmörk í sumar, lagt var
að stað snemma morguns, stundvís-
lega. Hún mætti með dunk af
steiktum kótelettum og smurðar
samlokur, mig minnir að mitt nesti
hafi aldrei farið með. Hún var búin
ömmu var Elvis Presley. Það má
líka geta þess að hún var mörg ár
í kirkjukórnum í Innri-Njarðvík.
Það sem einkenndi þó ömmu mest
var hennar létta lund og hefur það
eflaust hjálpað henni að komast í
gegnum erfið tímabil í lífinu.
Amma hafði mikinn áhuga á að
fólk giftist og eignaðist börn. Þar
sem hún átti alls ekki heimangengt
í sumar þegar við Friðrik giftum
okkur saknaði ég hennar mikið, því
ég veit að það hefði glatt hana svo.
Amma talaði mikið um ömmu
sína sem hafði kennt henni að lesa
en dáið þegar amma var sjö ára.
Eflaust á ég eftir að tala mikið um
ömmu mína í framtíðinni enda
kenndi hún mér margt um ævina
og ég á henni mikið að þakka. Ég
á eftir að sakna hennar mikið en
get huggað mig við að nú líður
henni örugglega vel. Að lokum vil
ég þakka ömmu minni fyrir allt sem
hún var mér.
Frá þinni dótturdóttur,
Ásu.
Með nokkrum fátæklegum orðupi
langar mig nú að kveðja þig, elsku
amma mín. Hjá þér gekk ég mín
fyrstu skref og þú hélst vemd-
arhendi yfir mér alla tíð. Fyrst í
Njarðvíkunum þar sem þú bjóst
lengst af með Jens afa og síðan er
þið fluttust til Reykjavíkur. Þar var
ég með annan fótinn hjá ykkúr, því
þú sást fyrir hlýjunni og kærleikanum
sem svo oft vantar hér í henni veröld.
Lífið sem þú leist afskaplega
rómantískum augum var þér hinn
mesti ólgusjór. Þar skiptust á skin
og skúrir, en fyrir mér varst þú
öspin sem alltaf rétti úr sér eftir
vindhviðurnar og stóðst bein og
reist á eftir.
Nú þegar þú hverfur til Jens afa,
Kristjönu og Finnboga, þá veit ég
að þau eru búin að búa þér stað
þar sem ykkur líður öllum vel.
En stundum kemur þögnin
og þylur gömul ljóð.
Þá þrái ég enn að þakka
hvað þú varst mild og góð.
(T. Guðm.)
Hvíl í friði elsku amma mín.
Jens Guðjón.
að hlakka til þessarar ferðar og
tókst hún líka vel.
Edda átti sinn unaðsreit austur
í Grímsnesi, þar dvaldi hún öllum
stundum sem hún gat við komið
við ræktunarstörf og útiveru. Átt-
um við hjónin margar góðar stund-
ir með henni þar.
Það er ekki nema rúmur mánuð-
ur síðan hún kom heim frá Belgíu
frá syninum yngsta sem flutti
þangað í vor sl. Hún vildi fylgjast
með hvernig honum og fjölskyld-
unni vegnaði. Hún kom ánægð til
baka, því hún sá að fjölskyldan var
búin að koma sér vel fyrir ytra.
En fárveik komst hún heim og það
með hjálp vinkonu sinnar.
Edda var ein af þessum traustu
konum og skilaði því sem hún tók
að sér af alúð og kostgæfni. Henn-
ar aðalsmerki var snyrtimennska
og stundvísi.
Það er oft sagt að mennirnir
áætli en guð ráði og nú þegar vetr-
arstjömurnar blika yfir Esjunni er
gott að hugsa til hennar sem var
svo sterk. Það er tómleikatilfinning
sem ég finn fyrir nú er ég kveð
mágkonu mína. Ég þakka henni
fyrir allar góðu samverustundirnar
og megi hennar styrkur nú vera
styrkur fjölskyldu hennar.
Svanhildur Gunnarsdóttir.
Birting afmælis- og
minningargreina
MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar
endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í
Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85,
Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í
númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd grein-
anna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og
hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðn-
ir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða
tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent-
uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví-
verknað.
Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfm Word og
Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu.
+
Eiginmaður minn,
RÖGNVALDUR ÓLAFSSON
frá Brimilsvöllum,
Naustabúð 9,
Hellissandi,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans 24. nóvember.
Jóna Ágústsdóttir.
Elskuleg móðir okkar,
JÓHANNA C. M. JÓHANNESSON,
fædd Svensson,
(Hanna Jóhannesson
frá Vatneyri, Patreksfirði),
lést í vistheimilinu Seljahlíð 23. nóvember.
Unnur Friðþjófsdóttir,
Kristinn Friðþjófsson,
Kolbrún Friðþjófsdóttir,
Bryndis Friðþjófsdóttir.
+
Sambýlismaður minn og faðir,
RASMUS ANDREAS RASMUSSEN
frá Seldafjorð
í Færeyjum,
lést í Landspítalanum þann 12. nóvem-
ber síðastliðinn.
Útförin hefur fárið fram.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent
á Þyrlusjóð Slysavarnafélags íslands.
Jóhanna Jóhannesdóttir og börn,
Ólavur Rasmussen og fjölskylda.
+ Ástkær bróðir okkar og mágur.
ÞORBERGUR SVERRISSON
frá Brimnesi,
Grindavík,
verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju á morgun, laugardaginn
26. nóvember, kl. 14.00.
Sigurbergur Sverrisson, Sigriður Guðmundsdóttir,
Erna Sverrisdóttir, Sigurður Halldórsson,
Ólafur Sverrisson, Gunnlaug Reynis,
Magnús Sverrisson, Hrefna Petersen.