Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 39

Morgunblaðið - 25.11.1994, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 39 eftir standa minning um mætan mann. F.h. Knattspyrnufélags Akur- eyrar, Sigmundur Þórisson. Mig setti hljóðan þegar sú hörmulega frétt barst að Sveinn R. Brynjólfsson hefði látist í bíl- slysi laugardaginn 19. nóvember síðastliðinn. Maður á erfitt með að trúa, að ungur og dugmikill maður skuli vera horfinn af okkar vett- vangi í blóma lífsins. Ég hef þekkt Svein frá barnæsku þar sem við vorum á svipuðu reki. Sveinn ólst upp í Ólafsfirði og dvaldi þar þangað til skólagöngu lauk. Við leigðum íbúð saman í einn vetur á Akureyri er við vorum í skóla þar. Það var einmitt þar sem hann hitti konuefni sitt, Sigrúnu, þau fóru að búa þar og eignuðust íbúð og þrjú börn. Kynni okkar Sveins eða Denna eins og ég kallaði hann alltaf voru náin og áttum við sameiginlegt áhugamál, þ.e.a.s. knattspymuna. Denni var ótrúlega ötull og dugleg- ur að starfa í kringum áhugamál sitt. Hann var meðal annars for- maður KA í tvö ár og nú síðustu tvö árin formaður meistaraflokks- ráðs KA, auk þess sem hann gegndi margvíslegum störfum fyrir félag sitt. Samskipti félaga em mikil nú orðið, við hjá Leiftri höfum haft mjög gott samstarf við KA. Alltaf var hægt að snúa sér til Denna, hann var boðinn og búinn að leysa þau mál sem upp komu, hann hefði góðar taugar til okkar enda gam- all Leiftursmaður. í sumar og í haust hefur íþrótta- hreyfingin í Olafsfirði verið að und- irbúa að koma upp félagahúsi fyrir hreyfinguna. Við leituðum til Denna um að teikna og hanna húsið. Hann var ekki lengi að hugsa sig um að taka þetta að sér. Hann gjörþekkti allar aðstæður og einnig hafði hann mikla þekkingu frá því að KA byggði upp sitt félagahús. Við Denni áttum langt og gott samtal föstudagskvöldið 10. nóvember síðastliðinn en þar var hann að fylgjast með innanhúss- knattspyrnu í íþróttahöllinni á Ak- ureyri. Denni var nefnilega alltaf viðstaddur þar sem knattspyrna var háð. Hann var fullur af orku og spenntur að fara til Ólafsfjarðar næsta morgun til að kynna sína teikningu að húsinu og einnig til að heimsækja móður sína sem býr í Ólafsfirði. Því miður éndaði sú ferð hörmulega. Við hjá knattspyrnuhreyfingunni höfum misst mikið, því miður fáum við ekki að njóta krafta hans meira en þó er missirinn meiri hjá eigin- konu, börnum, móður og systrum sem hafa misst góðan dreng í blóma lífsins. Hann átti eftir að framkvæma svo mikið og hafði fullt að góðum hugmyndum sem hann ætlaði að framkvæma. Megi góður guð styrkja þau á þessum erfiða tíma. Ég og fj'ölskylda mín sendum ykkur dýpstu samúðarkveðjur, megi minning Sveins lifa um ókom- in ár. Þorsteinn Þorvaldsson, form. knattspyrnudeildar Leifturs. Elsku Sveinn. Þakka þér fyrir að vera alltaf sá, sem hægt var að treysta. Bryiyólfur Sveinn. Kveðja frá Knattspyrnu- sambandi íslands Stór skörð eru nú höggvin með stuttu millibili í raðir leiðtoga knattspyrnuhreyfingarinnar á Is- landi. Einn ötulasti baráttumaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnu- félagi Akureyrar, Sveinn R. Brynj- ólfsson, lést í hörmulegu bílslysi rétt utan Akureyrar síðastliðnn laugardag. Félagar Sveins í knatt- spyrnuhreyfingunni voru harmi slegnir þegar fréttin um hið svip- lega andlát hans spurðist. Ekki var MINNINGAR nema hálfur mánuður í ársþing KSÍ þar sem við áttum von á að hitta Svein. Hann hafði nýlokið við að skila frá sér þremur tillögum til afgreiðslu á ársþinginu, sem eins og endranær sýndi að hann var sívakandi fyrir því sem betur mætti fara, sérstaklega hjá yngri aldurs- flokkunum. Sveinn starfaði mörg undanfarin ár innan Knattspyrnudeildar KA og var um skeið formður deildar- innar. Hann var einn af þessum ötulu knattspyrnuleiðtogum, sem eru sívinnandi að þessu áhugamáli sínu og finnst þeim aldrei leggja nóg af mörkum. Sveinn var mikill málafylgjumaður og gat verið þungur á sínum skoðunum, en hann var stöðugt að hugsa um nýjar og betri leiðir til að fara innan knatt- spyrnunnar. Eitt af stóru baráttu- málum Sveins, og í reynd hugsjón hans undanfarin tvö ár, var að sjá knattspyrnuhús rísa á Akureyri. Honum var það ljóst að knattspyrn- an á Akureyri og Eyjarfjarðar- svæðinu drægist aftur úr yrði að- staða til vetraræfinga ekki bætt frá því sem hún er nú. Hafði Sveinn mjög eindregnar og ákveðnar skoð- anir í þessu máli, sem án vafa hef- ur haft sitt að segja um að málið hefur nú þokast nokkuð áleiðis í kerfinu. Knattspyrnuhreyfingin er ekki söm og áður við að missa slíkan leiðtoga sem Sveinn var. Leiðtoga, sem alltaf var reiðubúin að sjá af tíma fyrir hugsjón sína: fótboltann. Honum eru að leiðarlokum þökkuð hans miklu og ómetanlegu störf innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hans er þar sárt saknað. En söknuðurinn og missirinn er að sjálfsögðu mestur hjá eiginkonu og börnum. Þeim votta ég innilega samúð knattspyrnuhreyfingarinn- ar. Eftir standa minningar um mik- inn drengskaparmann og góðan félaga. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu Sveins R. Brynjólfssonar. Eggert Magnússon formaður KSÍ. Kveðja frá Knattspyrnu- dóraarafélagi Akureyrar Síðastliðinn laugardag bárust mér þau válegu tíðindi að Sveinn Brynjólfsson, varaformaður Knattpyrnudeildar KA, hefði látist af slyförum fyrr um daginn. Mér var illa brugðið við þá hörmungar- fregn og sat orðlaus og agndofa langa stund. Hver er tilgangurinn? Hvert er réttlætið? Slíkar spurning- ar skjóta upp kollinum þegar ein- stakur úrvalsmaður í blóma lífsins er kallaður burt í skyndingu. Það fer fyrir mér eins og öðrum; ég finn engin svör. Kynni okkar Sveins hófust þegar hann fór að starfa fyrir Knatt- spyrnufélag Akureyrar fyrir tæp- um áratug. Hann var fljótlega kjör- inn í stjórn knattspyrnudeildarinn- ar, tók síðar við formennsku í deild- inni og nú síðast var hann varafor- maður hennar. Sveinn gerðist snemma tengilið- ur okkur knattspyrnudómaranna við stjórn Knattspyrnudeildar KA. Við bárum okkar mál undir hann og oftast fengu þau þær undirtekt- ir og afgreiðslu sem allir gátu unað sáttir við. Árið 1988 tók Sveinn sig til, við annan stjórnarmann, og fór á dómaranámskeið til að nema fræðin okkar. Hann sagðist sjálfur vita að starf knattspyrnudómarans ætti ekki vel við sig. Hins vegar vildi hann kynnast starfssviði okkar sem best og taldi réttilega að dóm- aranámskeið væri góð leið til þess. Þetta segir meira en mörg orð um hve duglegur og réttsýnn félagi Sveinn var. Sveinn var fastur fyrir og gagn- rýninn á störf okkar dómaranna. Þar talaði hann af þekkingu og innsæi og vildi ávallt vel. Til marks um það má nefna að hann var ákafur talsmaður þess að sem flest- ir leikmenn sæktu dómaranám- skeið til að kynnast knattspyrnu- lögunum sem best og öðlast aukinn skilning á starfi dómarans. Með þeim hætti taldi Sveinn að draga mætti úr togstreitu milli dómara og leikmanna, sem aftur kæmi leiknum sjálfum til góða. Sveinn lét ekki sitja við orðin tóm í þessum efnum í formennskutíð sinni. Fjórt- án leikmenn 2. flokks KA luku dómaraprófi árið 1991 og níu árið eftir og er mér nær að halda að það íslandsmet verði seint slegið. En Sveini fannst ekki nóg að gert að hvetja sem flesta knatt- spyrnumenn til að kynna sér starf dómarans. Hann tók einnig ljúflega í það að greiða götu okkar í bún- ingamálum og með tilstilli hans tókst farsælt samstarf milli Knatt- spyrnudómarafélags Akureyrar og KA í þeim efnum. Við nutum sömu kjara og KA í búningakaupum og stjórn knattspyrnudeildarinnar sá til þess að ávallt væri til dómara- búningur í KA-húsinu svo enginn þyrfti að sinna störfum dómara í óviðeigandi klæðnaði. Fyrir allt þetta og ótal margt annað vil ég þakka Sveini nú, á þessari þungbæru kveðjustund. Hans er sárt saknað. Ég laut þar yfir rósina, svo enginn annar sá, að öllum sóttu lífsins þungu gátur. Svo kynt var þama inni að klukkan hætti að slá en klökkvans þögn er innibyrgður grátur. (Davíð Stefánsson frá Fagraskógi.) Ég sendi Sigrúnu, eiginkonu Sveins, börnum þeirra og öðrum aðstandendum hugheilar samúðar- kveðjur. Megi góður Guð veita þeim styrk í þungri raun. Fari góður drengur í friði. Fyrir hönd Knattspyrnudómara- félags Akureyrar, Valdimar Freysson. Ég veit þú fékkst engu, vinur, ráðið um það, en vissulega hefði það komið sér betur, að lát þitt hefði ekki borið svo bráðan að. Við bjuggumst við að hitta þig oft í vetur. Og nú er allt um seinan að sýna þér allt það traust sem samferðafólki þínu hingað til láðist að votta þér. Það virtist svo ástæðulaust að vera að slíku fyrst daglega til þín náðist. (Tómas Guðmundsson). Hvar er Sveinn? Þessi spurning kom upp í huga okkar KA-manna þar sem við vorum við keppni þenn- an örlagaríka dag. Sveinn sem ætíð mætti fyrstur og fór síðastur var ekki kominn þegar fyrsti leikur- inn hófst. Okkur fannst sem eitt- hvað mikið vantaði. Þegar reiðar- slagið kom, að Sveinn væri dáinn, þá fannst okkur sem tíminn hefði stöðvast: Maðurinn sem hefur fylgt okkur gegnum súrt og sætt er ekki lengur á meðal okkar. Maðurinn sem við leituðum til með okkar vandamál, tengd knattspyrnu og daglegu lífi, er látinn. Sveinn var til fjölda ára í stjórn knattspyrnudeildar KA. Skipti engu hvort hann var formaður eða gegndi öðrum störfum, fórnfýsin var ætíð söm. Sveinn var sá stjórn- armaður sem hafði mest samskipti við leikmenn, hann fylgdi okkur á alla leiki og hnýtti þá lausu enda sem þurfti. Hann var okkur sá fé- lagi og bakhjarl sem hveiju liði er ómetanlegur. Nú hefur Sveinn lok- ið sínu dagsverki í okkar þágu og verið kallaður til annarra og mikil- vægari starfa á öðrum vettvangi. Við KA-strákarnir erum þakklátir fyrir að hafa fengið að starfa með þér, Sveinn, og eiga þig að sem félaga. Við hefðum óskað að þau kynni hefðu varað lengur, en nú verður þú að hlýða kalli hins æðsta dómara. Missir okkar er mikill og sár, en meiri er missir fjölskyldunnar sem nú sér á eftir ástkærum föður og eiginmanni. Við vottum ykkur, Sigrún, Binni, Sandra og Birkir, okkar innilegustu samúð. Megi Guð veita ykkur styrk. „Hinn vitri safnar ekki auði. Því meiru sem hann ver öðrum til gagns, -því meira á hann sjálfur. Því meira sem hann gefur öðrum, því ríkari er hann sjálfur.“ (Lao-Tse.) Þjálfarar og leikmenn mfl. KA í knattspyrnu. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓIMAGUÐRÚN FINNBOGADÓTTIR KJELD, sem lést mánudaginn 14. nóvemer, verður jarðsungin frá Innri-Njarðvíkur- kirkju í dag, föstudaginn 25. nóvember, kl. 15.00. María Kjeld, Hanna Kjeld, Kristbjörg Kjeld, Guðmundur Steinsson, Matthías Kjeld, Marcella Kjeld, Anna Jóna Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til þeirra fjölmörgu,, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SVEINS GUÐMUNDSSONAR, Bjarkarhlíð 2, Egilsstöðum. Sérstakar þakkir til björgunar- og hjálparsveita á Héraði og nær- sveitum. Sæunn Stefánsdóttir, Malen Sveinsdóttir, Hafsteinn Pétursson, Valborg Sveinsdóttir, Steinþór Þórðarson, Veigur Sveinsson, Stefán Bogi Sveinsson og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, GUNNARS GÍSLASONAR vélstjóra, Gnoðarvogi 64, og heiðruðu minningu hans. Sérstakar þakkir eru færðar séra Braga Skúlasyni, læknum og hjúkrunarfólki á gjörgæsludeild Landspítalans. Guð blessi ykkur öll. Kristin B. Waage, Helga Erla Gunnarsdóttir, Ólafur Friðriksson, Benedikt Einar Gunnarsson, Erla Magnúsdóttir og barnabörn. + Innilegar þakkir til þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför INGIBJARGAR FRÍMANNSDÓTTUR og SIGURÐAR ÁGÚSTSSONAR. Ágúst Karl Sigmundsson, Ágústína Ólafsdóttir, Frfmann Kristinn Sigmundsson, Herdís Ragna Þorgeirsdóttir, Margrét Bára Sigmundsdóttir, Ingvi Th. Agnarsson, Hilmar Sigurðsson, Kristín Guðmundsdóttir, Esther Sigurðardóttir, Örn Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Lokað Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf. verður lokuð í dag, 25. nóvember 1994, frá kl. 13.00, vegna jarðarfarar INGA S. ÁSMUNDSSONAR. Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.