Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 44
44 FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ Tommi og Jenni Ferdinand Smáfólk Hæ, ég heiti Rabbi, má hundur- Ja, ég veit ekki, ég verð að at- Hver ert þú, umboðsmaður hans? inn þinn koma út að leika? huga. BREF TLL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reylqavík • Sími 691100 • Símbréf 691329 Mongolar og mongólítar Athugasemd við fordómaskrif Frá Heimi Pálssyni: EkJd &Utaf verið gerður VÍKVERJI Morgunblaðsins mið- greinarmunur á heiti vikudaginn 16. nóvember setur á þjóðar og kynþáttar þess konar ræðu að mér er nauð- ugur kostur að reyna að leiðrétta skrif hans. Upphaf málsins er það að blaðamaðurinn hefur komist að því að Gylfi Már Guðbergsson landfræðingur notar í kennslubók sinni fyrir grunnskólann orðið „mongólítar“ um einn þriggja kynþátta jarðarinnar (eranar, mongólítar og negrar). Víkverji undrast þetta því það kemur ekki heim og saman við málnotkun hans og virðist ekki flökra að honum að álitamál séu til. Eitt hlýtur að vera rétt. Hann sest í dómarasætið og býsnast yfir „villu“ sem búin sé að ganga í bókinni síðan 1966 og klykkir meira að segja út samkvæmt siða- reglum lastarans með að ekki sé nú landafræði þessi „til þess fall- in að auka tiltrú manna á barna- fræðurum landsins, eða hvað?“ Víkveiji þessi telur sig sem sagt vita að kynþátturinn sem hér um ræðir heiti mongólar en þeir sem haldnir eru erfðagalla sem læknar nefna „downs-einkenni“ séu mongólítar. Telur hann alla aðra málnotkun til marks um ótrúlega fávisku. Gagnrýnisverð málnotkun Nú hefði verið gaman ef blaða- maðurinn hefði notað þetta tæki- færi til að spyija og fræðast í stað þess að hreykja sér og for- dæma. Þá hefði hann í fyrsta lagi áttað sig á að það er að sjálf- sögðu ekki upprunaleg merking orðsins mongólíti að það sé maður með erfðagallann sem kenndur er við Down. Það gæti hann m.a. séð með því að athuga þýðingu Sigurðar læknis Thorlacius á Heimilislækninum (1987), þar sem segir: „Börn með „Down’s syndrome" þekkjast við fæðingu á andlitssvipnum. Augu eru ská- sett (þess vegna voru börnin köll- uð „mongólar“ eða „mongólít- ar“)...“ (bls. 665). Læknirinn bendir þarna á að það er að sjálf- sögðu ótæk aðferð fyrir læknavís- indin að nota jafnfordómafullt heiti og mongólismi á erfðagalla, því að sjálfsögðu gildir einu hvort talað er í því sambandi um mong- óla eða mongólíta. Bæði orðin eru af sömu rót. Það er því umfram allt sú málnotkun sem er gagn- rýnisverð. í annan stað hefði blaðamaður- inn getað skoðað málið frá sjónar- hóli landafræðinnar og mannfræð- innar og spurt sig hvort væri nokk- uð á móti því að kalla kynþáttinn mongóla, eins og hann vill gera. Því er rökfræðilega fljótsvarað: Það er óhentugt og getur orðið misvísandi að hafa sama heiti á kynþætti og einhverri einni þjóð sem honum tilheyrir. Okkur dytti t.d. varla í hug að kalla erana alla germani, sem þó eru ein þjóð með- al erana alveg eins og mongólar meðal mongólíta. Séu fleiri texta- staðir skoðaðir í landafræðinni kemur skýrt fram að fyrir höfund- unum vakir einmitt að innleiða greinarmun. Hann hefur ekki alltaf verið fyrir hendi í landafræði og t.d. gera elstu kennslubækumar ekki mun á þjóð og kynþætti þarna, en upp úr miðri öldinni verður breyting á. Elstu dæmin sem mér eru kunn- ug eru úr Almennri landafræði Guðmundar Þorlákssonar frá árinu 1959. Þrem árum síðar kemur endurskoðun Einars Magnússonar á Landafræði Bjarna Sæmunds- sonar (1962) og sést þá að Einar bætir mongólítaheitinu við í nýj- ungaskyni (setur það innan sviga þar sem Bjarni talaði um Mongóla). Þessi hefur því hugtakanotkunin verið í landafræðikennslubókum í hálfan fjórða áratug en er ekki til komin vegna mistaka eða villu eins og Víkveiji heldur. Alið á málfarsfordómum Enn hefði það og verið til marks um fróðleiksfýsn blaðamanns ef hann hefði flett upp í dönskum eða enskum orðabókum til þess að skoða málnotkun þar. Þá hefði hann getað orðið margs vísari. Til að mynda hefði hann séð að Mon- golian er sagt merkja íbúa Mongól- íu en Mongoloid kynstofninn mon- gólita, þótt það hafi aukamerkingu sem vísar til downs-heilkenna. Eina heimildarrit sem blaða- manninum hugsaðist að fletta upp í er Alfræðiorðabókin. Þar hefur verið valinn sá kostur að tengja annað orðið við erfðasjúkdóminn, þó aðeins í í samsetningunni „mongólítagervi". Það er að mati þess sem hér skrifar óæskilegt vegna þess að það elur á málfars- fordómum og þess að vænta að það verði endurskoðað í næstu útgáfu. HEIMIR PÁLSSON, deildarstjóri, Námsgagnastofnun. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt tii að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.