Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 25.11.1994, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. NÓVEMBER 1994 45 ____________BRÉF TIL BLAPSINS____ Gasklefar og vond samviska Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími A-j 671800 ^ Opið sunnudaga kl. 13-18 GYÐINGAR brenndir lifandi í Þýskalandi. Frá Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni: I BREFI Þorsteins Guðjónssonar hér í blaðinu þ. 4. nóvember held- ur hann því fram að gasklefarnir í Auschwitz hafi „hreinlega verið útbúnir sem framtíðar-áróðursatr- iði við réttarhöldin í Niirnberg". Eg vil fyrir enga muni gefa í skyn að Þorsteinn sé kynþáttahatari þótt hann haldi þessu fram. Kyn- þáttahatur er væntanlega refsivert samkvæmt íslenskum lögum. Mig langar í staðinn að fræða hann og aðra þá, sem lesa þetta, um sumar af fyrstu fréttunum sem menn fengu af gasklefunum. Þær bárust reyndar löngu fyrir réttar- höldin í Niirnberg. Við vitum einn- ig í dag að bresk, bandarísk og sænsk stjórnvöld vissu mætavel um útrýmingarbúðir og gasklefa nasista, en aðhöfðust ekkert. 20-25% hollenskra gyðinga lifði af Dæmin sem ég nefni um vitn- eskju um gasklefa eru frá Hol- landi. Þegar árið 1943 bárust fréttir af gasklefum í Auschwitz til Hollands. Gyðingum í Hollandi var ekki sópað saman með sama hraða og gyðingum í mörgum löndum Austur-Evrópú, en í júlí 1942 eftir miklar ofsóknir var þeim fyrirskipað að bera gulu Davíðsstjörnuna og þá hófust skipulagðar rassíur nasista. Fólki var safnað í búðir í Westerbork og Vucht í Hollandi. Búðir þessar voru reistar fyrir fé og eignir gyð- inga, sem nasistar rændu. Skipu- lagning böðlanna var með ein- dæmum. Síðar var fólkið sent til útrýmingarbúða í Austur-Evrópu. í fyrstu umferð voru teknir 15.760 manns, sem aldrei komu aftur til Hollands. Af u.þ.b. 140.000 hol- lenskum gyðingum lifðu aðeins um 20-25% stríðið af með því að fela sig, skipta um nafn og jafnvel trú. Stríðið var ekki eins auðvelt fyrir þá og Islendinga. Fyrstu fréttirnar bárust árið 1943 Þegar í febrúar 1943 bárust fréttir um gasklefa í Auschwitz til Hollands. Ungur Hollendingur J.U. Ubbink að nafni fékk fréttir um þá frá sérfræðingi í eiturgasi, fyrrverandi félaga sínum úr sam- tökum mótmælendatrúaðra ung- menna, Þjóðveijanum Kurt Ger- stein. Hann hafði unnið með gasið í útrýmingarbúðum - að sjálf- sögðu gegn samvisku sinni. Ubb- ink var einn af þeim Hollendingum sem faldi gyðinga á heimili sínu, og í tengslum við það hafði hann gott samband við Cornelius Van der Hooft, sem var í andspyrnu- hreyfingunni. Van der Hooft skrifaði sögu þá er Ubbink hafði eftir Gerstein. Skömmu síðar (1944) var Van der Hooft tekinn höndum og var myrt- ur á leiðinni til Sachsenhausen búðanna. Vorið 1943 komu 6 kon- ur, sem tilheyrðu söfnuði Votta Jehóva, til baka til Hollands, eftir að hafa verið sendar til Auschwitz fyrir að hafa sýnt gyðingum sam- úð sína. Þær greindu m.a. frá gasklefunum og líkbrennsluofn- um. Árið 1942 voru SS-menn í Auschwitz sendir til búðanna í Vucht í Hollandi til að koma skipu- lagi á þær. Einnig voru pólitískir fangar sendir þangað frá Ausc- hwitz. Einn þeirra, og SS maður- inn Joachim Perthes greindi tveim- ur gyðingum frá gasklefunum. Gyðingnum dr. Van der Hal var sögð álíka saga af pólskum fanga í Vucht. Hollenskir gyðingar, sem heyrðu útsendingar BBC þ. 17. desember 1942 um örlög pólskra gyðinga, vildu ekki trúa þeim sög- um. Gyðingaleiðtoginn Á. Assher túlkaði frásögnina sem breskan áróður. Tölurnar rengdar og sögunni afneitað Þetta voru örfáar sögur frá Hollandi. Margar líkar eru til frá öðrum löndum og margar frá- sagnir fólks, sem lifði morðæðið .af eru til og skráðar. Nóg er því til af heimildum og bókum um morð og gasútrýmingar nasista fyrir aðeins 50 árum, og of langt mál yrði að nefna þær hér. Nýj- ustu rannsóknir sýna að 5,2-6 milljónir gyðinga hafi verið myrt- ar. Furðu vekur að fleiri og fleiri vilja gjarnan rengja eða afneita þeim tölum. Það er auðvitað mannlegt að vilja ekki trúa því að mannskepnan geti verið svo grimm, en ekki held ég að slíkar hugsanir drífi endurskoðunar- sinna áfram í svokölluðum vís- indastörfum þeirra. Fólk, sem fellur fyrir slíkri fræðimennsku, heillast af titlum eins og Fred Leuchter ber. „Sérlegur ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í gasklefamál- um“. Þetta er reyndar sjálfsút- nefning sem aðeins Leuchter kannast við og hefur hann jafn- framt logið til um prófgráður sín- ar og fyrri störf. Hann er sem sagt lítill bógur og á það jafnan við um fylgissveina endurskoðun- arsinna, sem oftast eru líka kyn- þáttahatarar. Þegar minnið er eins lélegt og raun ber vitni, er engin furða að þjóðarmorð endurtaki sig. Þjóðar- morð, sem sprottin eru af fordóm- um, hatri og öfund. Morð á gyð- ingum og sígaunum í annarri heimsstyijöld voru að sjálfstöðu engin nýjung, heldur aðeins hræðilegur hápunktur 1.000 ára ofsókna á hendur þeim í Evrópu. Gasklefarnir, sem þýskir nasistar hönnuðu, voru nýjungin. Evr- ópubúar, og ekki síst íslendingar, bera ábyrgð á þessum þjóðar- morðum og að þau endurtaki sig ekki. Þegar einstaka menn eru farnir að afneita sögunni með þeirri röksemdafærslu að enginn sé á lífi til að sanna neitt, að menn séu of gamlir til að koma fyrir dómara og að atburðirnir hafa gerst fyrir svo löngu, þá erum við komin á hættulegt stig. Ég leyfi mér að halda að venjuleg- ir íslendingar muni ekki ríða á bylgju fordóma og kynþáttahat- urs, en við verðum þá að taka okkur ærlega á. Lítil þekking á sögu annarra Það eru ' reyndar ekki aðeins nýnasistar og kynþáttahatarar, sem eru'iðnir við kolann heldur hefur fræ gyðingahaturs og andzí- onisma ætíð vaxið vel meðal margra ungra vinstrisinnaðra ein- staklinga. Nýlega heyrði ég sam- ræður nokkra slíkra, íslenskra karla, sem reyndar eru komnir nokkuð til ára sinna og búnir að missa stjórnmálaákafa mennta- skólaáranna. Þeir hlaupa saman í Vesturbænum, og synda sér til hressingar og heilsubótar. Eftir áreynslu hlaupsins tönnluðust þeir á því að kynþáttahatarinn Zhírí- onovskí, hinn rússneski, væri nú eftir allt júði, eins og þeir orðuðu það. Þeim var mikið skemmt við þá mótsögn. Já mikið rétt, Zhírínovskí er gyðingur, sem afneitaði uppruna sínum vegna þess að hann býr í landi þar sem gyðingar eiga sér ekki viðreisnar von. í Sovétríkjun- um var gyðingum kennt að hata sjálfa sig og öðrum að hata þá. En hvað með ísland, Kvar eru gyðingar íslands, samkunduhús og yfirleitt einhver fjöldi fólks, sem hefur önnur trúarbrögð en hinn venjulegi íslendingur? Sumir hafa svo brenglað söguskyn, eða litla þekkingu á sögu annarra, að þeir sjá örlög ^gyðinga endurspegluð í bændum íslands. ísland er í raun eina landið í Evrópu, þar sem gyð- ingar hafa ekki sest í í einhveijum mæli. Var það vegna þess að Is- land væri of afskekkt eða ekki nógu fínt, eða er það vegna þess að gyðingar voru hér aldrei aufú- sugestir? VILHJÁLMUR ÖRN VILHJÁLMSSON, 60 manns í ævintýra- legri safari-ferð um Austur-Afríku Frá Einari Erni Stefánssyni og Ástu R. Jóhannesdóttur: NÚ ER farið að síga á seinni hlut- ann í stórkostlegri ævintýraferð 60 manna hóps á vegum heims- klúbbs Ingólfs til Kenýa og Tanza- níu. Hópurinn hefur ferðast um stærstu þjóðgarða og verndar- svæði fyrir villt dýr í Austur-Afr- íku, þ.á m. Amboseli í Kenýa og Serengeti og Ngorongoro í Tanza- níu, en þar hafa fundist elstu leif- ar mannvera, sem taldar eru forf- eður nútímamannsins, homo sapi- ens. Hópurinn fór utan 9. nóvember sl. og er væntanlegur heim í dag, 25. nóvember. Á þessum dögum hefur hann ferðast víða í safari-bíl- um-og séð ótrúlega fjölbreytt dýra- líf, gróður og mannlíf Austur-Afr- íku. Þorp masaí-hirðingja var heimsótt og allur hópurinn hefur séð í návígi „hina fimm stóru“, sem veiðimenn nefndu svo, þ.e. ljón, hlébarða, vísunda, fíla og nashyrninga. Mikil heppni þykir að sjá hlébarða og nashyrninga, því að hlébarðar eru afar varir um sig og erfítt að koma auga á þá að jafnaði, en nashyrningar eru mjög sjaldséðir, enda í útrýming- 1 arhættu. 1 Heimsklúbbsfarar una sér nú 1 vel undir hitabeltissól við pálmatré á driflivítri strönd Dinai Reef, við kóralrif skammt frá Mombasa í Kenýa. Allir senda bestu kveðjur heim. EINAR ÖRN STEFÁNSSON, ÁSTA R. JÓHANNESDÓTTIR, fararstjórar í safaríferð um Austur- Afríku. HRINGTORGIÐ sem um ræðir í greininni, A að drepa börnin? Frá Guðrúnu Gísladóttur: ÉG er alveg gáttuð á framkvæmda- leysi núverandi meirihluta í Hafnar- firði. Hann er búinn að vera að dunda við að gera hringtorg á gatnamótum Hlíðabergs og Hamrabergs síðan í vor, verk sem ekki ætti að taka lengri tíma en í mesta lagi mánuð. Ekki tók það kratana lengri tíma að gera sín hringtorg í miðbænum. í nágrenni við gatnamótin er barnaskóli. Fjölmörg börn þurfa að fara um gatnamótin á morgnana á meðan dimmt er og síðan aftur heim á ný í hádeginu eða síðdegis. Engar gangstéttar eru við gatnamótin og engar merktar gangbrautir, hvað þá lýsing sem heitið getur. Ég spyr; hver er ábyrgð þeirra sem þessu stjórna? Er verið að bíða eftir dauð- slysi þama? Nei, ég held að hinir háu herrar ættu að drífa sig upp úr lá- deyðunni og drómaWm, bretta upp ermar og fara að láta verkin tala, eins og krafar gerðu, en ekki tala bara og mala eins og kommum er einum lagið. Ég og aðrir íbúar á svæðinu krefjast úrbóta. GUÐRÚN GÍSI^ADÓTTIR, Hlíðarbergi 47, Hafnarfírði. Subaru Legacy 1800 Sedan '90, sjálfsk., ek. 64 þ. km., ný yfirfarinn af þjónustu verkstæðis, t.d. tímareim o.fl., rafm. í rúö-'^ ■■ um. V. 1.170 þús. Sk. ód. MMC Lancer 1.6 GLXI '93, steingrár, sjálfsk., ek. 24 þ. km. Sem nýr. V. 1.275 þús. Sk. ód. Isuzu Crew Cap D. Cap 4x4 '92, rauð- ur, 5 g., ek. 85 þ. km. V. 1.350 þús. Sk. ód. - kjarni málsins! Toyota 4Runner V-B ’91, grænn, 5 g., ek. 74 þ. km., 31" dekk, áifelgur, sóllúga o.fl V. 2.150 þús. Sk. ód. Bílar á útsölu í Mazda 626 2.0 GLX 87, 2ja dyra, 5 g., ek. 110 þ. km.-V. 450 þús. Útsala 330 þús. Fiat Uno 45 S '91, 5 g., blár, ek. J 33 þ. km. V. 530 þús. Útsala 450 þ. Mazda 626 2,0 GLX '85, 4ra dyra, sjálfsk., ek. 100 þ. km. V. 290 þús. Útsala 230 þús. Peugeot 309 '87, 4ra dyra, 5 g., ek. 44 þ. km. V. 350 þús. Útsala 270 þús. Ford Escort 1,3 '86, 3ja dyra, 5 g., ek. 106 þ. km. V. 250 þús. Útsala 170 þús. Suzukl Fox 413 langur '87, 4 g., ek. 105 þ. km. (B-20 vél), 31“ dekk, tveir gangar. V. 600 þús. Sk. ód. M. Benz E '91, grásans., sjálfsk., ek. 69 þ. km., sóllúga, álfelgur, rafm. í rúðum o.fl. V. 2.150 þús. MMC Colt GLX '90, sjálfsk., ek. 45 þ. km,, rafm. I rúðum o.fl. V. 780 þús. Subaru Legacy 1800 Sedan '90, sjálfsk., j ek. 64 þ. km., ný yfirfarinn af þjónustu j verkstæöis, t.d. timareim o.fl., rafm. i rúð- um. V. 1.170 þús. Sk. ód. MMC Colt GLXi '90, rauður, 5 g., ek. 89 þ. km. V. 750 þús. Sk. ód. Volvo 440 GLT '89, 5 g., ek. 87 þ. km„ álfelgur o.fl. Fallegur bíll. V. 870 þús. Toyota Camry 2000 GLI '91, Ijósblár, sjálfsk., ek. 71 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.380 þús. Sk. ód. Subaru Justy '87, 5 dyra, hvítur, 5 g„ ek. 87 þ. km„ sumar- og vetrardekk á felgum. V. 350 þús. Toyota 4Runner '92, sjálfsk., ek. 40 þ. km„ m/öllu. V. 2,6 millj. Mazda 626 2000 GLX '87, 5 g„ ek. 110 þ. km„ rafm. í rúðum o.fl. V. 450 þús. MMC Colt GL '91, 5 g„ ek. 58 þ. km. V. 730 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '92, steingrár, 5 g„ ek. 62 þ. km„ álfelgur, spoiler, rafm. í rúðum o.fl. V. 950 þús. Sk. ód. MMC Galant GLSi 4x4 '90, 5 g„ ek. 88 þ. km„ rafm. i rúðum, centralæsing o.fl. V. 1.190 þús. Sk. ód.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.