Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ y <3 y 3 ír sem gie EGGEKT^Wsfen SMH121 . i Haridsmíðuðu þýsku gæðasköfriir frá Salamander. Mikió úrvall ART 17410 11.490 kr. St.71/?-11 10.990 kr. st.6ife-n ART 16140 11.490 kr. St. 7-11 OPIÐ miðvikudag - fimmtudag 9-22 föstudag (Pörláksméssu) 9-23 SKOVERSLUN "^" LÆKJARGÖTU 6A REYKJAVÍK SÍM! 91 14711 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS Sjabu hlutina í víöara samhengi! -kjarnimálsins! IDAG COSPER «^» COSPER. svo kýldi ég prínsessuna til bana og giftist drekanum. SKAK líinsjnii Margeir Pétursson Þessi staða kom upp í fyrstu umferð Ólympíuskák- mótsins í Moskvu i viðureign enska stór- ¦ meistarans Michaels Adams (2.640), sem ' hafði hvítt og átti leík, t og alþjóðlega meistar- ans N. Tumurhuyag » (2.305) frá Mongólíu. 4 Stöðumynd 23. Rg6+! - hxg6, 24. hxg6 - Bd6, 25. Ðh5+ - Kf8, 26. dxe5 - Bxe5, 27. Hxe5! - - fxe5, 28. Bg5 - De6, 29. Be7!! og eftir þenn- an stórglæsilega lokahnykk gafst svartur upp því máti verður ekki forðað. Englend- ingar lentu í miklum hremm- ingum í upphafl móts, máttu þola tap gegn Kazakstan og jafntefli við Skota. Með stór- sigrum komust þeir aftur upp á toppinn, en tap fyrir Rúss- um gerði út um möguleika þeirra á gullverðlaunum. Þeir höfnuðu í þriðja til fjórða sæti ásamt unglingasveit Rússa, en urðu af bronsinu vegna óhagstæðra stiga. HOGNIHREKKVTSI 0'lTA IftifA t HAGA ! VELVAKANDI Svarar í síma 691100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til f östudags Nói-Síríus VEGNA fréttar í fjölmiðlum um réttsýni stjórnenda Nóa-Síríusar í garð fatlaðra, sem fá að standa jafn- ir til launa öðrum vinnandi hjá því fyrirtæki, er til fyrirmyndar. Mun ég þess vegna kaupa vðrur þeirra umfram aðra. Að lítilsvirða vinnuframlag ýmissa hópa og hefja aðra upp í ómældar milljónir er slík hneisa þjóðinni og smánarblettur, að ekki verður við unað. Ráðamenn bukka sig og beygja í Kína meðan vandræði þeirra sem ekki eru í náðinni stigmagnast. „Verkseljendafélögin" hafa ekki verið sínu fólki stoð, laun þeirra sýna það. Sjúkraliðar berjast fyrir lífsafkomu sinni, þeir vinna erfið umönnunarstörf, sem ber að meta og vona ég að þeim beri sú gæfa að rjúfa þá enda- leysu, sem virðist ráðandi. Það er starfið sem unnið er sem er brennipunkturinn, þeir eiga að berjast fyrir því að það sé virt og metið til mannsæmandi launa. „Verðbólgudraugurinn" er sendur út þegar illa staddir hreyfa sig, en í ljósi reynslunnar sefur hann gríðarlega fast þegar hátt launaðir hækka, svo grun- ur leikur á að hann sé vel taminn af einhverjum, vonandi ekki „Verkkaupendasambandi íslands". Hrafnhildur Guðmundsdóttir Aukum neysluskatt AFNEMUM tekjuskatt — einföldum skattkerfið - minnkum skattsvik. Þetta er hægt með auknum neysluskatti. Það er lítið réttlæti í því að einungis hluti þessar- ar þjóðar borgi tekjuskatt. Flestir sem eru í eigin rekstri haga málum sínum þannig að tekjur þeirra eru undir skattleysismörkum, en eru í raun hærri og er lítið hægt að gera í því. Þess vegna er neyslu- skattur réttlætismál allra sem í þessu þjóðfélagi lifa. Með neysluskatti borga þeir sem hærri tekjur hafa meiri skatt því neyslan er oftast í hlutfalli við tekjur. Björgvin Þór Hólm Tapað/fundið Svartur frakki - grænn trefill SVARTUR frakki og grænn trefill voru teknir í misgripum á veitinga- staðnum 22 við Lauga- veg aðfararnótt sl. sunnudags. Viti einhver um flíkurnar er hann vin- samlega beðinn að hringja í síma 883679. Silfurskál og geislaspilarí SILFURSKÁL og ferða- geislaspilari frá Philips hurfu úr íbúð við Klepps- veg á tímabilinu frá ág- ústlokum fram í miðjan september. Skálin er nokkuð stór og útflúruð. Hún hefur mikið tilfinn- ingalegt gildi fyrir eig- andann og eru allir þeir sem kunna að vita um afdrif hennar beðnir að hringja í síma 39016. Gæludýr Hvolpur gefins 2JA mánaða gullfallegan hund af labradorkyni vantar gott heimili þar sem hugsað verður vel um hann. Upplýsingar í síma 657979 eftir kl. 17. Víkverji skrifar... UM SÍÐUSTU helgi var greint frá því á baksíðu Morgun- blaðsins að fjögur sjávarútvegsfyr- irtæki á Patreksfriði reyndu að ná saman um sameiningu fyrirtækj- anna í einu, og að útbúin hefðu verið ákveðin gögn um stöðu fyrir- tækjanna, sem undirbúningur að umsókn um úthlutun úr svonefndri Vestfjarðaaðstoð. Ekkert liggur fyrir um það enn, hvort af sattiein- ingunni getur orðið, samkvæmt því sem Víkverji hefur heyrt, en vantrú manna á að samkomulag geti tekist með eigendum fyrirtækjanna fjög- urra virðist allnokkur, bæði meðal heimamanna og þeirra sem til mála þekkja hér í höfuðborginni. Vík- verji hefur hvarvetna heyrt sama rökstuðninginn fyrir vantrúnni, en hann er sá, að hver og einn vilji fá að ráða og öldungis óljóst sé, að sátt geti tekist um að fá utanað- komandi stjórnanda til þess að stýra hinu nýja fyrirtæki, takist samein- ingin á annað borð. Þróunarsjóður íslands á 44% hlutafjárins í Odda hf. á Patreksfirði, sem mun vera eina fyrirtækjanna fjögurra sem ekki er með neikvæðan höfuðstól. Vikverji hefur heyrt á talsmönnum Þróunarsjóðsins, að þeir muni leggja allt kapp á að fá hæfan rekstraraðila til þess að stjórna fyr- irtækinu, ef af sameiningu verður, þar sem hagkvæmni og hámarks- arðsemi yerði það sem ráði rekstri fyrirtækisins, en ekki hreppasjón- armið og •útúrboruháttur. ANNARS verður það að segjast eins og er að íbúar Suður- fjarða Vestfjarða eru síður en svo öfundsverðir af því að standa í út- gerð og _ fiskvinnslu um þessar mundir. í nýútkomnu fréttablaði Vesturbyggðar, sem ber nafnið Vesturbyggð, er afar fróðleg sam- antekt á þróun skiptingar á kvóta milli atvinnusvæða, frá því að kvótakerfið tók gildi 1984. Þar kemur glögglega fram að ekkert atvinnusvæði hefur farið jafnilla út úr kvótaskerðingunni og tilfærslum veiðiheimilda og Suðurfirðir Vest- fjarða. Suðurfirðirnir hafa einungis yfir um 33% þeirra fiskveiðiheimilda að ráða í dag, af þeim veiðiheimild- um sem þeir höfðu árið 1984. Til samanburðar má geta þess að út- gerðarfyrirtæki í Húnavatnssýslum hafa aukið veiðiheimildir sínar, þannig að 1994 ráða þeir yfír 109% veiðiheimilda miðað við það sem var 1984. Höfn í Hornafirði ræður yfir 98% veiðiheimilda miðað við það sem var árið 1984. Eyjafjarðar- svæðið ræður yfir 87% af því sem var 1984. EKKERT svæði kemst með tærnar í skerðingunni þar sem Suðurfirðir Vestfjarða eru með hælana, en þó hafa Suðurnesin að- eins yfír 56% veiðiheimilda að ráða, miðað við það sem þau höfðu 1984; Höfuðborðarsvæðið hefur yfir 52% að ráða í ár miðað við 1984; Akra- nes og Breiðafjörður eru með um og yfír 70% þeirra heimilda sem svæðin höfðu 1984; Norðurfirðirnir á Vestfjörðum með um 61%; Skaga- fjörður með um 76%; Siglufjörður 51%; Austfirðir með um og yfír 50%, Vestmannaeyjar með 78% og Árborgarsvæðið 53%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.