Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 MORGUNBLAÐIÐ ; VIÐSKIPTI Hluthafar í Fjárfestingarfélagi íslands sjá fram á mikið tap Fá um 25% af nafnverði hluta bréfa sinna HLUTHAFAR í Fjárfestingarfélagi íslands hf. fá að öllum líkindum greidd um 25% af nafnvirði hluta- bréfa sinna við yfirtöku íslands- banka á félaginu. Eins og komið hefur fram samþykkti aðalfundur Fjárfestingarfélagsins á fimmtu- dag að félagið skyldi sameinað dótturfyrirtæki sínu, Féfangi hf. undir nafni þess síðarnefnda. Gert er ráð fyrir að íslandsbanki kaupi síðan hlutabréf annarra hluthafa í Féfangi fyrir um 150 milljónir en hann á fyrir um þriðjung hlutafjár- ins. Stefnir bankinn að því að sam- eina Féfang og Glitni í eitt öflugt eignarleigufyrirtæki. Hlutafé Fjárfestingarfélagsins var í árslok alls um 207 milljónir og skiptist það á 398 hluthafa. Samkvæmt samningi um samein- ingu félaganna fá hluthafar Fjár- festingarfélagsins í sinn hlut hluta- bréf í Féfangi að nafnvirði 1.884 krónur fyrir hverjar 10 þúsund krónur að nafnvirði sem þeir eiga í félaginu._ Þeir eiga síðan kost á að selja íslandsbanka, Burðarási eða Lífeyrissjóði verslunarmanna bréf sín fyrir áramót á genginu 1,33 og fá því 2.506 krónur fyrir hverjar 10 þúsund krónur. Einnig geta þeir beðið fram í apríl og selt bréf sín á genginu 1,36 þegar end- anlega verður gengið frá kaupum bankans. Hagstætt verð fyrir íslandsbanka Samkvæmt 'upplýsingum Morg- unblaðsins er ljóst að ísjandsbanki kaupir Féfang á mjög hagstæðu verði. Miðað við það verð sem bank- inn greiðir er félagið metið á 230 milljónir en áætlað eigið fé Féfangs er aftur á móti 340 milljónir um þessi áramót. Ýmsar ástæður liggja að baki því mikla verðfalli sem orðið hefur á hlutabréfunum í Fjárfestingarfé- lagi íslands. Á síðasta ári gerði sænska tryggingaféiagið Skandia kröfu um lækkun á kaupverði hlutabréfanna í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. Sam- kvæmt kaupsamningi höfðu 10% af 186,5 milljóna söluverði verið bundin á sérstökum bankareikn- ingi. í júní í sumar úrskurðaði gerð- ardómur að félaginu bæri að greiða Skandia 26,4 milljónir vegna þessa máls. í öðru lagi benda líkur til að félagið verði fyrir um 35 milljóna tapi vegna ábyrgðar á láni hjá Framkvæmdasjóði sem það gekkst í fyrir laxeldisfyrirtækið Vogalax árið 1987. Þetta mál hefur verið verið rekið fyrir dómsstólum um margra ára skeið. Félagið tapaði málinu í undirrétti og áfrýjaði því til Hæstaréttar. Ef svo fer að félag- ið hefði betur í þessu máli fengju hluthafarnir um 40% af nafnverði bréfanna í stað 25%. í þriðja lagi má rekja tap Fjár- festingarfélagsins til dótturfélags- ins Takmarks sem yfirtók fyrir nokkrum árum um 300 milljóna verðbréfaeign úr verðbréfasjóðum í vörslu Verðbréfamarkaðarins. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins tapaðist mun stærri hluti þeirrar eignar en búist hafði verið við m.a. vegna verðfalls fasteigna. Verðbréfaeign Takmarks var bók- færð 208 milljónir um síðustu ára- mót og hafði þá verið færð niður um 118 milljónir. Af áðurnefndum ástæðum var Fjárfestingarfélagið með alls tæp- lega 94 milljóna bókfært tap á síð- asta ári. Eigið fé var í lok sl. árs bókfært um 117 milljónir og hafði lækkað um nálægt 90 milljónir á einu ári. ^tllilMMiHlíill^MiHIH'IIHI'lH 5% 4 3 2 1 0 -1 -2 ¦3 •4 -5 5% m SAMTALS OECD OECD '' "' ' ' H ¦———¦ '¦ ''¦',., ,-' "jjpr I 93 94 95 96 4 3 FRAKKLAND # i f 7 f ,i / ¦5 5% 4 3 2 1 0 •1 -2 -3 -4 -5 Hlutfallsleg aukning landsframleiöslu milii ára 5% 4 3 2 1 0 -1 -2 -3 -4 -5 JAPAN| / 9 ^ BRETLAND I T — — 93 94 95' 96" CfajF H < KANADA I { f ~ • 5% 4 3 2 1 0 -1 -2 -3 -4 -5 5% 4 PÝSKALANDl ^93 94 i 95 96S ITALIA 94 93 93 Heimild: OEC/ Braðabirgðatölurog spár tyrirn 1994 lil 1996 REUTER OECD spáir auknum hagvexti á næsta ári París. Reuter. HAGKERFI auðugustu ríkja heims eru við góða heilsu og lík- legt er að það ástand haldist segir í desemberskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þar segir einnig að draga muni úr miklu atvinnuleysi og að verð- bólgu verði haldið í skefjum. Því er spáð að hagvöxtur muni aukast í 3% 1995 úr 2.8% í ár. Gert er ráð fyrir að framhald verði á vextinum 1996 og að Japan og Evrópa muni fylla skarð, sem Bandaríkin muni skilja efár, þegar draga muni úr efnahagsbata þar. í skýrslunni segir að ríkisstjórn- ir aðildarlandanna standi nú frammi fyrir þeim vanda að við- halda þeim hagvexti, sem hafinn sé, án þess að ýta undir verðbólgu og halda uppi eins mikilli atvinnu og unnt sé. í Bandaríkjunum er hvatt til aðhalds í peningamálum og sagt að halda eigi áfram að hækka skammtíma vexti. Því er spáð að verðbólgan í Bandaríkjunum auk- ist í 3.3% úr 2.0% að meðaltali í ár. Einnig er hvatt til aðhalds í peningamálum í Bretlandi, Ástral- íu og Nýja-Sjálandi. í Evrópu er talið ólíklegt að koma muni til efnahagserfiðleika í náinni framtíð. OECD segir að hagvöxtur í Evrópu muni í heild aukast í 3.0% á næsta ári úr 2.3% og síðan í 3.2% 1996. Þó segir að þýzki seðlabankinn hafi lítið svigrúm til að milda stefnu sína enn meir, þar sem lík- Iegt sé að verðbólga í Þýzkalandi verði 2% á næsta ári eða heldur meiri en nú. Talið er að hagvöxtur Japana fari ekki yfir 3% á ári fyrr en 1996. Atvinnuleysi í nær öllum að- ildarlöndum OECD mun minnka í 7.7 í árslok 1996 úr um 8.2% nú. Obreytt byggingar- vísitala BYGGINGARVÍSITALAN mældist 199,1 stig í desember og er óbreytt frá nóvembermánuði. Þessi vísitala gildir fyrir janúar 1995. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8% og und- anfarna þrjá mánuði hefur hún hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðbólgu á ári. Árið 1994 var vísitala byggingar- kostnaðar að meðaltali 2,5% hærri en árið 1993, segir í frétt frá Hag- stofunni. Hagstofan hefur einnig reiknað launavísitölu fyrir desembermánuð miðað við meðallaun í nóvember og reyndist hún vera 133,7 stig eða 0,1% hærri en í mánuðinum á und- an. Umreiknað til ársbreytingar er hækkun vísitölunnar 1,5% síðustu þrjá mánuði, 2,3% síðustu sex mán- uði og 1,4% síðustu tólf mánuði. Þá hefur Seðlabanki íslands reiknað út lánskjaravísitölu í des- ember sem gildir fyrir janúar 1995 Mældist hún 3385 stig. Hefur vísi- talan hækkað um 0,03% frá mánuð- inum á undan. Umreiknuð til árs- breytingar er hækkun vísitölunnar 0,4% frá síðasta mánuði, 0,8% síð- ustu þrjá mánuði, 1,6% síðustu sex mánuði og 1,3% síðustu tólf mánuði. i » I \ l l 5 í \
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.