Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 18

Morgunblaðið - 21.12.1994, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Hluthafar í Fjárfestingarfélagi íslands sjá fram á mikið tap Fá um 25% af nafnverði hluta- bréfa sinna HLUTHAFAR í Fjárfestingarfélagi Islands hf. fá að öllum líkindum greidd um 25% af nafnvirði hluta- bréfa sinna við yfirtöku íslands- banka á félaginu. Eins og komið hefur fram samþykkti aðalfundur Fjárfestingarfélagsins á fimmtu- dag að félagið skyldi sameinað dótturfyrirtæki sínu, Féfangi hf. undir nafni þess síðarnefnda. Gert er ráð fyrir að íslandsbanki kaupi síðan hlutabréf annarra hluthafa í Féfangi fyrir um 150 milljónir en hann á fyrir um þriðjung hlutafjár- ins. Stefnir bankinn að því að sam- eina Féfang og Glitni í eitt öflugt eignarleigufyrirtæki. Hlutafé Fjárfestingarfélagsins var í árslok alls um 207 milljónir og skiptist það á 398 hluthafa. Samkvæmt samningi um samein- ingu félaganna fá hluthafar Fjár- festingarfélagsins í sinn hlut hluta- bréf í Féfangi að nafnvirði 1.884 krónur fyrir hveijar 10 þúsund krónur að nafnvirði sem þeir eiga í félaginu. Þeir eiga síðan kost á að selja íslandsbanka, Burðarási eða Lífeyrissjóði verslunarmanna bréf sín fyrir áramót á genginu 1,33 og fá því 2.506 krónur fyrir hveijar 10 þúsund krónur. Einnig geta þeir beðið fram í apríl og selt bréf sín á genginu 1,36 þegar end- anlega verður gengið frá kaupum bankans. Hagstætt verð fyrir Islandsbanka Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins er ljóst að ísjandsbanki kaupir Féfang á mjög hagstæðu verði. Miðað við það verð sem bank- inn greiðir er félagið metið á 230 milljónir en áætlað eigið fé Féfangs er aftur á móti 340 milljónir um þessi áramót. Ýmsar ástæður liggja að baki því mikla verðfalli sem orðið hefur á hlutabréfunurn í Fjárfestingarfé- lagi íslands. Á síðasta ári gerði sænska tryggingafélagið Skandia kröfu um lækkun á kaupverði hlutabréfanna í Verðbréfamarkaði Fjárfestingarfélagsins hf. Sam- kvæmt kaupsamningi höfðu 10% af 186,5 milljóna söluverði verið bundin á sérstökum bankareikn- ingi. í júní í sumar úrskurðaði gerð- ardómur að félaginu bæri að greiða Skandia 26,4 milljónir vegna þessa máls. í öðru lagi benda líkur til að félagið verði fyrir um 35 milljóna tapi vegna ábyrgðar á láni hjá Framkvæmdasjóði sem það gekkst í fyrir laxeldisfyrirtækið Vogalax árið 1987. Þetta mál hefur verið verið rekið fyrir dómsstólum um margra ára skeið. Félagið tapaði málinu í undirrétti og áfrýjaði því til Hæstaréttar. Ef svo fer að félag- ið hefði betur í þessu máli fengju hluthafamir um 40% af nafnverði bréfanna í stað 25%. í þriðja lagi má rekja tap Fjár- festingarfélagsins til dótturfélags- ins Takmarks sem yfirtók fyrir nokkrum árum um 300 milljóna verðbréfaeign úr verðbréfasjóðum í vörslu Verðbréfamarkaðarins. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins tapaðist mun stærri hluti þeirrar eignar en búist hafði verið við m.a. vegna verðfalls fasteigna. Verðbréfaeign Takmarks var bók- færð 208 milljónir um síðustu ára- mót og hafði þá verið færð niður um 118 milljónir. Af áðurnefndum ástæðum var Fjárfestingarfélagið með alls tæp- lega 94 milljóna bókfært tap á síð- asta ári. Eigið fé var í lok sl. árs bókfært um 117 milljónir og hafði lækkað um nálægt 90 milljónir á einu ári. ÁÆT Hlutfallsleg aukning landsframleiöslu milli ára JAPAN KANADA | '93" '94" '95" '96" '93" '£ Heimild: OEC/ Braöabirgftatölurog spár fyrirn 1994 til 1996 SSmB SAMTALS ÖECD OECD 3ANDARÍKIN. / r ÍTALÍA mm Á r f * B RETLAND á / 7\ T FRAKK LA K ND W L r É L ÞÝ 3KA LA ND OECD spáir aiikniun hagvexti á næsta ári París. Reuter. HAGKERFI auðugustu ríkja heims eru við góða heilsu og lík- legt er að það ástand haldist segir í desemberskýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD. Þar segir einnig að draga muni úr miklu atvinnuleysi og að verð- bólgu verði haldið í skefjum. Því er spáð að hagvöxtur muni aukast í 3% 1995 úr 2.8% í ár. Gert er ráð fyrir að framhald verði á vextinum 1996 og að Japan og Evrópa muni fylla skarð, sem Bandaríkin muni skilja efrír, þegar draga muni úr efnahagsbata þar. í skýrslunni segir að ríkisstjórn- ir aðildarlandanna standi nú frammi fyrir þeim vanda að við- halda þeim hagvexti, sem hafinn sé, án þess að ýta undir verðbólgu og halda uppi eins mikilli atvinnu og unnt sé. í Bandaríkjunum er hvatt til aðhalds í peningamálum og sagt að halda eigi áfram að hækka skammtíma vexti. Því er spáð að verðbólgan í Bandaríkjunum auk- ist í 3.3% úr 2.0% að meðaltali í ár. Einnig er hvatt til aðhalds í peningamálum í Bretlandi, Ástral- íu og Nýja-Sjálandi. í Evrópu er talið ólíklegt að koma muni til efnahagserfiðleika í náinni framtíð. OECD segir að hagvöxtur í Evrópu muni í heild aukast í 3.0% á næsta ári úr 2.3% og síðan í 3.2% 1996. Þó segir að þýzki seðlabankinn hafi lítið svigrúm til að milda stefnu sína enn meir, þar sem lík- legt sé að verðbólga í Þýzkalandi verði 2% á næsta ári eða heldur meiri en nú. Talið er að hagvöxtur Japana fari ekki yfir 3% á ári fyrr en 1996. Atvinnuleysi í nær öllum að- ildarlöndum OECD mun minnka í 7.7 í árslok 1996 úr um 8.2% nú. Obreytt byggingar- vísitala BYGGINGARVÍSITALAN mældist 199,1 stig í desember og er óbreytt frá nóvembermánuði. Þessi vísitala gildir fyrir janúar 1995. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,8% og und- anfama þijá mánuði hefur hún hækkað um 0,4% sem jafngildir 1,6% verðbólgu á ári. Árið 1994 var vísitala byggingar- kostnaðar að meðaltali 2,5% hærri en árið 1993, segir í frétt frá Hag- stofunni. Hagstofan hefur einnig reiknað launavísitölu fyrir desembermánuð miðað við meðallaun í nóvember og reyndist hún vera 133,7 stig eða 0,1% hærri en í mánuðinum á und- an. Umreiknað til ársbreytingar er hækkun vísitölunnar 1,5% síðustu þijá mánuði, 2,3% síðustu sex mán- uði og 1,4% síðustu tólf mánuði. Þá hefur Seðlabanki íslands reiknað út lánskjaravísitölu í des- ember sem gildir fyrir janúar 1995 Mældist hún 3385 stig. Hefur vísi- talan hækkað um 0,03% frá mánuð- inum á undan. Umreiknuð til árs- breytingar er hækkun vísitölunnar 0,4% frá síðasta mánuði, 0,8% síð- ustu þijá mánuði, 1,6% síðustu sex mánuði og 1,3% síðustu tólf mánuði. Í © » » » » » » » » I » » i » » I » t I » fe

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.