Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 LANDIÐ makita. JOLATILBOViÐ HPfSOO Góð aðsókn hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs Hættir sýn- ingum fyrir fullu húsi 550 WATTA IÐNAÐARMÓTOR, STIGLAUS ROFI, VINSTRI-HÆGRISNÚNINGUR, 13 MM PATRÓNA. HF Armúla 11 - S(ml SB1BOO /y/Wð’ÖC'S'/WÆ A/A/ TVAS7 sA / /L A f > Egilsstöðum - Leikfélag Fljóts- dalshéraðs hefur hætt sýningum söngskemmtunarinnar Hér stóð bær. Sýningar voru átta og allar fyrir fullu húsi. Um 1.000 manns sáu sýninguna og er það mun meiri aðsókn en búist var við. Skemmtunin var byggð í kring- um vinsæl lög sem Haukur Morthens flutti á sínum tima og einnig eru leikþættir eftir Arn- dísi Þorvaldsdóttur fléttaðir í kringum lögin, svo úr varð mik- ill gleðileikur, fullur af fjöri og skemmtun. __ Dagbók Onnu Frank er næsta Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir SIGURBORG Kr. Hannesdóttir flutti lagið Til eru fræ. verkefni félagsins og er undir- búningsstarf þegar hafið. Leik- sljóri er Guðjón Sigvaldson og æfingar byija strax uppúr ára- mótum. Fyrirhugað er að frum- sýna verkið um páska. Skólaslit Framhaldsskólans í Eyjum Stúdentar gáfu ferðasjóðinn Gengur til hjálpar- starfs og krabba- meinssjúks barns Vestmannaeyjum - Nýstúdentar sem brautskráðust frá Framhalds- skólanum í Vestmannaeyjum til- kynntu á skólaslitunum að þeir hefðu ákveðið að gefa þá peninga sem þeir hefðu safnað í sjóð fyrir útskriftarferð til góðgerðarmála. annarri sölustarfsemi. Sighvatur sagði að þar sem óvenju margir hefðu útskrifast frá skólanum nú, 23 stúdentar, hefði verið erfitt að finna ferð og tíma sem hentað gat öllum. Sú hugmynd hefi því kvikn- að innan hópsins, þegar söfnun Hjálparstofnunarinnar fór fram á Bylgjunni fyrir skömmu, að gefa sjóðinn til góðgerðarmála. Styrkur til beinmergsskipta krabbameinssjúks barns Gáfu 150 þúsund krónur til góðgerðarmála 150 þúsund voru í sjóðnum sem skiptist milli tveggja aðila, Hjálparstofnunar kirkjunnar sem fékk 50.000 og foreldra krabba- meinssjúks barns í Eyjum, sem er að fara í beinmergsskipti erlendis, 100 þúsund. Nýstúdentinn Sighvatur Jóns- son tilkynnti þessa ákvörðun stúd- entanna í ávarpi sem hann flutti á skólaslitunum. Sighvatur sagði í samtali við Morgunblaðið að venja væri fyrir því innan skólans að stúdentsefni notuðu síðustu önnina til að safna fé í ferðasjóð, til að fjármagna utanlandsferð að út- skrift lokinni. Að þessu sinni höfðu safnast 150 þúsund krónur í ferða- sjóðinn, mest með rekstri sjoppu í skólanum en einnig með ýmiskonar Strax var ákveðið að gefa 50 þúsund krónur í söfnun Hjálpar- stofnunarinnar en síðan var áhugi á að gefa það sem eftir væri til styrktar krabbameinssjúkum börn- um. Sighvatur sagði að þau hefðu haft spurnir af því að krabbameins- sjúkt barn í Vestmannaeyjum væri að fara í beinmergsskipti til Sví- þjóðar eftir áramótin. Tvíburasyst- ir ætlaði að leggja til merg handa bróður sínum og þyrfti fjölskyldan að dvelja í Svíþjóð í þijá mánuði vegna þessa. Þau hefði því ákvaðið að styrkja þessa fjölskyldu með því að gefa henni þær 100 þúsund krónur sem eftir voru af ferða- sjóðnum. „Það var full samstaða um það innan hópsins hætta við útskriftarferðina og við erum ánægð með að nýta ferðasjóð okk- ar í að leggja þessum málum lið,“ sagði Sighvatur. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson AÐVEITUSTÖÐ Hitaveitu Suðumesja við Iðndal. Aðveitu- stöð tekin í notkun Vogum - Hitaveita Suðurnesja hefur tekið í notkun nýja aðveitustöð fyrir rafmagn við Iðndal í Vogum. Að- veitustöðin er steinsteypt með ál- klæðningu á þaki og þakbrúnum. Stærð hússins er um 135 fermetrar. Húsið er teiknað af Haraldi Val- bergssyni hjá Teiknistofunni Örk, aðalverktaki var Hjalti Guðmunds- son, húsasmíðameistari í Keflavík. Heildarkostnaður við aðveitustöðina með öllum búnaði er 28-29 milljón- ir króna sem er mun lægra en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir. Hitaveita Suðumesja hefur einnig lagt þrjá 36 kv jarðstrengi í jörðu frá aðveitustöðinni á Fitjum að nýju aðveitustöðinni við Iðndal. Með þess- um stengjalögnum er komin öflug tenging við aðveitustöðina á Fitjum sem er tengd landskerfinu og einnig tengd orkuverinu í Svartsengi. Eftir þessa framkvæmd stóreykst afhend- ingaröryggi rafmagns í Vatnsleysu- strandarhreppi. Kostnaður við strengjalögnina er um 40 milljónir. * € Búum komandi kynslóðym betri og bjartari framtíb á Islandi Vinningsnúmer bæklings - Er þér sama um Island?: Jólatrésnúmer 14.12 ‘94 4562 6410 11475 12044 18437 18593 22085 40857 42347 65086 66778 72097 76221 80416 82015 82695 83284 88188 92789 99140 Vinningur: Jólatré kr. 3.000 frá Landgræðslusjóði. ^ Stöndum saman Stofnum fræbanka Landgræðslusjóbs lÓLAKVEÐlA BÚNAÐARBANKI W ÍSLANDS Hlustiö á morgunþátt Rásar 2 NDI OG ÞJOÐ' Fjárgæsluaðili er Búnaðarbanki íslands. Reikningsnúmer 4030. Gíróseðlar með reikningsnúmeri liggja frammi í útibúum Búnaðarbankans um land allt. Geislaplatan YRKJUM ISLAND, ásamt hvatningarkorti og -merki, er hugljúf og viðeigandi jólakveðja til stuðnings stofnunar fræbanka Landgræðslusjóðs á 50 ára afmæli hans og Lýðveldisins. Fæst á bensínstöðvum OLÍS og útsölustöðum Pósts og Síma. Geislaplatan fæst í hljómplötu- verslunum og kortin í helstu bóka- og blómaverslunum. rósturogsImi Geislapl. Yrkjum ísland Hvatningarkort kr. 990. kr. 195. Hvatningarmerki kr. 25.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.