Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR21.DBSEMBER1994 23 ERLEIMT Ashkenazíj Kommglega fílharmónían í London Ashkenazíj hættir vegna ágreinings um eftirmann London. Rcuter. VLADÍMÍR Ashkenazíj, tón- listarstjóri Konunglegu fíl- harmóníunríar, lét af störfum í gær vegna ágreinings um eftir- mann hans. Að sögn umboðs- manns hans var Ashkeriazíj til- kynnt í síðustu viku að ítalanum Daniele Gatti hefði verið boðið að taka við starfinu. Sagði As- hkenazíj upp í gær og tók upp- sögnin þegar gildi. „Ég var furðu lostinn og í uppnámi eftir að framkvæmda- stjóri Fílharmóníunnar talaði við mig," sagðí Ashkenazíj í samtali við dagblaðið Independent. „Ég ætlaði að gefa mér tíma til að átta mig á þessu í einrúmi. Dag- inn eftir gerði ég mér grein fyr- ir því að þetta var algerlega óviðunandi." 1 Talsmaður hljómsveitarinnar segir hljóðfæraleikarana hafa unnið með Gatti og vera ánægða með hann. Viðræður við Ashke- nazíj haldi áfram. Brottf ör frestað Vladímír Ashkenazíj hefur verið tónlistarstjóri Fílharmón- íunnar frá árinu 1987 en hann tók við af Andre Previn. Hann er einnig aðalstjórnandi Sinfó- níuhljómsveitar útvarpsins í Berlín. Er Ashkenazíj var ráðinn til Fílharmóníunnar var hlutverk hans að auka listræn gæði hljóm- sveitarinnar. Árið 1991 þótti ljóst að það hefði ekki tekist og kvaðst Ashkenazíj vilja hætta. Að samkomulagi varð að hann léti smám saman af störfum á tímabilinu 1993-1994. Er Peter Findlay tók við starfi framkvæmdastjóra árið 1992 voru lögð drög að sjö heimsferð- um hljómsveitarinnar á tímabil- inu frá júní 1995 og fram í maí 1997, að sögn Independent. Seg- ir blaðið Ashkenazíj hafa átt að stjórna Fílharmóníunni og að starfslokum hans hafí verið frestað. John le Carré um Kákususþjóðirnar Gagnrýnir Vestur- lönd fyrir hræsni New York. The Daily Telegraph. BRESKI rithöfundurinn John le Carré, sem þekktastur er fyrir spennusögur sínar um kalda stríðið og njósnarann George Smiley, gagnrýnir harðlega stefnu Vestur- landa gagnvart Rússlandi í grein í dagblaðinu New York Times. Fordæmir hann þá tillitssemi sem Vesturlönd hafa sýnt Rússum vegna framferðis þeirra í Tsjetsníu og nágrannalýðveldinu Ingúsetíu. Vaxandi gagnrýni hefur gætt í Bandaríkjunum á undanförnum dögum á afstöðu Bandaríkjastjórn- ar í deilunni. í greininni, sem ber fyrirsögnina „Skömm Vesturlanda" rekur le Carré hina blóði drifnu sögu þessa afkima rússneska veldisins og hvetur til þess að þjóðum þar verði veitt frelsi. Kemst hann að þeirri niðurstöðu að það séu fyrst og fremst vest- rænir fjölmiðlar, sem eigi sök á ástandinu. Næsta skáldsaga le Carré gerist í norðurhluta Kákasus og ber heit- ið Okkar leikur (Our game). Eftir að Berlínarmúrinn töldu flestir að njósnasagnahöfundar á borð við le Carré myndu heyra sögunni til. Le Carré bendir hins vegar á að meðan allir vissu um kalda stríðið hafi fáir kynnt sér staði á borð við Tsjetsníu sem sögusvið fyrir bækur. Gagnrýnir hann sigurvegara kalda stríðsíns harðlega fyrir hræsni. Krafa kúgaðra þjóða um sjálfstjórn hafi verið_ hornsteinn andkommúnismans. „I hálfa öld héldum við því fram að er lýðræði tæki við af harðstjórn myndi fórn- arlambið öðlast hærri sess en kúg- arinn og smáþjóðir öðlast frelsi til að ákvarða örlög sín. Fráleitt," segir hann í blaðagreininni. I sambandi vib ncytcndur frá morgni til kvölds! -kjarnimálsins! • • JOLAGJAFIR I SPORTU Barnaúlpa Nr. 4-14. Verð 4.990. Úlpa fyrlr miðju síð 100% vatns- og vindheld, nr. 6 til 14. Verð 5.990. Nr. S til XXL. Verð 7.990. Úlpa til hægri mlttlsúlpa 100% vatns og vindheld. Nr. 6 til 14. Verð 5.490. Nr. S til XXL. Verð 7.490. Snjóbuxur. Nr. 6 til 14. Verð 3.990. NR.XStilXXLVerð 4.990. Skíða- og kuldagallar Teg. 720.100% vatns- og vindheldir. Litir sjá mynd. Staerð 6 til 14. Verð aðeins 6.990 (6.640 stgr.) StærðirXStilXXL. Verð aðeins 9.990 (9.490 stgr.). Skíða- og kuldagallar Til vinstri teg. 804. Vatns- og vindheldir. Litir: Sjá mynd og rautt. Nr. S til XXL. Verð 12.900. Til hægri teg. Micro, galli úr micro tiber efni sem er einstaklega mjúkt og létt efni sem andar. Litir: Sjá mynd og rautt. Stærðir XS til XXL. Verð 17.900. Le caf íþróttagallar Tvöfaldir gallar úr bómull og polyester með bómullarfóðri, barnastærðir verð frá 4.490. Dömu- og herrastærðir verð 5.490. Döirw- og herragallar úr hinu þægilega mjtika og létta micro fiber efni. Verðfrá 7.990. Gallinn fyrir pabba og niömniu. Körfuboltasett. Buxur/treyja Bandaríska draumaliðið Litir svart, blátt og hvitt. Merking að aftan, Jordan eða Shaq O'Neill. Stærðir 140-176 og S-XL. Verð 4.990 kr. settið. Bómullarfatnaður Champion Renndar og heilar hettupeysur, buxur. Litir: Grátt og grænt. Ódýr bómullarfatnaður frá Jerzees Buxur 1.790, hettupeysur 1.990, renndar hettupeysur 2.990. Litir: Grátt og blátt. Stærðir S til XXL. Fótboltabúningar Brasilia ítalía AC Milan m/Homarlo m/Baggio Nr. 116 til 179 Verð 3.990 settið m/sokkum. M.Utd., Liverpool, Newcastle. Nr.128til176 Verð 2.990 settið m/sokkum. Markmannsvörur Öll nr. Buxur 2.990, treyjur 2.890. Hanskar frá 1.890. Körfuboltabúningar Buxur og treyja sem snúa má við. Stærðir 6 til 16. Verðaðeins 2.890. Chicago, Orlando, Phoenix. Körfuboltavörur i úrvali. T-bolir m/mynd. Verð frá 1490. Húfur 4 teg. 8 lið. Könnur, sokkar, töskur, pennar, innikörfur, ruslafötur o.fl. Skautar. Hvltir og svartir, leður/vínill. Nr. 29-34. Verð 4.620. Nr. 35-42. Verð 5.390. Nr. 43-45. Verð 5.800. íþróttaskðr. Nike, Reebok, Puma, Patrick, Lotto, Brooks, Forza. Töskur og bakpokar í miklu úrvali. PumaGoretex gönguskor á iólatilboði. Vatnsheldir, anda. Nr. 34 til 39. Verð 6.860. Nr. 40 til 47. Verð 7.990. SPORTVÖRUVERSLUNIN SPARTA Laugavesl 49 ¦ 101 Reykjavfk ¦ sirai 12024 5% staðgreiðsluafsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.