Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.12.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IDAG Árnað heilla /»|"VÁRA afmæli. í dag, Ö\/21. desember, er sex- tug Margrét Árnadóttir, Byggðarenda 22, Reykja- vík. Eiginmaður hennar er Gísli Guðmundsson, yfir- lögregluþjónn. Þau taka á móti gestum í safnaðar- heimili Fríkirkjunnar, Lauf- ásvegi 13, Reykjavík milli kl. 18 og 20 í dag, afmælis- daginn. Pennavinir TUTTUGU og tveggja ára Ghanapiltur með áhuga á fótbolta, tónlist, hjólreiðum, safnar póst- kortum: Malcolm Abdul- Mubarak, P.O. Box 471, Agona Swedru, Ghana. PRÁ japönsku ólympíu- borginni Nagano, þar sem vetrarleikarnir fara fram 1998, skrifar 15 ára ára piltur með áhuga á íþrótt- um og tónlist: Tae Takamisawa, 272 Sakumachi, Minamisaku-gun, Nagano, 384-06 Japan. SAUTJAN ára jap- önsk stúlka sem lengi hefur dreymt að eignast íslenska pennavini eða vinkonur: Kaoru Sumiyoshi, 483-4Kamik- awara ya, Izumisano-city, Osaka, 598 Japan. FRÖNSK 33 ára og tveggja barna húsmóðir með áhuga vistfræði, bókmenntum, ferðalög- um og útivist. Flugmælt á ensku og þýsku auk móðurmálsins: Helene Benoit, 39 Les Forestieres, Gallerand, F-45170 Chilleurs, France. LEIÐRÉTT Nafn féll niður í minningargrein Stein- unnar Marinósdóttur um föður sinn, séra Marinó Kristinsson í Morgun- blaðinu á sunnudag, féll niður nafn höfundarins í upptalningu barna hins látna, en Steinunn var sjötta í röðinni, fædd 13. júní 1958. Þá misritaðist nafn Þórhöllu, eiginkonu Marinós. Hlutaðeigendur eru innilega beðnir að afsaka þessi mistök. Villaítöflu I töflu sem fylgdi^ frásðgn af lokaumferð Ólympíu- skákmótsins í Moskvu var einn vinningur tekinn af Jóni L. Árnasyni og færður á Helga Ólafsson. Hið rétta er að Jón L. var með 6 lh vinning eða 65% og Helgi var með 3 lh vinning eða 43,7%. Ljósmyndarinn - Jóhannes Long BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. nóvember sl. í Lágafellskirkju af sr. Jóni Þorsteinssyni Ingibjörg Magnúsdóttir og Mar- teinn Sigurðsson. Heimili þeirra er í Æsufelli 2, Reykjavík. Ljósmyndari Bára BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 8. október sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni María Guð- mundsdóttir og Guð- mundur Valur Sævars- son. Heimili þeirra er í Reyrengi 2, Reykjavík. Með morgunkaffinu að finna ilm hennar löngu eftir að hún er farin. ,IU, hann kann að tala. ER það í dag, sem yfir- maðurinn ætlaði að koma? MA ég ljúka leiknum. Það var nefnilega að kvikna í húsinu niíiiii. Farsi k £ 01994 Farow Cartoor&Oistrlbuted By Univereat Press Syndcato VAI&LA&/cóOCTHMLT STJÖRNUSPA MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1994 51 BOGMAÐUR Afmælisbarn dagsins: Þú hef- ur mjög ríka ábyrgðartilfinn- ingu og háleitar hugsjónir. Hrútur (21.mars-19. apríl) flmg Þú kemst í samband við ein- hvern sem á eftir að reynast þér vel á næstu vikum. Var- astu óhóflega eyðslu þegar kvöida tekur. Naut (20. apríl - 20. maí) (J^ Ráðgjafi færir þér góðar fréttir. Ástvinur þarfnast aukinnar umhyggju í kvöld. Á næstu vikum standa ferða- lög til boða. Tvíburar (21.maí-20.júní) Í& Gættu þess að særa engan með vanhuguðum ummælum. Á næstu vikum býðst þér óvænt tækifæri til að bæta fjárhaginn verulega. Krabbi (21.júní-22.júlí) HÍB Sameiginlegir hagsmunir ást- vina verða ! fyrirrúmi á kom- andi vikum, og þú nærð hag- stæðum samningum. Skemmtu þér vel í kvöld. Ljón (23.júlí-22.ágúst) <f$ í hönd fer tími mikilla af- kasta í vinnunni sem þú hlýt- ur viðurkenningu fyrir. Taktu tillit til tilfinninga annarra í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) &$ Þú ert að ljúka jólaundirbún- ingnum og framundan er ánægjuleg hátíð. Kærleikur og ást verða í fyrirrúmi næstu dagana. ~Vo~g (23. sept. - 22. október) !^$ Heimilið hefur forgang næstu vikurnar og þú tekur mikil- væga ákvörðun varðandi fjöl- skylduna. Vinur er eitthvað miður sín. Sporódreki (23. okt. -21. nóvember) CKjr*' Þú þarft að sýna starfsfélóg- um nærgætni og taka tillit til óska þeirra. Gott samstarf byggist á gagnkvæmum skilningi. Bogmaður (22.nóv.-21.desember) && Komandi vikur verða þér fjár- hagslega hagstæðar, og þér bjóðast ný tækifæri. Láttu ekki vanhugsuð orð vinar á þig fá í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) ft9£) Sjálfstraust þitt fer vaxandi á komandi vikum og þú kem- ur hugmyndum þínum á framfæri. Gættu samt var- úðar i peningamálum. Vatnsberi (20.janúar-18.febrúar) ffc Þú átt annríkt við að ljúka verkefni tengdu jólunum. Þér tekst að ganga frá lausum endum, og kvöldið verður sér- lega ánægjulegt. Fiskar t/Hú skil bg ocfív/eiyuságamU^ómar (19.febrúar-20.mars) Þótt starfsfélagi sé ívið hör- undsár tekst þér að ljúka því sem þú ætlaðir þér í dag. Samkvæmislífið hefur upp á margt að bjóða. Stjörnusþána á að lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. JOLATILBOÐ Opiðkl. 10-22. Herrakuldaskór Stærðir41-45 Verð aðeins kr. 3.490 i 1 Leðurkuldaskór Stærðir 30-41 Verð aðeins kr. 2.790 SKOVERSLUN KOPAVOGSS^I: AUGLYSING .Tólaportið í Kolaportinu; Stærsti jólamarkaður ársins Meira en 100 seljendur taka þátt í Jólaportinu, sem opið er í Kolaportinu til jóla, hvern daga kl. 14-22. Líkt og í Kolaportinu er vöruúrvalið fjölbreytt af alls konar gjafa- og jólavöru að ógleymdum seljendum margvíslegra matvæla sem fólk vill gjarnan hafa á borðum um jólin. Þá má sérstaklega geta þess að í Jólaportinu er boðið upp á ódýr- ustu jólatrén á höfuðborgar- svæðinu samkvæmt verðkönnun DV og Morgunblaðsins og er þar um innfluttan Normannsþin að ræða, gæðatré sem halda sér vel. Góðar vörur á lágu verði „Hér í Jólaportinu leggjum við áherslu á góðar vörur á lágu verði," segir Guðmundur G. Kristinsson, markaðsstjóri Jóla- portsins. Hér getur fólk keypt góðar jólagjafir án þess að setja fjárhaginn í rúst og sem dæmi má nefna fjölskyldujólapakka sem saman-stendur af þremur góðum bókum og tveimur skemmtilegum leikföngum sam- tals aðeins á 1800 kr." Uppákomur og jólaleikur í dag, miðvikudag, koma Bjúgna- krækir, Gluggagægir og Grýla í Jólaportið milli kl. 18 og 19, og á Þorláksmessu koma Grýla og Leppalúði í heimsókn með öllum 13 jólasveinunum. Þáerígangi jólaleikur, sem allir gestir geta tekið þátt í, og verða vinningar dregnir út í beinni útsendingu á Bylgjunni á morgun, fimmtudag. Kolaportið í janúar Kolaportið byrjar aftur helgina 7.-8. janúar og er farið að taka við pöntunum fyrir allar helgai' í janúar, en þess má einnig geta að básaverð lækkar verulega um áramótin. Fyrstu helgina verður þar sann- kölluð Súpersala en þá munu flestir seljendur gefa aukaafslátt frá venjulegum hagstæðum Kola- portsprísum. Aðra helgina verða svonefndir „Barnadágar" en þá fá börn og unglingar 16 ára og yngri ókeypis sölupláss í Kolaportinu. Þriðju helgina verða sérstakir kompudagar og síðustu helgina í janúar verður þar haldin stórsýning „Börnin og framtíðin" sem haldin er í sam- starfi við landssamtökin Heimili og skóli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.