Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.01.1995, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrri umræða í borg'arstjórn um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Tekjur borgar- sjóðs áætlaðar 16,9 milljarðar Skatttekjur 11 milljarðar o g útgjöld hækka um 9,1% ÁRNI Sigfússon og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fulltrúar minnihlutans, bera saman bækur sínar. FJÁRHAGSÁÆTLUN Reykjavík- urborgar kom til fyrri umræðu á fundi borgarstjórnar í gær. Heildar- tekjur borgarsjóðs eru áætlaðar tæpar 16,9 milljarðar á árinu. Þar af eru skatttekjur rúmir 11 milljarð- ar og er það 794 milljóna króna hækkun frá fyrra ári. Gert er ráð fyrir að rekstrargjöld lækki um 1,2 milljarða og að heildarútgjöld borg- arsjóðs aukist um 9,1% eða um 1,5 milljarða. I upphafí ræðu sinnar rakti Ingi- björg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri, niðurstöðu ijárhagsáætlunar fyrra árs og sagði að í árslok 1994 hafí skuldir borgarsjóðs verið um 12,4 milljarðar en peningaleg eign um það bil 4,2 milljarðar. „Þá verð- ur peningaleg staða þar með orðin neikvæð um 8.180 milljónir í stað 5.424 milljóna í seinasta ársreikn- ingi,“ sagði Ingibjörg Sólrún. „Staða borgarsjóðs hefur versnað um allt að 2.760 milljónir á þessu eina ári.“ Veigamiklar breytingar Ingibjörg vék síðan að fjárhags- áætlun fyrir árið 1995 og sagði að eins og vænta mætti væri gert ráð fyrir veigamiklum breytingum á þeirri stefnu sem fylgt hafi verið í tíð Sjálfstæðisflokksins. Niðurstaða sérstakrar úttektar á fjárhagsstöðu borgarinnar hafí leitt í ijós að ekki verður hægt að fara jafn hratt í þær breytingar eins og æskilegt hefði verið. „Viðskilnaðursjálfstæð- ismanna reyndist enn verri en við höfðum gert okkur í hugarlund eins og meðal annars má ráða af því að á þessu ári þarf að gera ráð fyrir 1.100 milljón króna framlagi til afborgana lána, en afborganir námu samtals 250 milljónum króna í fyrra.“ Tekjur hafa ekki minnkað í máli borgarstjóra kom fram að tekjur borgarinnar í heild hafí ekki minnkað jafn mikið og sjálfstæðis- menn hafí viljað láta vera, þar sem arður af fyrirtækjum borgarinnar hafí hækkað á síðasta ári. „Það hlýtur því að vekja undrun að sjálf- stæðismenn hér í borgarstjórn, sem gera meira úr rýrnun tekna borgar- sjóðs en við fulltrúar Reykjavíkur- listans, skuli snúast öndverðir við álagningu 0,15% holræsagjalds, en tekjur af því renna þó einmitt til brýnna framkvæmda og reksturs, sem einhugur hefur verið um hér í borgarstjóm," sagði Ingibjörg. Tekjuöflun borgarsjóðs Borgarstjóri vék að áætlaðri tekjuöflun borgarsjóðs og sagði að áætlaðar tekjur samkvæmt frum- varpinu væru 16.856 milljónir króna. Þar af væru skatttekjur 11.034 milljónir, sem er 794 millj- óna króna hækkun miðað við árið 1994. Þar munaði mest um tekjur af 0,15% holræsagjaldi, en þær eru samtals áætlaðar 550 milljónir. Reiknað væri með að útsvarstekjur hækki um 200 milljónir en 130 milljónir af þeirri fjárhæð mætti rekja til hækkun útsvars úr 6,7% í 8,4% í fyrra. Tekjur sem færðar væm til frádráttar gjöldum undir einstökum liðum væm áætlaðar 5.822 milljónir og hækka þær um 1.790 milljónir frá áætlaðri útkomu nýliðins árs. „Að því slepptu munar mest um áætlaða hækkun framlaga úr Vega- sjóði til þjóðvegaframkvæmda um 610 milljónir króna, eða úr 257 í 867 milljónir króna og hækkun á arðgreiðslum fyrirtækja borgarinn- ar um tæplega 581 milljón króna, eða úr 984 í 1.565 milljónir króna, auk þess sem endurgreiðslur undir reikningsliðnum félagsmál hækka um ríflega 350 milljónir króna, en þar vegur þyngst áætlaðar endur- greiðslur húsaleigubóta, 250 millj- ónir króna,“ sagði borgarstjóri. Arðgreiðslur borgarfyrirtækja Um arðgreiðslur borgarfyrir- tækja sagði Ingibjörg að engum ætti að koma á óvart að ráðstafan- ir hafí verið gerðar til að auka tekj- ur borgarinnar. Það hefði betur verið gert fyrr eins og skuldastaða borgarsjóðs bæri með sér. „I Ijósi þeirrar umræðu sem fram hefur farið um arðgjöf borgarfyrirtækja á liðnum árum má ætla að sæmileg sátt sé um hækkun arðgreiðsln- anna, enda hefur það verið tekið skýrt fram að arðsemiskröfur gagn- Morgunblaðið/Kristinn INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mælir fyrir fjárhagsáætlun borgarinnar í gær. vart einstökum fyrirtækjum hljóti að koma til endurskoðunar árlega með hliðsjón af breytingum á stöðu þeirra og áformum um umsvif," sagði borgarstjóri. „Öðru máli virð- ist gegna um álagningu holræsa- gjalds, en því er til að svara að þar stóðum við í meirihlutanum í megin- atriðum frammi fyrir þremur kost- um og engum góðum. Nauðsynlegt var að auka tekjur borgarsjóðs og stemma þannig stigu við frekari skuldasöfnun, eða hverfa frá frek- ari holræsaframkvæmdum að sinni, þar sem ekki kom til greina að bregðast kjósendum okkar með því að draga úr áformuðum framlögum til brýnustu stefnumála okkar varð- andi leikskóla og grunnskóla. Hol- ræsaframkvæmdir eru hins vegar á því stigi að það hefði haft í för með sér umtaisverða sóun að slá þeim á frest.“ Hækkun útsvars eða holræsagjald Spurningin hafi verið, sagði borgarstjóri, hvort hækka ætti út- svar eða leggja á holræsagjald. Að vandlega athuguðu máli hafi hol- ræsagjald verið ákveðið og ekki síst vegna þess að þetta gjald legðist ekki einvörðungu á einstaklingana eins og útsvarshækkun hefði gert heldur einnig á fyrirtæki. í fjárhagsáætluninni er gert ráð fyrir að rekstrargjöld lækki um tæplega 1.255 milljónir. Sagði borgarstjóri að forsendur útgjalda væru í meginatriðum miðaðar við að laun og launatengd gjöld hækki um 2,5% milli ára og að önnur gjöld standi í stað þrátt fyrir að spáð sá hækkun á almennu verðlagi um 2 til 2,5%. Samkvæmt fjárhagsáætl- uninni er gert ráð fyrir að atvinnu- leysi minnki úr 4,8% í 4,6%. Frumvarpið er stefnuyfirlýsing Borgarstjóri sagðist ekki draga í efa að sjálfstæðismenn hefðu ýmislegt við frumvarpið að athuga. Frumvarpið væri að sínu leyti stefnuyfirlýsing Reykjavíkurlist- ans. „Hugtökin hægri og vinstri duga tæpast lengur til þess að lýsa viðhorfum þeirra afla sem takast á um stefnu og áherslu í borgarmál- um,“ sagði Ingibjörg. „Nærtækara er að tala um fylgjendur félágs- hyggju og fijálshyggju og í þeim skilningi er hægt að halda því fram með fullum rétti, að með þessu frumvarpi sé borginni snúið af braut fijálshyggju í átt til aukinnar fé- lagshyggju.“ Ingibjörg sagði að Reykjavíkur- listinn hafi í samræmi við stefnu- skrá sína lagt áherslu á úrbætur í atvinnumálum, dagvistarmálum barna og málefnum grunnskólans eins og fjárhagsáætlunin bæri vitni um. Unnið væri að gagngerðum breytingum á starfsháttum á sviði atvinnumála og ferðamála. Framlög til reksturs og bygginga leikskóla væru stóraukin og unnið væri mark- visst að einsetningu og undirbún- ingi viðtöku grunnskólans. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksíns vilja að skattar verði ekki hækkaðir Dregið verði úr fram- kvæmdum og rekstri „ÖNDVERT við hugmyndir R-lista- flokkanna byggir stefna sjálf- stæðismanna á því að skattar borg- arbúa verði ekki hækkaðir," sagði Árni Sigfússon oddviti Sjálfstæðis- fiokksins við fyrri umræðu um fjár- hagsáætlun Reykjavíkurborgar á fundi borgarstjórnar í gær. „Hug- myndir sjálfstæðismanna fyrir fjár- hagsár Reykjavíkur 1995 gera ráð fyrir að borgin rifí seglin í rekstri og framkvæmdum og eftir sérstakt átak undafarin þijú ár vegna erfiðs atvinnuástands verði dregið saman að nýju.“ Rekstrargjöld lækkuð Árni sagði að, fyrirtæki í borg- inni væru að rétta úr kútnum og að þau hefðu nú á ný tækifæri til að taka við uppbyggingu og fram- kvæmdum innan eðlilegra marka. „Sjálfstæðismenn leggja því fram tillögur um lækkun rekstrargjalda í fjölmörgum málaflokkum en aukn- ingu þeirra í skóla-, öldrunar; og dagvistarmálum," sagði Ámi. „Jafnframt er gert ráð fyrir áfram- haldandi uppbyggingu hjúkrunar- heimila fyrir aldraða í stað stöðnun- ar eins og fjárhagstillögur R-lista- flokkanna sýna. Allt þetta er unnt að framkvæma án skattahækkunar R-lista.“ Árni sagði að grundvallarmunur á aðferðum sjálfstæðismanna og R-listaflokkanna væri að sjálfstæð- ismenn vildu lækka skattá á borg- arbúa en R-listaflokkarnir hafa ákveðið að hækka þá. Sjálfstæðis- menn legðu fram markvissar og raunhæfar tillögur um samdrátt í ákveðnum málaflokkum en í þeim efnum byðu R-listaflokkamir upp á úrræðaleysi. Sagði Ámi að borgarráð hafí á undanförnum vikum farið yfír öll rekstrarútgjöld borgarsjóðs og fyr- irtækja borgarinnar. Á þeim fund- um hafi engar tillögur komið frá fulltrúum R-listans um niðurskurð rekstrarútgjalda. Biðja um hjálp „í stað þess að taka af ábyrgð og festu á fjármálum borgarinnar og leggja fram eigin tillögur í þess- um efnum koma R-listaflokkarnir á elleftu stundu og biðja sjálf- stæðismenn um að hjálpa sér við að spara 260 milljónir króna með einhveijum hætti,“ sagði Árni. „Þessi vinnubrögð bera vott um úrræðaleysi núverandi valdhafa og óvandaðan undirbúning þeirra við gerð fjárhagsáætlunar borgarinn- arTEnn hafa engar raunhæfar til- lögur komið fram hjá R-listan- flokkunum um hagræðingu og sparnað í rekstir.“ Ætlað annað Árni benti á að atvinnuskapandi aðgerðir væru skornar niður af R-listaflokkunum um rúman hálfan milljarð og að þannig væru rekstrarútgjöld borgarinnar lækk- uð. Borgarbúar væru skattlagðir af R-listaflokkunum um 550 til 600 milljónir króna undir dulnefninu „holræsagjald" en einungis 399 milljónir væru ætlaðar til nýfram- kvæmda við aðalholræsi borgarinn- ar. 150 til 200 milljónum króna væri ætlað eitthvað annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.