Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 7
FRETTIR
Skip vöktuð og
snjóbílar notaðir
Hvammstanga - Mikið óveður hef-
ur gengið yfir í Vestur-Húnavatns-
sýslu á liðnum sólarhringum alveg
frá síðasta sunnudegi. A fimmtu-
dagsmorguninn var veður að ganga
niður.
Á Hvammstanga fauk hluti þaks
af húsi aðfaranótt mánudags. Mik-
ill snjór er nú í kauptúninu og skóla-
hald hefur legið niðri. Sjómenn
vöktuðu skip sín í höfninni en mik-
ill skafrenningur setti snjó í þau.
Snjóbíll Björgunarsveitarinnar
Káraborgar hefur flutt fólk til og
frá vinnu eftir beiðni.
Nú eru um 60 bæir rafmagns-
lausir í sýslunni og í Bæjarhreppi,
sem er á umsjónarsvæði rafmagns-
veitnanna á Hvammstanga. Að
sögn Sverris Hjaltasonar hjá
RARIK er ekki vitað um ástæður
bilananna, trúlega selta, en gæti
verið slit og brot á staurum.
Á þriðjudaginn var skaplegt veð-
ur og náðist þá að sækja mjólk í
Víðidal og Miðfjörð. Ófært er hins
vegar á Vatnsnesi og í Vesturhópi.
Að sögn Þorvalds Böðvarssonar hjá
Clinton
sendir
kveðjur
FORSETI Bandaríkjanna,
Bill Clinton, hefur vottað
stjórnvöldum fyrir hönd
bandarisku þjóðarinnar hlut-
tekningu sína með fjölskyld-
um hinna látnu, þeim sem
misst hafa heimili sín og með
þjóðinni allri vegna snjóflóðs-
ins í Súðavík.
Jafnframt hafa bandarísk
stjórnvöld kynnt áform um
að bjóða fram fjárhagslega
aðstoð að fjárhæð ein og hálf
milljón króna, segir í frétt frá
forsætisráðuneytinu.
Ungt f ólk
með minning-
arathöfn
NEMENDUR allra fram-
haldsskóla á Stór - Reykja-
víkursvæðinu hafa tekið
höndum saman um minning-
arathöfn í Háskólabíói á
laugardagskvöldið.
í fréttatilkynningu segir,
að ungt fólk vilji nýta krafta
sína í þágu þess fólks sem á
um sárt að binda í Súðavík
með athöfn í minningu
þeirra, sem fórust í snjóflóð-
inu. Minningarathöfnin ber
heitið “Framlag ungs fólks“
og stendur frá klukkan 20
til 23 á laugardagskvöld.
Stuðningur
Akurnesinga
Á FUNDI bæjarstjórnar
Akraness, sem haldinn var
17. janúar sl., var m.a. gerð
eftirfarandi samþykkt: „Bæj-
arstjórn Akraness og íbúar á
Akranesi senda íbúum Súða-
víkur samúðarkveðjur vegna
þeirra hörmunga sem gengið
hafa yfir byggðarlagið og
samhryggist öllum þeim sem
eiga um sárt að binda. Bæjar-
stjórn Akraness býður
hreppsnefnd Súðavíkur-
hrepps aðstoð Akraneskaup-
staðar ef hún með einhverj-
um hætti getur liðsinnt íbú-
um í Súðavík."
Vegagerðinnl eru allir útvegir sýsl-
unnar illfærir og sumir ófærir.
Á þriðjudag kl. 18 var bænastund
í Hvammstangakirkju vegna at-
burðanna í Súðavík. Sr. Guðni Þór
Ólafsson á Melstað flutti hugvekju
og bæn og kirkjugestir, um 40
manns, sungu sálma. Sóknarprest-
urinn sr. Kristján Björnsson var
fjarverandi við björgunarstörf í
Súðavík. Söfnuður Hvammstanga-
kirkju vildi með athöfninni senda
Súðvíkingum samúðarkveðjur.
Morgunblaðið/Hafþór.
MIKIÐ fannfergi er á Hvammstanga og hefur tæpast verið fært á milli húsa síðustu daga.
Dagana
bjóðum
18. til 22. janúar
við notaða bíla
með íxtalausu láni að
hám ki 600.000 kr. til
alltí 24 mánaða.
mi
NOTAÐIR BILAR
SUÐURLANDSBRAUT 12
SÍMI: 568 1200 beínt 581 4060
Opíð laugardag kl. 10-16
og sunnudag kl 13-16.
Fólksbílarnir eru
afhentir á sóluðum og
negldum vetrardekkjum
frá Norðdekk.
■
• NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BJLAR • NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BILAR • NOTAÐIR BILAR •