Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 13

Morgunblaðið - 20.01.1995, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 13 Óveður hefur hamlað skólahaldi víða um land Skólahald á Vest- fjörðum að fær- ast í eðlilegt horf SKÓLAHALD hefur nánast alveg legið niðri á Vestfjörðum í vik- unni, vegna aftakaveðursins sem þar hefur gengið yfir. Fyrstu tvo daga vikunnar var kennsla að hluta í grunnskóla Suðureyrar, en af öðru skólahaldi fara engar sög- ur, að sögn Péturs Bjarnasonar, fræðslustjóra Vestfjarða. Pétur sagði í gær að hann ætti von á að kerinsla hæfist víðast hvar í grunnskólum í dag. „Á ísafirði hefst kennsla þó ekki þann dag, því björgunarsveitarmenn hafa aðsetur í skólanum, auk þess sem mikil ófærð er á götum kaup- staðarins. Víðast annars staðar hefst þó kennsla á ný.“ Pétur sagði þó útilokað að allir nemendur í dreifbýli kæmust í skóla sína í dag, vegna gífurlegs fannfergis. „Einhvers staðar kann skólaakstur að komast í gang, en það verður óvíða.“ Frekari röskun verði hindruð Pétur vildi taka fram að í gær hefði hann sent bréf til fjármála- ráðherra og Kennarasambands íslands, þar sem hann beini þeim tilmælum til þessara aðila að gera allt sem unnt sé til að ná samning- um hið fyrsta, svo ekki þurfi að koma til röskunar á skólastarfi í vetur, umfram það sem þegar sé orðið af völdum náttúruaflanna. „Víða um land er þegar mikið fannfergi og er ljóst að samgöngur geta orðið erfiðar í strjálbýli langt fram eftir vetri. Svo mun verða á Vestfjörðum og ætla má að langt verkfall kennara ofan á það geti valdið óbætanlegum skaða í skóla- starfi hér, sem hefur átt í vök að verjast af mörgum ástæðum öðr- um á undanförnum árum,“ segir í bréfi Péturs Bjamasonar fræðslustjóra. Stopult skólahald á Vesturlandi Skólahald hefur víða verið stop- ult á Vesturlandi síðustu daga og víða ekki kennt mánudag, þriðju- dag og miðvikudag og í Stykkis- hólmi voru skólar t.d. lokaðir í gær. Þá hefur verið algengt að yngri börnum hefur verið haldið heima í versta veðrinu. í .gær var FRÉTTIR Morgunblaðið/RAX SKOLAHALD á Isafirði hefur legið algerlega niðri í óveðrinu eins og á flestum stöðum á Vestfjörðum. hins vegar búist við að skólahald færðist að mestu í eðlilegt horf, samkvæmt upplýsingum Snorra Þorsteinssonar, fræðslustjóra. „Vegir eru að opnast, en þó eru enn vegir sem skólabílar þurfa að aka, sem eru leiðinlegir. í þeim tilfellum gæti skólahald legið niðri fram yfir helgi, ef veður og færð batnar ekki því meira,“ sagði Snorri. „Þetta er metið hveiju sinni, en helst Ieggst niður skóla- hald þar sem börnin þurfa að fara lengri leið í skólabíl." Aftur skóli á Norðurlandi vestra Á Norðurlandi vestra féll skóla- hald niður að mestu leyti frá mánudegi til fimmtudags, en hjá fræðsluskrifstofu umdæmisins fengust þær upplýsingar að það yrði að mestu með eðlilegum hætti í dag. Aðalvegir hefðu verið rudd- ir, en enn væri óvíst hvort skóla- akstur gæti hafist fyrir helgina. Á Norðurlandi eystra hefur ástandið verið mun betra. Áhöld voru um það í gær hvort hægt yrði að koma börnum í skóla í Mývatnssveit, en það tókst. Skóla- hald féll niður tímabundið hér og þar í verstu veðrum, til dæmis eftir hádegi á Akureyri á miðviku- dag. Rafkerfið á Vestfjörðum í lamasessi eftir óveðrið Staurarnir fuku út í veður og vind Snjóflóðahættu líklega aflýst á Flateyri í dag „Öllum hefur létt óskaplega mikið“ MIKLAR rafmagnstruflanir hafa verið á Vestfjörðum allt frá því síðastliðinn þriðjudag og dæmi eru um að einstaka bæir hafi verið án rafmagns í þijá sólarhringa. Krist- ján Haraldsson orkubússtjóri Orkubús Vestfjarða segir að kerfið sé meira eða minna í lamasessi. Öll atvinnustarfsemi sem bygg- ist á mikilli rafmagnsnotkun lá niðri á ísafirði í gær vegna ákvörð- unar almannavarnanefndar stað- arins um að láta heimili hafa for- gang um rafmagn. Þar hefur raf- magn verið skammtað í fjóra tíma í senn. Kristján segir að heilu stau- rastæðurnar við Tálknafjörð hafi fokið út í veður og vind. „Við erum rétt að byija að átta okkur á hlut- unum og erum nú að hefja viðgerð- ir,“ segir Kristján. Á ísafirði er skömmtun í gangi og hún er fyrirsjáanleg eitthvað áfram. Skömmtun hefur staðið yfir síðan á þriðjudagsmorgun. í Reykhólasveit brotnuðu staur- ar og fjarðarþverun fór í sundur. Verið er að meta ástandið en raf- magnslaust hefur verið þar á bæj- um í nokkra sólarhringa. í Flatey brotnuðu líka staurar en þar er dísilrafstöð og hafa allir íbúarnir rafmagn. í Barðastrandarhreppi varð bilun á línunni og var verið að leita að henni í gær. Á Patreks- firði voru keyrðar díselvélar og væg skömmtun í gangi. Þar hafa verið rafmagnstruflanir frá því á miðvikudag. Þar með þurfti að skammta rafmagn einnig á Bíldu- dal og Tálknafirði sem eru á sömu línu. Búist var við að viðgerð lyki í gærkvöld. Von á dísilvél Rafmagnslaust hefur verið í þijá sólarhringa í sveitinni í Tálknafirði og Arnarfirði, gamla Ketildala- hreppi, þar sem eru sex býli. Þar fuku 7-8 staurar í óveðrinu og línan fór í sundur. Einhver bið verður á því ?.ð sveitabæirnir fái rafmagn á ný. í Dýrafirði eru keyrðar dísilvélar en stefnt var að því að ljúka viðgerð á línunni sem þar fór í sundur í gærkvöldi. í norðanverðum Dýrafirði féll snjó- flóð og hreif með sér tvær línur sem sjá norðanverðum Vestfjörð- um fyrir raforku. „Það er helsta vandamál okkar því að ekkert raf- magn hefur verið þar í sveitinni síðan á þriðjudagsmorgun. Hugs- anlega kemst þar á rafmagn á ný á laugardag," segir Kristján. í sveitum Önundarfjarðar hefur verið rafmagnslaust í allt að þijá sólarhringa. Orkubúið á von á dísil- vél með Reykjafossi. Verður hún tengd við línuna þar sem hún er heil og verður þá hægt að koma á rafmagni á einhveija bæi. í Strandasýslu eru viðgerðarmenn að gera við línuna. Þar er töluverð- ur fjöldi bæja og voru þeir allir án rafmagns í gær. Vesturland Átta staurar brotnuðu í Staðar- sveit í fyrradag vegna ísingar en verið var að vinna að viðgerð {gær og komið rafmagn á flesta bæi. Þrír staurar brotnuðu í línunni vestur í Breiðuvík og unnið var að viðgerð í gær og vonir stóðu til að rafmagn yrði komið á í gær- kvöldi. Straumlaust var einnig í Hnappadal og á nokkrum bæjum í Eyjahrepp og einum bæ í Mikla- holtshrepp. Mesta tjónið varð í Staðarsveit og Breiðuvík. Gífurleg ísing var á þessum slóðum í fyrra- dag. Þegar verst lét var ailur Stykkishólmur og Grundarfjörður án rafmagns í nokkra tíma í gær- kvöldi. N orð vesturland Verst var ástandið í Vestur- Húnavatnssýslu í gær og um 30 sveitabæir rafmagnslausir. I Aust- ur-Húnavatnssýslu voru um 15 bæir rafmagnslausir og annað eins í Skagafirði. Haukur Ásgeirsson umdæmisstjóri í svæðismiðstöð Rafmagnsveitna ríkisins á Blöndu- ósi sagði að allir línumenn væru að þvo seltu af einangrurum. Utlit- ið færi batnandi en þegar mest var voru 115 sveitabæir rafmagnslaus- ir og Skagaströnd einnig um tíma. I gær var Skaginn, sem liggur milli Austur-Húnavatnssýslu og Skagafjarðar, rafmagnslaus, og einstakar línur í Vestur-Húna- vatnssýslu. „Það eru 50-60 bæir ennþá úti en það er farið að stytt- ast í að straumur komist á hjá þeim,“ segir Haukur. Hann sagði að seltan hefði verið mest fyrir tveimur sólarhringum og hefði haldist á einangrurum fram á há- degi í gær. Þá hefði hlýnað í veðri og seltan runnið af þeim og út- leiðslur minnkað. STEFNT er að því að aflýsa snjó- flóðahættu á Flateyri í dag ef góð- viðri helst, en þar var bjart og fallegt veður í gær. Um 90 manns voru enn fjarri heimilum sínum. Snjóflóðahættu var aflýst á Bíldu- dal um hádegi í gær. Vegurinn um Óshlíð, milli Bolungai'víkur og Isa- fjarðar, fór sundur vegna sjó- gangs. Símasamband við bæinn rofnaði. Steinar Guðmundsson, hrepp- stjóri á Flateyri, segir að snjóflóð- ið, sem féll rétt fyrir klukkan 17 í fyrradag og skall á tveimur hús- um, við Olafstún og Goðatún, hafi aðeins unnið teljandi skaða á síðar- nefnda staðnum. Allar rúður í hús- inu brotnuðu og gaflinn sem snýr að að fjallinu gekk inn, þannig að skemmdir eru töluverðar. Mikil ofankoma var á Flateyri í fyrrinótt, en byggð var ekki talin stafa hætta af snjóþunga í fjallinu fyrir ofan byggðarlagið. „Við höf- um góða fjallasýn og sjáum að talsvert mikið hefur farið úr brún- um, en miklar hengjur ógna ekki byggð. Innan við Flateyri er hins vegar mikill snjór í hlíðum og þar er enn hætta,“ sagði Steinar. „Við erum að vona að þessu ástandi sé lokið og öllum hefur létt óskaplega mikið." Litlar spýjur hafa fallið í giljum fýrir ofan þorpið, án tjóns. Flateyringar voru enn símasam- bandslausir í gærkvöldi og sáu ekki sjónvarp, en náðu útvarpi. Vegurinn til Flateyrar var enn lokaður í gær, en von var á varð- skipi til hafnar um klukkan 20 með vörur sem eru uppurnar. Grét- ar Arnbergsson sem var að moka götur á Flateyri þegar rætt var við hann í gær, sagði fannfergi mikið. Snjórinn væri allt að þriggja metra djúpur. Ekki væri unnt að koma við snjóruðningstækjum, nota þyrfti gröfu til að moka hon- um á bíla. Hættuástandi var aflýst á Bíldu- dal um hádegi í gær, um svipað leyti og vegurinn til Patreksfjarðar var ruddur, og fengu íbúar á snjó- flóðahættusvæðum að snúa til síns heima. Örn Gíslason hjá stjórnstöð almannavarnanefndar á Bíldudal, sagði veður þar gott í gær. Byggð ekki í hættu Áfallalaust á Bíldudal

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.