Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 19

Morgunblaðið - 20.01.1995, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 19 ERLENT Reuter O.J. SIMPSON ráðfærir sig við einn lögfræðinga sinna, Robert Shapiro, en í gær var tveimur mönnum vikið úr kviðdómnum, karlmanni, sem hefur skipt við Simpson, og konu, sem sjálf sætti misþyrmingum í hjónabandi. Réttarhöld í máli O.J. Simpsons hefjast á mánudag Gögn um ofbeldi gagn- vart eiginkonunni leyfð Los Angeles. Reuter. RETTARHOLD yfir bandarísku íþrótta- og sjónvarpsstjörnunni O.J. Simpson, sem sakaður er um að hafa myrt fyrrverandi eiginkonu sína og vin hennar, hefjast í Los Angeles á mánudag. í fyrradag úrskurðaði dómarinn í málinu, að sækjendur mættu leggja fram gögn, sem sýndu, að Simpson hefði misþyrmt konu sinni, lagt hana í einelti eftir að þau skildu og hótað öllu illu. Er úrskurðurinn mikið áfall fyrir Simpson og vetjendur hans. Réttarhöldin áttu að heíjast í gær en dómarinn, Lance Ito, frestaði þeim til mánudags vegna þess hve seinlega hefur gengið að dómtaka málið. Þótt hann leyfði sækjendum að leggja fram gögnin um ofbeldi Simpsons gegn konu sinni, Nicole Brown Simpson, í 17 ára hjóna- bandi þeirra og lengur, þá leyfði hann ekki, að dagbók hennar sjálfr- ar væri lögð fram. Sagði hann lög í Kaliforníu banna það „þótt ekki væri nema eðlilegt, að vitnisburður fórnarlambsins sjálfs fengi að koma fram“. Myndin af góða drengnum ónýt Simpson segist saklaus af því að hafa myrt Nicole og vin hennar, Ron Goldman, í júní á síðasta ári og veijendur hans leggja áherslu á að lýsa honum sem íþróttastjömu og góðum dreng, sem aðrir gætu tekið sér til fyrirmyndar. Prásagnir studdar vitnum og lögregluskýrsl- um um ofbeldi hans og misþyrming- ar á Nicole myndu eyðileggja þá mynd alveg og vegna þess er efast um, að veijendur hans treysti sér til að láta hann sjálfan vitna í máli sínu. Alvarlegasta atriðið í þessum gögnum er upptaka á símtali er Nicole hringdi í neyðarnúmerið 911 árið 1993. Þar biður hún um hjálp og segir, að maðurinn sinn fyrrver- andi sé að bijóta í sundur útihurð- ina og ætli að ráðast á sig. Lögfræðingar semja sátt Sækjendur segja, að framferði Simpsons sýni, að hann hafí reynt að ráða yfir konu sinni í einu og öllu og í því sé að leita ástæðunnar fyrir morðunum en veijendur hans hafa hingað til vísað þessum sögum á bug sem óhróðri. Grunnt hefur verið á því góða milli tveggja helstu lögfræðinga Simpsons, F. Lee Baileys og Ro- berts Shapiros, og hefur sá fyrr- nefndi opinberlega efast um hæfi- leika hins. Þeir komu þó fram sam- an í gær og sögðust vera búnir að ná fullum sáttum. Dauðarefsingar krafist yfir Smith SAKSÓKNARI í Suður-Karólínu hefur tekið ákvörð- un um að krefjast dauðarefsingar yfir ungri móður sem er ákærð fyrir að hafa drekkt tveim- ur sonum sínum í fyrrahaust. Konan, Susan Smith, full- yrti í fyrstu að blökkumaður hefði rænt bíl hennar sem drengirnir voru í en viðurkenndi síðar að hafa ýtt bílnum með börnunum sofandi í út í stöðuvatn. Lögmaður Smith sagði í samtali við San Fransisco Chronicle að sak- sóknari hefði sagst myndu krefjast dauðarefsingar, yrði móðirin fundin sek um morð á sonunum Michael 3 ára og Alexander 14 mánaða. Sam- kvæmt lögum í Suður-Karólínu er dauðardómi framfylgt í rafmagns- stól. „Enginn, sem þekkti hugsanir hennar [Smith], myndi efast um að henni yrði nægilega refsað," sagði lögmaðurinn en hann en harður andstæðingur dauðarefsingar. Hann gaf ekki upp hvort að Smith myndi segjast sek eða saklaus við réttarhöldin. Ekki hefur verið ákveðið hvenær þau fara fram. Susan Smith er nú haldið í ein- angrun í kvennafangelsi í Columbíu. Heimildarmaður sem ekki vildi láta nafns sfns getið, sagði hana sitja lungann úr deginum með myndir af sonum sínum, tala til þeirra og skrifa þeim bréf. Talið er að hún sé í sjálfsmorðshugleiðingum. Camilla fær skiln- að með hraði London. Reuter. CAMILLA Parker Bowles fékk í gær skilnað frá eiginmanni sínum Andrew með hraði hjá dómstóli í London. Er hún fijáls að ganga að nýju í hjónaband eftir sex vikur og einn dag. Dómari batt enda á hjónaband Andrews og Camillu Parker Bowles og 31 annarra hjóna á þremur mín- útum. Skilnaður af þessu tagi kost- ar 60 pund eða 6.500 krónur. í dómsskjölum kom fram, að það var Camilla sem fór fram á skilnað. Hún og maður hennar gáfu nýlega út þá yfirlýsingu að þau ætluðu að skilja og það í fullri vinsemd. Camilla Parker Bowles hefur verið „hin konan“ í lífi Karls Breta- prins og hermt er að Díana prins- essa skelli skuldihni á hana fyrir því hvernig fór fyrir hjónabandi þeirra Karls. Samband enn við lýði? Fréttinn um skilnaðinn hleypti af stað vangaveltum fjölmiðla sem töldu, að fljótlega yrði gengið frá lögskilnaði Karls og Díönu og í kjöl- farið mætti jafnvel búast við nýju hjónabandi sem myndi á endanum leiða til þess að Camilla yrði næsta drottning Breta. Flestir fréttamenn í Bretlandi, sem hafa þann starfa að fylgjast með fjölskyldu Elísabetar drottn- ingar, eru sannfærðir um að ástar- samband Karls og Camillu sé enn við lýði. Sæði rennur á lykt London. Reuter. SÆÐI hefur lyktarskyn og þefar því egg, sem það hyggst fijóvga, uppi. Sérfræðingar við Johns Hopk- ins háskólann í Marylandríki i Bandaríkjunum hafa komist að þessu. Enska vísindaritið New Scientist skýrir frá þessari uppgötvun í gær og vitnar til greinar í riti um sam- eindalíffræði, Molecular Medicine. Fram kemur, að tvær gerðir mólekúla í sæði er einnig að finna í frumum sem þekja nefið að innan. Reuter UNGIR íbúar í Sydney í Astralíu heilsa Jóhannesi Páli páfi öðrum við Maríukirkjuna í gær. Páfi segir samfélagið misskilja afstöðu kirkjunnar til kvenna „Móðurhlutverkið Sydney. Reuter, Thc Daily Tclcgraph. JÓHANNES Páll II. páfi sagði í mikilvægast“ gær að samfelagið misskildi af- stöðu kaþólsku kirkjunnar til kvenna og að móðurhlutverkið væri mikilvægasta ætlunarverk þeirra. Tæp 200.000 manns voru við- staddir athöfn í Sydney í Ástralíu þar sem páfi lýsti því yfir að Móðir Mary MacKillop, áströlsk nunna sem lést árið 1909, væri meðal hinna blessuðu á himnum. Slík yfirlýsing er næstsiðasta skrefið áður en kaþólskir menn eru formlega teknir í dýrlinga- tölu. Mary MacKillop stofnaði reglu nunna til að reka skóla fyrir fá- tæk börn í Ástralíu. Leiðtogar kirkjunnar bannfærðu hana um tíma vegna óhlýðni og hún var sökuð um ofdrykkju. Kvennrétt- indahópar innan kirkjunnar hafa beitt sér fyrir því að hún verði tekin í dýrlingatölu. Á meðal viðstaddra var áströlsk kona sem sögð er hafa læknast af hvítblæði eftir bænir til MacK- illop. Meðan athöfnin fór frain mátti sjá mótmælaborða sem 30 blöðrur héldu uppi með áletrun- inni: „TIME Maður ársins. BIBL- ÍAN Syndugur maður." Mótmælin þykja til marks um ágreininginn sem ríkir innan kirkjunnar um íhaldssamar skoðanir páfa. Misskilin mannfræði Páfi notaði tækifærið til að gagnrýna fóstureyðingar og vara við hættum sem steðjuðu að fjöl- skyldunni. Áður hafði hann ávarpað nunnur í dómkirkjunni í Sydney þar sem hann sagði að samfélagið misskildi afstöðu ka- þólsku kirkjunnar til kvenna. „Það verður að koma skýrt fram að kirkjan berst staðfastlega gegn hvers kyns misrétti sem gengur í berhögg við jafna virð- ingu karla og kvenna." Páfi kvaðst sannfærður um að misskilin mannfræði væri „ein af orsökum þess að samfélagið skil- ur ekki kenningar kirkjunnar um hlutverk kvenna“. Páfi sagði mannfræðilegar kenningar kirkjunnar byggjast á því að konur og karlar ættu að njóta sömu virðingar þótt hlut- verk þeirra væru ólík í samfélag- inu, einkum innan fjölskyldunnar. Ætlunarverk konunnar vægi þungt þar sem það „tengdist á sérstakan hátt móðurhlutverkinu - uppsprettu nýs lífs - bæði lík- amlega og andlega". Brýnt væri að fólk skildi að hlutverk konunn- ar i fjölskyldunni, samfélaginu og kirkjunni væri að vera „trú sann- leika fagnaðarerindisins". Með orðum sínum var páfi tal- inn vilja árétta að ekki kæmi til greina að afnema bann kirkjunn- ar við prestvígslu kvenna, en sú afstaða hefur valdið ágreiningi meðal kaþólskra manna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.