Morgunblaðið - 20.01.1995, Side 30

Morgunblaðið - 20.01.1995, Side 30
30 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Hættan Guðmundur Arni UNDIR drífandi for- ystu Guðmundar Áma Stefánssonar tókst dugmikilli sveit krata að afla flokki sínum 36% fylgis í sveitar- stjórnarkosningum 1986 og koma þeim að nýju í meirihluta í bæj- arstjóm Hafnarfjarðar. Mjög ötullega og markvisst var unnið á næstu árum í bæjar- stjóminni og varð Hafnarfjörður á marg- an hátt fyrirmynd ann- arra bæja hvað varðar þjónustu við íbúa sína og atvinnuuppbygg- ingu. Þetta skilar sér síðan með tæplega 50% fylgi við krata í kosningunum 1990 og hrein- um meirihluta í bæjarstjóm Hafnar- fjarðar. Þetta er martröð andstæðinga krata, sem þeir vilja gleyma sem fyrst og jafnframt má úr minningu fólksins með öllum tiltækum ráðum. Til að það megi takast þarf að losa sig við hættuna, en hún heitir Guðmundur Ámi. Kjarkaður og fylginn sér Kynni mín af Guð- mundi Áma sem stjórn- málamanni hófust í bæjarstjóratíð hans. Mér var snemma ljóst að þar fer mjög dug- mikill og kjarkaður maður sem er skjótur til ákvarðanna og fylgir þeim fast eftir. Sem sveitarstjómarmaður hef ég þurft að leita til hans með mikilvæg mál eftir að hann settist á þing og í ráðherrastól. Hafa framangreindir kostir hans orðið mér enn betur ljós- ir í þeim samskiptum. Reykjaneskjördæmi þarfnast baráttumanna, segir Kristmundur —?----------------------- Amason, eins og Guð- mundar Árna sem leið- andi afls á Alþingi. Guðmundur Árni hefur verið sér- staklega áhugasamur um alla ný- sköpun við Bláa lónið, þar sem hann kom að málum í heilbrigðisráðherra- tíð sinni á mjög öflugan hátt. Árang- urinn lét ekki á sér standa og göngu- deild fyrir proriasissjúklinga sem hefur risið þar, fékk greiðlega rekstrarleyfi þegar árangur af með- ferðinni var ljós og samningar tók- ust við Tryggingarstofnun um greiðslur. Einnig er mér minnisstæð fram- ganga hans varðandi áratuga bar- Kristmundur Ásmundsson. Kominn tími til að laga tekjuskiptinguna ÞAÐ MÁL sem þessa dagana brennur heitast á öllu venjulegu fólki er afkomuvandi heimil- anna. Heimilin eru að kikna undan skuldum og margir ná ekki end- um saman. Undanfarin ár hafa verið mögur. Eigi að síður hefur náðst mikilvægur stöð- ugleiki í efnahgslífinu og verðbólgudraugur- inn hefur verið kveðinn niður. Ríkisstjómin beitti sér fyrir aðgerðum sem bættu stöðu fyrirtækj- anna, létti af þeim sköttum og bætti samkeppnisstöðu þeirra. Þetta var nauðsynlegt að gera til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysið yrði meira en raunin hefur orðið. Öflugt at- vinnulíf og dugmikil fyrirtæki eru auðvitað forsenda þess að atvinna sé næg og kjörin mannsæmandi. Forsenda þess að unnt hefur verið að skapa þennan stöðugleika hefur á hinn bóginn verið þolinmæði og fómfýsi almennings sem tók á sig skattahækkanir og rýrnandi kjör. Þjóðarsáttarsamningarnir og fram- hald þeirra hafa sett byrðarnar á almenning. Hjá því var ekki unnt að komast. En núna þegar rofar til í efnahagslífinu og batinn kemur, þá verð- ur að tryggja að hann komi fyrst til þeirra sem minnst hafa. Það þarf aldrei að tryggja það að batinn skil sér til þeirra sem meira hafa. Þangað leita peningamir sem þeir em fyrir. Og ekki verður beinlínis séð að margir þeir sem með forystu fara í embættis- kerfi og atvinnulífi hafi tekið út þrengingar liðinna ára á eigin skrokki. Það er nú einu sinni þannig að þeir sem minna hafa sitja alltaf á hakanum sé ekki sérstaklega hugað að þeirra hlut. Og það verður Alþýðuflokkurinn að gera núna. Ekki með yfirboðum stjómarandstöðunnar, sem lofar öll- um gulli og grænum skógum, lofar launahækkunum og bjargráðasjóð- um út og suður, lofar því sem engin innistæða er fyrir. Auðvitað verða launahækkanir og lífskjarabætur yfír alla línuna að taka mið af því sem er til skipt- Elín Harðardóttir Jafiiaðarstefnan felur það í sér, segir Elín Harðardóttir, að gæð- unum sé dreift frá þeim sem mikið hafa til þeirra sem lítið hafa. anna. Flestir verða að sætta sig við hóflegar hækkanir. En það er kom- inn tími til að laga skiptinguna, þannig að þeir sem minnst hafa beri meira úr býtum. Þess vegna á að leggja áherslu á krónutöluhækk- un í samningum núna. Og Alþýðuflokkurinn á að leggja áherslu á það að þeir fái almennileg- ar bætur sem helst þurfa á því að halda, frekar en smyija þunnt fyrir alla. Jafnaðarstefnan felst ekki í því að ríkið taki sem mest úr vösum allra og skili því svo jafnt til allra aftur. Jafnaðarstefnan felur það í sér að gæðunum sé dreift frá þeim sem mikið hafa til þeirra sem lítið hafa. Það er kjami málsins. Jafnaðarstefnan er það veganesti sem ég byggi á. Og ég leita eftir stuðningi ykkar kjósendur í Reykja- neskjördæmi til verka sem byggjast á þeirri stefnu. Höfundur er frambjóðandi í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. áttumál okkar Suðurnesjamanna um byggingu D-álmu við Sjúkrahús Suðurnesja, sem komst vel á hreyf- ingu í ráðherratíð hans og verður nú ekki aftur snúið í því máli. Reynsla og þroskí í stjórnmálum mótast menn af umhverfi sínu og reynslu og ná þannig nauðsynlegum þroska í með- vindi og mótvindi. Þrátt fyrir fremur ungan aldur hefur Guðmundur Árni átt miklum meðbyr og góðu gengi að fagna. Hann hefur einnig lent í mótlæti bæði í einkalífi og í stjórnmálum sem hefði bugað flesta. Það úthald, ein- urð og baráttuþrek sem hann hefur sýnt þegar á móti hefur blásið, hef- ur ekki síður sannfært mig um hæfi- leika hans sem framtíðarstjórnmála- manns, en sá einstaki árangur og velgengni sem hann hefur átt að fagna. Reykjaneskjördæmi þarfnast bar- áttumanns eins og Guðmundar Áma sem leiðandi afls á Alþingi. Mætum vel í prófkjör Alþýðu- flokksins laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. nk. og kjósum varaformann Jafnaðarmannaflokks íslands afgerandi kosningu í fyrsta sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjanesi í komandi Alþingiskosn- ingum. Höfundur er læknir og bæjarfuUtrúi í Grindavík. Styðjum Elínu til áhrifa ÞAÐ FYLGIR Elínu Harðardóttur kraftur og gleði hvar sem hún fer. Hún er réttsýnn málafylgjumaður sem lætur ekki vaða yfír sig. Því hef ég kynnst í starfi með henni hér á ámm áður þegar við störfuðum saman á vegum ungra jafnaðar- manna. Hin síðari ár hafa leiðir okkar meira legið saman í gegnum flokksstarfið. Þótt Elín sé enn bráðung á hún að baki langan feril í pólitísku starfí. Hún byijaði mjög ung að starfa með ungum jafn- aðarmönnum og gegndi þar ýmsum trúnaðarstörfum. Þá er Ella ekki með öllu ókunn störfum Alþingis. Á kjörtímabilinu 1987-91 varð hún varaþingmaður og settist þá á AI- þingi um skeið. Hún veit því hvað hún er að gea og við sem þekkjum Ellu vitum að þar fer kraftmikil kona. Ella hefur margvíslega reynslu af atvinnulífinu. Hún er lærður mat- reiðslumaður og starfaði um árabil sem kokkur á fragtskipum. Hún lætur sér ekkert fyrir bijósti brenna og lætur sig varða hag þeirra sem höllum fæti standa. Hún býr yfír djúpri réttlætiskennd og það þarf fleira þannig fólk á Alþingi. En það sem öðru fremur einkenn- ir Elínu Harðardóttur er krafturinn og glaðværðin sem henni fylgir. Það er nánast sama hvað Elín er beðin um hún skorast aldrei undan en vind- ur sér þess í stað að þeim verkum sem vinna þarf. Það hefur oft komið mér á óvart hversu óeigin- gjöm Ella er og reiðu- búin að aðstoða aðra þótt hún hafi í mörgu að snúast. Ég veit að það eru margir góðir frambjóð- endur í prófkjöri Al- þýðuflokksins í Reykja- nesi eins og jafnan áður. Þegar Ella fór í prófkjör fyrir átta árum sýndi það sig að hún átti víðtækan stuðning um allt kjördæmið. Árangur hennar kom mörgum á óvart vegna þess hve ung hún var. En þeir sem þekkja Ellu, og þeir em fjöldamarg- Elín býr yfír djúpri rétt- lætiskennd, segir Hauð- ur Helga Stefánsdótt- ir, og það þarf fleira þannig fólk á Alþingi. ir því hún er félagslynd, vita að þar fer hæf kona og réttlát. Elín stefnir á 3. og 4. sætið í prófkjörinu sem haldið verður um næstu helgi. Ég er harðákveðin að styðja Elínu og skora á aðra að gera slíkt hið sama hvar svo sem þeir búa í kjördæminu. Hún er verðugur full- trúi Alþýðuflokksins á Alþingi. Höfundur er rekstrarfræðingur íKeflavík. Hauður Helga Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.