Morgunblaðið - 20.01.1995, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 20.01.1995, Qupperneq 36
36 FÖSTUDAGUR 20. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ ARNIPALSSON + Árni Pálsson 1 kaupmaður var fæddur hinn 11. júlí 1907. Hann lést á Borgarspítalanum hinn 7. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Páll Frið- riksson, stýrimaður frá Hólmabúð í Vog- um, og Margrét Árnadóttir, Arna hreppsljóra og út- vegsbónda frá Meiðastöðum i Garði, er síðar flutti að Innra-Hólmi I Akraneshreppi. Systkini eru: Friðrik vörubílsljóri, Magnús verslunarmaður, Ragnar verkamaður, ísleifur verslun- armaður og Fjóla húsmóðir, sem eru látin, á lífi eru Þóra húsmóðir á Akranesi, Bára hús- móðir á Akranesi, Sólveig hús- móðir á Neskaupstað og Þor- björg húsmóðir í Reykjavík. Hinn 17. júlí 1932 giftist Ami Guðmundíu Elísabetu Pálsdótt- ur, f. 12. mars 1910, d. 17. des- ember síðastliðinn. Böm þeirra . em 1) Elín, f. 24. apríl 1933, efnatæknifræðingur, gift Ing- vari Kjartanssyni og eiga þau fjögur böm. 2) Baldvin, f. 27. mars 1934, Iistamaður; giftur Katrínu Tangelanos Amason og eiga þau eitt barn saman. Baldvin á annað bam frá fyrri tíð. 3) Margrét Árnadóttir, f. STUTT er síðan við fylgdum ömmu okkar síðasta spölinn. Aðeins þremur vikum eftir andlát hennar lést afi Ámi. Hann sýndi ömmu Díu mikla umhyggju í hennar veik- indum og kannski af þeim sökum 2. apríl 1936, starfsmaður á aug- lýsingastofu, er gift Guðmundi Gú- stafssyni og eiga þau fimm börn. 4) Alexander, f. 27. febrúar 1944, við- skiptafræðingur, á eitt barn. 5) Olafur, f. 8. júní 1952, bíla- réttingamaður, er giftur Málfríði Ornu Arnórsdóttur og eiga þau tvö börn auk þess sem Olafur á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Barna- barnabömin er orðin tuttugu og eitt. Að loknum barnaskóla vann Árni ýmis störf m.a. við blaða- útburð og sendistörf. Um þriggja ára skeið stundaði hann sjómennsku. Ámi starfaði við verslunina Hermes og Liver- pool á Vesturgötu 3. Hann verð- ur síðan verslunarsljóri útibús Liverpool. Árni stofnaði versl- unina Höfða á Laugaveg 76 og síðar á Laugaveg 81. Þar stund- aði hann kaupmennsku í tíu ár, en byggði síðan verslunarhús- næði á Miklubraut 68 og starf- rækti þar matvöm- og kjör- verslun undir sínu nafni í 40 ár. Árni ■ starfaði við verslun í samfellt 67 ár. Útför Árna fer fram frá Frí- kirkjunni í Reykjavík í dag. þá mátti ætla að hann væri frísk- ari en hann í raun var. Afi og amma giftu sig 1932 og voru því gift í rúm 62 ár. Þó að afí Árni og amma Día hafi að mörgu leyti verið ólík þá var erfitt að ímynda HELGI INDRIÐASON + Helgi Indriða- son fæddist í Ásatúni í Hmna- mannahreppi 30. janúar 1914. Hann lést í sjúkraheimil- inu Kumbaravogi 14. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hans vom Indriði Gríms- son, bóndi í Ása- koti, f. 27.7. 1873, d. 10.11. 1921, og Gróa Magnúsdótt- ir, f. 20.8. 1877, d. 6.6. 1939. Helgi var sjöundi af ellefu systkina hópi. Þau vom, í ald- ursröð: 1) Guðný, f. 1902, lést þriggja vikna. 2) Magnús, f. 22.9. 1903 (látinn), ekkja hans er Rósa Sigurðardóttir. 3) Sig- ríður, f. 13.8. 1905 (látin), maki Jón Þ. Jónsson (látinn). 4) Hall- grímur, f. 7.9. 1907 (látinn). 5) Oskar Guðlaugur, f. 1.4. 1910. 6) Guðný, f. 23.2. 1912, maki Magnús Kristófersson. 7) Helgi, sem hér er kvaddur. 8) Guð- mundur, f. 15.5. 1915, ekkja hans er Jónina Jónsdóttir. 9) Laufey, f. 24.2.1917.10) Jakob, f. 11.11. 1918 (látinn), maki Ingibjörg Ingimundardóttir (látin). 11) Kristinn, f. 1.5. 1920 (látinn). Árið 1947 kvæntist Helgi Guðnýju Aðalbjörgu Guð- mundsdóttur, f. 2.4. 1913, d. 17.4. 1993. Foreldrar Guðnýjar vom Guðmundur Bjarnason, f. 1870, d. 1924, og kona hans, Guðný Arngrímsdóttir, f. 1871, d. 1920. Fóst- ursonur Helga og Guðnýjar er Birgir Stefánsson, f. 11.7. 1948, stýrimaður í Reykjavík. Dóttir hans er Ásrún, f. 17.3. 1989. Kjör- dóttir Helga og Guðnýjar er Gróa Kristín Helgadóttir, f. 2.1. 1952, en sam- býlismaður hennar er Guðmundur Har- aldsson, f. 26.12. 1953. Tví- buradætur Gróu em Guðný Birgitta og Helga Sigríður Harðardætur, f. 28.3.1972. Þau em búsett á Flateyri. s Helgi ólst upp í Ásatúni. Hann lauk prófi frá Bændaskól- anum á Hólum 1936, starfaði þar sem fjósamaður og síðan sem ráðsmaður. Hann vann m.a. við bústörf á nokkmm bæjum á Suður- og Vestur- landi, en hóf búskap á jörð læknishéraðsins í Laugarási í Biskupstungum 1947. Þar bjó hann í 20 ár. Árið 1970 fluttist Helgi til Reylgavíkur og vann ýmis verslunar- og þjónustu- störf, lengst af þó sem af- greiðslumaður I Málaranum. Hann lét af störfum 1987. Útför Helga fer fram frá Skálholtskirkju í dag. Bóndi er bústólpi. Bú er landstólpi. Því skal hann virður vel. (J. Hallgr.) Þessi fallegu orð voru sett fram fyrir rúmum hundrað og fimmtíu árum, en næstum víst að hver ein- asti íbúi þessa lands hafi tekið und- ir þau. Eg leyfi mér að hafa þau að yfirskrift að minningarorðum um aldraðan bónda. Bændur sem byrjuðu búskap á fímmta áratugnum urðu þátttak- endur í landbúnaðarbyltinguni miklu, í húsakosti, ræktun o g MINNINGAR sér þau öðru vísi en eitt því þau voru mjög samrýnd. Bæði voru þau ákaflega barngóð. Amma Día var mild og hlý. Afi Árni var ákveðinn og fastur fyrir ef því var að skipta. Okkur bamabörnunum gáfu þau ótal minningar og ómældar gleði- stundir. Afi Ámi var ákaflega röskur til allra verka og ósérhlífinn. Nánast öll hans starfsævi var helguð versl- un. Hann var stöðugt að enda mörg handtökin sem inna þurfti af hendi. Hann var verðugur full- trúi þeirrar kynslóðar sem með hörðum höndum hefur byggt upp og lagt grunninn að þeirri velferð sem við nú búum að. Eftir að um fór að hægjast og hann minnkaði umsvif þá gafst honum meira tóm til að umgangast öll afa- og lan- gafabömin sem hann hafði mikla ánægju af. Það grunaði engan hve stutt yrði í samfund afa og ömmu að nýju. Kannski var það meining þess sem öllu ræður að svo yrði og við það verðum við að sætta okkur. Allar samvemstundir með þeim í gegnum tíðina þökkum við af alhug. Blessuð sé minning þeirra. Barnabörn. Sjaldan er ein báran stök. Þetta var það fyrsta sem kom í huga minn er ég frétti að afi Árni væri látinn. Við höfum svo nýlega kvatt ömmu okkar Guðmundínu Elísa- betu Pálsdóttur eða ömmu Díu eins og hún var jafnan kölluð af okkur bamabörnunum. Þegar ég var drengsnáði hafði ég mjög gaman af sögum um kon- unga og soldána. Ríki þeirra voru víðfeðm og hallir þeirra voru jafnan glæstar og glóði á gull og de- manta í hveiju horni. Um ríkin og hallimar ferðaðist ég oft með hjálp ímyndunaraflsins. Eitt konungsríki mat ég þó allra mest. Þetta kon- ungsríki var þó hvorki stórt né var það í fjarlægum löndum, heldur var svo nálægt að ímyndunaraflið gat tekið sér smáfrí þegar ferðast var þangað. Ríki þetta var Árna- búð við Miklubrautina. Séð með augum drengsnáða var þetta litla konungsríki engu öðru líkt. Hillur náðu alveg frá gólfi og teygðu sig himinátt nær alla leið upp í loft. Á hillurnar var þétt raðað ýmsum framandi varningi eins og Cheeri- osi og Cocoa Puffsi sem kom víst alla leið frá Ameríku. Þarna voru líka allskonar dósir og marglitar krukkur sem komu enn lengra að. Já, mikil voru und- ur þessa konungsríkis. Á góðviðris- dögum þegar birta var mikil úti þá glóði og glitraði svo mikið á marglitar krukkurnar og dósirnar í hillunum að ég var viss um að alvöru soldánum og konungum hafði fundist lítið til sinna ríkja koma hefðu þeir séð. Það allra besta við þetta kon- ungsríki var samt konungurinn og drottningin. Konungurinn var nefnilega afi Árni og drottningin amma Día. Afi Árni sinnti ríki sínu eins og sönnum konungi sæmir. Alltaf stóð hann óhagganlegur og traustur í hvíta sloppnum sínum reiðubúinn að aðstoða þá sem inn í búðina komu. Amma var ætíð nærri og á góðum stundum smal- aði hún okkur barnabörnunum inn í eldhús og bakaði ofaní okkur dýrindis pönnukökur. Þá lá nú vel á ömmu og á slíkum stundum hló hún dátt og skellti sér eftirminni- lega á lær. Pönnukökumar hennar örhmu voru alveg einstakar. I þær lagði amma Día alla sína um- hyggju og ástúð sem ömmur einar geta auðsýnt bamabömum sínum. Slíkar pönnukökur munu aldrei fást keyptar. Þegar maður gleðst yfir fyrstu sporum ungbarna þá hugsar maður sjaldnast um það að fyrsta skrefið er jafnframt upphafið að því síð- asta. Þó að erfitt sé að sjá afa fyrir sér sem ungbarn þá hefur hann jú einhvern tímann stigið sín fyrstu skref og nú verða skrefin ekki fleiri. Það sem máli skiptir þegar að leiðarlokum er komið er sú slóð sem fótsporin skilja eftir sig og slóðin hans afa míns er góð. Hann var alltaf að, sívinnandi, í búðinni, heima hjá sér eða í sælu- reitnum uppi í Grafarvogi. Alltaf hélt hann sínu striki ákveðinn og einbeittur. í mínum huga er afi Kaupmaðurinn á horninu með stór- um staf. Hann hélt fast í þau gildi sem fylgdu upphaflegu kaup- mennskunni á horninu. Afi minn var svo innilega „orginal" svo ég fái það orð lánað erlendis frá. Til dæmis þegar tölvutæknin reið yfir með sína rafvæddu búðakassa og reiknivélar þá hélt afi sínu striki og lagði allt saman á blaði eða í huganum. Nú er afi farinn líkt og amma fyrir nokkrum vikum og við kveðj- um hann líkt og við kvöddum hana. En þegar ég horfi á litla strákinn minn, varfærnislega, feta sín fyrstu skref á lífsleiðiríni, þá veit ég að afi Ámi og amma Día munu alltaf verða hjá okkur. Því að ímyndunarafiið mun ljá börnum mínum, barnabörnum og bama- barnabömum vængi sína og á þeim munum við ferðast um lendur kon- unga og soldána. Þá verður oft staldrað við í allra besta konungs- ríkinu þar sem afí Árni og amma Día taka á móti okkur. Þá munu gersemamar í afabúð glitra og glóa sem aldrei fyrr, og þá mun eldhúsið hjá ömmu fyllast glaðvær- um barnsröddum, og þá mun hún amma mín hlæja dátt og skella sér á lær. Guðmundur Páll Guðmundsson. tækni, sem leiddi af sér meiri af- komuöryggi og léttari störf. í þess- ari framfarasókn tók vinur minn og nágranni til margra ára, Helgi frá Ástúnum í Hrunamannahreppi, af mikilli atorku en alltaf raun- særri fyrirhyggju. Það má alveg geta sér til, að þurft hefur að vinna hörðum hönd- um til að sjá stórri fjölskyldu fyrir lífsviðurværi. En í þá daga kunnu menn að gera mikið úr litlu, með nýtni, spamaði og ráðdeild. Þá var tæknin engin og vinna þurfti allt með höndunum. Nýttist smáfólkið til ýmissa snúninga sem léttu undir. Helgi bar þess merki að vera alinn upp á traustu og góðu heim- ili og oft minntist hann sinna góðu systkina enda var með þeim kær- leikur og samheldni alla tíð. Hann fékk sína grunnskóla- menntun í farskóla á ýmsum menn- ingarheimilum í sveitinni hjá góðum kennurum. Hann hafði augun opin og lærði fljótt að tileinka sér allt sem var jákvætt og horfði til heilla í land- búnaðinum. En til að undirstrika enn betur ást sína á gróðurmoldinni og búsmalanum fór hann í Bænda- skólann á Hólum. Þar átti hann góða daga, eignaðist nýja vini víðs vegar af landinu, víkkaði sjóndeild- arhringinn og bætti við þekking- una. Forráðamenn skólans sáu að Helgi var afbragðs skepnuhirðir og verkmaður góður. Hann varð því starfsmaður við skólabúið í nokkurn tíma. Um þetta leyti vantaði Bjarna skólastjóra á Laugarvatni ráðs- mann, hann rak þar umfangsmikinn búskap og mun hafa frétt af þessum vaska Hólasveini, tók hann til starfa hjá sér. Helgi hlaut af góðan orðs- tír og mikla reynslu. Draumarnir rætast og ævintýrin gerast. Árið 1945 fékk Helgi ábúð á jörðinni Laugarási, sem er kosta- mikil, einkum vegna jarðhita og ræktunarmöguleika. Áður en flutt var að Laugarási kvæntist Helgi eiginkonu sinni Guðnýju Guðmundsdóttur, ættaðri frá Onundarfirði, sem átti eftir að setja svip á umhverfi sitt fyrir mannkosti sína, dugnað, hispurs- leysi, glaðværð og hnittin tilsvör sem glæddu samferðamennina. Ekki er að orðlengja það, frá fyrsta degi tóku þau ástfóstri við staðinn enda útsýni óvenju fagurt á bæjar- hlaðinu. Ekki er hægt að lýsa með orðum þeirri sælutilfinningu að verða bóndi. Axla ábyrgð á öllu því sem bændum er trúað fyrir. Láta tvö grös vaxa þar sem eitt var áður, og sérhver skepna verður hans trúnaðarvinur, þó skynlaus sé. Þannig ræktaði Helgi bónda- starfið. Bæði hjónin voru einstök snyrtimenni þar sem hver hlutur hafði ákveðinn stað. Heimili og gripahús litu þannig út að það gladdi gestsaugað og þeirra eigin hjörtu. Ekki ætla ég að halda því fram að smjör hafi dropið af hveiju strái hjá þeim hjónum, en víst er um það að þau höfðu byggt öll hús frá grunni og túnin margfölduðust, téygðu sig um holtin út frá bænum vel gerð og ekkert til sparað að þau gæfu mikla uppskeru. Helgi var dulur maður, en tröll- tryggur vinum sínum og samferða- mönnum. Tranaði sér aldrei fram til að hljóta mannvirðingu. Þó var hann félagslyndur, fylgdist vel með í fag- félögum bænda, var einn af stofn- endum hestamannafélagsins Loga. Um brennandi áhuga hans á hestum mætti skrifa langt mál. Ferðir sem voru farnar milli landsfjórðunga, stundum einn. Ég minnist ferða um nágrennið. Það var hrífandi að sjá hvað gæðingurinn og hann urðu eitt. Þegar áð var í fallegri laut og Helgi hafði lagt sig, teigað ilminn úr jörðinni, horft upp í heiðan him- ininn, þá var algleymið nálægt, hafði nært sálina fullkomlega. Mikil gleði ríkti í Laugarási í árs- byijun 1952 þegar þau fengu kjörd- ótttur þriggja nátta gamla, fékk hún nafnið Gróa Kristín. Áður höfðu þau tekið að sér stúpson, Birgi, auk þess ólu þau upp tvíburadótturdætur sín- ar, Helgu og Guðnýju. Vorið 1970 tóku hjónin þá stóru ákvörðun að hætta búskap og flytja til Reykjavíkur, vegna of mikils álags og heilsuleysis Helga. Þá var ört vaxandi gróðurhúsabyggð í Laugarási, sem leiddi af sér að skepnuhald var lagt niður. Keypt var íbúð við Háaleitisbrautina sem fjölskyldan sameinaðist um gera að glæsilegu heimili og opna vinum og vandamönnum þar sem þeim var vel tekið af alúð og rausn eins og í Laugarási. Helgi vann hjá tveimur stórfyrir- tækjum í Reykjavík. Forráðamenn þeirra vissu að óhætt var að ráða til sín mann sem hafði verið bóndi þó bakið væri eilítið farið að bogna. Trúmennskan og verkáhuginn var slíkur hjá Helga að honum voru fengnir lyklar að þeim, enda var hann ætíð fyrstu manna á staðinn. Þegar þessi lögskráði eftirlauna- aldur dundi yfir var Guðný orðin það veik að hún þurfti aðhlynningu og fór að Kumbaravogi. Þangað fór Helgi síðar. Þar enduðu þau bæði ævi sína í höndum góðs hjúkrunar- fólks, með tæplega tveggja ára millibili. Litla samfélagið í Skálholtssókn tók upp þá menningarstarfsemi að halda spilakvöld með ótrúlega fjöl- breyttum skemmtiatriðum nokkr- um sinnum á vetri til skiptis á bæjunum. Þetta skapaði samheldni og var góð upplyfting þar sem kornabörn og öldungar áttu sam- leið. Þar sem bílakostur var þá lít- ill var jafnvel gripið til traktora og austan og sunna yfir Hvítá varð að fara yfir ána á bátum. Það þurfti að flytja stóla og kökur en kaffi hitað á staðnum. Oft var þröngt setinn bekkurinn. Áttu Laugarás- hjónin góðan þátt í þessu. En þessu lauk að mestu með tilkomu sjón- varpsins. Ég og fjölskylda mín sendum ástvinum öllum innilegar samúðar- kveðjur. Biðjum Guð að blessa Helga og þökkum margar dýrmætar stundir. Björn Erlendsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.