Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 22.01.1995, Qupperneq 1
80 SÍÐUR B/C 18. TBL. 83. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS BREIÐ AF J ARÐ ARFERJ AN Baldur leggur að bryggju við Brjánslæk á föstudag með mjólk og aðrar lang- þráðar vistir fyrir sveitir á Barða- strönd og sunnanverðum Vestfjörð- Komið með langþráðar vistir Morgunblaðið/Árni Sæberg um. Komu ferjunnar var fagnað því vöruflutningar á þessar slóðir höfðu legið niðri í viku vegna ófærðar af völdum fárviðrisins sem ríkti á Vest- fjörðum. Sjaldan meiri óvissa um framtíð kínverska alþýðulýðveldisins Lét stinga mömmu inn FIMM ára drengur hringdi á miðviku- dag í neyðarsíma lögreglunnar í bæn- um Pontotoc í Mississippi og lét hlaupa- bólu ekki aftra sér frá því að láta hand- taka móður sína fyrir að reykja og hafa í fórum sínum marijúana. Dreng- urinn hringdi fimm sinnum í 911. Fyrstu þrjú skiptin lagði hann á, en lögregla gat rakið simtalið. í fjórða skiptið var drengnum sagt að lögregla væri á leiðinni og bað hann þá um að lögreglan yrði ekki send. I fimmta skiptið lagði hann aftur á. Þegar lög- regla kom á vettvang var móðirin að reykja marijúana og sonur hennar sýndi laganna vörðum hvar sekkur með eiturlyfinu var geymdur undir sófa. Móðirin óskar þess sennilega að hún hefði sent soninn í skólann í stað þess að leyfa honum að vera veikum heima. 16 átu yfir sig NÝÁRSDAGUR er mesti hátiðisdagur ársins í Japan en einnig sá hættuleg- asti. Að þessu sinni létust 16 manns en þó hvorki af völdum flugelda né ölvunaraksturs, heldur ofáti. Fagna Japanir nýju ári með mikilli matar- veislu sem hefgt strax að morgni. Ómissandi réttur er súpa sem inniheld- ur „mochi“-plötur sem eru búnar til úr soðnum hrísgrjónum og klístrugum efnamassa. Plöturnar vilja festast í koki þeirra gírugustu og varð engin breyting á því nú og því köfnuðu 16 við veisluborðið um þessi áramót. Mao Tse-hvað? SPAKMÆLI Hávamála um að orðstír manna deyi aldrei verða ekki heim- færð upp á Mao Tse-tung, ef marka má rannsókn á almennri þekkingu barna í kínverskum grunnskóla. Að- eins 82 börn af 123 könnuðust við leið- togann mikla en öll vissu þau öll deili á Andy Lau, poppsljörnu í Hong Kong, þar á meðal hvenær hann á afmæli og í hvaða kvikmyndum hann hefur leikið. Ránshótun tekin alvarlega RAYMOND Cuthbert vatt sér inn í apótek Nolans í Vernon í Bresku Kól- umbíu í Kanada og sagðist ætla að koma hálftíma síðar og frenya þar rán. Stóð hann við loforðið en starfs- fólkið hafði tekið hann alvarlega og því voru þar þá komnir lögreglumenn. Handsömuðu þeir Cuthbert og fylgdar- mann hans, Robert Phimister, sem var með veiðihníf innanklæða. Deng sagður liggja milli heims og heli u Peking. Daily Telegraph. DENG Xiaoping, valda- mesti leiðtogi Kína, liggur á mörkum lífs og dauða, að sögn kín- verskra ijölmiðla. Er leiðtoginn níræði sagð- ur í dauðadái. Fréttir um yfirvofandi andiát Dengs hafa leitt til verðlækkunar á fjár- málamörkuðum í Asíu. Að sögn blaðsins Hong Kong Express fékk Deng hjartaslag í síðasta mánuði og var lagður inn á sjúkra- hús. Þar hefur hann legið síðan í dái. Heil- inn er óstarfhæfur að mestu og eru læknar sagðir halda í honum lífinu. Deng Opinberlega er því haldið fram, að líðan Dengs sé eins og vænta megi hjá níræðum manni. Hins vegar hefur háttsettum emb- ættismönnum verið sagt að yfirgefa ekki höfuðborgina, Peking, um ófyrirsjáanlega framtíð. Gamlir atburðir rifjaðir upp Tortryggni jókst þó í vikunni er kín- verska sjónvarpið hóf helsta fréttatíma sinn á þvi að sýna 10 mínútna mynd sem fjall- aði að mestu um þing kommúnistaflokksins í Zunyi. árið 1935 í stað þess að sýna frá jarðskjálftanum í Kobe. Inn á milli var skotið myndum af núver- andi leiðtogum heldur vansælum á svip. Þar sást Jiang Zemin og hafði hann varpað vestrænum jakkafötum fyrir róða og klæðst Maó-fötum sem pössuðu ekki á hann. Óvissan um hvað við tekur í Kína þegar Deng er fallinn frá hefur sjaldan verið meiri. Deng er höfundur efnahagsumbót- anna í Kínu síðustu 15 árin og jafnframt áhrifamesti kommúnistaleiðtoginn í ára- tugi. I gær var skýrt frá gífurlegri spillingu í röðum embættismanna flokksins og velta stjórnmálaskýrendur því fyrir sér hvort spilling, ólga meðal borgara og pólitískt uppnám ríði umbótunum að fullu þegar Deng gefur upp öndina. Sjá menn fyrir sér ýmist nýtt ofurríki eða land sem klofnar upp vegna svæðis- bundinnar togstreitu og borgarastríðs. Olíustríð í uppsiglingu Áratuga kyrrstaða áolíumarkaðnum hefur verið rofin. 14 MARKAÐURINN r r ERHARÐURHUSBONDI VmSKffTIAIVINNULÍF Á SUNIMUDEGI HUNANGSMARIN- ERUÐ SPRENGJA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.