Morgunblaðið - 22.01.1995, Side 44

Morgunblaðið - 22.01.1995, Side 44
44 SUNNUDAGUR 22. JANÚAR 1995 MORGUNBLAÐIÐ H FIMLEIKAR SANDRA Árnadóttir, fim- leikaþjálfari úr KR, er eini ís- lendingurinn sem hefur sótt námskeið hjá rúmenska þjálf- aranum Bela Karolyi, sem nú býr í Houston í Bandaríkjun- um. Karoleyi hefur þjálfað marga ólympíu- og heims- meistara í gegnum árin og þykir fremsti f imleikaþjálfari í heiminum. Bela Karolyi var sjálfur mikill íþróttamaður á sínum yngri árum. Stundaði hnefaleika og fijálsíþróttir og þá sleggjukast sem sérgrein. En hann fékk síðan áhuga á fimleikum og var orðinn landsliðsþjálfari Rumeníu 1970. Hann þjálfaði m.a. Nadiu Co- maneci, sem varð Ólympíumeist- ari 1976, en flúði til Bandaríkj- anna árið 1980 er hann var í sýningarferð með rúmenska Iandsliðið þar. Hann gerðist fljót- lega þjálfari Mary Lou Retton sem varð fyrsti ólympíumeistari Bandaríkjanna í fimleikum, í Los Angeles 1984. Síðan hefur hann verið með bandaríska landsliðið og gerði Kim Zmeskal að heims- meistara 1991. Bela eins og hann er kallaður er nú með nýja fimleikastjörnu í höndunum sem hann ætlar að gera að ólympíumeistara í Atl- anta á næsta ári. Hún heitir Dominizue Moceanu og er aðeins 12 ára gömul og eru foreldrar hennar Rúmenar eins og Bela, en þau flúðu til Bandaríkjanna tveimur árum áður en Moceanu fæddist. Bela hefur komið sér upp fim- leikasal í Houston auk þess sem hann er með sumarbúðir á hverju ári á fallagum stað rétt utan borgarinnar. Þangað koma krakkar á aldrinum sex til 17 ára til að læra, 150 krakkar í hverri viku. Þar dvelja einnig afrekskonumar sem Bela hefur alfarið á sínum snæmm. Þangað koma þjálfarar til að læra og kenna þeim yngstu. En hvað varð til þess að Sandra fór á þjálf- aranámskeið hjá Bela? „Ég sá auglýsingu frá honum í blaði (International Gymnast) og sótti bara um af rælni. Ég bjóst ekki við að fá jnni, en ann- að kom á daginn. Ég var þama í sumarbúðunum í sex vikur og lærði mikið. Þetta var mikil reynsla en jafnframt erfitt því dagurinn var langur og strangur. Við byijuðum daginn alltaf á því að Bela var með fyrirlestur fyrir Sandra Arnadóttir og Bela Karolyi, sem er einn vlrtasti fimleikaþjáifarl heims. okkur leiðbeinendurna og lagði línumar fyrir daginn. Síðan tók við kennsla sem við tókum þátt í ásamt öðram þjálfurum. Við vorum síðan með krökkunum meira og minna allan daginn í leikjum og öðru. Einnig þurftum við að sjá til þess að krakkamir væru komnir í háttinn á tilsettum tíma. Þetta var stanslaus vinna frá morgni til kvölds," sagði Sandra. Hún segir að Bela hafi boðið sér að koma aftur til Houston næsta sumar, en sagðist ekki hafa gert það upp við sig hvort hún tæki boðinu. Sandra er 18 ára og stundar nám í Verslunar- skóla íslands. Hún hefur verið fimleikaþjálfari hjá KR í þijú ár og er í tækninefnd Fitnleikasam- bandsins. Ólympíumeistari í Atlanta? DOMINIZUE Moceanu er aðeins 12 ára gömul og er ein efnileg- asta fimleikastúlka Bandaríkjanna í dag. Bela Karolyi hefur þjálfað hana og segir hana efni í Ólympíumeistara. Bela með fimleikastjörnunum sem hann er hvað þekktastur fyrir að hafa þjálfað; Nadiu Comaneci, Mary Lou Retton og Kim Zmeskal. HEIMSMEISTARAKEPPNIN I HANDKNATTLEIK Endur- gjaldslaus afnot af Laugar- dalshöll FRAMKVÆMDANEFND HM 95 fær endurgjaldslaus afnot af Laug- ardalshöll frá 1. maí þartil heims- meistarakeppninni í handknattleik lýkur 21. maí. Samningur þessa efnis var gerður við Reykjavíkur- borg og hann undirritaður í vik- , unni, en í fjárhagsáætlun HM- nefndarinnar var gert ráð fyrir milljónum króna í leigu. „Þetta er tímamótasamningur en Morgunblaðið/Sverrir Frá undirskrift samningsins. Til vinstri er Steinunn V. Óskarsdóttir, formaður íþrótta- og tóm- stundaráðs Reykjavíkur, þá Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri, síðan Geir H. Haarde, formað- ur Framkvæmdanefndar HM 95 og Ólafur B. Schram, formaður HSÍ, til hægri. á næstunni verða sambærilegir samningar undirritaðir við hin bæj- arféiögin," sagði Hákon Gunnars- son, framkvæmdastjóri HM-nefnd- arinnar. Nefndin tekur að sér ýmsa verkþætti í Laugardalshöll eins og veitingasölu, ræstingu, dyravörslu, umsjón fréttamiðstöðvar, móttöku gesta, öryggisgæslu í samvinnu við lögreglu og fleira en fast starfsfólk Hallarinnar verður eftir sem áður við störf. Hákon sagði að öll vinna í Höllinni á vegum nefndarinnar yrði í höndum sjálfboðaliða og væri ljóst að þeir yrðu fleiri hundrað. „Þetta er miklu viðameira starf en íþróttahreyfingin hefur áður tekið að sér en stærsta dæmið í þessu fyrir okkur er veitingasalan og þar kemur til greina að sjá sjálfir um verkið eða bjóða það út.“ ÍÞRÓTTIR Glæsileg sigurkarfa Leikstjórnandinn Nick Van Exel tryggði Los Angeles Lakers sig- ur gegn Boston Celtic í Boston Gard- en, þegar dómarinn flautaði til leiks- loka — þriggja stiga skot hans hafn- aði þá ofan í körfunni hjá Boston. „Þetta var stórkostlegt, ég heyrði ekki í flautunni þegar knötturinn var á leiðinni í körfuna," sagði Van Ex- el, sem var í sjöunda himni eftir leik- inn. Del Harris, þjálfari Lakers, var ánægður og sagði: „Það sem eftir er ævinnar getum við sagt; síðast þegar við lékum í Boston Garden, fögnuðum við sigri.“ Þess má geta að Boston Celtic mun eftir þetta keppnistímabil leika í nýrri höll, Shawmut Centre. Boston Garden á sér mikla sögu, en í þeirri höll, 1980-89, háðu þeir Magic Johnson hjá Lakers og Larry Bird hjá Celtics margar baráttur. Sperinan var mikil í Boston Gard- eri, því að þegar 2,4 sek. voru til leiks- loka skoraði Dino Radja 118:117 fyr- ir Boston, en Radje átti stórleik, skor- aði 21 stig og tók 12 fráköst. Cedric Ceballos skoraði 31 stig og Elden Campbell 30 stig fyrir Los Angeles Lakers, en Van Exel 29. Robert Parish, fyrrum leikmaður Boston Celtie, skoraði einnig sigur- körfu með þriggja stiga skoti, 99:97, fyrir Carlotte gegn New Jersey, þeg- ar 1,5 sek. var til leiksloka. Alonzo Mouming skoraði 26 stig, tók 15 frá- köst, fyrir heimamenn og Muggsy Bogues skoraði 17 stig og átti 13 stoðsendingar. Anfemee Hardaway skoraði sex af sínum 27 stigum í framlengingu, þegar Orlando Magic vann 112:108 í Denver. Shaquille O’Neal skoraði 20 stig fyrir Orlando. Karl Malone fór á kostum — skor- aði 28 stig og tók 12 fráköst þegar Utah Jazz vann sinn áttunda sigur í röð, 94-84 — lagði Cleveland Cavali- ers. Malone varð þar með nítjándi leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinn- ar Jtil að skora riieira en 20.000 stig. í Dallas var Patrick Ewing í essinu sinu, skoraði flest stig í leik á keppn- istímabilinu, 36, þegar New York Knicks vann Dallas Mavericks 106:93. Hann skoraði 10 stig undir lok leiksins — Knicks hefur unnið ellefu af tólf síðustu leikjum sínum, en Mavericks hefur tapað ellefu af síðustu 15 leikjum sínum. Hakeem Olajuwon skoraði 24 stig af 34 stigum sínum í seinni hálfleik, auk þess að hann tók tólf fráköst, þegar Houston Rockets vann Pistons, 106:96, í Detroit. Pistons hefurtapað 12 af síðustu fjórtán leikjum sínum. í Indiana lék Reggie Miller kúnstir — skoraði fjórar þriggja stiga körfur, úr fjórum skottilraunum utan af velli, þegar Indiana Pacers lagði, 99:89, Atlanta Hawks að velli. B.J. Armstrong skoraði 22 stig og Scottie Pippen sextán þegar Chicago Bulls vann Minnesota Timberwolves 93-86.. Úlfarnir hafa tapað tíu af síðustu tólf leikjum sínum. David Robinson skoraði 26 stig fyrir San Antonio, sigurkörfuna þeg- ar 5,5 sek. voru eftir, gegn Miami, 115:114. Clyde Drexler skoraði 28 stig fyrir Portland Trail Blazers, sem vann Clippers 108:97 í Los Angeles. Port- land lék án Harvey Grant, Jerome Kersey og James Edwards, sein voru í leikbanni. Scott Skiles skoraði 28 stig og Calbert Cheaney 25 þegar Washing- ton Bullet lagði Philadelphia 76ers að velli 102-98. Þetta var aðeins annar sigur heimamanna í síðustu þrettán ieikjum þeirra, en Sixers hefur tapað tíu af síðustu ellefu leikjum sínum NBA-deildin Leikir í fyrrinótt. Boston - LA Lakers............118:120 Charlotte-NewJersey........... 99: 97 Indiana - Atlanta............. 99: 89 Miami - Sán Antonio...........114:115 Washington - Philadelphia.....102: 98 Denver - Orlando..............108:112 ■Eftir framlengingu. Detroit - Houston............. 96:106 Chicago - Minnesota........... 93: 86 Dallas-NewYork................ 93:106 Utah - Cleveland.............. 94: 84 LA Clippers - Portland........ 97:108 Hjáfrægasta fimleikaþjálf- araheims NBA 4 i i i i i i i i i i i ( ( ( i i i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.