Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þetta er alltof stórt. Hann verður lagður í einelti af hinum stéttarfélögunum ef hann lætur sjá sig í þessu í skólanum. Lásu fyrir ferð á bind- indismót HÓPUR ungtemplara hélt náms- maraþon í nýrri félagsmiðstöð íslenskra ungtemplara á Grens- ásvegi 16 frá kl. 12 á hádegi á þriðjudag til kl. 14 í gær, mið- vikudag. Námsmaraþonið var haldið til að safna áheitum fyrir ferð á bindindismót í Noregi í júlí í sumar. Samkvæmt upplýs- ingum ungtemplara gekk mara- þonið að óskum. Rúmlega 20 ungmenni hófu lesturinn og fimmtán þeirra vöktu allar 26 stundirnar. Áheitasöfnun gekk þokkalega, en miðað var við að safna 5-10 þúsund krónum á hvern þátttakanda. Morgunblaðið/Kristinn BLAFJOLL Veðurhorfur: Sunnan og suð- austan stinningskaldi, snjókoma eða slydda og hiti nálægt frost- marki framan af degi. Síðan hægari suðvestlæg átt, él og heldur kólnandi. Ski'ðafæri gott og nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-22. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar og hefst hún kl. 10.30, 12.00, 13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 ’A klst. í senn. Ferðir: Sérleyfisferðir Guðmund- ar Jónssonar sjá um daglegar áætlunarferðir þegar skíðasvæð- in eru opin með viðkomustöðum víða í borginni. Uppl. eru gefnar í síma 683277 eða hjá BSI í sími 22300. Teitur Jónasson hf. sér um ferðir frá Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 642030. KOLVIÐARHOLSSVÆÐI Veðurhorfur: Sunnan og suð- austan stinningskaldi, snjókoma eða slydda og hiti nálægt frost- marki framan af degi. Síðan SKIÐASVÆÐIIM hægari suðvestlæg átt, él og heldur kólnandi. Skíðafæri: Gott skíðafæri. Opið: Kl. 10—18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar í síma 91-801111. Skíðakennsla er allar helgar kl. 14.30 hjá Skíðadeild Víkings. Ferðir: Sjá Bláfjöll. SKALAFELL Veðurhorfur: Sunnan og suð- austan stinningskaldi, snjókoma eða slydda og hiti nálægt frost- marki framan af degi. Síðan hægari suðvestlæg átt, él og heldur kólnandi. Skíðafæri ágætt, nægur snjór. Opið: Kl. 10-18 fös., laug., sun. og mán. Á þri., mið. og fim. er opið kl. 10-21. Upplýsingar: í síma 91-801111. Skíðakennsia er allar helgar og hefst hún kl. 10.30,12.00,13.30, 15.00 og 16.30 og stendur í 1 ’A klst. í senn. Ferðir: Sjá Bláfjöll. ISAFJORÐUR Veðurhorfur: Sunnan gola eða kaldi og snjókoma eða slydda með köflum einkum þegar líður á daginn. Hiti nálægt frostmarki en heldur kólnandi með kvöldinu. Skíðafæri gott og nægur snjór á báðum svæðum. Opið: Skíðalyftur í Tungudal verða opnar laugardag frá kl. 13 og sunnudag frá kl. 10-17. Opið virka daga frá kl. 13-18 og til kl. 20 þrið. og fim. Ath. göngu- skíðabrautir eru troðnar í Tungudal. Upplýsingar: í síma 94-3125 (símsvari). AKUREYRI Veðurhorfur: Suðvestan stinn- ingskaldi og bjart veður að mestu fram eftir degi en hægari breyti- leg átt og dálítil él þegar líður á daginn. Frost 1-3 stig. Skíðafæri gott og nægur snjór. Opið: Virka daga kl. 13-18.45 og laugar- og sunnudaga kl. 10-17. Upplýsingar í síma 96-22930 (símsvari), 22280 og 23379. Skíðakennsla: Um helgina frá kl. 12 og á klst. fresti eftir þátttöku. Ferðir á svæðið á virkum dögum kl. 13.30, 15.30 og 16.30 og síð- asta ferð kl. 18.30. í bæinn er síðasta ferð kl. 19. Alþjóðlegur veðurdagur Veðurfræðin alþjóðlegri en önnur vísindi Allt frá 1961 diefur Alþjóðlegi veður- dagurinn verið haldinn 23. mars í þeim löndum sem aðild eiga að Alþjóða veðurfræðistofnun- inni. Stofnunin er ein undir- stofnana Sameinuðu þjóð- anna, en var sett á laggirn- ar löngu áður en þau sam- tök urðu til, eða árið 1873. Að þessu sinni ber Al- þjóðlegi veðurdagurinn yf- irskriftina „Almenn veður- þjónusta". Magnús Jóns- son, veðurstofustjóri, ræddi við blaðamann, meðal ann- ars um íslenska veðurfræð- inga í alþjóðasamstarfi. „Veðurfræðin er alþjóð- legri en flestar aðrar vís- indagreinar,“ sagði Magn- Magnús Jónsson ús. „Það st,afar af því, að til þess að hægt sé að veita almenna veð- urþjónustu þurfa að fara fram at- huganir, sem gerðar eru samtímis í öllum löndum heims. Löndin miðla sínum athugunum hvert til annars daglega og það er grunnur að veðurspám þeirra. Við íslend- ingar höfum mest samstarf við Evrópu, sérstaklega við Dani, sem ráku veðurathugunarstöðvar hér á landi fyrir daga Veðurstofunnar. Erlend samskipti eru mjög stór þáttur í starfi veðurstofa um allan heim og við getum í raun ekki sinnt nema broti af því starfí sem áhuga- vert væri að sinna.“ Eru einhverjar breytingar í vændum í alþjóðasamstarfínu? „Já, í raun má segja að skuggi hvíli yfír samstarfínu núna. Með aukinni tækni og breyttum við- horfum stjórnvalda er að færast meiri markaðshyggja inn í veður- fræðina, enda eru veðurupplýs- ingar gríðarlega verðmætar, því þær snúast ekki eingöngu um ör- yggi, heldur og mikla hagsmuni. Menn hafa reiknað út að ávinning- ur af góðri veðurþjónustu sé 20-30 faldur. Þess vegna er sá hugsunar- háttur sums staðar ríkjandi að þeir sem njóti ávinningsins greiði fyrir þjónustuna. Auðvitað er það svo, til dæmis þegar litið er til flugsins eða sjó- mennskunnar, að ekki er hægt að greina á milli öryggisþáttarins og hins fjárhagslega ávinnings og sú hugsun hefur hingað til verið okk- ur Islendingum framandi að flug- félög eða útgerðir greiði fyrir veð- urþjónustu. Þessi mark- -------- aðshyggja hefur hins vegar í för með sér að veðurstofur verða vark- árari þegar kemur að því að skiptast á gögn- um. Þær vita, að einkafyrirtæki í sama landi nota ef tii vill þessi gögn til að vinna veðurspár, sem þau selja, oft í samkeppni við ríkis- veðurstofu hvers lands. Enn sem komið er bitnar þetta ekki á starfí Veðurstofu íslands, en það getur gert það innan fárra ára.“ Svo vikið sé að öðru: Hvers vegna hefur veturinn verið okkur Íslendingum jafn erfiður og raun ber vitni? „Það er rétt að veturinn hefur verið erfíður og telst sjálfsagt óvenjulegur með tilliti til snjóa- laga. Ég á þó von á að hann verði ekki langt frá meðallagi í tölum um úrkomu, hita, vinda og annað slíkt. Það sem skapar þessi snjó- þyngsli og þar af leiðandi slys vegna snjóflóða, eru einstök veð- ur, sem ekki hafa dunið yfir í ára- tugi. Sú var til dæmis raunin í Súða- vík. Þar var mjög mikil úrkoma, um leið og norðvestan stórviðri var ► Magnús Jónsson veðurstofu- stjóri fæddist 2. júlí árið 1948 á Sauðárkróki. Hann lauk stúd- entsprófi frá MA 1968 og stund- aði nám í stærðfræði og sagn- fræði við HÍ 1969-1971. Magnús varð fil.kand. frá Uppsalahá- skóla og að hluta frá Stokk- hólmsháskóla í veðurfræði 1979. Auk þess hefur hann 30 tonna skipstjórnarréttindi. Magnús kenndi við Hagaskóla 1971-1975 og MS 1979-1980, var veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands 1980-1982, þákennari við MA 1982-1985 og hóf aftur störf á Veðurstofu það ár. í ársbyrjun 1994 tók hann við starfi veðurstofustjóra. Magnús er kvæntur Karitas R. Sigurð- ardóttur hjúkrunarfræðingi og eiga þau þijú börn. ■ ' i . • - ríkjandi óvenjulega lengi. Hlið- stætt veður hefur ekki komið við ísafjarðardjúp í áratugi. Ef til vill hefur veðurhæðin og úrkoman verið hin sama og oft áður, en þegar óvenjuleg vindátt bættist við, þá sköpuðust þessar sérstöku aðstæður. Raunar má segja að öll snjó- flóðavandræði norðvestanlands í vetur megi rekja til þessa veðurs um miðjan janúar. Megnið af snjónum í vetur kom á fáum dög- um, líkt og gerist ár hvert. Hið óvenjulega nú er að á venjulegum vetri gengur yfir stórhríð, svo kemur hláka og snjórinn hopar, en í vetur hefur lítið verið um hláku á milli. Þess vegna hef- ur nýtt snjóalag sífellt bæst ofan á það sem fyrir var. Þetta er hins vegar allt innan þeirra marka, sem eðlilegt verður að teljast í veðurfari. Á Veðurstofu fslands tengjum við þetta árferði því ekki við nein- ar sérstakar breytingar á veður- fari. Þessi „afbrigðileiki“ í veðrinu er í raun innan eðlilegra marka.“ Hvernig ætlar Veðurstofa ís- lands að halda Aiþjóðlega veður- daginn hátíðlegan? „Veðurstofan á 75 ára afmæli í ár og við munum fagna því af- mæli veglega, um leið og Alþjóð- legi veðurdagurinn er okkur einnig hvatning til að kynna almenningi starfsemi veðurstofunnar. Á árinu verður því opið hús fyrir almenn- ing, sem við auglýsum nánar síðar. Þá á kjörorð veðurdagsins, „Al- menn veðurþjónusta“ vel við á þessu afmælisári, því Veðurstofa Islands stefnir að því að gera veru- legar breytingar á veðurþjón- ustunni. Frá þeim verður nánar greint síðar, en m.a. er gert ráð fyrir að um miðjan maí breytist framsetning veðurfrétta í útvarpi.“ Breytingar verða á veð- urþjónustu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.