Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 23.03.1995, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 37 AÐSENDAR GREINAR Laun í hlutfalli við hryðjuverk KENNARAVERKFALL hefur nú staðið í rúman mánuð og þjóð- inni stendur nokkurn veginn á sama. Bamslegir menn til sálar- innar og bjartsýnir á mannlegt eðli undrast þetta. Þegar alls er gætt er þó ofur skiljanlegt að þjóð- in skuli kæra sig kollótta um aðra eins smámuni og kennaraverkfall. Eða því sem næst. Kennaraverk- fall hefur nefnilega þann megin- kost að það kemur svo sem ekkert við pyngjur landsmanna. Að minnsta kosti ekki í bili. Stundum er haft á orði að laun hljóti að fara eftir gagnsemi starfs, Launaformúlan í land- inu gefur okkur þá nið- urstöðu, segir Halldór Ármann Signrðsson, að laun kennara verða ekki hækkuð svo nokkru nemi svo lengi sem þeir komast ekki í aðstöðu að fremja efna- hagsleg hryðjuverk. dugnaði launamanns, menntun hans og ábyrgð. Raunveruleikinn er annar, eins og alþjóð veit, enda er til miklu einfaldari launaform- úla og hún er þessi: Því meiri óþægindum og eignatjóni sem stétt veldur með verkfalli því hærri laun skal hún bera úr býtum, Þetta er svona nokkurs konar hryðju- verkaformúla: Því ríkari gíslar þeim mun hærra lausnargjald. Þetta finnst þjóðinni bæði skiljan- leg og sanngjörn formúla. Menn velti þessu nú aðeins fyr- ir sér. Á dögunum sögðu dagblöð- in frá því með velþóknun að há- setahlutur á rækjutogara hefði verið um 800 þúsund krónur á einum mánuði. Hlutur skipstjórans var sem sagt um 1600 þúsund krónur. Það eru um það bil fjórtán- föld heildarlaun meðalkennarans í landinu og það er vonlegt því að skipstjórinn getur gert útgerðina fallítt með því að fara í verkfall. Kennari í verkfalli gerir engan fallítt, veldur fólkinu í landinu í mesta lagi þeim leiðindum að þurfa að horfa aðeins oftar framan í börnin sín. Kennarar þykja reyndar heldur leið stétt og eiga sér formælendur fáa, eins og ber- lega kemur fram í fjölmiðlum þessa dagana. Skipstjórar njóta á hinn bóginn almennra vinsælda. Mjólkurfræðingar hafa löngum verið þokkalega launuð stétt, enda er ljóst að án þeirra verður enginn ostur, mjólkin súrnar og bændur og samsölur sjá sæng sína upp- reidda. Flugmenn geta sett flugfé- lög á hausinn og þar að auki heild- verslanir, útflutningsfyrirtæki og ferðaskrifstofur. Þeir eru hálauna- menn, sem vonlegt er. Svipuðu máli gegnir um flugumferðar- stjóra, sem fyrir nokkru náðu samningum við ríkið sem tryggja þeim um það bil tvöföld heildar- laun háskólakennara. Námskostn- aður háskólakennara er reyndar mörgum sinnum meiri en flugum- ferðarstjóra og starfsævin snöggt- um skemmri en það skiptir ekki máli. Háskólakennarar setja engar ferðaskrifstofur á hausinn. Ófáum sinnum undanfarnar vikur hefur sá sem hér slær á tölvutakka verið spurður með for- undran hvernig á því standi að hann skuli ekki vera í verkfalli. Enda eru það sjálfsagt mikil mi- stök hjá háskólakennurum að sýna ekki fram á hryðjuverkamátt sinn, meílþví að fella bankavíxla stúd- entanna og koma ábyrgðarmönn- um þeirra á kaldan klaka. Þá liði varla á löngu þar til líflegra yrði í launaumslaginu. En, sem sagt, áhugi þjóðarinnar á kennaraverkfallinu er slíkur að hún hefur enga hugmynd um hvaða kennarar eru í verkfalli og hveijir ekki. Henni nægir að vita að þeir kennarar sem eru í verkfalli koma lítt við t pyngjur manna með brauki sínu. Enda er meiri hluti þjóðarinnar hjartanlega sammála um að kennarar eigi hreint ekki skilið að fá hærri laun. Jafnvel sjúkraliðar áttu meiri samúð meðal þjóðar- innar en kennarar, enda er það ekki að- eins mæðusamt held- ur líka dýrt fyrir þjóð- ina að taka farlama foreldra og frænkur inn á heimili sínu. Aðgerðarlausir unglingar eru í mesta lagi til ama. Halldór Ármann Sigurðsson Skúringafólk er ekki ofsælt af launum sínum en þó eru mörg dæmi um að það hafi snöggtum hærra kaup en kennarar. Senni- lega lítur þjóðin svo á að eyðileggingarmátt- ur þess sé meiri en kennaranna. Laun eiga ekki að fara eftir menntun, ábyrgð eða dugnaði, nema vera skyldi dugnaði við að híma sem lengst á vinnu- stað og svíkja undan skatti. Þaðan af síður eiga laun að fara eftir því hvort launavinnan er þörf eða óþörf, horfir til framtíðarheilla eða hnignunar. Þjóðin er t.d. augljós- lega þeirrar skoðunar að þeir sem á sínum tíma eyddu síldarstofnun- um hér við land hafí átt skilið að vera á margföldum kennaralaun- um við iðju sína. Launaformúlan í landinu gefur okkur þá niðurstöðu að laun kenn- ara verða ekki hækkuð svo nokkru nemi svo lengi sem þeir komast ekki í aðstöðu til að fremja efna- hagsleg hryðjuverk. Þessa formúlu er þjóðin hæstánægð með og það eru stjórnvöld hennar líka. Og unga fólkið heldur áfram að flykkjast úr landinu á vit tæki- færa á meðal siðmenntaðra þjóða. Höfundur er prófessor og áhugamuður um skynsamlegt þjóðskipulag. r, AÐU AF t>ÉR AICo os/2 Skjáborðið er hannað til að líkja eftir venjulegu skrHborði. Þú dregur skjal að bréfsímanum, sleppir því og tölvan sendir símbréfl IBM Works er samofin ritvinnsla, töflureiknir, skráavinnsluforrít og dagbókarkerfi. Fyrír aðeins kr. 6.500 faerðu íslenskt orðasafn sem vinnur með IBM Works, lelðréttir stafsetningavillur og skiptir orðum milli lína. Fjölbreyttur hugbúnaður fyrír margmiðlun fylgir OS/2 Warp. Þú getur unnið með hljóð, tölvugrafik og lifandi myndir á skjánum - samtímis. ÞU KEMUR MEIRU I VERK OS/2 Warp er nýja 32 bita stýrikerfið frá IBM, fýrir einmenningstölvur byggðar á 386 og öflugri Intel örgjörvum. Það lætur alla 32 bitana í tölvunni vinna þannig að þú kemur meiru í verk. Það keyrir DOS og Windows forrit jafnvel betur en þau keyra í venjulegri DOS/Windows tölvu. IBM OS/2 Warp er búið alvöru fjölvinnsiueiginleikum sem einnig nýtast DOS og Windows forritum. Forritavillur trufla tölvuna ekki lengur, þökk sé „frostvörninni" í OS/2 sem kemur ( veg fyrir að eitt forrit geti truflað annað. MEIRIHÁTTAR BONUSPAKKI IBM OS/2 Warp fylgir bónuspakki sem inniheldur 10 forrit sem þú færð í kaupbæti. Þar á meðal er Internet Connectlon sem er safn Internet-forrita, þ.m.t. WebExplorer sem er 32 bita Mosaic forrit notað til að skoða veraldarvefinn. Hin Internet-forritin eins og Telnet, FTP, NewsReader/2 og Gopher eru öll til staðar líka. Það er samdóma álit fagtímarita að Intemet-tólin i IBM OS/2 Warp séu einhver þau albestu sem völ er á. (PC Week 09.94, Byte Magazine 02.95, Federal Computer Weekly 01.95, o.fl.). OS/2 WARP OG INTERNET KYNNINGAR Við kynnum OS/2 Warp og Intemet í dag og næsta laugardag sem hér segin í dag fimmtudag: OS/2 Warp kl. 13:00 og Intemet kl. 14:00 Laugardaginn 26. mars: OS/2 Warp kl. 10:10 og 12:10 og Internet kl. 11:10 og 13:10. Kynningarnar fara fram I Skaftahlið 24. OS/2 WARP NAMSKEIÐ Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands og Nýherja stendur fyrir OS/2 Warp námskeiði dagana 3. og 4. apríl nk. Kennt verður frá kl. 13:00-16:00. Skráning og nánari upplýsingar i sfmum 569 7769 og 569 7770. OS/2 Warp er alvöru 32 bita stýrikerfi. OS/2 Warp hefur alvöru fjolvinnslu, þannig að tölvan getur unnið aó mörgum verkefnum samtimis. „Frostvörn" kemur í veg fyrir að kerfid hrynji þó eitt forrit „frjósi". OS/2 Warp fylgir bónuspakki med 10 frábærum forritum. OS/2 Warp keyrir DOS og Windows forrit jafnvel betur en DOS og Windows. OS/2 Warp er búið stórlega endur- bættum notenda-skilum med OS/2 skjáborðinu. OS/2 Warp kostar frá aðeins kr. /0.900m/VSK. Skotpallurínn veitir greiðan aðgang að forrítum og gögnum. 9> CQ> NÝHERJI ÖLL LJÓSRITUN Á HM'95 NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 - SÍMI 569 7700 Alltaf skrefi á undan KYNNIÐ YKKUR HEIMASÍÐUR NÝHERJA: http://www/ibm.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.