Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 33

Morgunblaðið - 23.03.1995, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. MARZ 1995 33 útboð, þá teiur Guðmundur I. Eyjólfs- son, formaður samninganefndar sér- fræðinga við Tryggingastofnun, ör- uggt að hugsanleg þátttaka rann- sóknarstofa spítalanna í útboðinu verði kærð til Samkeppnisráðs. Engu skipti að sett verði á stofn svokölluð pappírsfyrirtæki og reksturinn ekki aðskilinn á annan hátt. Heilbrigðisráðuneytið lét Löggilta endurskoðendur hf. vinna skýrslu um fjárhagslega aðgreiningu rannsókn- arstofa í blóðmeina- og meinefna- fræði frá öðrum rekstri sjúkrahús- anna tveggja. Helstu niðurstöður end- urskoðendanna eru þessar: ■Æskilegt er að rannsóknarstofurnar verði gerðar að sjálfstæðum stofn- unum eða félögum, með sjálfstæðan fjárhag og rekstur. ■Reikningsskil rannsóknarstofa spít- alanna verði með sambærilegum hætti og hjá einkafyrirtækjum og á það meðal annars við um eignfærslu keyptra rannsóknartækja og afskriftir. ■Rannsóknarstofur spítalanna verði reknar með arðsemissjónarmið í huga og er þá átt við fjárhagslega arðsemi eins og hún er skilgreind almennt í reikningshaldi einkafyrirtækja. Þann- ig er ekki nóg að reka rannsóknar- stofu án taps, heldur þarf reksturinn að skila eðlilegri arðsemi af eigin fé til eigenda. ■Kaup rannsóknarstofa á vörum og þjónustu af spítölunum þurfa að vera á eðlilegum viðskiptalegum forsend- um og ekki á lægra verði en kostnað- arverði þegar tekið hefur verið tillit til alls kostnaðar, nema til þess liggi sérstakar forsendur. ■Rannsóknarstofur selji s’pítölunum þjónustu og efni á sambærilegu verði og öðrum og ekki á hærra verði, nema til þess liggi sérstakar forsendur. ■Rannsóknarstofur verði ekki styrkt- ar á einn eða annan hátt af annarri starfsemi eða opinberu fé. ■Sameining rannsóknarstofa Land- spítala og Borgarspítala myndi vænt- anlega leiða til hagræðingar og sparn- aðar. ■Ef farið verður í útboð á árinu 1995, er rétt að heildarkostnaður rannsókn- arstofanna árið 1994 sé fundinn út, ---------- með því að skipta sameigin- >jnast legum kostnaði fyrst á stoð- tofurn- og þjónustudeildir, og rihoA? kostnaði þeirra síðan aftur tiiooo. á grunndeildir, eins og gert " er á Landspítala. Einnig er rétt að tekið verði tillit til reiknaðra liða eins og afskrifta og vaxta. ■Nauðsynlegt er að reikna sérstak- Iega kostnaðarverð hverrar tegundar rannsókna, þar sem ekki er víst að samræmi sé á milli einingafjölda rannsóknar og raunverulegs kostn- aðar. Aðskilnaður rekstrar rannsóknar- stofa Borgarspítala og Landspítala frá öðrum rekstri gerist ekki á einni nóttu. Guðjón Magnússon kvaðst von- ast til að ef útboðsgögn lægju fyrir í apríl gæti breytt fyrirkomulag tekið gildi í september-október. * Alit forystumanna stjórnmálaflokkanna á sviptingunum á olíumarkaðinum Hagræðing1, samkeppni eða markaðsdrottnun? Skoðanir forystumanna stjórnmálaflokkanna eru skiptar á þeirri stöðu sem upp er komin á olíu- markaðinum, eftir kaup Olíufélagsins hf. og Texaco á 45% hlut Sunda hf. í Olíuverslun íslands og stofnun sameiginlegs dreifingarfyrirtækis félaganna. EG TEL að dreifingakerfið hjá olíufélögunum hafi ver- ið mjög óhagkvæmt í gegnum tíðina og þess vegna hafi olíuverð verið hærra en það þyrfti að vera,“ segir Halldór Asgrímsson, formaður Framsóknarflokksins. „Það hefur komið fram hjá útgerð- inni og fleiri aðilum að oft hafá olíu- félögin ekki verið samkeppnisfær við olíu erlendis. Skipin hafa keypt mikla olíu í erlendum höfnum. Að mínu mati er alveg bráðnauðsynlegt að hagræða í þessu kerfi. Ég tel það vera af hinu góða að dreifingarkerf- ið verði ódýrara og vænti þess að samkeppni muni verða áfram I smá- sölunni milli félaganna. Samkeppnin hefur ekki alltaf verið mikil í verð- um, heldur í annarri þjónustu, en ég tel að með breyttum aðstæðum sé komin meiri samkeppni á milli félag- anna en verið hefur. Ég tel enga ástæðu til að óttast að svo verði ekki áfram,“ sagði hann. Halldór sagði aðspurður að sú hætta væri alltaf fyrir hendi í fá- menninu hér á landi að fákeppnis- staða kæmi upp. „En hagkvæmnin skiptir meginmáli til lengri tíma lit- ið, því dýr dreifingarkostnaður mun alltaf koma fram í verðlagi með ein- um eða öðrum hætti. Þess vegna fagna ég allri hagræðingu sem á sér stað í olíusölunni,“ sagði Halldór. Styrkja stöðu sína vegna samkeppni að utan Kristín Ástgeirsdóttir, efsti maður á framboðslista Kvennalistans í Reykjavík, hefur ekki áhyggjur af að þessi viðskipti leiði til fákeppni á olíumarkaðinum og bendir í því sam- bandi á fyrirhugaða starfsemi Irving Oil á íslandi. „Menn eru greinilega að styrkja stöðu sína til að búa sig undir þá samkeppni. Hins vegar á ég eftir að sjá hvernig þeir spila úr þessu, hvort þetta leiðir til hagræðingar í rekstri og að fyrirtækin muni áfram eiga í samkeppni eða hvort þetta er skref í átt til eiginlegrar sameiningar. Við vitum að þó svo eigi að heita að hér sé samkeppni á olíumarkaði, þá er hún sáralítil. Ég held því að erlenda samkeppnin muni fyrst og fremst hleypa einhverju lífi í raunverulega samkeppni hér á markaðinum," seg- ir hún. Kristín sagðist telja eðlilegt að Samkeppnisstofnun skoðaði þetta mál því það væri í hlutverki hennar að fylgjast með að ekki ætti sér stað hringamyndun og óeðlileg sam- keppni í viðskiptalifinu. Aukin samkeppni kallar á lægra verð Friðrik Sophusson, fjármálaráð- herra og varaformaður Sjálfstæðis- flokksins, segir að það sé eitt af grundvallarviðhorfum Sjálfstæðis- Skiptar skoðanir Halldór Ásgrímsson Kristín Ástgeirsdóttir Friðrik Sophusson Af hinu góða að Hef ekki áhyggj- Afar neikvætt ef dreifingarkerfi ur af að þetta aðgerðirnar leiða félaganna verði leiði til fákeppni til einokunar ódýrara Steingrímur J. Sigfússon Viðskipti og verðlagning verði undir sér- stöku eftirliti Agúst Einarsson Sighvatur Björgvinsson J ákvætt að olíu- Hefur óskað eftir félög undirbúi áliti Samkeppn- sig fyrir væntan- isstofnunar á lega samkeppni kaupunum flokksins að auka samkeppni í at- vinnulífinu til að kalla fram lægra verð og aukin gæði. „Ég hef reyndar ekki kynnt mér nákvæmlega stöðuna í þessu tiltekna máli en það mun vera til skoðunar hjá Samkeppnisstofnun. Ef þessi samvinna eða samruni leiðir til meiri samkeppni og lægra verðs fyrir neyt- endur og er hluti af þeirri þróun, þá gleðst ég, en ef þessar aðgerðir leiða til einokunar er það afar neikvætt. Ef einn aðili leggur undir sig mark- aðinn er verr af stað farið en heima setið,“ sagði Friðrik. Slíkur aðili er orðinn markaðsráðandi Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður Alþýðubandalagsins, sagði ljóst að þarna hefði myndast sam- stæða sem réði um 70% af markaðin- um og sagðist hann telja sjálfsagt mál að Samkeppnisstofnun skoðaði þetta mál. „Slíkur aðili er auðvitað orðinn markaðsráðandi á markaði sem lá undir miklum fákeppnisgrun fyrir. Menn verða þar með að taka á málinu sem slíku, að þama sé ekki virk samkeppni og að viðskipti og verðlagning verði að vera undir sérstöku eftirliti,“ sagði hann. Steingrímur sagðist ekki geta lagt dóm á hvort þessar sviptingar á olíu- markaðinum stöfuðu af fyrirhugaðri starfsemi Irving Oil hér á landi. „Ég tel alveg ljóst að ekki veiti af að- haldi á þessu sviði,“ sagði Steingrím- ur. „Úr því að búið er að opna land- ið fyrir erlendri samkeppni held ég að það sé eðlilegt og ekkert við því að segja að fá aðila inn í samkeppn- ina á þessu sviði fremur en öðrum. Hins vegar er nokkuð fyndið hversu illilega margir sem hafa talað hátt um að fá erlent fjármagn inn í land- ið, hrökkva við þegar þeir vakna upp við þann vonda draum að það gæti hugsanlega komið eitthvað við tærn- ar á þeim sjálfum,“ sagði Steingrím- ur. Áhyggjur af fákeppni í atvinnulífinu „Þjóðvaki fagnar hagræðingu sem leiðir til lægra bensínverðs. Okkur finnst jákvætt að íslensk olíufélög undirbúi sig fyrir væntanlega sam- keppni," segir Ágúst Einarsson, efsti maður á framboðslista Þjóðvaka á Reykjanesi. „Við styðjum það að Irving Oil hefji hér starfsemi, þar sem sam- keppni leiðir til lægra olíuverðs og það er jákvætt. Þjóðvaki hefur al- mennt áhyggjur af fákeppni í ís- lensku atvinnulífi, eins og sést á ol- íu-, banka-, trygginga- og flutninga- markaði. Meiri samkeppni og fleiri félög væru mjög til bóta í þessum greinum," sagði Ágúst. Morgunblaðið náði ekki tali af Jóni Baldvin Hannibalssyni, for- manni Alþýðuflokksins, vegna þessa máls. Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra sagðist í samtali við blaðið sl. mánudag ekki vilja tjá sig um álit sitt á málinu fyrr en álit Samkeppnisstofnunar lægi fyrir en viðskiptaráðherra hefur falið Sam- keppnisstofnun að láta sér í té álit á viðskiptunum með það í huga hvort þau leiði til fákeppni á olíumarkaðin- um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.